Dagur - 18.03.1987, Síða 6

Dagur - 18.03.1987, Síða 6
6 - DAGUR - 18. mars 1987 NORÐANMENNí HÖFUÐBORGINNI - Nokkrir valinkunnir kappar sóttir heim aðarblaðið, ABC o.fl. Þorsteinn var önnum kafinn við að skrifa í Við sem fljúgum þegar ég reyndi að trufla hann. Steini varðist fim- lega en ég fékk það upp úr hon- um að þetta væri skemmtilegt og fjölbreytt starf. Hann er líka með þátt á Rás 2 eins og kunnugt er og sagði hann mér að koma við hjá sér milli kl. 3 og 5 síðar um dag- inn og fylgjast með sér þar. Eg kom mér undan því, enda hefði hann ábyggilega troðið mér í þráðbeina útsendingu og hefnt sín þannig fyrir truflunina. Þorsteinn G. Gunnarsson varð Valdimar Andrésson og Ævar ísak Si; Þeir leggja báðir stund á íslenskunán Þessi mynd er reyndar ekki úr Reykjavík heldur er hún tekin á Holta- vörðuheiði. Veður var skaplegt eins og sjá má. Myndir: ss ir honum sem trommuleikara í hljómsveitinni Hver, en það er önnur saga. Undanfarin ár hefur Stein- grímur spilað í hljómsveit sem nefnist Gammar og leikið inn á tvær hljómplötur með þeim. Hann hefur spilað á fleiri plötum, m.a. með Birni Thoroddsen. Þá lemur hann húðirnar með hljóm- sveit Grétars Örvarssonar á Hótel Sögu og hann er einnig meðlimur í Léttsveit Ríkisút- varpsins. Steingrímur sagði mér að hann stefndi á framhaldsnám í tónlistinni og hyggur á nám í Bandaríkjunum í þeim tilgangi. En hvernig hefur honum gengið að lifa á tónlistinni? „Það hefur verið mjög stopult, stundum góðar tekjur en stund- um litlar sem engar. Það má segja að þetta hafi gengið þokka- lega eftir að ég byrjaði á Sögu en nú er það að verða búið og þá veit ég ekki hvað tekur við. Síðan missum við íbúðina 1. júní þann- ig að það ríkir mikil óvissa hjá okkur núna,“ sagði Steingrímur. Steingerður vinnur líka úti, hefur unnið í blómabúð um nokkurt skeið og ekki er á þeim að heyra að þau ætli að flytjast til Akureyrar á næstunni. Sérstak- lega ekki ef Steingrímur fer í tónlistarháskóla í Bandaríkjun- um. Þau vilja gjarnan kaupa sér íbúð enda finnst þeim blóðugt að borga stighækkandi leigu ár eftir ár og þurfa þau nú að borga um 20 þúsund á mánuði. „Auðvitað væri æskilegra ef við gætum keypt okkur íbúð og borgað hlið- stæðar mánaðargreiðslur upp í hana og eignast þannig eitthvað fyrir peningana,“ sagði Stein- gerður. Reykjavík, höfuðborg íslands, er miðsíöð æðri menntunar og vettvangur framkvæmda og þróunar. Þangað streymir fólk; í Háskólann, í aðra skóla, í atvinnuleit, eða í ævintýraleit. Sumir snúa aftur til síns heima en margir verða þar eftir, um hríð eða ætíð. Blaðamaður var þar á ferð síðastliðinn föstudag og hitti nokkra norðanmenn í borginni. Reykjavík var í sínum versta ham; umferðin geðveikisleg og brjálaður éljagangur. Fyrst lá leið mín í Háskóla íslands, nánar tiltekið í Árnagarð þar sem nemendur Heimspeki- deildar voru í kaffi. Þar var allt með kunnuglegum hætti fyrir utan kóksjálfsala allvígalegan sem svalaði námsþyrstum nemendum. Ekki sá ég marga norðanmenn á þessum stutta