Dagur - 12.12.1986, Blaðsíða 9
12. desember 1986 - DAGUR - 9
• t. r-. V ÓUÍ\A-^ O
verskum konum. Að auki keyptu
þeir, eða stálu, korn og annan
jarðargróður af vel ræktuðum
ökrum Kínverjanna.
Af og til tóku ýmsir stríðsmenn
hirðingja völdin í Kína, en endir-
inn varð alltaf sá, að annað hvort
urðu þeir Kínverjar eða þá að
þeir hurfu aftur til frelsisins á
auðugum gresjunum, skiptu á því
lífi, sem tengist silki, fíngerðu
postulíni, heimspeki, bókmennt-
um, flókinni matgerðarlist og
fáguðum siðum fyrir lyktina af
tjöldum, súrmjólk, skinnum,
svita og dýrum.
Kaupmannalestirnar
höfðu um nokkrar
leiðir að velja
Þeir, sem fluttu dýrmætan varn-
inginn langa og erfiða leið, voru
ekki framleiðendurnir sjálfir
heldur milliliðir. Þeir keyptu
vörurnar í ákveðnum borgum,
seldu sumt strax, en fluttu
afganginn úr landi með góðum
hagnaði. Hirðingjarnir hefðu
auðveldlega getað rænt þessar
kaupmannalestir, en það hefði
verið sama og að slátra hænunni,
sem verpti gulleggjum. Því að
lestamennirnir urðu í staðinn að
greiða hirðingjunum tolla fyrir að
sleppa við árásir, og þegar til
lengri tíma var litið, gaf það
miklu meiri tekjur en rán, enda
þótt ekki tækist að sleppa við þau
með öllu.
Silkivegurinn var sporadrjúg-
ur. Upphaf hans var við Tun-
huang, eða jaðe-höfnina. Hún
var hlið Kína út til umheimsins
og jafnframt sú höfn, þar sem hið
eftirsótta jaðe frá borginni Khot-
Kannski borðar hann líka
eins og eitt egg fuglategundar,
sem fyrst var tamin í Austur-
Indlandi, og nú hefur hann lok-
ið við morgunverðinn og kemur
sér vel fyrir í stólnum til að
reykja - vani, sem flust hefur
frá Ameríku eins og líka tóbak-
ið.
Kannski treður hann tóbak-
inu í pípu, en gerð hennar er
komin frá indíánum í Norður-
Ameríku, eða þá að hann
kveikir í vindlingi, en þeir eru
mexíkönsk uppfinning.
Kannski er hann líka svo
svæsinn, að hann byrji daginn
með vindli, en Spánverjar urðu
fyrstir til að kynna þá í Evrópu,
eftir að þeir fengu hugmyndina
frá íbúum Antilleseyja.
Á meðan danskurinn situr og
reykir les hann blaðið sitt með
aðstoð stafrófs, sem á uppruna
sinn hjá fornum menningar-
þjóðum semíta, og stafirnir eru
prentaðir á pappír, sem fundinn
var upp í Kína, eins og líka
prentlistin. Og þar sem hann nú
situr og les um stríð og hryðju-
an var flutt inn í landið. Frá Tun-
huang er leiðin tvískipt, norður-
og suðurleið, og fylgir hvor sín-
um fjallaklasa í Takla Makan-
eyðimörkinni. Auk þess var hlið-
arvegur við norðurleiðina. Alls
voru því þrjár leiðir: Norðurleið-
in, sem lengst var notuð eða allt
til okkar tíma, Miðvegurinn, sem
var stystur, og Suðurvegurinn. í
Kashgar, við rætur Pamírfjalla,
koma allar leiðirnar saman hjá
turni, sem er aðvörunarmerki,
„samkomustaður hinnar þöglu
verslunar“, eins og einn af sagna-<
mönnum fortíðar nefnir staðinn.
Hér mættust kaupmenn frá „báð-
um endum heimsins".
