Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 3

Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 3
12. febrúar 1987 - DAGUR - 3 Samvinnuferðir-Landsýn: Geysileg aðsókn í Hollandsferðimar - „Aldrei orðið vitni að öðru eins“ segir Asdís Árnadóttir „í þau 10 ár sem ég hef starfað við þetta hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ásókn í utanlandsferðir, það hefur bókstaflega verið svo mikill straumur fólks hingað að það hafa ekki allir komist inn á stundum,“ sagði Asdís Árna- dóttir hjá Samvinnuferðum- Landsýn á Akureyri er við spjölluðum við hana í gær. Ásdís sagði að sumarhúsin í Hollandi væru greinilega númer hjá SL á Akureyri eitt á vinsældalistanum. „Ferða- bæklingurinn okkar kom út á mánudaginn og strax á tveimur dögum vorum við búin að bóka hér á Akureyri talsvert á annað hundrað manns til Kempervenn- en í Hollandi. Þetta er greinilega það vinsælasta í dag,“ sagði Ásdís. Kjartan L. Pálsson yfirfarar- stjóri Samvinnuferða-Landsýnar sagði að það væri ekki einungis til Kempervennen sem straumurinn virtist liggja, en þangað væri búið að bóka yfir 600 farþega. Uppselt er í SL-ferðir til Mallorca og langir biðlistar í þær ferðir, þá væri uppselt og biðlisti í Kanada- ferð og áfram mætti telja. „Ég tel að hluti af ástæðunni fyrir þessari gífurlegu aðsókn sem slær öll met sé sú að við erum eina ferðaskrifstofan sem hefur gefið út verð á ferðunum, fyrir nú utan það að við erum að selja mjög góða vöru á afar hag- stæðuverði,“sagðiKjartan. gk-. Skattleysisnörk við 33 þúsund krónur Frumvarpið um staðgreiðslu- kerfi skatta sem nú er til umfjöllunar á Alþingi virðist vera tiltölulega einfalt í framkvæmd, þótt eflaust eigi eftir að sníða af því ýmsa agn- úa. Helstu fylgismenn stað- greiðslukerfis skatta benda á að þegar skatturinn er innheimtur jafnóðum viti launþegar nákvæmlega hverjar hinar raun- verulegu ráðstöfunartekjur eru hverju sinni. Taka má þrjú mis- munandi dæmi um hvernig stað- greiðslukerfið kemur til með að virka á tekjur manna. í dæmun- um eru atriði eins og barnabætur, húsnæðisafsláttur og sjómanna- frádráttur ekki tekin með í reikn- inginn, enda liggja þau ekki jafn- ljóst fyrir. Launþegi sem hefur 45 þúsund krónur í mánaðarlaun greiðir 15.750 krónur í tekjuskatt og Fyrir nokkru var haldinn aðal- fundur Taflfélags Blönduóss sem nú er orðið eitt af deildum Ungmennasambandsins, og virðist sem nokkuð aukinn áhugi sé á skákinni. Reglulegar æfingar eru hjá skákmönnum á miðvikudags- kvöldum á Hótel Blönduós og hafa mætingar verið með ágæt- um. í deildarkeppninni “85-“86 keppti sveit U.S.A.H. í a riðli þriðju deildar og varð í öðru sæti deildarinnar næstir á eftir b sveit Hafnfirðinga. í keppninni “86- “87 teflir sveitin í annarri deild þar sem þeim var boðið að taka þátt í henni vegna þess að Kefl- víkingar tilkynntu ekki þáttöku fyrir tilskilinn tíma. Sveit T.B. hefur svo sannarlega sannað að hún. á fullt erindi í aðra deildina en þar er hún núna í öðru sæti með 14 vinninga. Á meistaramóti félagsins sem fram fór fyrir skömmu var teflt í tveim flokkum, og urðu helstu úrslit sem hér segir: í flokki full- orðinna sigraði Sigurður Daníels- son með 6 v. annar varð Þorleifur útsvar (35%) en á móti kemur 11.500 króna persónuafsláttur. Innheimtur skattur er því 4250 krónur og útborguð mánaðarlaun 40.750 krónur, sem eru raun- verulegar ráðstöfunartekjur. Launþegi sem hefur 30 þúsund krónur í mánaðarlaun á að greiða 10.500 krónur í skatt. Persónuaf- slátturinn er 11.500 krónur og geymdur afsláttur, sem jafnað yrði á árið, nemur því 1000 krónum. Innheimtur skattur er því 0 krónur og útborguð laun 30 þúsund krónur. Launþegi sem hefur 100.000 krónur í mánaðarlaun greiðir 35.000 krónur í skatt. Persónu- afsláttur er 11.500 krónur. Inn- heimtur skattur er því 23.500 krónur og útborguð mánaðarlaun því 76.500 krónur. Aðrir skattar, svo sem fast- eignaskattur