Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 15.01.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 15. janúar 1987 Texti: Árni Gunnarsson Myndir: Kjartan Þorbjörnssor um eyðni Þessa dagana stendur yfir mikil áróðursherferð gegn útbreiðslu kynsjúkdóms sem á ensku er skammstafaður AIDS en hefur verið kallaður í íslensku ýmist alnæmi, ónæmistæring eða éyðni. Hér á eftir mun eingöngu notað orðið eyðni. Þessa herferð er gerð á vegum landiæknisembættisins og hófst með því að skipaður var sam- starfshópur um fræðslu og varnir gegn eyðni. Þessi hópur setti svo saman fræðslu- bækling um eyðni sem var gefinn út í fjörutíu þúsund eintökum og sendur öllum íslendingum á aldrinum frá fimmtán og upp í tuttugu og fjögurra ára. í kjölfar þessa voru heilsugæslulæknar á Akureyri fengnir til að halda fyrirlestra um eyðni og varnir gegn smitun hennar í gagnfræðaskólum á Akureyri og í nágrenni, svo og Verk- menntaskólanum og Menntaskólanum. En hvers vegna allt þetta umstang og hvers vegna fræðsla fyrir ungt fólk sérstaklega? Er þarna raunveruleg hætta á ferðum fyrir unglinga? Hvers vegna og hyað er þá hægt að gera? Til að svara þessum og fleiri spurningum fékk Allt-síðan Ásgeir Böðvarsson, sem er einn þessara lækna, til að sitja fyrir svörum. En fyrst tókum við ungt fólk sem við hittum í göngugötunni tali og könnuðum vitneskju þess um eyðni og viðhorf þess til sjúkdómsins. Fyrst varö á vegi okkar 16 ára fram fyrir skömmu, þess efnis að gamall piltur, Ásmundur Þorkels- son. Eftir smá fortölur fékkst hann til að tala við okkur um eyðni. - Veist þú hvernig eyðni smitast? „Já, við kynfarir..., ég meina samfarir." - Hvað telur þú besta ráðið til að hefta útbreiðslu eyðni? „Nota smokkinn." - Hvað mundir þú gera ef þú smitaðist af eyðni? „Sýna hina mestu eigingimi í málinu og deila þessu ekki með öðrum." Það var lítið að gera hjá Her- manni Ingólfssyni, sem ertuttugu og eins árs og afgreiðir í Hljóm- deild KEA, svo við gripum hann glóðvolgan og spurðum hann sömu spurninga. „Tja, við samfarir og blóð- blöndun, er það ekki? Svo náttúr- lega geta börn smitast af eyðni á meðan þau eru í móðurkviði." - - Hvernig heldur þú að koma megi í veg fyrir að eyðni breiðist út? „Mér finnst það mjög góð hug- mynd sem borgarlæknir varpaði allir islendingar milli 15 og 65 fari í mótefnamælingu. Þetta á ekki að vera neitt feimnismál, þetta er alvarlegur hlutur. Fólk verður að horfast í augu við vandann og við eigum að geta farið í mótefna- mælingu eins og hverja aðra bólusetningu. Hvað ég mundi gera ef ég fengi eyðni? Auðvitað yrði ég ekkert voðalega hress með það. Tja ..., það eina sem maður gæti gert væri að reyna að passa að smita ekki aðra. Annars get ég ekki ímyndað mér hvernig það myndi vera að smitast, það hlýtur bara að vera hryllilegt." Við héldum áfraam rölti okkar um Hljómdeildina því úti var hálf- gert skítaveður, rok og rigning. Petrea Ósk Sigurðardóttir, fimm- tán ára gömul stelpa, var alveg til í að hætta að pæla í plötum um stund og setjast niður og tala við okkur. Við dembdum á hana fyrstu spurningunni. „Já, ég veit að eyðni smitast við samfarir og smit getur líka borist með djúpum og blautum kossi, ja ég veit ekki meira." - Hvað telur þú heppilegasta Pétur Halldórsson. ráðið til að hefta útbreiðslu eyðni? „Að skipta ekki mjög oft um maka og svo að nota smokkinn." - Hvað mundir þú gera ef þú fengir eyðni? „Eg veit það ekki." - Getur þú gert þér í hugar- lund að þú myndir smitast? „Ég hef ekkert hugsað út í það. En alla vega mundi ég reyna að forðast að smita aðra." Hermann Ingólfsson ft^ff! Asgeir Böðvarsson - Hvað er eyðni? „Sjúkdómur orsakaður af sýkingu svokallaðrar HIV veiru sem eyðileggur mótefnakerfi líkamans. Við það verður hinn sýkti smám saman næmur fyrir áður annars skaðlitlum sýklum sem að lokum draga hann til dauða." - Hvað er vitað um út- breiðslu eyðni á íslandi? „Það er talið að nú séu þrjá- tíu smitaðir.af veirunni, þrír á lokastigi og einn látinn." - Hvernig smitast eyðni? „í fyrsta lagi við samfarir. í öðru lagi við blóðblöndun eins og til dæmis þegar eiturlyfja- neytendur nota sömu spraut- urnar." - Er hætta á að veiran breið- ist út meðal unglinga? „Já, vegna þess að unglingar sem eru að byrja sitt kynlíf eru alltaf í smithættu. Og það hefur sýnt sig að kynsjúkdómar eru algengastir á meðal fólks á aldrinum fimmtán til þrjátíu og heilsugæslulækni fimm ára og þar sem eyðni er kynsjúkdómur þá verður að telj- ast mjög líklegt að unglingar geti smitast af eyðni." - Hvernig ber að varast smitun? „f fyrsta lagi með því að nota ekki eiturlyf, því að eiturlyfja- neytendur sem sprauta sig eru áhættuhópur og blóðblöndun, við notkun sprautanna, er smitleið eins og ég sagði áðan. í öðru lagi með því að sýna var- kárni í kynferðismálum, það er að segja: Varast fjölskrúðugt kynlíf. Óg í þriðja lagi með því að nota smokk við sarnfarir." - Er smokkurinn örugg vörn gagnvart eyðni? „Hann er öruggur ef hann er notaður.", - í bæklingnum frá land- læknisembættinu er varað við „djúpum og blautum kossum", getur eyðni smitast með munn- vatni? „Veiran hefur fundist í munn- vatni. En hins vegar hefur eng- inn fundist sem með öruggri vissu hefur smitast af kossum einum saman, og því finnst mér þessi smitleið ákaflega óltkleg." - Hver eru viðbrögð fólks við þessari áróðursherferð gegn eyðni sem hefur verið í gangi undanfarið? „Fólk er sér meira meðvit- andi, hugsar meira um þessi mál og fylgist betur með. En jafnframt hefur nokkuð borið á hræðslu." - Hjllir eitthvað undir það að hægt verði að lækna eyðni í framtíðinni? „Horfurnar eru ekki bjartar, sérstaklega hvað varðar bólu- efni. En hins vegar er verið að reyna núna nýtt lyf sem eykur lífslíkur þeirra sem smitaðir eru." - Hvað finnst þér persónu- lega um þá hugmynd borgar- læknis að mótefnamæla alla íslendinga á aldrinum frá fimm- tán til sextíu og fimm ára og fylgjast svo með þeim sem reynast hafa mótefni í blóðinu? 'kor n »hra húr íhar vei ¦ haf sser

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.