Dagur - 12.12.1986, Side 3
12. desember 1986 - DAGUR - 3
mm.
fÖKflFORLBGSBŒWJHÍ'.
nrjijr.li—sffT.ru* jyir.. ■
Æk THOHOKH&Qu'
V
wsAm
\SViHIYvN&
SSnSK&NR.
'SSSSSH
SWUV*’N
SNW'VW
Sauðárkrókur:
Stereo sjónvarpstæki
Með nýja Black Trinitron myndlampanum
22” skermur kr. 70.100.00
27” skermur kr. 97.200.00
Gjörið svo vel, komið, sjáið og...
íshBUÐIN bunfmuhlIð
■" ‘ ar 96-22111
innréttingar í allar stærðir baðherbergja.
Pú raðar henni saman eftir eigin hugmyndum.
Einnig stakir veggskápar.
tMí
DRAUPNISGÖTU 2
SÍMI (96)22360
Verslið við HREINLÆTISTÆKI
fagmann. STURTUKLEFAR 0G HURÐIR
BLÖNDUNARTÆKI
AKUREYRI ALLT EFNI TIL PÍPULAGNA
JAFNAN FYRIRLIGGJANDI
„Oft veltir lítil þúfa þungu
hlassi,'* er hægt að segja um
meinleysislega tillögu sem
fram kom á fundi bæjarstjórn-
ar Sauðárkróks á þriðjudag.
Þar lagði Björn Sigurbjörns-
son (A) formaður kjaranefndar
til að bæjarstjórn hefði for-
göngu um að boða til fundar
með samningsaðilum vegna
nýrra kjarasamninga. Leitað
var afbrigða til að taka þetta
mál fyrir á fundinum, en fund-
ur kjaranefndar var fyrr um
daginn. Hörður Ingimarsson
fulltrúi óháðra, K-listans í
bæjarstjórn lét í Ijós álit sitt
þess efnis, að af framkominni
þessari tillögu væri Ijóst að um
sambandsleysi væri að ræða í
bæjarstjórn.
Hörður var nýlega kjörinn í
launanefnd sveitarfélaga og sat
fund þeirrar nefndar syðra fyrir
skömmu. Greindi hann frá
ákvörðun nefndarinnar á þeim
fundi að gera nú lokatilraun með
sameiginlega samninga sveitar-
félaganna í landinu við starfs-
mannnafélögin. Sagðist Hörður
hafa tekið þátt í þessari af-
greiðslu fundarins og afhent
Ólafsfjörður:
Slæmt ástand
í höfninni
Bryggja skemmdist í brimi
Enn eru dýpkunarmál í Ólafs-
fjarðarhöfn ekki komin á
hreint. Dýpkunarskipið Hákur
mætti á staðinn í október og
beðið var eftir fjárveitingu.
Hákur hefur ekkert aðhafst og
dýpkun hafnarinnar hefur ver-
ið boðin út. Lausleg tilboð
hafa numið um helmingi af
kostnaðaráætlun hafnamála-
stjórnar sem hljóðar upp á 8
Verkamannabústaðir
Akureyri:
Lokið við 15
stórar íbúðir
í mars
- Gert er ráð fyrir öðru
eins á sama svæðinu
Nú er verið að Ijúka við bygg-
ingu 15 íbúða fyrir stjórn
verkamannabústaða á Akur-
eyri. Ibúðirnar eru við Fögru-
síðu og er áætlað að fram-
kvæmdum Ijúki endanlega í
mars á næsta ári. Þegar hefur
verið flutt inn í nokkrar þess-
ara íbúða.
Pað er Fjölnir sf. sem sér um
þetta verkefni en um er að ræða
fjögur raðhús á tveimur hæðum.
Næstsíðasta húsið á að vera til-
búið um áramót.
Þessi raðhús eru hin fyrstu sem
byggð eru á svæði sem stjórn
verkamannabústaða fékk úthlut-
að. Stjórnin Iét hanna íbúðir og
skipuleggja svæðið í heild. Þar er
gert ráð fyrir 30-35 íbúðum. Búið
er að skipta um jarðveg á öllu
svæðinu og sagðist Hákon vona
að markaðurinn byði upp á bygg-
ingu fleiri húsa af þessari stærð.
„Við teljum að þetta hafi lukk-
ast mjög vel. Þessar íbúðir eru
mjög skemmtilegar og við höfum
reynt að haga okkar verkefnaröð
þannig að þegar flutt er inn í
íbúðirnar þá eru þær fullfrá-
gengnar að utan og innan,“ sagði
Hákon Hákonarson formaður
stjórnar verkamannabústaða í
samtali við blaðið. ET
milljónir, en að sögn Óskars
Þórs Sigurbjörnssonar for-
manns hafnarnefndar hefur
ekki borist formlegt tilboð sem
hægt er að meta, en Ijóst er að
þessi mál þarf að skoða vand-
lega.