í Kashgar, borg með fögrum
ávaxta- og blómagörðum og vín-
görðum, yfirgáfu menn kín-
verska ríkið, og hér urðu kín-
versku kaupmennirnir að eftir-
láta milliliðum frá Parþaríki
áframhald flutninganna á vörum
sínum, en Parþar höfðu náð und-
ir sig versluninni. Parþar komu
frá suðurenda Svartahafs og
höfðu í kringum 140 fyrir Krist
lagt undir sig allt það landsvæði,
sem nú er Iran. Frá Pamírfjöllum
skiptist leiðin aftur í tvennt,
norðurleið um Samarkand og
Bukhara, suðurleið um Bakhtria
í Afghanistan. Frá Bakhtria ligg-
ur leiðin áfram í einum farvegi í
gegnum Norður-Iran, m.a. um
Hamadan, sem í fornöld hét
Ekbatana, borgina sem danska
skáldið Sophus Clausen skrifaði
um, en sá aldrei. Aftur skiptist
vegurinn í suðurleið, sem liggur
til Antiokiu og þaðan áfram til
Alexandriu, og norðurleið, sem
liggur til Konstantinópel, hinnar
fornu Byzansborgar, sem var
verk úti í hinum stóra heimi,
notar hann sitt indó-evrópska
tungumál til að þakka sínum
hebreska skapara, að sjálfur
skuli hann vera 100% Dani.
Flest af því, sem við notum
daglega, hefur borist til okkar
annars staðar frá, árangur versl
unar og ferðalaga um þúsundir
ára. Silkivegurinn var ein þeirra
leiða, sem gerðu gagnkvæm
skipti möguleg. Straumarnir
lágu aldrei aðeins til annarrar
áttar, heldur bæði til austurs og
vesturs, og svo er hreyfanleika
hirðingjanna fyrir að þakka, að
raunar dreifðust áhrifin um allt
svæðið.
Þegar silkið barst til Evrópu,
þykkt og dýrmætt, ofið eftir
flókinni damask-tækni, þá voru
það ekki bara gæðin, sem menn
undruðust. Á silkinu bylgjuðust
stórkostlegar dýramyndir: Tígr-
isdýr með vængi, hyrndir drekar
og kattliprir hlébarðar. Turnar,
ský og blómabeð fylgja eftir
hreyfingum dýranna og allur
þessi hugmyndaheimur hefur
áhrif á undrandi Evrópubúa, og
höfuðstaður Austurrómverska
ríkisins.
Allt fram á miðaldir var Kon-
stantinópel einhver mesta versl-
unarmiðstöð heimsins. Allar
meiriháttar kaupmannaleiðir
lágu þangað. Siglingar þangað
voru meiri en til nokkurrar ann-
arrar hafnar við austanvert Mið-
jarðarhaf, peningar þaðan voru
alþjóðlegur gjaldmiðill, sem hægt
var að nota hvar sem var. Á
athafnasvæðum kaupmannalest-
anna og mörkuðum Konstantin-
ópel hittust Grikkir, Tyrkir,
Egyptar, Englendingar, mongól-
ar, Árabar og Italir. Hér mættust
austrið og vestrið og hvorir um
sig kynntust varningi hins, venj-
um og trúarbrögðum.
í þessum rómversku hafnar-
borgum var útjaðar Austurlanda,
Mongólskur friður við Silkiveginn í
100 ár. Djengis Khan, sá blóðþyrsti
mongólafursti, var í raun fyrsti
höfðingi ættar, sem hélt uppi friði
og góðum samskiptum við vegfar-
endur.
og Vesturlönd tóku við. Nú fóru
vörurnar sjóleiðina til Rómar og
annarra hluta Evrópu.
Ævintýri Marco Polo
voru sönn
Tíl eru frá miðöldum nákvæmar
lýsingar á Silkiveginum og því
erfiði, sem ferðunum fylgdi.
Ferðahraðinn stjórnaðist venju-
lega af gönguþoli kameldýranna,
eða ca. 50 km á dag, þegar hvert
kameldýr bar um 300 pund.
Kaupmaður frá Firenze skrifaði
frásögn af erfiðri ferð sinni eftir
Silkiveginum á 14. öld - saman-
lagt hefur sú ferð tekið a.m.k.
níu mánuði.
Frægasta miðaldalýsing á
landslagi meðfram Silkiveginum
er lýsing Marco Polo frá lokum
13. aldar. Ásamt föður sínum og
frænda ferðaðist hann 17 ára að
aldri alla leið frá Feneyjum til
hofs Kublai Khan í Kína. Marco
Polo sagði frá þeim miku furðu-
verkum, er hann sá í ferð sinni.
Svo ótrúleg var frásögnin, að
verður hjá þeim m.a. kveikjan
að rokoko-stílnum.
Fyrir þennan tíma höfðu
dýramyndir Skýþa og Þraka,
grímur þeirra og undinn
útskurður, haft áhrif á málm-
iðnaðarmenn í Norður-Evrópu,
og reiðtýgi þeirra og reið-
mennska breiddist út um heim-
inn. Súrmjólk, buxur og vefn-
aður er einnig komið frá Mið-
Asíu.
