Dagur - 12.12.1986, Síða 8
; - RUÐAG - 086 5 ledmesðb .Sf
8 - DAGUR - 12. desember 1986
km sem breyttu heimmum
Kaupmenn með klyfjaðar lestir kameldýra þræluðust í þúsund ár eftir 8000 kílómetra löngum Silkiveginum
og kynntu okkur hundruðum saman hluti, sem við nú höfum umhverfis okkur:
Postulín, pappír, silki, buxur - og meira að segja súrmjólkina -
sem við hefðum ekki haft af að segja, ef ferðalög um Silkiveginn hefðu ekki tengt saman austur og vestur.
Silkivegurinn er ein þeirra mörgu
gatna, sem liggja til Rómar.
Raunar er þó ekki um veg að'taia
heldur þjóðleið, troðna af hest-
um hirðingjanna og kameldýrum
kaupmanna. Dýrahópar þeirra
og verslunarlestir voru eina lífið
á gulbrúnum gresjunum, þar sem
í gegnum blámóðu grillir í fjalla-
brúnir úti við sjóndeildarhring.
Kaupmannalestirnar fundu sér
einkum leiðir meðfram fjallsrót-
um, þar sem frekast var von til að
fá vatn á þurrkatímunum.
Nafnið Silkivegur minnir á
gljáandi munaðarvörur fjarlægra
landa, og það voru líka dýrmætar
lestir, sem þrömmuðu leiðina
löngu meðfram gresjunum. Á
fyrstu öld eftir Krist hneykslaðist
rómverski sagnaritarinn Plinius á
þeim upphæðum, sem Rómverj-
ar létu af hendi árlega vegna glys-
girni sinnar: 100 milljónir sestert-
ia - meira en 75 milljónir
íslenskra króna.
Ein ástæðan til þess, að silki
var svo dýrt, var einokun Kín-
verja. Þeir voru þeir einu, sem
þekktu til leyndardómsins um
silkiframleiðslu. Allt þar til á
sjöttu öld héldu Rómverjar, að
silki væri fengið frá trjám. En þá
snéru nokkrir munkar heim frá
Austurlöndum og héldu fram
þeirri fáránlegu staðhæfingu, að
silki fengist frá ormum. Þeir voru
þegar í stað sendir aftur til Kína
eftir sönnunargögnum, og aftur
komu þeir heim og nú með nokk-
ur silkiormaegg, sem þeir smygl-
uðu í holum bambusstöfum. Til
þessara silkiormaeggja eiga allar
þær óteljandi milljónir silkiorma
ættir að rekja, sem síðan hefur
verið klakið út í Evrópu.
Silki var tilvalin verslunarvara
fyrir kaupmannalestirnar. Það
var létt, og það var dýrt og eftir-
sótt. En það var ekki eina vöru-
tegundin, sem flutt var frá Kína
til ríkis Rómverja.
Um þúsundir ára hafa verslun-
arleiðir milli austurs og vesturs
fundist í Mið-Asíu. En það var
fyrst um fæðingu Krists, sem
Silkivegurinn náði fullri lengd.
Það voru 8000 kílómetrar milli
upphafsstaðarins í Kína og róm-
verska verslunarbæjarins Antiok-
ia í Sýrlandi. Á fyrstu tímum
Silkivegarins var það ekki gagn-
kvæmur áhugi eða könnunarþrá,
sem tengdi þessi miklu keisara-
dæmi. Það, sem tengdi þau var
miklu fremur hinn fíngerði kín-
verski silkiþráður, greiddur með
rómversku gulli.
Hirðingjalífið varð til
á gresjunum
Milli þessara tveggja endastöðva
hjá siðmenntuðum munaðarneyt-
endum lifðu hirðingjarnir og
flökkuðu um gresjurnar, sem
Silkivegurinn lá eftir. Kannski
hefur hirðingjalíf átt upphaf sitt í
Mið-Asíu löngu eftir að menn
tóku sér fasta búsetu og fóru að
stunda akuryrkju með tamin dýr
á ræktuðum ökrum.
Hirðingjarnir í Mið-Asíu urðu
sérstakur þjóðflokkur einhvern
tíma á tímabilinu á milli 2000 og
1000 fyrir Krist, áttu sínar
skepnur, en stunduðu jafnframt
veiðar, handiðnað og einnig
akuryrkju.
Einhver hluti af ættkvíslum
hirðingjanna tók sér oftast fasta
búsetu og stundaði akuryrkju.
