Dagur - 12.02.1987, Síða 16
Akureyri, fimmtudagur 12. febrúar 1987
Bílarafmagn
Rafvélaverkstæði okkar er opið alla
virka daga frá kl. 7.30-17.15
Önnumst viðgerðir á störturum, dínamóum
og öðrum rafmagnshlutum í bílum
Sauðárkrókur:
Samið um
hærra fiskverð
Bráðabirgðasamkomulag hef-
ur tekist milli Útgerðarfélags
Skaglirðinga og frystihúsanna
við Skagafjörð um hækkun á
fiskverði. Gildir það til 15.
mars og verður þá endurskoð-
að. Frystihúsin greiða 10%
ofan á gildandi verð á þorski
og ýsu og 5% á aðrar tegund-
ur. Bjarki Tryggvason fram-
kvæmdastjóri ÚS sagði að með
þessari hækkun á fiskverði sem
skiptist eins og aflaverðmætið
milli útgerðar og áhafnar, væri
Þórshöfn:
Vandræði
með vatnið
Neysluvatn á Þórshöfn stenst
ekki kröfur heilbrigðisyfir-
valda og auk þess er það af
skornum skammti. Því er fyrir-
hugað að leggja tólf kílómetra
langa vatnslögn frá Gunnólfs-
víkurfjalli að miðlunartanki
við Þórshöfn.
fyrst og fremst verið að sporna
við því að hráefni færi óunnið
úr landi og um leið leiðrétta
kjör sjómannanna.
Bjarki kvað þetta fiskverð vera
á svipuðum nótum og um hafi
verið samið á Akureyri, útfærsl-
an væri aðeins öðruvísi. Enda
hafi verið ákveðið á fundi for-
ráðamanna frystihúsa af öllu
Norðurlandi á Akureyri í síðustu
viku að reyna að samræma fisk-
verð hér fyrir norðan.
Fulltrúar áhafna togara
Útgerðarfélags Skagfirðinga tóku
þátt í viðræðunum, en þær höfðu
farið þess á leit að fá leiðréttingu
á sínum launum til samræmis við
laun sjómanna á skipum sem sett
hafa afla í gáma. Sættu þeir sig
við þessa niðurstöðu enda vilyrði
fyrir, að komi það í Ijós 15. mars
að þeirra kjör séu lakari en ann-
arra togarasjómanna á Norður-
landi, verði þau leiðrétt.
Drangey landaði á mánudag
115 tonnum og von er á Skafta til
hafnar á fimmtudag. Hegranes er
væntanlegt úr slipp á Akureyri
um miðja viku. -þá
Úr göngugötunni: Hér beinir ljósmyndarínn linsunni niður á fólkið og ekki er annað að sjá en að fjarlægðin geri
mennina smáa. Mynd: rþb
Daníel Árnason sveitastjóri
sagðist vonast til að hægt yrði að
fara í þessar framkvæmdir í
sumar, það væri nánast ákveðið
svo framarlega sem fjármagn
fengist. Lögnin sjálf mun kosta
tæpar ellefu milljónir króna en í
lögum er ákvæði um að ríkið
skuli greiða 50% af kostnaði sem
styrk vegna slíkra framkvæmda.
Samkvæmt reynslu annarra sveit-
arfélaga sem staðið hafa fyrir
framkvæmdum að þessu tagi hef-
ur greiðslan frá ríkinu komið á
nokkrum árum eftir að fram-
kvæmdum er lokið.
Nú er neysluvatn fyrir Þórs-
höfn tekið á Brekknaheiði, það
er yfirborðsvatn sem gruggast í
leysingum og stenst ekki kröfur
heilbrigðisyfirvalda þó vatnið sé
nokkuð gott þegar tíð er góð.
Einnig er vatnið af skornum
skammti þannig að þegar slátrun
stendur yfir í sláturhúsinu, auk
fiskvinnslu horfir til vandræða
með að hægt sé að útvega nægi-
legt vatn. Nýja vatnslögnin mun
því leysa tvo þætti málsins bæði
mun fást hreint vatn og nógu
mikið. IM
Akureyrarhöfn:
Aðeins 5,3 milljónir
fást til framkvæmda
„Það liggur beinast við að ætla
að „atkvæðin“ sjái einna helst
vegi landsins en ekki flug-
velli og hafnir,“ sagði Guð-
mundur Sigurbjörnsson hafn-
arstjóri á Akureyri er við
ræddum við hann um fjárveit-
ingu til hafnarframkvæmda á
árinu.