Súrmjólkin í Mið-Asíu var
gerjuð kaplamjólk, kumys.
Hún er ennþá drukkin þarna,
og er lítið eitt áfeng. Þessi
drykkur, var fenginn frá uppá-
haldsdýrum hirðingjanna,
hrossunum, og var því þess
virði að nota hann til að bjóða
gesti velkomna, þegar þeir
komu í tjöld hirðingjanna.
Buxurnar hafa farið sigurför
um allan heim, og eru víðast
hvar notaðar bæði af körlum og
konum. Á síðari árum hafa
straumarnir legið meira frá
vestri til austurs, enda eru þeir
nú orðnir fáir, sem lifa lífinu
sem ríðandi hirðingjar.
samtímamönnum hans gekk illa
að trúa, og lauk með því að þeir
gerðu af honum hlægilega fígúru,
„Milljónina“. Síðari tíma rann-
sóknir hafa þó um margt staðfest
frásögn Marco Polo. Lýsingar
hans á því, sem hann sjálfur hef-
ur séð, standast fyllilega.
Marco ferðaðist í gegnum
Armeníu, þar sem Örkin hans
Nóa átti að standa á toppi Ara-
rats. Hann ferðaðist um ríki
Persa, þar sem bófaflokkar réðu
ríkjum og rændu fylgdarliði hans
að sjö frátöldum. Þeir rændu
voru ýmist drepnir eða gerðir að
þrælum. Hann ferðaðist um eyði-
merkur, sem voru svo skrælþurr-
ar og hræðilegar, að það litla,
sem fannst af vatni, var salt,
grænt og ódrekkandi. Hann rekst
á svarta steina, sem geta brunnið
(kol), skuggalega múhameðs-
trúarmenn og fagrar konur.
Hann heyrir sagt frá „Gamla
manninum í fjöllunum“, sem
deyfir unga menn með hassi, og í
vímunni birtist þeim svo dásam-
leg Paradís að til þess að fá að
snúa þangað aftur lofa þeir að
drepa alla óvini hans.
Poloarnir þrír fara ekki troðn-
ar slóðir Silkivegarins um
Samarkand og Bukhara, því að
þar ráða þeir, sem eru óvinir
gestgjafa þeirra, Kublai Khan. í
þess stað verða þeir að klöngrast
yfir risavaxin Pamírfjöllin og
tefja í Kashgar, þar sem eru
gróskumiklir garðar, en þeim
koma þó íbúarnir þannig fyrir, að
þeir séu „undirförull og óþokka-
legur lýður, sem étur viðbjóðs-
lega og drekkur þó verr“. Sá
orðstír fylgdi íbúum Kashgar öld-
um saman, því að þegar enski
Silkivegarkönnuðurinn Sir
Arthur Stein kom þangað ca. 600
árum síðar, varð hann í aðal-
atriðum fyrir sömu áhrifum.
Marco fór um fleiri eyðimerkur,
þar sem vatnið var beiskt og vont
og stormurinn svo brennandi
heitur, að við lá að menn brynnu
upp, á öðrum eyðimörkum má
heyra sjaldgæf hljóð og sjá sýnir,
sem ætla má að komi frá öðrum
heimi. Mongólarnir (tatararnir)
vöktu hrifningu hjá Marco Polo:
Þeir eru harðgerðir og iðjusamir,
tjöld þeirra fundust honum
frábær, konur þeirra áhrifamiklar
og dyggðum prýddar, og hann
undrast réttlætiskennd þeirra og
hreinskilni gagnvart öðrum trúar-
brögðum.
Að lokum komust ferða-
mennirnir til Cathai (Kína), þar
sem þeir fengu innilegar móttök-
ur hjá Kublai Khan og hann fékk
þeim háar stöður í ríki sínu. Það
sem Marco Polo sér í Kína er svo
skrautlegt, stórkostlegt og
aðdáunarvert, að Evrópa hlýtur
að hafa virst vanþróað land
samanborið við þetta. Hér eru
haldnar hátíðir, þar sem 5000
gullskreyttir fílar fara í skrúð-
göngu, keisaralegar veiðiferðir
þar sem hlébarðar, ljón og ernir
eru til aðstoðar, hér eru dugandi
stjórnmálamenn og virkt póst-
kerfi með sendimönnum, sent
fara fram og aftur um ríki
Khansins.
