Dagur


Dagur - 12.12.1986, Qupperneq 15

Dagur - 12.12.1986, Qupperneq 15
IS/idtesember 1'986 - DAÓUfí lfe! Af akureyrskri menningu Síðustu mánuði og ár hefur ýmis- legt verið rætt og ritað um menn- ingu á Akureyri, og ýmsir menn- ingaratburðir hafa þar átt sér stað. Er skemmst að minnast „Málþings um menningarmál“, sem Menningarmálanefnd Akur- éyrar gekkst fyrir í nóvember. Síðastliðið vor var svo hvorki meira né minna en „Menningar- hátíð“ haldin á Akureyri, reynd- ar að undirlagi menntamálaráð- herra, og síðan 1982 hafa „Menn- ingarsamtök Norðlendinga" ver- ið starfandi, stofnuð að forgöngu Menning er meira en list. Fjórðungssambandsins. Samkvæmt þessu mætti ætla, að Akureyri væri orðin einhver mesta menningarborg á íslandi (ef ekki á jarðarkringlunni yfir höfuð), sannur menningarviti, sem lýsti upp þetta menningar- snauða útsker í Atlantshafinu. í þessu sambandi finnst mér það ómaksins vert, að kanna hvað felst í orðinu eða hugtakinu menning, því mig grunar að Akureyringar leggi í það nokkuð sérstakan skilning, þrengri en almennt gerist. Á málþinginu 22. nóv. sl. voru flutt sex framsöguerindi. Fjögur þeirra voru um listir (leiklist, tónlist, myndlist, ritlist), en auk þess voru flutt erindi um söfn og um „félagsmál". Menningarhátíðin (sem reynd- ar var oftast kölluð M-hátíð í blöðunum), sem haldin var 13,- 15. júní sl. snerist líka að mestu leyti um listir (myndlist, tónlist, Ijóðlist), og erindi sem þar voru haldin fjölluðu öll, nema eitt (ís- lensk tunga) um listamenn, sem hér hafa starfað eða átt heima. Menningarsamtök Norðlend- inga hafa nær eingöngu látið málefni lista og listamanna til sín taka, enda segir svo í 2. grein laga þeirra: „Samtökin eru frjáls samtök áhugafélaga og áhuga- manna um listir á Norðurlandi.“ Og annars staðar í lögunum eru orðin listir og menning notuð jöfnum höndum, nánast sem samnefni. Það fer því ekkert á milli mála, hvaða skilning forgöngumenn menningarmála á Akureyri og víðar á Norðurlandi, leggja í hugtakið menning. Menning er að þeirra skilningi sama sem list. Eins og fram kemur hér á eftir, er þetta ný skilgreining orðsins menning. Hvers vegna þeim er í mun að nota orðið menning í staðinn fyrir orðið list, er næsta torskilið, þar sem bæði þessi orð verða að teljast góð og gild íslenska og hafa bæði unnið sér fasta hefð í málinu, þótt bæði hefðu þau forðum dálítið aðra merkingu. Nú má enginn misskilja þetta svo, að ég telji listina ekki vera menningu. Hún er að sjálfsögðu einn mikilvægasti þáttur allrar menningar, enda hefur hún fylgt mannlegri starfsemi í einhverju formi frá því í árdaga. En menn- ing er bara svo margt fleira. Að nota þessi hugtök sem samnefni er álíka og að nefna mann bara fót, eða segja að Akureyri sé sama sem ísland. (Reyndar mun það vera þekkt fyrirbæri í málum, kallast hluti fyrir heild, eða „pars pro toto“). Þá er næst að athuga, hvaða merkingu orðið menning hefur vanalega í íslensku máli, og er þá nærtækast að leita í orðabækur. í Orðabók Sigfúsar Blöndals er orðið menning þýtt á dönsku með orðunum „Dannelse, Kultur, Civilisation“, og hefur samkvæmt því ákaflega víðtæka merkingu. í Orðabók Menningarsjóðs (6. prentun 1979) er þetta nánar skil- greint, en þar segir m.a. um þetta orð: „1) Þroski mannlegra (and- legra) eiginleika mannsins, það sem greinir hann frá dýrum, þjálfun hugans, andlegt líf, sam- eiginlegur arfur (venjulega skapaður af mörgum kynslóð- umj: menningararfur...“ (síðan eru dæmi um notkun og samsetn- ingar), „einnig rótgróinn háttur, siður“ (t.d. umferðarmenning), „einnig um líkamsmennt: lík- amsmenning“.