Áætlað var að verja 32 milljón-
um króna til hafnarframkvæmda
á Akureyri á árinu, og ríkið á að
greiða 75% af þeim kostnaði eða
24 milljónir. Því var farið fram á
þá upphæð en niðurstaðan hefur
orðið sú að samkvæmt fjárlögum
fær Akureyrarhöfn 5,3 milljónir
til framkvæmda. Eldri skuld
ríkisins vegna hafnarfram-
kvæmda á Akureyri nemur 11
milljónum og var reiknað með að
sú upphæð fengist a.m.k. að sögn
Guðmundar en niðurstaðan er
sem sagt 5,3 milljónir króna.
Guðmundur sagði að aðal-
framkvæmdin á árinu tengdist
væntanlegri fiskihöfn. Lengja á
viðlegukant Slippstöðvarinnar og
ganga endanlega frá því mann-
virki og reisa á grjótgarð í norður
út frá.togarabryggjunni. Þarna á
að myndast fiskihöfn og verður
ráðist í þetta verkefni á árinu
þrátt fyrir lága fjárveitingu að
sögn Guðmundar en ekki liggur
enn fyrir hvernig þessar fram-
Framsóknarflokkurinn:
Framkvæmdastjom
fundar á Akureyri
Framkvæmdastjórn Fram-
sóknarflokksins kemur saman
til fundar á Hótel KEA í kvöld
og á morgun. Einnig mun
þingflokkur framsóknarmanna
sitja fundinn, auk formanna
kjördæmissambanda, fram-
bjóðenda, formanna Iands-
samtaka framsóknarmanna og
kosningastjóra flokksins úr öll-
um kjördæmum.
Fundarmenn snæða kvöldverð
a Hótel KEA en síðan verður
hafist handa við lokafrágang
stefnuskrár flokksins og er búist
við að sú vinna standi fram eftir
kvöldi.
Á föstudagsmorguninn munu
þingmenn og ráðherrar flokksins
ásamt öðrum frambjóðendum
heimsækja ýmis fyrirtæki á Akur-
eyri og kynnast starfseminni .sem
þar fer fram. Eftir hádegið hefst
síðan ráðstefna með frambjóð-
endum og kosningastjórum á
Hótel KEA.
Þar verður rætt um fyrirhugað-
ar alþingiskosningar, ráðherrar
ræða stöðuna í einstökum rnála-
flokkum sem heyra undir þeirra
ráðuneyti og formenn kjördæm-
issambanda greina frá kosn-
ingaundirbúningnum úti í kjör-
dæmunum. Síðan verða almenn-
ar umræður en stefnt er að því að
ráðstefnunni ljúki um kvöld-
matarleytið á föstudag. BB.
kvæmdir verða fjármagnaðar.
Af öðrum framkvæmdum má
nefna malbikun og lýsingu við
smábátahöfnina í Sandgerðisbót.
Þá er nú unnið að teikningum á
verbúðum þar, og sagðist Guð-
mundur reikna með að þegar
teiknivinnu lýkur verði mönnum
gefinn kostur á að byggja þar
samkvæmt teikningunum. gk-.
Topp 5“ meðal
loðdýrabænda
55
- nýjung hér á landi
aðalfundi Félags loðdýra- fjölgað um 10 á síðasta ári. Loð-
dýrabúum hefur fjölgað um
helming síðan félagið var stofnað
’83 og eru þau milli 20 og 30 nú.
Hann sagði félagið nokkuð öflugt
og starfsemina virka.
Aðspurður um skinnaverð
sagði hann það frekar á uppleið.
„í Finnlandi fékkst ágætt meðal-
verð fyrir blárefinn, 2.306 kr. og í
Danmörku minnir mig að meðal-
verðið hafi verið 1.970 kr.
Ástæðan fyrir þessum mismun er
sú að Finnarnir eru með meira af
skinnum í hærri gæðaflokkum og
lyfta meðalverðinu þannig upp.
Það er hins vegar meira um léleg
skinn í Danmörku og því er með-
alverðið lægra þó fengist hafi
svipað verð fyrir svipuð skinn,“
sagði Arvid.
Að lokum sagðist hann vera að
fara til Danmerkur þar sem hann
ætlaði að dvelja í nokkurn tíma
og líta á skinnauppboðin. SS
ræktenda í Eyjafirði voru gerð
nýstárleg drög að reglugerð
varðandi gæði skinna sem
koma frá búunum. Arvid Kro
formaður félagsins lýsti þessu
þannig að þetta væri svipað og
„Topp 10“ í tónlistarheimin-
um. Birtur verður listi yfir 5
framleiðendur sem bestu
skinnin koma með hverju
sinni. Þetta mun vera nýjung
hér á landi.
Með þessu er verið að hvetja
loðdýrabúin til að stuðla að
auknum gæðum skinna sinna því
án efa þykir mönnum mikilsvert
að komast á þennan lista. I
tengslum við aðalfundinn var
haldin skinnasýning eins og
greint hefur verið frá.
Að sögn Arvids voru félagar
orðnir 44 fyrir fundinn og 3 bætt-
ust í hópinn þar. Þeim hefur