Marco Polo sér Kína sem vel-
ferðarríki, þar sem fátækir fá
aðstoð, þegar verðbólga herjar
eða uppskerubrestur, þar sem
vegbrúnir eru afmarkaðar með
trjám og áletraðir steinar vísa
veginn. Kínverjarnir nota prent-
aða peningaseðla í staðinn fyrir
þungu, óþægilegu málmhlunk-
ana, þeir eiga stjörnuspámenn og
yndislegar, þjónustufúsar ungar
stúlkur. Stórar slöngur með fætur
og klær (krókódílar) lifa í ánum,
og sums staðar leggjast karlarnir
á sæng eftir að konur þeirra hafa
alið börn.
í hafnarborgunum er rúm fyrir
15.000 skipa flota khansins, ann-
ars staðar reyna menn stríðsvélar
(valslöngvur), sem geta kastað
300 punda þungum steinum, enn
annars staðar láta menn skreyta
líkamann með myndum, sem eru
pikkaðar á með nálum. Allt er
öðruvísi, svo stórt, framandi og
óskiljanlegt í hinum stóra heimi
Asíu, að ekki varð hjá því
komist, að margir teldu þessa
snemmbornu þjóðfræðilegu
frásögn, lygasögu eina.
Kínverjar fengu líka
munaðarvörur frá Róm
En teningunum er kastað: Heim-
urinn opnaður ferðamönnum,
sem hafa ekki síður áhuga fyrir
ókunnum siðum en verslun.
Heimurinn hefur stækkað.
En áhrifin bárust einnig hina
leiðina. Ein þeirra munaðarvara,
sem Kínverjar sjálfir þekktu lítið
til, var gler, sem Rómverjar
seldu þeim, og sögufrægt hesta-
kyn, sem „svitnaði blóði“, en
orðrómur um hesta þessa hafði
borist til Kína frá reiðmönnum í
vestri fyrir milligöngu hirðingja
og ferðamanna. Efnahagslega
bar Kína af flestum menningar-
svæðum, en í Kína og um alla
Asíu og Austurlönd voru margs
konar trúarbrögð á sveimi, sum
höfðu heppnina með sér öðrum
fremur.
Búddismi barst til Kína frá
Indlandi. „Tíu þúsund Búdda
musterið“ í Tun-huang var til
þegar árið 366, pílagrímastaður,
sem flestir pílagrímar Austursins
hafa heimsótt. f hvelfingum
musterisins var m.a. að finna
fyrstu prentuðu bók í heimi, heil-
agt búddarit, prentað 886.
Kristni og gyðingdómur bárust
einnig til Kína, en náðu aldrei
verulegri fótfestu á borð við
búddismann eða tíbetsku útgáf-
una af honum, lamatrúna. Þau
trúarbrögð, sem mestum áhrifum
náðu í Mið-Asíu, utan Kína,
voru múhameðstrú. Flestir
íbúar á þessum svæðum eru nú
múslimar, meira eða minna
strangtrúaðir. Þeir drekka
kumys, gerjaða kaplamjólk, sem
er dálítið áfeng, og fást ekki svo
mjög um það, þótt þeir borði
kjöt af „óhreinum“ dýrum.
Bæði múhameðstrú og
búddatrú urðu að laumast að
hirðingjunum með því að keppa
dálítið við gömlu prestana þeirra,
sjamana, og játa nokkrum trúar-
kenningum þeirra.
Öll þessi ógrynni áhrifa og
samskipta hafa stuðlað að því að
opna heiminn, fyrir góðu og illu.
Silkivegurinn og allt það, sem
blómstraði í kringum hann, varð
til fyrir harðfengi kaupmanna og
hirðingja, sem skelltu skollaeyr-
um við versta harðrétti og hætt-
um á leiðum sínum.
Þeim voru sjálfum fullljósar
þær hættur, sem voru því samfara
að ferðast inni á meginlandi
Asíu. Stöðugur kvíði þeirra
vegna dynta náttúrunnar og
hættu á árásum ræningja endur-
ómaði um þúsundir ára í sér-
stöku, gagnkvæmu kveðjuávarpi
þeirra: Hér varð að vera vegur!
Hefðu þeir ekki rutt hann. væri
útlit heimsins ekki það sem nú er.
(Illustreret Videnskab nr. 9/86. - l»ýð. Þ.J.)
Ofín tjöld voru bústaðir hirðingjanna á gresjunum frá því á fyrsta árþúsund-
inu fyrir Krist og fram á fjórða áratug þessarar aldar. Ramminn er fléttaður
úr tré og klæddur vefnaði. Hirðingjatjöldin er hægt að reisa á tveimur til
þremur tímum, og eru þau ennþá notuð af stöku hjarðmönnum - og raunar
einnig sem sumarbústaðir.