Dagur


Dagur - 12.02.1987, Qupperneq 5

Dagur - 12.02.1987, Qupperneq 5
12. febrúar 1987 - DAGUR - 5 Joan Collins hefur greinilega komið sér upp mjög skemmtilegri stellingu við myndatökurnar. Elízabet Taylor er greinilcga með allt á hreinu, einbeitnin leynir sér ekki, puttinn upp í loftið og stjarnan hefur áreiðanlega smellt af á næstu sekúndu. Susan Howards myndir á sína einkavél. Hún leikur Donnu Krebbs í Dallas. Á ferð í Holl- andi var hún eins og hver annar ferðamaður með myndavélina hangandi framan á sér. Sjálfur Mick Jagger lætur sitt ekki eftir liggja við ljósmyndatöku og hann mun vera sérlega þolin- móður við að bíða eftir rétta andartakinu til að smella af. Eins og af framansögðu sést hafa blaðaljósmyndarar kannski ástæðu til að óttast um hag sinn og það fer að verða vafamál hver tekur myndir af hverjum, en við fylgjumst spennt með framvindu mála. Drottning Engilsaxa myndar grimmt, mun hún þó hafa mikla snillinga á þessu sviði allt í kringum sig, en sú gamla ekki á sig fá. Tannlæknafélag Norðurlands: Um tennur Tannholdsbólga og tannlos Vissir þú að það er til tannsjúk- dómur sem er a.m.k. jafn algeng- ur og tannskemmdir? Sjúkdómurinn lýsir sér sem bólga í þeim vefjum sem halda tönnunum föstum, þ.e. tann- holdi, kjálkabeini og tannslíðri. (Sjá mynd 1). Afleiðingar hans eru tannlos. Einkenni siúk- dómsins eru svo væg framan af að hann uppgötvast oft ekki fyrr en um seinan. Þar sem margt fólk á það á hættu að missa tennur um aldur fram af þessum sökum mun þessi þáttur einungis fjalla um tann- holdsbólgu og tannlos, og hvað hægt er að gera til hjálpar. E Stefán. Pétur. Auftur. VIÐ HÖLDUM FUNDI Laugardaginn 14. febrúar kl. 14.00 í samkomuhúsinu Grund, Svarfaðardal. Kaffiveitingar Sunnudaginn 15. febrúar kl. 21.00 í Barnaskóla Bárðdæla. Kaffiveitingar FJÖL.MENNUM Sérframboð í Norðurlandskjördæmi eystra. 3. grein Hvernig lítur heilbrigt tannhold út? Heilbrigt tannhold er ljósbleikt á litinn. Pað er ofurlítið hrjúft við- komu, og minnir áferðin nokkuð á appelsínubörk. Tannholds- röndin er þunn og fellur þétt að tönnunum. Keilulaga tannholds- separ teygja sig upp á milli tann- anna og fylla bilin á milli þeirra. Það blæðir ekki úr tannholdinu við tannburstun sé það heilbrigt. Hvernig lítur bólgið tannhold út? Fyrsta stigið. Fyrstu merki um tannholds- bólgu eru að tannholdið verð- ur svolítið aumt viðkomu og það blæðir við tannburstun. Tannholdsseparnir á milli tann- anna verða rauðleitir og þrútna svolítið. (Sjá mynd 2). Ástæða þess að tannholdið bólgnar er sú að sýklar, sem við höfum öll í munninum, mynda skán á tönnunum. Á einum til tveimur dögum nær þessi skán að þekja tennurnar ef þær eru ekki burstaðar. Sýklaskánin veldur bólgu í tannholdinu sem síðan leiðir af sér tannlos ef ekkert er að gert. Annað stigið. Tannholdið roðnar og bólgnar meira. Sýklaskánin hefur náð að yaxa niður á ræturnar, og það er farinn að myndast tannsteinn á tönnunum, en tannsteinn er göm- ul sýklaskán, sem náð hefur að kalka. Tannsteinninn er svo aftur gróðrarstía fyrir nýja sýklaskán. Efsti hluti kjálkabeinsins hefur látið undan fyrir áhrif bólgunnar og er horfinn. (Sjá mynd 3). Þrátt fyrir að sjúkdómurinn hafi nú valdið töluverðu tjóni þarf sjúklingurinn ekki að verða var við los á tönnum. Þó iná e.t.v. merkja að einhver tönn virðist lengri en hún var áður fyrr. Priðja stigið. Nú hefur sjúkdómurinn náð því stigi að mestur hluti þess beins sem umlykur tannræturnar er uppleystur. (Sjá mynd 4). Það er fyrst nú sem los kemur á tenn- urnar og fólk verður alvarlega vart við að eitthvað er að. Áður en tennurnar byrja að losna hafa oft myndast bil á milli þeirra. Hefur þú eitthvert eftir- talinna einkenna? A. Blæðir úr tannholdinu við tannburstun? B. Hefur þú tannstein? C. Hafa myndast bil á milli tanna sem snertust áður? D. Eru tennurnar iengri nú en fyrir t.d. 5-10 árum? E. Er nokkur tönn laus? F. Er vont bragð í munninum á morgnana eða ert þú andfúll? Hafir þú eitthvert þessara ein- kenna skalt þú biðja tannlækninn þinn að líta á tannholdið við tækifæri. Er hægt að koma í veg fyrir tannlos? Fyrr á árum var það talinn eðli- legur fylgifiskur Elli kerlingar að tennurnar losnuðu á sama hátt og hárin grána. Nú vitum við hins vegar að tannholdsbólga og tannlos á ræt- ur að rekja tii sýklaskánar á tönnunum. Þess vegna má koma í veg fyrir bólguna með reglulegri og góðri munnhirðu. Burstaðu því tennurnar a.m.k. tvisvar á dag. Notaðu mjúkan tannbursta. Notaðu tannþráð eða þrístrenda tannstöngla til þess að hreinsa á milli tannanna. Mundu að þú ert ekki bara að hreinsa matarleifar af tönnunum heldur ert þú að nudda sýklaskánina burt. Tannlæknirinn þinn getur hjálpað þér í þessu sambandi með því að sjá til þess að allar fyllingar séu vel pússaðar svo auðvelt sé að hreinsa á milli tann- anna. Er hægt að lækna tannholdsbólgu? Yfirleitt er hægt að meðhöndla tannholdsbólgu og stöðva fram- gang sjúkdómsins þannig að hann leiði ekki af sér tannlos. Meðferðin krefst góðrar sam- vinnu tannlæknis og sjúklings. Þáttur tannlæknisins í meðferð- inni felst i því að hreinsa burt allt sem ertir tannholdið svo sem sýklaskánir, tannstein o.þ.u.l. Stundum þarf að grípa til skurð- aðgerða til þess að komast fyrir sýkinguna og gera umhverfi tann- anna þannig úr garði að hægt sé að halda þeim hreinum. Þáttur sjúklingsins er í því fólginn að sjá til þess að tann- holdið sýkist ekki á ný. Það krefst nákvæmrar munnhirðu sem er þolinmæðisverk. Flestir sjúklinganna þurfa á eftirliti tannlæknis að halda tvisvar til þrisvar á ári eftir að meðferðinni lýkur. Taktu eftir að lokum Blæðing úr tannholdi sem ekki hverfur á nokkrum dögum við nákvæma tannhreinsun getur átt rætur að rekja til annarra ástæðna en framan getur, t.d. sykursýki eða hormónatruflana. Láttu tannlækninn þinn ganga úr skugga um hvers kyns er.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.