Dagur - 12.12.1986, Síða 4
4 - DAGUR - 12. desember 1986
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, SlMI 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
FRÉTTASTJÓRI: GYLFI KRISTJÁNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON,
EGGERT TRYGGVASON, GESTUR E. JÓNASSON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529),
KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON,
STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON
(Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Fiskútflutningur
til Evrópu
leiðarL
Það er samdóma álit þeirra sem
gerst þekkja til, að markaðir
fyrir bæði freðfisk og ferskan
fisk í Evrópu séu að styrkjast
mjög verulega. í viðtali sem
Dagur átti við Benedikt Sveins-
son hjá Iceland Seafood
Limited í Hull, sem selur freð-
fisk á Evrópumarkað, sagði
hann: „Ég held að markaðirnir
séu sterkari en þeir hafi verið
nokkru sinni fyrr, aldrei borgað
betur, og vonandi geta frysti-
húsamenn heima á íslandi not-
fært sér þetta til framdráttar og
það auðveldi þeim að keppa um
hráefni, vinnuafl og svo fram-
vegis, sem við hljótum að
standa frammi fyrir. “
Frá 1980 hefur sala Iceland
Seafood aukist mjög verulega á
Evrópumörkuðum, eða úr um
2000 tonnum fyrir um 2 milljón-
ir punda upp í 18000 tonn á
þessu ári fyrir nálægt 34 millj-
ónir punda. Magnaukningin er
mikil en verðmætaaukningin
ennþá meiri, sem stafar bæði af
því að verð á sjávarafurðum
almennt hefur farið hækkandi
og hlutfall verðmeiri vöru, s.s.
rækju og skelfisks, er nú hærra
en áður.
„Ég myndi segja að útlitið
væri allgott. Við reiknum með
háu verði langt fram á árið 1987
og það eru ekki líkur á miklum
breytingum. Það er því vonandi
að frystiiðnaðurinn sé að kom-
ast út úr tiltölulega erfiðu tíma-
bili inn í eitthvað betra. Það er
aukin fiskneysla í öllum þeim
löndum sem við erum að selja
fisk til, “ sagði Benedikt Sveins-
son í viðtalinu við Dag.
Hann sagði ennfremur að
markaðurinn fyrir frystan fisk
annars vegar og ferskan hins
vegar ættu að geta lifað góðu
lífi hlið við hlið, ef báðir eru
nýttir skynsamlega og á skipu-
legan hátt. Um fersk-
fiskmarkaðinn sagði Pétur
Björnsson, sem rekur umboðs-
fyrirtækið Isberg í Hull og hefur
haft milligöngu um ferskfisk-
sölu þar og í Grimsby, m.a. úr
gámum:
„Þessi útflutningur á sarna
rétt á sér og freðfiskútflutning-
ur. Ég held að það hafi enginn
atvinnuvegur efni á því að gefa
frá sér þann markað sem gefur
hæst verð, það er ekki hægt að
leiða að því rök.“ Pétur sagði
ennfremur að ekki væri mikið
svigrúm fyrir að flytja út meira
magn af ferskfiski. A þessu ári
væru líkur á því að hlutdeild
ferskfisks í heildarbotnfisk-
aflanum yrði um 20%, eða 85-
90 þúsund tonn á Bretland,
Þýskaland og Frakkland, sem
væri þó minna en þegar skreið-
arverkunin var hvað mest.
„Skreiðin gerði það að verk-
um að gæði á sjávarafla allt í
kringum landið fóru niður. Það
var andskotans sama hvernig
farið var með fiskinn, menn
fengu sama verð fyrir hann.
Gámafiskurinn hefur orðið til
þess að lyfta upp gæðastaðlin-
um,“ sagði Pétur Björnsson í
Hull í viðtali við Dag.
Það er ljóst að möguleikar í
íiskútflutningi til Evrópu hafa
aukist verulega, einkum hvað
varðar frystan fisk. Ekki eru
taldar líkur á að útflutningur á
ferskum fiski geti aukist veru-
lega frá því sem nú er, nema þá
með þeim afleiðingum að verð-
fall verði. Útflutningur á fersk-
um og frystum fiski getur farið
vel saman, en ljóst er að hér er
um viðkvæman útflutning að
ræða og ekki má kasta til hönd-
unum. Einhvers konar skipu-
lag, betra en nú er, verður að
koma til varðandi ferskfiskút-
flutninginn. Koma verður á fót
upplýsingabanka svo komið
verði í veg fyrir að of mikill fisk-
ur fari á uppboðsmarkaðina, en
afleiðing þess er verðfall. HS
úr hugskotinui
leit að iólaljósi
Drifhvít mjöllin lýsir upp
dimma desemberdagana. Garö-
arnir fá á sig ævintýrablæ sem
gerir öll heimsins jólakort
eitthvað svo ankannalega til-
gerðarleg hversu vel og listilega
þau nú annars eru gerð. Fyrir
sunnan eru þeir búnir að
klambra saman kjarasamning-
um sem eiga í eitt skipti fyrir öll
að svipta burt smánarbletti sult-
arlaunanna. Betur að svo verði.
Vart getur þjóðin óskað sér
betri gjafar á þessari hátíð.
Amstur á fullu
Þessa dagana er jólaamstrið á
fullu. Allt er þvegið og bónað,
bætt og stagað. Jólaseríurnar
frá því í fyrra eru dregnar ofan
af háaloftinu, laufabrauðið er
bakað og lauflétt jólalögin
hljóma hvarvetna. Allir eru í
leit að jólaljósinu sínu.