Þeir gátu síðan skipst á vörum
við kynbræðurna, sem á ferðalagi
voru og urðu að haga sér eftir
árstíðum, beitarþoli áningarstað-
anna og þörfum búfénaðarins.
Hver valdahópurinn af öðrum
tekur við hjá hirðingjunum og
ríkir yfir gresjunum og bæjunum
umhverfis hið ræktaða land. Það
var t.d. talað um skýþiskan heim,
byggðan ríðandi hirðingjum, sem
komu frá norðurenda Svartahafs-
ins og Heródót kallaði Skýþa.
Handiðnaður þeirra, útskornar
dýramyndir, og reiðmennska
þeirra breiddist síðan út á árum
800-200 fyrir Krist austur á bóg-
inn frá Svartahafssvæðinu. Þá var
Silkivegurinn ekki enn orðinn
skipulögð leið og fastur punktur í
tilverunni, en verslun hefur samt
verið þar og vöruskipti um stóra
hluta Asíu og Austur-Evrópu.
Gullmunir frá skýþiska heim-
inum komust alla leið til Norður-
landa, sennilega sem greiðsla fyr-
ir eftirsóttar verslunarvörur svo
sem skinn og raf.
Sjálfir sóttust Skýþarnir eftir
gullmunum annarra tegunda en
þeirra eigin. Til dæmis um það er
glæsilegur örvamælir úr gulli
skreyttur myndum úr lífi grísku
hetjunnar Akillesar - en jaðrarn-
ir eru skreyttir með eigin dýra-
myndum Skýþanna. Sjálfsagt
hefur þetta verið unnið í grísku
nýlendunni við Svartahafið, en
myndir þaðan höfðu áhrif um
mikinn hluta Austurlanda.
Við jarðfræðiuppgröft seint á
sjöunda áratugnum kom í Ijós
hluti af auðæfum þeim, sem ein
af bræðraþjóðum Skýþanna,
Sacar, réðu yfir. í gröfum þeirra,
sem þó var búið að ræna áður en
jarðfræðingarnir komu til, lágu
leifarnar af slíkum auðæfum í
gulli, að það hefur verið meira en
með orðum verði lýst. Vorið
1986 mátti sjá eftirmynd af
alklæðnaði úr gulli, þann fræga
„gullmann", ásamt leifum frum-
myndarinnar á stóru rússnesku
sýningunni „Við Silkiveginn",
sem haldin var á sögusafninu í
Gautaborg, og einnig voru þar
ótal aðrir skínandi, litskreyttir og
haglega gerðir hutir, sem um þús-
undir ára hafa gengið manna á
milli á landsvæðunum kringum
Silkiveginn, löngu áður en „veg-
urinn“ sjálfur varð staðreynd.
Djengis Khan var
upphafsmaður
mongólska friðarins
Á þeim tímum, þegar Silkivegur-
inn komst að fullu í gagnið, voru
það Húnar, sem réðu ríkjum í
Mið-Asíu. Á þeim ca. 800 árum,
sem þeir dvöldust á gresjunum,
Gullmaðurinn - skýþiskur prestur
eða höfðingi. Það hlýtur að hafa
verið háttsettur maður, sem klædd-
ist þessum fatnaði. Frumgerðin
fannst í gröf í Issyk í sunnanverðum
Sovétríkjunum, nálægt landamær-
um Kína.
var mikil hreyfing á ýmsum
þjóðum, sem birtust og hurfu síð-
an aftur af sviðinu í Mið-Asíu.
Húnarnir eru alltaf tengdir þjóð-
flutningatímanum. Eftir þá komu
til sögunnar ýmsir tyrkneskumæl-
andi þjóðflokkar, og tyrkneska
er nú útbreiddasta tungumálið á
þessu svæði.
En á þrettándu öld hófst hið
stutta en áhrifamikla valdaskeið
mongóla, sem kennt er við
Glæsilegar byggingar voru reistar í borgunum, sem risu við Silkiveginn vegna
verslunarinnar. Þessa er að finna í Bukhara í Uzebekistan.
Djengis Khan. Það kann að
koma einkennilega fyrir, að
Djengis Khan, en nafn hans hefur
löngum verið tengt blóðugu
ofbeldi, tók þátt í að koma á því
tímabili, sem á margan hátt var
friðsamt, og hefur blátt áfram
verið nefnt Pax Mongolica -
mongólski friðurinn. Silkivegur-
inn naut góðs af ástandinu og vin-
gjarnlegu viðmóti við útlendinga,
enda þótt friðurinn héldist aðeins
rúmlega 100 ár.
