Dagur - 18.03.1987, Side 2
2 - DAGUR - 18. mars 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON
(Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavfk vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
Jeiðari___________________________________
Koma þarf staðreyndum
til kjósenda
Skoðanakannanir birtast nú sem á færibandi. Dag-
ur birti í gær skoðanakönnun varðandi fylgi flokka
í Norðurlandskjördæmi eystra og í dag er birt sam-
svarandi könnun varðandi Norðurland vestra. Þá
eru aðrir aðilar með skoðanakannanir, s.s. Helg-
arpósturinn og Morgunblaðið, og DV birtir skoð-
anakannanir af og til.
Fróðlegt er að bera þessar kannanir saman,
því niðurstöður eru talsvert mismunandi. Gæti það
þá m.a. orðið til þess að fremur verður nú en áður
litið á þær sem vísbendingar, en ekki sem heilagan
sannleika. Töluverður munur er t.d. á niðurstöðum
skoðanakönnunar Dags og Félagsvísindastofnun-
ar Háskólans í Norðurlandi eystra og könnunar
sem SKÁÍS gerði fyrir Helgarpóstinn í sama kjör-
dæmi. Kann það að byggjast á því að nokkuð mis-
munandi mun hafa verið spurt, auk þess sem mun
fleiri svarendur eru í könnun Dags en Helgarpósts-
ins. í könnun Dags.svara tæplega 300 hvern flokk
þeir muni kjósa eða telji líklegast að þeir muni
kjósa, en í könnun HP svara innan við 200 ákveðið
hvaða flokk þeir hyggist kjósa.
í könnun Dags koma stjórnarflokkarnir talsvert
verr út en í könnun Helgarpóstsins, en þetta er
öfugt hvað varðar t.d. Alþýðubandalagið. Mjög
mjótt er á mununum að því er virðist og því ekki
hægt að segja með neinni vissu hver útkoman
verður þegar talið verður upp úr kjörkössunum. Þó
er ljóst að Framsóknarflokkurinn er í lægð sem
stendur og gangi þessar kannanir eftir mun
hann tapa miklu fylgi. Rétt er þó að minna á það,
að Framsóknarflokkurinn hefur alltaf fengið minna
fylgi í skoðanakönnunum heldur en í raunveruleg-
um kosningum.
Skoðanakönnun Dags og Félagsvísindastofnun-
ar í Norðurlandi vestra bendir til mikils fylgistaps
stjórnarflokkanna, en þó virðast ekki ætla að verða
breytingar á þingmannatölu flokkanna. Þar eins og
svo víðast annars staðar virðist baráttan vera milli
Sjálfstæðisflokks og krata, en í Norðurlandi vestra
slást þessir flokkar um uppbótarþingsætið, sem
ræðst af ýmsu öðru en kjörfylginu í kjördæminu
sjálfu.
Það er ljóst að Framsóknarmenn verða að taka á
honum stóra sínum í kosningabaráttunni sem
framundan er. Málefnastaða flokksins er mjög góð,
en svo virðist sem kjósendur taki meira mið af lýð-
skrumi frambjóðenda sem ekki hafa sannað getu
sína á neinn hátt, heldur en góðum verkum sem
framsóknarmenn hafa komið fram á kjörtímabilinu.
Framsóknarflokkurinn þarf að koma þessum stað-
reyndum til kjósenda, enn frekar en gert hefur
verið. HS
Gúmmívinnslan hf. Akureyri:
Framleiðsla á
gúmmíhellum hafin
- í samvinnu við Efnaverksmiðjuna Sjöfn
Gúnimívinnslan hf. á Akureyri
hefur í samstarfi við Efnaverk-
smiðjuna Sjöfn þróað vinnslu
og framleiðslu á nýrri vöruteg-
und, hellum úr gúmmíi. Þetta
eru e.k. mottur sem eru mjög
hentugar þar sem fólk þarf að
standa við vinnu sína, við
sundlaugar og heita potta eða
við leiktæki á barnaleikvöllum
og íþróttaiðkanir. Motturnar
eða hellurnar eru mjúkar og
stamar og eru af erlendum
sérfræöingum taldar koma í
veg fyrir slys og atvinnusjúk-
dóma.
Að sögn Kristins F. Sigurharð-
arsonar, málningarefnafræðings
hjá Sjöfn, hefur samstarf fyrir-
tækjanna vegna þróunar og rann-
sókna á þessu sviði staðið í rúmt
ár. Hlutverk Sjafnar var að þróa
sérstakt plastefnasamband úr
mjúkum plastefnum sem notað
er sem bindiefni við framleiðsl-
una. Þá eru einnig notuð sérstök
litarefni sem blandað er saman
við bindiefnið en hellurnar eru
framleiddar í tveimur litum, rúst-
rauðu og gráu. Talsverðar rann-
sóknir þurfti til að finna rétta
efnasambandið sem væri nægi-
lega ljósþolið og þyldi þá með-
ferð sem hellurnar eru ætlaðar
fyrir. Efnaverksmiðjan Sjöfn
mun sjá um dreifingu á hellunum
í versíanir og standa fyrir kynn-
ingu á vörunni, t.d. verða arki-
tektum, bæjarstjórnum og
hönnuðum íþróttamannvirkja og
skóla send sýnishorn.