Óskar sagði það alls ekki úr
myndinni að Hákur tæki verkið
að sér. „Fyrst þarf að athuga
hvort aðrir aðilar geti á sömu
forsendum boðið hagstæðara. En
það þarf að koma efninu talsvert
langt upp á land því við ætlum að
nota efnið í bænum, t.d. í hús-
grunna. Það verður að reikna
út hvað kostar að flytja efnið á
þann stað sem Hákur getur dælt
því til þess að það sé eitthvað að
gera með önnur tilboð. Við þurf-
um að leita af okkur allan grun
um það hvort það sé hagstæðara í
raun,“ sagði Óskar.
Togarinn Merkúr er væntan-
legur til Ólafsfjarðar í mars og ef
ekki verður búið að dýpka höfn-
ina fyrir þann tíma mun skipið
vart geta lagst að bryggju þar.
Hafnamálastofnun hyggst fara af
stað með verkið í mars/apríl ef úr
verður að láta henni dýpkunar-
framkvæmdir eftir. Þeir treysta
sér skiljanlega ekki til að vera að
við þessar vetraraðstæður með
löng rör í foráttubrimi. Óskar
sagði að fyrst hefði átt að vinna
útboðið í Ólafsfirði en úr varð að
vinna það í samvinnu við Hafna-
málastofnun, en þeir eru ekki
andvígir þessari hugmynd.
Það eru ekki einungis dýpkun-
armál sem eru í ólestri heldur
bryggjurnar líka. Að sögn Ósk-
ars gerði slíkt brim í nóvember
að menn muna ekki eftir öðru
eins í meira en 20 ár. Það mældist
20 metra ölduhæð út með firðin-
um og eins og menn höfðu óttast
lengi, með tilliti til ástands mann-
virkja, þá gerði brimið verulegan
skurk. „Mikilvæg bryggja hér
innan hafnar nánast liðaðist í
sundur en hún var einmitt í við-
gerð eftir að skip Eimskipafélags-
ins sigldi á hana. Við erum með
algjöra neyðaráætlun í gangi um
að styrkja hana og bjarga henni
en viðgerðin hefði þurft að -vera
miklu öflugri en ráðgert hafði
verið,“ sagði Óskar að lokum.
BOKDFORLflGSBOK/
Verð kr. 750,00
BEGGJA
SKAUTA BYR
eftir Ingibjörgu Sigurðardóttur
Hinar hugljúfu ástarsögur
Ingibjargar Sigurðardóttur
eru í algjörum sérflokki
og njóta mikilla vinsælda
almennings.
bæjarstjóra gögn frá fundinum
fyrir nokkru. Átaldi Hörður þessi
vinnubrögð, því með framkom-
inni tillögu væri sýnt að bæjarráði
væri ætlað að fara með samninga-
málin. Snorri Björn bæjarstjóri
tók til máls og sagðist ekki sjá
neitt í tillögunni sem ákvarðaði
hvaða aðili færi með samninga-
málin. Einnig efaðist hann um
gagnsemi launanefndar og óttað-
ist og fleiri sveitarfélög mundu
hverfa frá þátttöku eins og
Reykjavíkurborg gerði við síð-
ustu kjarasamninga. Magnús Sig-
urjónsson (F) og fyrrverandi full-
trúi í launanefnd gagnrýndi störf
nefndarinnar og vinnubrögð
nefndarmanna sem hann sagðist
þekkja frá gerð síðustu samninga
og taldi hann samningamálin bet-
ur komin í höndum heimaaðila.
Þorbjörn Árnason (S) forseti
bæjarstjórnar tók í sama streng
og kvað greinilegt að fulltrúinn í
launanefnd hefði verið að sam-
þykkja eitthvað á fundi syðra
sem ekki væri vilji bæjarstjórn-
armanna. Hörður tók aftur til
máls og sagði þessa umræðu sem
þarna hafði farið fram vera mjög
meiðandi fyrir sig. Fram kom í
máli hans að hann hefði talið sig
vera í fullu umboði bæjarstjórn-
ar, en í umræðum á fundinum
hefði annað komið í ljós. Ef slíkt
umboðsleysi væri reyndin væri
nauðsynlegt að endurskoða
meirihlutasamstarfið með Sjálf-
stæðisflokki og Alþýðuflokki.
-þá
m
Þarf að endurskoða
meirihlutasamstarfið?