Kína var það land, sem afdrifa-
ríkust samskipti hafði við nýja og
nýja þjóðflokka hirðingja. Kín-
verski múrinn rís eins og veggur
milli gresjanna og ræktaðs lands,
milli burðamikilla síflytjandi
hirðingja og rólyndari kínverskra
bænda með fasta búsetu. En jafn-
vel þótt Kínverjarnir, sem alla
tíð höfðu fasta búsetu, hafi óttast
hirðingjana, sem oft voru grófir
og bardagaglaðir og tóku með
valdi það sem þeir þurftu á að
halda, þá komu einnig löng
tímabil, sem einkenndust af
friðsamlegu nábýli og samskipt-
um.
Sama máli gegndi um aðra
byggðakiarna á útjöðrum gresj-
anna. I gegnum friðsamlega
verslun komst á vinsamlegt sam-
band milli þeirra sem fasta bú-
setu höfðu og þeirra gresjubúa,
sem komu og fóru. Hirðingjar og
búsetumenn lifa ólíku lífi og hafa
ólíka lífsskoðun, en jafnframt
þurfa hvorir um sig á hinum að
halda. Hirðingjarnir áttu dýr:
Hesta, kameldýr, sauðfé, geitur,
nautgripi, jakuxa og jafnvel
hreindýr. Þeir gátu selt reiðhesta,
kjöt og mjólk, skinn, ull, dúka og
þar að auki þræla og veiðifugla
eins og erni og fálka. Sjálfir litu
hirðingjarnir á sig sem frjálsa
höfðingja í samanburði við
fátæka bændurna, sem unnu
hörðum höndum og lifðu erfiðu
og fábreyttu lífi, án framtíðar-
drauma. En hirðingjarnir höfðu
mikinn áhuga fyrir þeim auðæf-
um, sem til urðu fyrir samvisku-
samt strit kínversku bændanna,
en yfirstéttin dró til sín: Munað-
ar- og skrautvarningi eins og
silki, dýrum málmum og steinum
og yndislegum grannvöxnum kín-
Silkivegurinn kynnti
okkur heimínn
Okkur verður sjaldan hugsað til
þess, hve fátt af því, sem við
daglega höfum umhverfis
okkur, er upprunnið í eigin
landi. Með því að endursegja
lauslega skilgreiningu amerísks
mannfræðings á menningar-
dreifingu mætti lýsa morgun-
venjum venjulegs borgara í
Danaveldi eitthvað á þessa leið:
Danskurinn fer fram úr rúmi
sínu, sem smíðað hefur verið
eftir fyrirmyndum frá Austur-
löndum nær.
Hann fer úr náttfötunum, en
þau voru fundin upp í Indlandi
fyrir margt löngu, og fer að þvo
sér með sápu, sem Gallar urðu
fyrstir til að finna upp. Síðan
rakar hann sig, án þess að leiða
hugann að því, að þqð voru
sumerar eða Forn-Egyptar, sem
fyrstir fundu upp á slíku.
Næst klæðist hann, en hug-
myndir að gerð og efni fatanna
eru komnar víða að úr heimin-
um. Buxurnar eiga ættir að
rekja til reiðmanna í Mið-Asíu,
skórnir ávöxtur sígildrar
menningar við Miðjarðarhafið,
en leðrið er sútað samkvæmt
uppskrift frá Egyptalandi.
Danskurinn er nú fullklæddur
og lítur út um gluggann, sem er
úr gleri, en gler var líka fyrst
búið til í því gamla Egypta-
landi. Þá sest hann í stól, suður-
evrópskrar gerðar og drekkur
morgunkaffið sitt úr bolla, sem
gerður er úr postulíni, sem Kín-
verjar fundu upp.
Kaffið, sem hann drekkur,
kemur frá jurt nokkurri, sem
átti uppruna sinn í Eþíópíu. En
áður en hann byrjar að drekka
Elstu buxur ■ heimi. Buxur voru
eini fatnaðurinn, sem skynsamlegt
var að klæðast á hestbaki. Þær
komu fyrst til sögunnar á gresjum
Mið-Asíu, eins og margt annað,
sem tengist reiðlistinni. Á mynd-
inni sjást 2000 ára gamlar ullar-
buxur, sem einhver mongólinn
klæddist á sinni tíð.
úr bollanum bætir hann sykri út
í - sykurinn var fyrst framleidd-
ur í Indlandi - og auk þess
rjóma, sem fenginn er frá kúm,
en fyrstu tömdu ættmæður
þeirra voru mjólkaðar einhvers
staðar í Mið- eða Vestur-Asíu.