Dagur - 12.12.1986, Blaðsíða 18

Dagur - 12.12.1986, Blaðsíða 18
18 -- ÖÁQUR '- 1 Í2?ldeseniber T986 Mikið úrval af raftækjum til heimilisnotkunar. SIMI (96)21400 ImgSi kaffivélar AATARI' TH Háþróaðar framtíðartölvur með Motorola 68000 32 bita örtölvu. Gerð: 520 st. 512 k minni sjón- varpstengi 3V2 tommu diskadrif, 360 k, mús, ritvinnsla, basic, Logo og teikniforrit. Verð kr. 24.900.-. Gerð: 1040 st. 1000 k minni, 720 k diskadrif, mús, rit- vinnsla, basic, Logo og teikniforrit. Verð kr. 61.900.-. Mikið úral forrita bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga. Óseyri 4. Sími 26842 og 25842. Borgarbíó Föstudag kl. 9.00, laugardag og sunnudag kl. 5.00. Læknaskólinn (Bad Medicine) Föstudag kl. 11.00, laugardag og sunnudag kl. 9.00. Hlébarðinn Sunnudag kl. 3.00. Geimkönnuðurinn Miöaverð 100 kr. Síðasta sýning. Miðapantanir og upplýsingar i símsvara 23500. Utanbæjarfólk sími 22600. f Tímanum 4. desember birtist forystugrein þar sem harkalega er ráðist á þau hundruð flokks- bundinna framsóknarmanna í Norðurlandi eystra sem undan- farnar vikur hafa skorað á Stefán Valgeirsson, alþingismann að gefa kost á sér til framboðs þar. Sá aumi málflutningur er þar enn uppi að framboð þetta snúist einungis um persónu Stefáns Valgeirssonar. Að ekkert bendi til þess að málefnalegar ástæður séu fyrir hendi. Svo er ekki því miður flokksins vegna. Hins veg- ar getur Stefán við unað að for- ysta flokksins skuli hafa svo mik- ið álit á honum og áhrifum hans að hún telji hann geta sagt svo stórum hópi félagsmanna fyrir verkum, svo ekki sé talað um þau mörgu flokksfélög sem styðja hann. Margt fleira er athyglisvert í þessari forystugrein blaðs okkar. Þar er m.a. talað um að „svoköll- uð prófkjör" séu látin ráða og þau séu „innanflokksmál og það sé réttur flokksbundinna manna“ að taka þátt í þeim. Undanfarna daga og vikur höfunt við heyrt álit ýmissa á prófkjörum, yfirleitt neikvæð. Og talandi um rétt flokksbundinna manna ættum við framsóknarmenn að íhuga þær yfirlýsingar úr okkar röðum, t.d. í Reykjavík, um að stuðnings- menn annarra flokka hafi ráðið þar úrslitum. Hér í Norðurlandi eystra kusu flokksfélögin fulltrúa á kjör- dæmisþing í samræmi við félaga- tölu, en hins vegar er ekki því að neita að sum þessara félaga jafn- vel tvöfölduðu félagatölu sína dagana fyrir kjördæmisþing, sem vissulega ætti að vera gott, en vekur samt efasemdir. Sú mikla fjölgun hefði t.d. mátt sýna sig fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Tíminn telur í þessari forystu- grein „ástæðulaust að tala um klofning framsóknarflokksins í kjördæminu af þessu tilefni enn sem komið er“, og heldur svo áfram. „Fari hins vegar svo að stjórn kjördæmissambandsins eða framkvæmdastjórn flokksins láti undan ósk Stefáns Valgeirs- sonar um að væntanlegur fram- boðslisti vprði tengdur nafni flokksins og listabókstaf, þá gengur flokkurinn klofinn til kosninga. Þá er klofningurinn viðurkenndur og augljós. “ Og svo eru menn að gera gys að strútgreyinu sem stingur höfð- inu í sandinn og heldur að enginn sjái sig af því að hann sér ekkert sjálfur. Ef t.d. 6-7 framsóknarfélög í kjördæminu bjóða fram þennan lista í sínu nafni ætla þá þessi gáfnaljós að stinga hausnum í sandinn og segja að hann sé ekk- ert tengdur nafni flokksins? Það sé bara hugarfóstur Stefáns Val- geirssonar að svo sé? Kjósendur þess lista séu ekki löglegir fram- sóknarmenn, og þá ekki heldur þeir sem þar bjóða sig fram. Telja oddvitar Húsavíkurlistans sig kannski þess umkomna að vísa nær helmingi flokksbund- inna manna í kjördæminu úr flokknum? Ég hef sagt það áður, og vil. ítreka það hér: Það er klofningur í flokknum og sá klofningur er fyrst og fremst út af ágreiningi um málefni. Um leið hlýtur að verða ágreiningur um menn, sem eru fulltrúar þeirra sjónarmiða sem okkur greinir á um. Ef við horfum fram á við þá er það alveg ljóst að við þurfum nýja forystu til að sameina okkur aftur í þá heild sem við verðum að vera ef við ætlum að vera forystuafl þessa kjördæmis, sem og lands- byggðarinnar. Framsóknarflokkurinn var og hefur verið í afgerandi forystu fyrir landsbyggðina alla í áratugi. Getum við sagt að hún sé afger- andi í dag? Því miður ekki og það sem ennþá verra er, er að í þeirri leiftursókn sem nú skal háð til þess að afla flokknum fylgis á suðvesturhorninu er því hlut- verki varpað fyrir borð. Þessu hafa aðrir flokkar gert sér grein fyrir og hljóta menn að hafa tekið eftir því undanfarin misseri að