Dagur - 12.12.1986, Qupperneq 19
12. desember 1986 - DAQtJR - 19
Eggert Tryggvason lék vel fyrir KA í gær og skoraði 6 mörk. Hér verður eitt þeirra að veruleika. Mynd: rpb
íþróttiL
íslandsmótið í handknattleik 1. deild:
Æsispennandi lokamínútur
í leik KA og Víkings
- Víkingur sigraði naumlega 24:23 í góðum leik
„Við getum sjálfum okkur um
kennt hvernig fór. Við náðum
ekki jafngóðum varnarleik í
síðari hálfleik og í þeim fyrri.
Hornamenn þeirra sluppu allt
of oft inn úr og gerðu mörk.
Nú þá verð ég að taka á mig
hluta að sökinni, þar sem ég
hef verið veikur að undan-
förnu og átti ekki góðan dag,“
sagði Brynjar Kvaran þjálfari
og markvörður KA eftir naumt
tap gegn Víkingi 23:24 í 1.
deild Islandsmótsins í hand-
knattleik. Leikurinn fór fram á
Akureyri.
KA-menn mættu ákveðnir til
leiks, breyttu út af venju og tóku
leikinn í sínar hendur í upphafi.
Peir skoruðu fyrstu tvö mörkin
og það var ekki fyrr en á 6. mín.
að Víkingar komust á blað. KA
Staðan
1. deild
Úrslit leikja í gærkvöld og
staðan í 1. deild íslandsmóts-
ins í handknattleik er þessi:
KA-Víkingur 23 :24
Armann i-UBK 17 :25
Fram-FH 25 :27
Víkingur 9 7 1 1 211:191 15
FH 9 6 I 2 228:196 13
UBK 8 6 1 1 179:168 13
Valur 9 5 1 3 229:199 11
KA 9 4 1 4 199:210 9
Fram 8 4 0 4 188:172 8
Stjarnan 7 3 1 3 176:176 7
KR 9 3 0 6 179:202 6
Haukar 9 2 0 7 188:222 4
Ármann 9 0 0 9 179:220 0
komst í 4:1 en Víkingar náðu að
jafna 4:4 um miðjan hálfleikinn.
KA-menn höfðu yfir þetta eitt til
tvö mörk fram að hléi og leiddu
11:9 í hálfleik.
Víkingar skoruðu þrjú fyrstu
mörkin í síðari hálfleik og kom-
ust yfir í fyrsta skipti í leiknum,
12:11. Á þeim tíma voru KA-
menn einum fleiri en það virtist
ekki nýtast þeim í leik að vera
fleiri inni á vellinum. Jafnt var
upp í 13:13 en þá kom slæmur
kafli hjá KA og Víkingar, þá ein-
um fleiri skoruðu næstu þrjú
mörk og breyttu stöðunni í 16:13.
Liðin skoruðu síðan á víxl fram á
næst síðustu mínútu leiksins og
þá var staðan 24:21 fyrir Víking.
Jón Kristjánsson minnkaði mun-
inn í tvö mörk og Guðmundur
Guðmundsson skoraði 23. mark
KA þegar um ein mín. var eftir af
leiknum. Víkingar hófu sókn en
misstu boltann þegar 33 sek. voru
eftir. KA-menn brunuðu í sókn
en Hafþór Heimisson sendi þá
boltann beint í hendur Víkinga.
Þeir snéru vörn í sókn en misstu
boltann þegar um 4 sek. voru eft-
ir en sá tími sem eftir var dugði
KA-mönnum ekki til þess að
jafna leikinn. Úrslitin 24:23 fyrir
Víking.
KA-menn léku sinn langbesta
leik á heimavelli í vetur. Varnar-
leikurinn var mjög góður og þá
sérstaklega í fyrri hálfleik. Mark-
varslan var þó með minnsta móti.
Bestir voru þeir Jón Kristjáns-
son, Eggert Tryggvason sem ekki
klikkaði á víti frekar en fyrri
daginn, Guðmundur Guðmunds-
son og Friðjón Jónsson.
Víkingar sýndu það að þeir
ætla ekki að gefa titilinn eftir án
átaka. Þeir spiluðu oft ágætlega
og léku vörnina vel en það var
helst markavarslan sem brást að
þessu sinni. KA-menn áttu í
mesta basli með hina eldsnöggu
hornamenn liðsins, þá Guðmund
Guðmundsson og Bjarka Sig-
urðsson sem voru bestu menn
liðsins ásamt Siggeiri Magnús-
syni.
Mörk KA: Jón Kristjánsson 7,
Eggert Tryggvason 6 (3), Friðjón
Jónsson 5, Guðmundur Guð-
mundsson 3, Pétur Bjarnason og
Hafþór Heimisson 1 mark hvor.
Mörk Víkings: Guðmundur
Guðmundsson 6, Siggeir Magn-
ússon 5, Karl Þráinsson 5 (2),
Bjarki Sigurðsson 3, Árni Frið-
leifsson 3, og þeir Einar Jóhann-
esson og Hilmar Sigurgíslason 1
mark hvor.
Leikinn dæmdu þeir Gunn-
laugur Hjálmarsson og Rögn-
valdur Erlingsson og gerðu það
vel.
Bikarkeppni KKÍ:
Þór leikur
gegn
Tindastóli
Dregið hefur verið í 1. umferð
í bikarkeppni Körfuknattleiks-
samband Islands. Fjórir leikir
verða leiknir og síðan koma
Úrvalsdeildarliðin inn í keppn-
ina í 2. umferð.
Þórsarar drógust á móti Tinda-
stóli frá Sauðárkróki og fer
leikurinn fram á Akureyri fljót-
lega á næsta ári. Önnur lið sem
drógust saman voru, ÍR og UBK,
UMFG og KR b, og UMFN b og
Árvakur.
Kynnum
Colombía kaffi
09
Lindu konfekt
frá kl. 15.00.
★
Tilbodsverd á
reyktu svínakjöti
HAGKAUP
Akureyri
Vanur járna-
maður óskast
Einnig er óskaö eftir tveimur vönum trésmiöum,
við Blönduvirkjun.
Upplýsingar gefur Óli Óskarsson í síma 95-4054
eftir kl. 19.00.
Óskum að ráða málm-
iðnaðarmenn til starfa
Vana smíöi úr ryðfríu stáli og blikki.
Fjölbreytt vinna. Mötuneyti á staönum.
% Vélsmiðjan Oddi hf.
FRAMSÓKN ARMEN N
AKUREYRl
Bæjarmálafundur
verður mánudaginn 15. desember kl.
20.30. í Eiðsvallagötu 6.
1. Dagskrá baejarstjórnarfundar.
2. Öldrunarmál.
Félagar fjölmennið. Stjórnin.
FRAMSÓKNARMENN Ifeil
|)|| AKUREYRI ||||
Opið hús
að Eiðsvallagötu 6, laugardaginn 13.
desember frá kl. 3-5 e.h.
Dagskrá baejarstjórnarfundar liggur
frammi. Heitt verður á könnunni.