tíma en greip þó tvo tali sem höfðu verið í Menntaskólanum á Akureyri; Ævar ísak Sigurgeirs- son sem útskrifaðist frá MA 1982 og Valdimar Andrésson sem útskrifaðist ’83. Brauðstritið Þeir Valdimar og Ævar ísak eru báðir í íslenskunámi þarsem fólk brauðstrit. Húsaleiga hefur kost- að sitt í gegnum árin og það er dýrt að lifa. Námslánin eru rýr og maður neyðist til að vinna með. Þegar málum er þannig háttað skerðast námslánin enn frekar og maður þarf jafnvel að borga til baka. En ég klára í vor, nema hvað B.A. ritgerðin verður sennilega eftir,“ sagði Ævar Isak. Annars voru úrslit kosning- anna aðal umræðuefnið í kaffi- stofunni þennan dag því daginn áður var kosið til Stúdenta- og Háskólaráðs. Vaka fékk 6 menn kjörna í Stúdentaráð og 1 í Háskólaráð, Félag vinstri manna fékk 5 í Stúdentaráð og 1 í Háskólaráð og Umbótasinnar fræðist um íslenskar bókmenntir og málfræði á ýmsum tímum, allt frá því að land var numið og til vorra daga. Þetta er mikið og fjölbreytt nám, öfugt við það sem sumir halda, að íslenska sé náms- grein þar sem fólk lærir að tala og skrifa rétt og ekkert meira um það að segja. Ég veit um iðnað- armann sem spurði vinnufélaga sinn út í verkamann einn á staðn- um sem var í Háskólanum. „Hvað er hann að læra?“ spurði maðurinn. „Ja, hann er að læra íslensku," svaraði hinn. „Nú, ennþá. Var hann eitthvað seinn til máls?" hváði maðurinn hvumsa og hélt greinilega að verkamaðurinn hlyti að vera afskaplega seinþroska. Valdimar segist hafa farið sér frekar rólega við námið. Hann tók sér hvíld og fór að vinna hjá tryggingafélagi en byrjaði síðan aftur. Ævar Isak hefur svipaða sögu að segja: „Þetta er eilíft fengu 2 menn kjörna í Stúdenta- ráð. Ekki voru menn á eitt sáttir við úrslitin en þó virtust nemend- ur í Heimspekideild frekar óhressir með það að Vaka skyldi hafa unnið mann af Félagi vinstri manna. En það var ekki hægt að tefja Ævar og Valdimar lengur, handritalesturinn beið þeirra, en það er einn af mörgum kúrsum sem íslenskunemum stendur til boða. Spilað á Sögu Frá Háskólanum lá leið mín í fjölbýlishús í Laugardalnum. Þar býr Steingrímur Oli Sigurðarson ásamt Steingerði konu sinni og syninum Árna Hjörvari. Stein- grímur útskrifaðist frá MA ’82 og til skamms tíma lagði hann stund á sálarfræði í Háskólanum. Hann ákvað fljótlega að helga sig tón- listinni og var um tíma nemandi, kennari og tónlistarmaður í senn. Norðlendingar muna kannski eft- Þorsteinn G. Gunnarsson vill hafa mikið að gera. Hann vinnur hjá Frjálsu framtaki, á Rás 2 og er í Háskólanum. Helgarpósturinn og Rás 2 Ég kvaddi þau hjónakorn og ákvað næst að halda upp í Ármúla. Þar vissi ég um tvo norðanmenn að störfum. Fyrst heilsaði ég upp á Þorstein G. Gunnarsson sem vinnur hjá Frjálsu framtaki og skrifar í hin ýmsu tímarit sem fyrirtækið gefur út og má þar nefna Nýtt líf, íþróttablaðið, Sjávarfréttir, Iðn- „Það er ekki útilokað að maður flyt Kristjánsson sem vinnur hjá Helgarpi

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.