o.fl. verða að öllum líkindum innheimtir eftir á. BB. Ingvarsson með 4 v. og þriðji Jón Hannesson einnig með 4 vinn- inga. í unglingaflokknum sigraði Einar Kolbeinsson með 6'/i v. annar var Ingvar Björnsson með 5 v. og þriðji Þórarinn Ólafsson með 4 vinninga. G.Kr. Ákveöiö er að Höfði hf. á Húsavík byggi hús yfir starf- semi sína, framkvæmdir munu væntanlega hefjast um næstu mánaðamót og hluti húnæðis- ins verða tekinn í notkun næsta vetur. Höfði hefur fengið lóð á upp- fyllingunni við höfnina og fyrir- hugað er að byggja hús sem verð- ur alls um 800 fm að stærð og að Kammerhljómsveit Akureyrar: Einar einleikari Hinn þekkti klarinettuleikari Einar Jóhannesson verður ein- leikari á tónleikum Kammer- sveitar Akureyrar sem fram fara í Akureyrarkirkju nk. sunnudag kl. 17. Einar hefur hlotið margsháttar viðurkenningar sem klarinettu- leikari, má þar nefna að hann sigraði í samkeppni sem Yehudi Menuhin efndi til, einnig hlaut hann Sonning-verðlaunin dönsku. Einar hefur undanfarin ár starfað í Sinfóníuhljómsveit íslands og hefur oft komið fram sem einleikari bæði heima og er- lendis. Við segjum nánar frá þessum tónleikum á morgun. hluta til á tveim hæðum. Á efri hæðinni verður skrifstofuhúsnæði fyrirtækisins en netagerðin, geymslur og lagerrými á neðri hæðinni. Húsið er teiknað sem einingahús og sagðist Kristján Ásgeirsson framkvæmdastjóri vonast til þess að framkvæmdir við bygginguna gætu hafist um mánaðamótin og að hægt yrði að taka iðnaðarhúsnæðið í notkun næsta vetur. IM Taflfélag Blönduóss: Góður árangurí deildakeppnmni Húsavík: Höfði byggir 800 fm hús N.L.F.-vörar Blómafræflar Gev-e-tabs með ginseng Þaratöflur Ölgerstöflur Maxo-vit fjölvítamín Pollitabs Melbrosia fyrir konur og karla Megrunartöflur Gigtartöflur Magnasinbelgir Lexithinbelgir Lýsistöflur Fjallagrös Hörfræ og margt fleira fcNRARIK RAFMAGNSVEITUR RlKISINS ÚTBOÐ Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir tilboðum í eftirfarandi: RARIK-87003: 7/12 kV Aflstrengur. Opnunardagur: Þriðjudaginn 3. mars 1987 kl. 14.00. Tilboðum skal skila á skrifstofu Rafmagnsveitna ríkisins, Laugavegi 118, 105 Reykjavík, fyriropnun- artíma og verða þau opnuð á sama stað að við- stöddum þeim bjóðendum er þess óska. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rafmagns- veitna ríkisins, Laugavegi 118,105 Reykjavík, frá og með miðvikudegi 11. febrúar 1987 og kosta kr. 200,- hvert eintak. Reykjavík, 9. febrúar 1987. RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS. NÁMSGAGNASTOFNUN PÓSTHÓLF 5192 • 125 REVKJAVlK • SIMI 28088 ^ SAMKEPPNI UM RITUN BARNABÓKA Námsgagnastofnun hefur ákveðið að hefja útgáfu nýrra lesbóka handa 6-9 ára börnum ogefnir íþvískyni til sam- keppni um gerð slíkra bóka. Samkeppninni verður þannig hagað að hún mun standa næstu tvö til þrjú ár með þeim hætti að skil handrita verða þrisvar á ári, 1. maí, 1. september og 1. janúar. í jyrstu verður lögð áhersla á bækur Imnda 6-7 ára börnum. Allt aðþrenn verðlaun verða veitt hverju sinni, fyrir texta og/eða myndefni, að upphæð kr. 30.000.00 hver. Auk þessa verða veittar sérstakar viðurkenningar fyrir verk sem þykja álitleg. Ráðgert er að dómnefnd skili áliti eigi síðar en mánuði eftir skiladag hverju sinni. Handritum skal skila með tillögum að myndefni en einnig kemur til greina að myndlistarmenn og höfundar texta vinni saman að samningu. Námsgagnastofnun áskilur sér rétt til aðgefa út þau verk sem verðlaun og viðurkenningu hljóta og verðurþá gerð- ur um það sérstakur samningur. Ýtarlegar upplýsingar sem nauðsynlegar eru fyrir vænt- anlegaþátttakendur, m.a. um lengd, þyngd, hlut mynd- efnis og efnissvið, er að finna í fjölriti hjá Ingibjörgu Ásgeirsdóttur, Námsgagnastofnun, Laugavegi 166 Reykjavík og Guðmundi B. Kristmundssyni, Æfinga- og tilraunaskóla K.H.Í. 1. skiladagur er 1. maí 1987.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.