Dagur - 12.12.1986, Blaðsíða 5

Dagur - 12.12.1986, Blaðsíða 5
12. desember 1986 - DAGUR - 5 „Jólakort eru send í góðum tilgangi" - Kortasafnarinn Aðalgeir Egilsson á Mánárbakka Aðalgeir Egilssson bóndi, veðurathugunarmaður og safn- ari, Mánárbakka á Tjörnesi er kominn á línuna. - Þessa dagana eru flestir að skrifa á þau jólakort sem þeir ætla að senda fyrír jólin, en þú ert einn af þeim mönnum sem eru með jólakort í höndunum allt árið. Hvað er langt síðan þú fórst að safna kortum? - Pað er ekkert mjög langt síðan ég fór að safna þeim svona af krafti, það var fyrir nokkrum árum en það er miklu lengra síð- an ég fór að halda kortum til haga. - Veistu tölu þeirra korta sem þú átt? - Nei, ég hef bara ekki reynt að telja þau en þau eru í nokkuð mörgum albúmum. - Hvernig kortum safnar þú, viltu frekar eiga íslensk kort? - Ég hef í raun meiri áhuga á þeim, finnst þau skemmtilegri, þó maður taki við öllu. Ég hef fengið kort víða að og jafnvel frá fólki sem ég þekki ekki nokkurn skapaðan hlut, enda hef ég auglýst eftir kortum og það ber góðan árangur. - Er fólk ekkert fastheldið á gömlu jólakortin sín? - Það er dálítið misjafnt, sumir vilja náttúrlega ekki láta þau og það er ósköp eðlilegt, en aðrir virðast vera fegnir að láta þau til einhvers sem hefur gagn af þeim og sem betur fer er tölu- vert um það. - Ég sá einu sinni hluta af safninu þínu og íþví voru gömul kort, falleg kort og óvenjuleg kort en hver eru þín uppáhalds- kort? - Það er nú ekki svo gott að telja þau upp í gegn um síma því sjón er sögu ríkari, ég á nokkuð mörg kort frá því skömmu eftir aldamót en manni finnst alltaf best að fá kort með myndum úr Þingeyjarsýslu. Ég var að raða þingeyskum kortum í möppu núna nýlega og það er býsna mikið sem gefið er út með myndum héðan. Ég var mjög ánægður með kort sem ég eign- aðist um daginn, þrjú þeirra voru gefinn út af Þórarni Stef- ánssyni á Húsavík, þar af er eitt sem gefið er út til minningar um 25 ára afmæli Kaupfélags Þing- eyinga, eitt er með mynd af Húsavík og það þriðja með mynd af söludeild kaupfélags- ins. Einnig fékk ég kort með mynd úr Hallormsstaðaskógi og aftan á það hafði Þorsteinn Erl- ingsson skrifað ljóð, það gefur kortinu vissulega mikið gildi. - Hvað með þig sjálfan, sendir þú mikið af jólakortum? - Já, við sendum mikið, það er nú varla hægt að segja frá þessu en þau eru að minnsta kosti 100 eða vel það. Ættingj- ar, vinir og velunnarar eru margir. - Nú ert þú sérfræðingur í jólakortum, hvernig kort velur þú til að senda? - Nei, nei, ég er ekki sér- fræðingur en mér finnst mikið skemmtilegra að senda falleg kort. Annars kaupir maður oft kort í pökkum og þar í eru kort sem manni finnst ekkert varið í. Ég safna líka fleiri gerðum af kortum, nú eru að koma út ein- ar fjórar gerðir af kortum með myndum af Hólmfríði Karls- dóttur og ég vona að þau fari að bætast í safnið mitt. Svo er á leiðinni til mín kort með mynd þar sem Jón Páll er að augíýsa Svala, það er að sjálfsögðu með eiginhandaráritun. - Eyðir þú miklum tíma í að raða og dunda við kortin þín? - Það fer dálítill tími í það, enda þýðir ekkert annað en að leggja alúð við þetta, fyrst mað- ur er á annað borð að safna þessu. - Er þessi tómstundaiðja skemmtileg og hvað gefur hún þér? - Þetta er mjög skemmtilegt og gefur manni ekkert nema gott eitt, jólakort eru send í góðum tilgangi og það er ekkert nema gott sem fylgir þeim. - AIli, ég þakka þér fyrir spjallið og óska ykkur gleðilegra jóla. - Sömuleiðis en mig langar til að nota tækifærið og þakka öll- um sem hafa sent mér kort og vona jafnframt að þeir muni eft- ir mér í framtíðinni. IM Aðventustund í Akureyrarkirkju kl. 20.30 sunnud. 14. desember. Barnakór Oddeyrarskóla syngur. Fiöluleikur, negra- sálmar, Ijóðalestur og fleira. MENOR - Menningarsamtök Norðlendinga. Stjómendur fyrirtækja og verslana ath! Pví ekki að létta lund starfsfólksins í jólaösinni og bjóða því upp á snittur, smurt brauð eða jafnvel heitan mat frá Hótel KEA. Allar nánari upplýsingar og pantanir teknar hjá veitingastjora í síma: 22200. ★ Laugardagur 13. desember Veitingasalir á ll.hæð lokaðir vegna einkasamkvæmis. HERRADEILD Gránutélagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.