Kauphéðnar þessa lands láta
vitanlega ekki sitt eftir liggja
fyrir þessi jól fremur en venju-
lega. Þeir eru reyndar þegar
með jólaljósin sín á hreinu. Þau
birtast okkur hvarvetna í formi
hinna margvíslegustu gylliboða,
sem vitanlega enginn fær
staðist, að því tilskildu auðvitað
að til staðar séu annað hvort
einhverjir aurar, eða þá plast-
snifsi eitt, aðgöngumiðinn að
hinni blessuðu krít sem búin er
að leysa jólavíxlana margfrægu
''af hölmi.... ...
Ekki fór það nú eins og búist
var við, að bláa útvarpið hans
Steindórs í Dynheimum tæki
þátt í þvf að flytja Akureyring-
um jólaboðskap verslunarinnar,
en horfur eru á því að geislinn
frá nýju sjónvarpsstöðinni nái
að lýsa upp bláendann af jóla-
vertíðinni. Sennilega hafa þó
forráðamenn þessarar nýju
stöðvar gert mikil mistök með
því að fara að eyða dýrmætum
tíma í það að fá sendi stöðvar-
innar sendan með skipi. í óút-
reiknanlegu norðlensku veður-
fari er hver dagur dýrmætur.
Líklegt má telja að flugfrakt
undir sendinn hefði skilað sér
aftúr í meiri auglýsingum jóla-
kauptíðarinnar.
En ■ þó- það hafi ~nú gengið'
svona og svona að koma hinum
nýju norðlensku ljósvakamiðl-
um í loftið fyrir þessi jól, þá
höfum við engan veginn farið
varhluta af hinum árvissa boð-
skap kaupmangaranna í þeim
fjölmiðlum sem fyrir eru. Og
önnur afleiðing fjölmiðlamenn-
ingarinnar en auglýsingarnar
hefur einnig sett mark sitt á
jólahald okkar. Fyrir tilstilli
fjölmiðla hafa ýmsir staðbundn-
ir jólasiðir orðið alþjóðareign,
til að mynda hin norðlenska
laufabrauðsgerð, vestfirska
Þorláksmessuskatan og rjúpna-
hátið á aðfangadagskvöld, sent
líklega er reykvískur siður að
uppruna. Að vísu kemur hér
fleira til en fjölmiðlarnir, til að
mynda búferlaflutningar fólks
sem flutt hefur með söBsiðiií
æskustöðvanna, og jafnvel hafa
verið fluttir inn jólasiðir erlend-
is frá, svo sem amerískir jóla-
sveinar og amerísk jólalög, eða
þá aðventuljósin sjö sem Svíar
tóku úpp frá gyðingum, og
hingað hafa svo sennilega borist
með íslenskum námsmönnum
eða verkafólki sem dvalist hefur
í Svíþjóð.
Að jötunni
Einn er sá siður sem á síðustu
árum hefur orðið jafn nátengd-
ur jólunum í vitund þjóðarinnar
og kertaljósin eða hangikjötið,
en það er að gefa til bágstaddra
í þróunarlöndunum í gegnum
Hjálparstofnun kirkjunnar. Það
ætti víst flestum að vera kunn-
ugt um ástandið þar á bæ. I
hvert sinn sem hið fallega lag
„Hjálpum þeim“ hljómar, fer
ekki hjá því að maður fái sting í
hjartað við þá tilhugsun, að
hugsanlega hafi ágóðanum af
þessu lagi ekki verið varið í
þágu munaðarlausra barna í
Eþíópíu, heldur í bílabrask og
fasteignakaup í ríkismanna-
hverfum Reykjavíkur. Fleiri
stofnanir kirkjunnar hafa og
verið nefndar í sambandi við
ógætilega meðferð fjármuna.
Góðu heilli hafa nú ýmsir kirkj-
unnar menn áttað sig á hlutun-
um, og gert sér það ljóst að
kirkjan geáir ekki á ný.að fullu
endurheinU fyrra traúst sitt,
Reynir
Antonsson
skrifar
nema hún slíti að fullu og öllu
tengsl sín við hvers kyns fjár-
málabrask og höfðingjadekur,
sem meðal annars lýsir sér í
blaðri stjórnmálamanna úr
„Guðs útvöldum flokkum“ á
aðventukvöldum, eða fyrir
borgarstjórnarkosningar. Leið
kirkjunnar hlýtur að liggja á ný
aftur til upphafsins. Að jötunni.
En þó svo fólk gefi ef til vill
ekki til Hjálparstofnunar fyrir
þessi jól, þá virðist framboðið á
„góðum málefnum“ til að
styrkja vera nægilegt, þannig að
samviskan ætti að geta orðið í
lagi um þessi jólin, og ekki spill-
ir það að hægt er að kitla fé-
græðgina svona í leiðinni..
Reyndar spila góðgerðarfyrir-
tækin, og það ber að leggja
áherslu á orðið fyrirtækin í
þessu sambandi, á þessar
hvatir.. Þessum fyrirtækjum er
oftar en hitt stjórnað af fjár-
málamönnum, og þeir aðilar
sem hin góðu málefni styrkja
eru síður en svo að láta vinstri
hendina vera eitthvað að velkj-
ast í vafa um það hvað sú hægri
er að bralla. Happdrættismið-
arnir og sjónvarpsauglýsingarn-
ar eru kyrfilega merktar spari-
sjóðnum eða auglýsingastof-
unni sem málefnið styrkir. Þess-
um frómu sálum veitir svo sann-
arlega-ekki af því að fara að
leita að jólaljósinu sínu, Ijósi
sem veitir birtu og friði inn í
.svartnætti sérhyggjunnar.