Þórarinn Kristjánsson, fram-
kvæmdastjóri Gúmmívinnslunn-
ar hf., sagði að við framleiðslu á
gúmmímottum og gangstéttar-
hellum úr gúmmíi færi fram full-
komin endurvinnsla á afgangs-
gúmmíi en alls falla til um 200
tonn af gúmmíafgöngum á ári á
íslandi. Þegar hjólbarðar eru
unnir undir sólningu eru þeir
raspaðir og það gúmmí sem
þannig safnast saman er notað í
mottur og hellur sem eru steyptar
í sérstakri vél.
„Við fáum afgangsgúmmí frá
tveimur hjólbarðasólningafyrir-
Þorarinn Kristjánsson t.v. og Kristinn F. Sigurharðarson við gúmmí-
hellurnar.
tækjum í Reykjavík auk þess efn-
is sem við fáum við sólninguna
hérna á staðnum. Við erum að
endurvinna efni sem annars væri
keyrt beint á öskuhaugana. Við
þurfum enn sem komið er ekki
að flytja neitt af þessu inn frá
útlöndum. Það eru ekki nema
fjögur eða fimm fyrirtæki í heim-
inum sem framleiða mottur og
hellur úr afgöngum eins og við
gerum. Þetta er mikilvæg þróun í
atvinnulegu og byggðaþróunar-
legu sjónarmiði að við erum að
þróa framleiðsluvörur okkar hér
á landsbyggðinni," sagði Þórar-
inn.
Þegar Kristinn var spurður að
því á hvaða stöðum væri helst
hægt að nota hellurnar sagði
hann: „Þetta er notað á vissa
staði þar sem hætta er á að börn
eða fólk detti eða þurfi að standa
lengi. Motturnar eru líka mjög
hljóðeinangrandi. Víða erlendis
er algengt að nota þessar mottur
á sólpöllum húsa eða svölum. Þá
er ekki til hentugra yfirlag á gólf
í íþróttamannvirkjum við vissar
íþróttaiðkanir þar sem hætta er á
að fólk falli af einhverjum orsök-
Mynd: EHB
um. Endingin á mottunum er líka
ákaflega góð, það er öruggt að
þær endast vel og vatn hefur t.d.
engin áhrif á þær.“
Það kom fram hjá Kristni og
Þórarni að víða erlendis, einkum
í Evrópulöndunum, væri beinlín-
is skylda að nota gúmmímottur
eða gúmmíhellur á vinnustöðum
þar sem miklar stöður starfsfólks
orsökuðu oft bakverk og höfuð-
verk. í skipum eru líka ótal notk-
unarmöguleikar, t.d. í vélarúmi
og þar sem menn þurfa að vinna
við rafmagnstöflur eða Ijósavél-
ar. Frystihúsin hafa keypt nokk-
uð af mottum en að öðru leyti má
segja að þessi vara sé á kynnv
ingarstigi.
Reiknað er með að framleiða
hellurnar í tveimur þykktum.
Aðra gerðina er hægt að leggja
beint á þjappaðan sand en hin
gerðin er notuð á fasta fleti eins
og steinsteypt gólf eða malbik.
Gúmmíhellurnar eru framleiddar
í stærðinni 35x70cm en síðar
verður mögulegt að framleiða
aðrar stærðir ef þurfa þykir.
EHB
# Skoðana-
kannanir
Undanfarna daga hafa blöðin
keppst við að birta skoðana-
kannanir um fylgi stjórnmála-
flokkanna, ýmist á landsvísu
eða í einstaka kjördæmum.
Skoðanakannanir þessar eru
misjafnlega marktækar, eftir
því hversu úrtakið er stórt,
hver gerir könnunina o.s.frv.
Marktækasta könnunin fram
til þessa er eflaust sú skoð-
anakönnun sem Félagsvís-
indastofnun vann fyrir Dag og
birtist í blaðinu í gær og svo i
þessu hérna. Úrtakið er
langstærst, svörunin best,
auk þess sem eingöngu er
athugað með fylgi flokkanna
í tveimur kjördæmum en ekki
alhæft um fylgið í einstaka
kjördæmum út frá sáralitlu
úrtaki á landsvísu.
Það kemur svo væntanlega í
Ijós í stærstu skoðana-
könnuninni 25. apríl hvaða
fjölmiðill hafi verið næst því
að hafa rétt fyrir sér. 25. apríl
verður úrtakið líka óhemju
stórt...
# Viðbragðs-
flýtir
En hún er hörð samkeppnin í
fjölmiðlaheiminum. Það urðu
margir hissa i fyrrakvöld þeg-
ar Sjónvarpið flutti fréttir af
skoðanakönnun þeirri sem
SKÁÍS vann fyrir Helgarpóst-
inn um fyigi stjórnmálaflokk-
anna í Norðurlandskjördæmi
eystra. Skoðanakönnunin
hafði nefnilega aldrei birst í
Helgarpóstinum en átti að
birtast þar á fimmtudaginn í
þessari viku. HP-menn fréttu
hins vegar af því að Félags-
vísindastofnun væri að vinna
sams konar könnun fyrir Dag
og sáu því sitt óvænna. Þar
sem HP-könnunin byggði á
minna úrtaki, félli hún alger-
lega í skuggann og vekti
enga athygli ef hún kæmi í
kjölfar Dags-könnunarinnar.
Þeir ákváðu þvi að „gefa“
Sjónvarpinu könnunina,
þannig að HP fengi alla vega
örlitla auglýsingu fyrir alla
fyrirhöfnina og fjárútlátin -
því svona könnun kostar
vissulega sitt.
Það verður síðan fróðlegt að
fylgjast með því hvort
könnunin birtist í HP í vik-
unni eða ekki...