flokkar eins og Alþýðu- flokkurinn, og þá ekki síður Alþýðubandalagið, sem mestan sinn styrk hafa sótt í þéttbýlið, gerast nú í orði a.m.k. æ hlynnt- ari byggðastefnu, alla vega þegar þeir eru staddir úti á landi. Stjórnendur flokksins hafa haft horn í síðu Stefáns Vaigeirssonar þar sem hann hefur ekki þótt nógu leiðitamur við þessa stefnu. Sömuleiðis hefi ég það fyrir satt að fundið hafi verið að blaði okk- ar Degi fyrir of mikla byggða- þröngsýni. Og persónulega var ég skammaður fyrir tveim árum á fundi kjördæmisráðs fyrir að vera að reyna að mynda gjá á milli dreifbýlis og þéttbýlis þegar ég benti á vaxandi misvægi milli landsbyggðar og suðvesturhorns- ins og nauðsyn aðgerða til breyt- inga. f>ó hefur kjördæmisþing okkar samþykkt svipaðar kröfur undan- farin ár, en þeim samþykktum hefur ekki verið hampað fyrir sunnan. Svo undarlega vill til að á sömu síðu Tímans og forystugreinin er ræðir „Garri“ nokkur um próf- kjör og Alþýðubandalagið. Þar stendur m.a. um úrslitin hjá þeim: „Þetta er aðeins nýjasta dæmið um það að Alþýðubanda- lagið er ekki lengur sá hreini verkalýðs- og launþegaflokkur sem einu sinni var.“ Okkur væri e.t.v. rétt að líta svolítið nær. Sýna okkar úrslit kannski að við séum ekki sá byggðastefnuflokk- ur sem einu sinni var. Rétt er að undirstrika það enn einu sinni að byggðastefnu er ekki beint gegn Reykjavík. Hún snýst um það m.a. að hvert byggðarlag haldi sínu og njóti afraksturs síns framlags til þjóð- arbúsins. Slík stefna á mikinn hljómgrunn um land allt og einn- ig á höfuðborgarsvæðinu, þó ýmsir vilji ekki trúa því og telji nauðsyn á að afneita henni til að ná þar árangri í kosningum. Rúmlega 1100 manns hafa nú skorað skriflega á Stefán Val- geirsson að vera f forystu fyrir sérframboð í Norðurlandi eystra, og á fjölmennum fundi sem stuðningsmenn þess framboðs boðuðu Stefán á að Hrafnagili í Eyjafirði varð Stefán við þeirri áskorun. Við teljum þessa aðgerð nauðsynlegt upphaf á þeirri endurhæfingu sem flokkur- inn þarfnast að mati ýmissa mætra manna. Við horfum í dag fram á alvar- legt ástand í málum landsbyggð- arinnar. Skipulagða landeyðingu hafa ýmsir viljað kalla það. Ef þau öfl ná völdum sem boða hina nýju þjóðfélagsskipan, frjáls- hyggjuna, þá verða, svo ég noti aftur þau fleygu orð, Horn- strandir íslands, orðnar margar áður en mörg ár líða. Þeir sem sitja hjá aðgerðarlausir þegar slík verk eru unnin bera ekki síður ábyrgð. Gunnar Hilmarsson. Lionsfélagar safna fyrir sundlaug við Sólborg Lionsklúbbur Akureyrar hefur um langt skeið haft á verkefna- skrá sinni að styðja uppbygg- ingu og starfsemi Vistheimilis- ins Sólborgar. Fyrir nokkrum árum var hafin bygging sundlaugar við heimilið að frumkvæði Styrktarfélags van- gefinna, sem jafnframt naut til þeirrar framkvæmdar fulltingis ýmissa annarra félaga og sam- taka. Þrátt fyrir að leitað hafi verið eftir opinberum framlögum til byggingar laugarinnar hafa þau ekki fengist. Vegna fjárskorts hafa framkvæmdir því legið niðri í hartnær tvö ár. Lionsklúbbur Akureyrar hefur ákveðið að efna til söfnunarátaks nú í desember til styrktar sund- laugarbyggingunni. Söfnunin felst í því að seld verða útiljós sem framleidd eru í Iðjulundi á Akureyri, en það er verndaður vinnustaður fyrir þroskahefta. Útiljósin, einnig nefnd leiðaljós, hafa verið framleidd í nokkur ár ljósin á öllum þéttbýlisstöðum við Eyjafjörð og jafnvel í dreif- býlinu einnig. Klúbburinn hefur leitað til annarra Lionsklúbba við Eyja- fjörð með þá ósk að þeir taki þátt í söfnuninni með því að selja úti- ljós hver á sínu svæði. Á Akureyri hefst salan nk. laugardag 13. des. og verður síð- an haldið áfram laugardaginn 20. des. og á Þorláksmessu. Ljósin verða seld í tengslum við úti- markað Iðjulundar í göngugöt- unni þessa daga, í Kjörbúð KEA við Hrísalund og í Versl- unarmiðstöðinni við Sunnuhlíð. Söluverð ljósanna er 160,00 kr. og ganga 100,00 af því verði til söfnunarinnar en 60,00 kr til Iðjulundar, sem framleiðir ljósin. Markmið klúbbanna er að safna 800 þús. til einni milljón kr. Framsóknarfélögin Akureyri Jólabingó á Hótel KEA sunnud. 14. desember kl. 15.00. Glæsilegir vinningar: M.a. Mokkakápa, örbylgjuofn, flugferðir, matarkörfur, kvöldverðir fyrir 2 á Hótel KEA, Sjallanum og Fiðlaranum, sængurfatnaður, svefnpokar. Auk þess mikiU fjöldi góðra aukavinninga. Stjórnandi: Sveinn Kristjánsson. AHir velkomnir meðan húsrúm leyfír! Húsið opnað kl. 14.30.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.