Dagur - 20.02.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 20. febrúar 1987
Borgarbíó um helgina:
Nýr glæsilegur
salur í notkun
Frá og með morgundeginum
eiga Akureyringar einn allra
glæsilegasta bíósal á landinu,
en kl. 21 annað kvöld verður
tekinn í notkun hjá Borgarbíói
nýr salur sem tekur 132 manns
í sæti. Langþráður draumur er
í höfn, því það verður að segj-
ast eins og er að gamli salurinn
sem hýsir bíógesti í síðasta
skipti í kvöld svarar ekki leng-
ur þeim kröfum sem gerðar
eru I dag.
Það er óhætt að segja að ekk-
ert hafi verið til sparað við gerð
nýja salarins sem er í nýrri glæsi-
legri byggingu. Gengið er inn að
vestan í afar rúmgott og smekk-
legt anddyri sem hýsir miðasölu,
sælgætissölu og þjónar báðum
sölunum. Gamli salurinn verður
nefnilega „tekinn í gegn“ núna
og færður í sama búning og nýi
salurinn. Framkvæmdir við
nýju bygginguna hófust í nóv.
1985. Birgir Ágústsson sem
hannaði húsið og allar innrétt-
ingar sagði í samtali við Dag að
hann væri mjög ánægður með
útkomuna, og vissulega sýnir hún
að iðnaðarmenn á Akureyri eru í
hæsta gæðaflokki. Salurinn er all-
ur á pöllum, sætin afar þægileg og
sérstaklega rúmgott á milli
þeirra. Sýningartjaldið er
8,30x3,50 metrar, um helmingi
stærra en tjaldið í gamla salnum
og stærsta tjald í kvikmyndahúsi
hérlendis miðað við salarstærð.
Ný tækni riður sér til rúms í
sýningarklefanum. Keyptir hafa
verið svokallaðir plattar sem
filman kemst öll á þannig að
skiptingar á milli eru nú úr sög-
unni í miðri mynd, og er þetta
nýjung í kvikmyndahúsi utan
Reykjavíkur. „Dolby stereó"
kerfi er í salnum þannig að hljóð-
ið ætti að komast tii skila í gegn-
um JBC hátalarakerfið, en allur
í anddyrinu voru sntiðir að vinnu við Iokafrágang. Mynd: rþb
A laugardaginn 21. febr. opnum við nýtt bakarí í
glœsilegu húsnœði að Ttyggvabraut 22 (milli
Teppalands og Vörubœjar).
Við opnum kl. 8.00 og bjóðum upp á rjúkandi
brauð, gómsœtar tertur, konditorikökur og margt
fleira.
Stórkostleg nýjung!
Bökunarofn í búðinni sér um að alltaf verði
nýbökuð vínarbrauð, formkökur; tebollur o.fl.
Vekjum sérstaka athygli á opnunartímanum
Mánud.-föstud. frá 7.30-18.00
laugard. frá 8.00-16.00
sunnud. frá 9.00-16.00
Stórkostlegt nýtt brauðúrval og bjóðum við
viðskiptavinum okkar að smakka á 3 tegundum!
Mikið úrval af mjólk og mjólkurvörum,
áleggi, kaffi. gosi o.fl.
Bridds:
Frímann og Pétur
Akureyrarmeistarar
Frímann Frímannsson og Pét-
ur Guðjónsson báru sigur úr
býtum í Akureyrarmóti
Bridgefélags Akureyrar í tví-
menningi sem lauk á þriðju-
dagskvöldið. Keppnin var
mjög jöfn og spennandi, sér-
staklega í lokin, og til marks
um það má nefna að þegar
tveimur umferðum var ólokið
munaði innan við 10 stigum á
pörunum í 1. og 4. sæti.
Lokastaða efstu para varð
þessi:
1. Frímann Frímannsson -
Pétur Guðjónsson 314 stig.
2. Grettir Frímannsson -
Hörður Blöndal 303 stig.
3. Haraldur Sveinbjörnsson -
Jónas Karlesson 298 stig.
4. Símon I. Gunnarsson - Jón
Stefánsson 273 stig.
5. Páll H. Jónsson - Friðfinnur
Gíslason 163 stig.
6. Árni Bjarnason - Kristinn
Kristinsson 155 stig.
7. Sveinbjörn Jónsson - Ólafur
Ágústsson 153 stig.
8. Þórarinn B. Jónsson - Jakob
Kristinsson 151 stig.
9. Ragnar Steinbergsson -
Jóhann Gauti 150 stig.
Alls tóku 40 pör þátt í mótinu
en keppnisstjóri var Albert Sig-
urðsson.
Næsta keppni félagsins er hin
árlega Sjóvá-sveitahraðkeppni og
mun hún taka þrjú til fjögur
kvöld, eftir fjölda þátttakenda.
Sjóváumboðið á Akureyri gefur
öll verðlaun til keppninnar.
Sveitahraðkeppnin verður með
svokölluðu Board-O-Match fyrir-
komulagi, semnotið hefur tals-
verðra vinsælda.
Skráning þátttakenda er þegar
hafin hjá stjórnarmönnum
Bridgefélags Akureyrar og er
öllu spilafólki á Eyjafjarðar-
svæðinu heimil þátttaka.
Keppnin hefst næstkomandi
þriðjudag klukkan 19.30 í Félags-
borg. BB.
Ólafsfjörður:
Iðngarðar seldir
Nú standa yfir viðræður um
kaup einstaklinga á iðngörðun-
um í Olafsfirði og er búist við
niðurstöðum í þeim viðræðum
á næstunni.
Áður höfðu borist tilboð í iðn-
garðana. Voru þau ýmist í allt
húsið og þá á bilinu 7 til 7,6 millj-
ónir króna, eða í tvær einingar af
fjórum og þá var tilboðið tæplega
3,4 milljónir. Þessum tilboðum
var öllum hafnað af stjórn Iðn-
þróunarsjóðs Ólafsfjarðar. Á
fundi stjórnarinnar 23. janúar var
svo ákveðið að gera þeim aðilum
sem sýnt höfðu kaupunum
áhuga, gagntilboð. Samkvæmt
því nemur heildarverð iðngarð-
anna 8 milljónum króna, yfirtaka
á áhvílandi lánum nemur 6 millj-
ónum króna en eftirstöðvarnar 2
milljónir króna greiðast sam-
kvæmt samkomulagi. Var með
þessu ítrekað það sjónarmið
sjóðsstjórnarinnar að verðið á
hverri af fjórum einingum húss-
ins skyldi vera 2 milljónir króna.
Nú er járnsmíðaverkstæði í
einni einingu hússins, verkstæði
fyrir vinnuvélar er í einni,
svepparækt í einni einingunni en
ein einingin hefur staðið auð frá
því húsið var byggt. gk-.