Dagur - 12.02.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 12. febrúar 1987
Texti: Ingibjörg Elfa
r~\ Stefánsdóttir.
Á landinu eru starfandi
samtök sem bera nafnið
Bifhjólasamtök lýðveldisins,
Sniglar. Hér á Akureyri er
hópur fólks í þessum
samtökum þó lítið fari fyrir
þeim, nema þá frekast á
sumrin. Mér lék nokkur
forvitni á að vita hvers konar
samtök Sniglar væru ásamt
því hvað er svona sérstakt
við bifhjól.
í hugum margra er ímynd
hins svala gæja sú að sjá
svartklæddan
mótorhjólatöffara geysast
um á stóru svörtu hjóli.
Þessir menn eiga þá
samfylgjandi ímynd að vera
hrottar og jafnvel
glæpamenn. Kvöldstund sú
sem ég eyddi með
Sniglunum sannfærði mig
um að margir þyrftu að búa
sér til nýja ímynd af hinum
svala gæja því Sniglarnir
eru (kannski eins og nafnið
bendir til) mestu rólegheita
skinn sem leggja sál sína í
þetta áhugamál, sem
reyndar er orðið stór þáttur í
lífi margra Sniglanna.
Sniglarnir halda fundi annað
hvert fimmtudagskvöld í
Dynheimum og verður
næsti fundur
fimmtudagskvöldið 19.
febrúar klukkan 21.00.
Sniglarnir hvetja eindregið
alla sem hafa áhuga á
bifhjólum að koma á fundi
og kynnast málunum.
BALDVIN B.
RINGSTED
HARALDUR
SIGURÐARSON
HEIÐAR Þ.
JÓHANNSSON
- Hvers vegna heita samtökin
Sniglar?
B: „Pegar samtökin voru stofnuð
formlega eftir auglýsingu í DV þá
komu nokkrir áhugamenn saman
og lögðu hausana í bleyti til að spá
í eitthvert nafn. Það voru komnar
ýmsar hugmyndir fram eins og
Svarta höndin, eitthvað óhugnan-
legt og ruddalegt. Þá kom þetta
nafn fram og það þótti svo gott að
það var ákveðið."
- Það er ekki verið að skírskota
til hraðans sem þið akið á?
HS: „Við sniglumst jú þegar við
erum margir.“
B: „Það má segja það, í nafni
félagsins þá sniglumst við. Þegar
við tökum hópakstur og annað slíkt
þá höldum við okkur innan leyfi-
legra marka.“
- Hvert er takmark félagsins?
B: „Einhver sagði að takmark
félagsins væri að koma öllum
íslendingum á hjól fyrir aldamót.
En í lögum félagsins stendur að það
sé til að byggja upp samstöðu með-
al bifhjólamanna og vinna að hags-
munum þeirra. Ná fólki saman og
fara í ferðir út á land og út í heim.
Það er ferðast milli Norðurlands og
Suðurlands einnig mætist hópurinn
einhvers staðar um verslunar-
mannahelgar. Síðast vorum við í
Vestmannaeyjum og þar áður í
Atlavík. Það er líka búið að fara
tvær utanlandsferðir á sýningar og
það er verið að ræða um að fara í
Evrópureisu eða á Ólafsvökuna í
Færeyjum."
- Hvað eru samtökin gömul?
B: „Þau eru stofnuð í apríl
1984.“
- Hvernig skiptast samtökin
milli landshluta?
B: „Það er varla hægt að segja að
þau skiptist. Við byrjuðum að
halda fundi hér á síðasta hausti því
það var orðinn svo fjölmennur hóp-
ur hérna og erfitt að fara suður einu
sinni í viku á fund. Það er stjórn í
samtökunum en enginn sérstakur
formaður. Snigill númer eitt er
aldursforsetinn.“
- Hvernig er með húsnæði?
B: „Það stendur til aó koma upp
húsnæði en það yrði sennilega á
Stór-Reykjavíkursvæðinu. Ef við
fengjum einhvern bragga hér vær-
um við vís með að þiggja hann. Við
Heiðar Þ. Jóhannsson.
hjálm, hanska og stígvél. Og að
keyra alltaf með Ijós og þ.h. Þú
sérð nú yfirleitt ekkert alvarlegt að
hjá manni á stóru hjóli, ekki eins og
hjá þessum skellinöðrupúkunt þar
sem 3 af hverjum 4 eru ljóslausir í
umferðinni. Ábyrgðartilfinningin
er meiri þegar menn eru komnir á
stór hjól.“
- Hafið þið lítið álit á þessum
skellinöðrupúkum?