“ 2) manndómur: hafa menningu í sér til e-s. 3) mannafli, mannskapur. 4) það að koma e-m til manns.“ (nr. 3 og 4 munu einkum tilheyra forn- máli). Það vekur athygli, að listir eru hér hvergi nefndar sérstak- lega, þótt auðvitað tilheyri þær menningararfinum. í nútímamáli er orðið menning sem sagt vanalega notað í sömu eða svipaðri merkingu og alþjóð- lega orðið „kultur“ (enska Cult- ure), sem mun vera dregið af latneska orðinu cultus eða cult- ura, en það merkir upphaflega ræktun jarðargróða. Síðar var farið að nota það í yfirfærðri merkingu um hvers konar aðra rækt eða ástundun, m.a. um ástundun menningar, og þekkjast báðar þessar merkingar enn í flestum Evrópumálum. (Það er líklega engin tilviljun, að ræktun og menning hafa yfirleitt farið saman). Til frekari skýringar á umfangi menningar, má geta þess, að til er mikið ritverk sem nefnist „Nordisk Kulturhistorisk Leksi- kon“ (er til á Amtsbókasafninu), og mun vera eitthvað um 25 bindi. Þar er fjallað um flesta þætti hefðbundinnar menningar á Norðurlöndum, ísland raunar meðtalið, m.a. um alls konar trú, siði og venjur, þjóðhætti ýmiss konar, atvinnuhætti, mannvirki, tækni, vísindi og listir. Sigurður Nordal ritaði á sínum tíma afar merkilega bók, undir heitinu „íslensk menning". í formálanum skilgreinir hann menningu á svipaðan hátt og hér er gert, en segist hins vegar ætla að takmarka sig við þá þætti ísl. menningar, sem hafa alþjóðlegt gildi, en það voru að hans dómi einkum bókmenntirnar. Það er ekki menning að seðja hungur sitt, en þegar menn mat- ast við borð og fylgja einhverjum hefðbundnum borðsiðum er það orðið menning. Reyndar er „matarmenning" einn sá menn- ingarþáttur, sem best hefur hald- ið sér í nútímaþjóðfélagi, þar sem sífellt er verið að leggja forn- ar venjur fyrir róða. Það hefur alltaf verið hlutverk kvenna fyrst og fremst, að viðhalda hefðbund- inni menningu í trú og siðum og í hvers konar þjóðháttum. Því er það eitthvert alvarlegasta tím- anna tákn, að þær eru nú smám saman að afsala sér þessu hlut- verki og taka upp hætti karl- manna. Ekki svo að skilja, að karlar hafi ekki líka sína rótgrónu menningu, svo sem stríðsmenn- ingu, knattspyrnumenningu og drykkjumenningu, enda þótt sumir þættir hennar jaðri við það sem stundum er kallað ómenn- ing, en er auðvitað menning þrátt fyrir það. Reykiilgar og vín- drykkja eru menningarþættir sem eiga sér langa sögu og merkilega hefð, hafa eflaust gegnt mikil- vægu hlutverki og gera enn. Við íslendingar höfum að vísu aldrei tileinkað okkur þá sönnu „vín- menningu“, sem ástunduð er t.d. í Suður- og Mið-Evrópu, og því er drykkjuskapur yfirleitt talinn ómenning hér. Hins vegar eigum við ágæta „kaffimenningu", sem konur stunda einkum. Jólin okkar eru einhver mesta „M-hátíð“ sem um getur, og má t.d. nefna laufabrauðsskurðinn sem dæmi um hefðbundna „jóla- menningu“, auk alls annars tilstands. Þannig mætti lengi telja upp menningarþætti, sem ekki flokk- ast vanalega með listum, og myndi heill árgangur af Degi ekki nægja til að tíunda það allt saman. Að lokum vil ég samt minnast á einn þátt menningar, sem er talinn einn sá mikilvægasti hjá svokölluðum menningarþjóðum, en það er þekkingaröflun og umsköpun þekkingar, eða það sem almennt er kallað fræði eða vísindi. Þessi menningarþáttur á sér að vísu nokkuð langa hefð hérlendis og hefur verið furðu almennur á ýmsurn sviðum, svo sem í ætt- fræði og „mannfræði“ í vissum skilningi. Hans gætir jafnvel í fornbókmenntum vorum og hef- ur reyndar jafnan verið tengdur „orðsins list“. Þessi íslenska fræðimennska er einstök á sína vísu og eitt þeirra örfáu