B: „Nei við erum allir búnir að
ganga í gegnum þetta og vitum
hvað þetta er en okkur blöskrar
samt hvað þeir eru kærulausir. Þeir
gera sér margir hverjir ekki grein
fyrir hvað þetta er hættulegt í raun
og veru.“
- En að taka þá inn í samtökin?
B: „Þeir verða að hafa sín sam-
tök sjálfir. Það hefur verið rætt um
að bjóða þeim jafnvel á kynningar-
fund og gefa þeim góð ráð. Þeir
HS: „Og hávaðinn sem er kvart-
að undan er í rauninni öryggisatriði
því þegar bílstjórar sjá okkur ekki í
baksýnisspegli er hávaðinn í hjól-
unum það sem segir þeim að við
séum þarna.“
- Eru þetta ekki keppnissamtök
á neinn hátt?
B: „Nei, þau eru fyrst og fremst
til að ná saman mönnum sem hafa
verið dreifðir hver í sínu horni. Ef
einhver sem á gamalt hjól sem er í
sæmilegu ásigkomulagi, og hann
vill losna við það þá er um að gera
að tala við okkur og ganga í sam-
tökin.“
- Bjóðið þið ekki upp á við-
gerðanámskeið fyrir yngra fólkið
sem er að stíga sín fyrstu skref á
þessari braut?
B: „Nei það hefur ekki verið
gert. Um leið og þú færð þér hjól
og ef eitthvað bilar þá bara spyrðu
næsta mann. Ef hann getur engar
ráðleggingar veitt þér þá finnst
örugglega einhver. Samtökin eru
eins og að eignast 300 systkini og
allir vilja hjálpa öllum.“
- Hvernig gengur samstarfið við
lögreglu?
B: „Það hefur yfirleitt verið mjög
gott. Fyrir sunnan bauð yfirlög-
regluþjónninn strákunum f kaffi
þar sem rædd voru ýmis mál.“
HJ: „Það er mikið svínað á okk-
ur í umferðinni og 30% slysa sem
verða á bifhjólum verða þegar svín-
að er á okkur.“
B: „Við erum að reyna að koma
af stað vakningu þar sem við viljum
að allir keyri í fullkomnum hlífðar-
galla. Alveg í leðri með góðan
arm samtakanna og þá teljum við
Akureyri, Dalvík, Svalbarðsströnd
og Þingeyjarsýslu. Við erum 35-40
manns og þar af 5-6 stelpur. Heild-
arfjöldinn yfir landið er að nálgast
300.“
- Er hægt að vera félagi hvar
sem er á landinu?
B: „Já það er gefið út fréttabréf.
í því eru nýjustu slúðursögurnar,
Haraldur Sigurðsson
auglýsingar frá umboðunum og
jafnvel tæknimál."
- Hvar er hægt að fá þetta blað?
HS: „Hafa samband við Snigil og
fá að lesa þetta hjá honum.“
- Er nauðsynlegt að hafa svona
félag?
HS: „Já.“
B: „Já, þetta eflir svo samkennd-
ina. Það er gaman að skemmta sér
með fólki sem hefur sömu áhuga-
mál. Að hittast hvaðanæva af land-
inu á einum stað, það er svo tignar-
legt að sjá 30 hjól saman að þú trúir
því ekki fyrr en þú sérð það.“
- Hræðist fólk ykkur ekki ef þið
komið kannski 20-30 saman með
ógnar hávaða?
B: „Það eru áhrif frá amerískum
bíómyndum. Fólk setur oft sama-
semmerki milli mótorhjóla og
glæpamanna. Leðrið hefiy líka
þessi áhrif.“
Baldvin B. Ringsted.
kunnum vel við okkur undir beru
lofti enda eru samtökin virkust á
sumrin þá er helst legið í tjöldum.“
- Hver eru skilyrði til að komast
í samtökin?
B: „Upphaflegu og núverandi
skilyrðin eru þau að vera orðinn 17
ára. En það stendur til að gera ein-
hverja smá trekt, það þarf ekki
nema eina skemmda legu í góða vél
til að allt sé ónýtt. Það hafa heyrst
sögur um að þetta séu glæpamenn
eða þaðan af verra.“
- En verður maður að eiga
mótorhjól til að ganga í samtökin?
B: „Nei alls ekki. Það er talið
æskilegt að þú hafir áhuga á mótor-
hjólum. Það er nóg að vita að þetta
er farartæki á tveim hjólum sem
kemst hratt og það er gaman að
ferðast á þessu. Það þarf ekki að
vita nein tækniatriði eða neitt svo-
leiðis.“
- Hvað með stelpur?
B: „Stelpur eru velkomnar.“
- Eru einhverjar starfandi núna?
B: „Já ætli þær séu ekki svona
10%.“
HS: „Allt of fáar.“
- En hér fyrir norðan?
B: „Við köllum okkur Nyrðri