atriða, sem við getum talið okkur til gildis fram yfir aðrar þjóðir, eins og Sigurður Nordal o.fl. hafa bent á. Önnur fræði eða vísindi eiga sér fremur stutta sögu hér á landi og litla hefð, enda er þeirra sjald- an getið, nema í sambandi við hagnýt viðfangsefni, svo sem tækni. Virðist landinn þá yfirleitt gera ráð fyrir að þekkingin sé þegar til staðar, og megi jafnvel fá hana ókeypis. Háskóla- menntaðir menn eigi að hafa tileinkað sér nægilega þekkingu í námi sínu til að geta miðlað öðr- um og lagt á ráðin um hvaðeina sem að fræðigrein þeirra lýtur. Gott dæmi um þetta viðhorf, er sú fyrirætlun að stofna „há- skóla“ á Akureyri, án þess að gera ráð fyrir nokkurri rann- sóknastarfsemi í tengslum við hann. Þrátt fyrir þetta fávíslega viðhorf, hafa bæði náttúru- og mannvísindi verið stunduð hér í Eyjafirði í heila öld, af einstök- um áhugamönnum, sem flestir hafa tengst Menntaskólanum (áður Gagnfræðaskólanum) á Akureyri. Þessi skóli hefur því verið eins konar háskóli, þótt það hafi aldrei fengist opinberlega viðurkennt. Á síðustu áratugum hafa einn- ig risið hér upp stofnanir, sem fengist hafa við vísindalegar rannsóknir, svo sem Náttúru- gripasafnið, Rannsóknastofa Ræktunarfélagsins og Fjórðungs- sjúkrahúsið, og hafa sumar þeirra gefið út vísindaleg rit. Það er nú kominn tími til, að Akureyringar og aðrir íslending- ar geri sér grein fyrir því, að þekkingin stekkur ekki alsköpuð fram úr höfði manna, og verður því síður framleidd í tölvum, þótt hvort tveggja sé gagnlegt við öfl- un hennar. Þekkingin hefur aldrei fengist fyrirhafnarlaust. Um hana gilda orð Biblíunnar: Leitið og þér munuð finna.., og það er ekki fyrirsjáanleg nein breyting á því. Fræði og vísindi verður að „rækta“, eins og aðra menningar- þætti og jurtagróður. Það fæst in uppskera nema sá fyrst og engin uppskera nema sá fyrst og hlúa að jurtunum, þótt stundum eru ofbirgir. Þessi ræktun eða iðkun fræð- anna krefst oftast einhverrar aðstöðu og einhverra fjármuna, eins og önnur mannleg starfsemi, en hún getur líka gefið margfald- an ávöxt, ef vel er að henni búið, jafnvel í krónum talið. Um það vitnar auðvitað öll sú tækniþekk- ing sem við höfum tileinkað okk- ur og notum daglega. Það virðist vera útbreidd skoð- un meðal íslendinga, að ríkis- sjóður eigi að standa undir allri þekkingaröflun og rannsókna- starfi, en sú er þó hvergi raunin, nema ef til vill í Sovíet. Á Vest- urlöndum eru rannsóknir stund- aðar á vegum ýmissa stofnana í eigu ríkis eða sveitarfélaga, fyrir- tækja, einstaklinga o.s.frv., og þykir ekki neitt tiltökumál, enda viðurkennd nauðsyn í þjóðfélagi nútímans, og sjálfsögð viðleitni til menningar og menntunar. Eigi Akureyri að verða slíkur menningarviti, sem ýmsa virðist dreyma um, verðum við líka að fylgja fordæmi annarra menning- arþjóða í þessu efni, og búa sem best að þeim stofnunum, sem af veikum mætti fást við þekkingar- öflun og ávöxtun þekkingarforð- ans. Án slíkrar starfsemi verður auðvitað ekki byggður upp neinn háskóli hér, heldur aðeins gervi- háskóli eða verkmenntaskóli á eitthvað hærra plani. Þetta mættu menningarfrömuðir bæjarins athuga og hugleiða fyrir næstu M-hátíð, og reyndar af minna tilefni. Menningin er ekki aðeins list, eins og sumir Akureyringar virð- ast halda, heldur „alefling andans og athöfn þörf", eins og Jónas komst að orði. Látum listina halda sínu heiti og sýnum henni verðskuldaða virðingu, eins og öðrum menningarþáttum. Hún er engu bættari þótt við köllum hana menningu, og allra síst ef hún er orðin að einu stóru emmi (M). H.Hg.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.