Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 2

Dagur - 30.03.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 30. mars 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SfMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 480 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON, GESTUR E. JÓNASSON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. leiðari._________________________________ Misjafnt höfðust þeir að Núverandi ríkisstjórn var mynduð í þeim meg- intilgangi að takast á við efnahagsvandann og kveða niður verðbólguna, halda uppi atvinnu- öryggi, viðunandi jafnvægi í viðskiptum við útlönd og verndun kaupmáttar lægstu launa. Fyrstu aðgerðir samkvæmt tillögum fram- sóknarmanna höfðu veruleg áhrif tii lækkunar verðbólgu. „Frjálshyggjutilhneigingar Sjálf- stæðisflokksins, s.s. í peningamálum og kjara- málum, stefndu árangrinum aftur í hættu á árinu 1984 og verðbólgan fór strax upp á við. Síðari hluta kjörtímabilsins hafa stjórnarflokk- arnir verið sammála um nauðsyn ýmissa stjórn- valdsaðgerða og þátttöku ríkisvaldsins í kjara- samningum til að ráða við efnahagsmálin," seg- ir Guðmundur Bjarnason, alþingismaður Fram- sóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra í grein í Degi. Árangurinn hefur ekki látið á sér standa; Verðbólgan hefur lækkað um meira en 100%, kaupmáttur ráðstöfunartekna er nú hærri hér á landi en hann hefur verið nokkru sinni fyrr, við- skiptakjör hafa batnað og viðskiptahalli nánast enginn, erlendar skuldir og greiðslubyrði af þeim lækkað verulega - en halli hefur verið á ríkissjóði. Guðmundur Bjarnason bendir á að stjórn efnahagsmála heyri undir forsætisráðherra, sem hafi leitt þau af mikilli festu og einurð. Oft hafi ákvarðanir verið erfiðar og aðgerðir harðar og sársaukafullar um tíma. „Árangurinn hefur hins vegar orðið sá að öllum kemur til góða þegar til lengri tíma er litið og það er einmitt það mikil- vægasta sem áunnist hefur við þær fórnir sem þjóðin hefur óneitanlega fært á ýmsum sviðum," segir Guðmundur Bjarnason í grein sinni. Hann bendir á að því miður sé ekki hægt að segja það sama um ráðherra Sjálfstæðis- flokksins. Nægi í því sambandi að benda á úrræða- og stefnuleysið við endurskoðun og ein- földun bankakerfisins, glundroða og gerræðis- ákvarðanir í menntamálum, óskiljanlegar vangaveltur um kaup ríkisins á Borgarspítalan- um og síðast en ekki síst hallarekstur ríkissjóðs ásamt því að fjármálaráðherra treysti sér ekki til að leggja fram neinar tillögur um úrbætur, t.d. með stórhertu skattaeftirliti og hertum viður- lögum við skattsvikum. „Þarna eru taldar leynast stórar fjárupphæðir og mín skoðun er sú, að aukin og hert skattinn- heimta, barátta við skattsvik, verði eitt af brýn- ustu viðfangsefnum nýrrar ríkisstjórnar," segir Guðmundur Bjarnason í grein sinni. viðtal dagsins. „Það er ekki búið að ákveða með Stálvíkina, en það gæti orðið um hádegið á morgun. Nei, ég er alveg hættur að spyrja þá að því, þeir væla þó þeir séu að rótfíska!“ Það var Kristján Rögnvaldsson hafnar- vörður og fyrrverandi skip- stjóri á Siglufírði sem svaraði á þessa leið einum bílstjóranum á fískflutningabílnum sem staddur var á vigtinni hjá hon- um til að vega flutninginn. Kristján hefur verið á sjónum mestallt sitt líf, en fyrir 3 árum tók hann pokann sinn og hélt í land. Hann fór þó ekki langt frá sjónum, þar sem hann tók við starfí hafnarvarðar. Aðspurður sagði Kristján umfangið við höfnina á Siglufirði hafa aukist mikið á síðari árum og alltaf eitthvað þar um að vera. Fimm togarar legðu nú upp, loðnuskip, rækjubátar og að sjálfsögðu hafi komum flutninga- Það þýddi ekki að bjóða okkur nema óheftar veiðar upp á þetta - spjallað við Kristján Rögnvaldsson hafnarvörð og fyrrverandi skipstjóra á Siglufirði skipa fjölgað þessu samfara. Honum skildist að Siglufjörður hefði verið mesta löndunarhöfn landsins á síðasta ári, miðað við magn. En hvenær byrjaði Krist- ján á sjónum? „Ég fór fyrst á sjóinn árið 1948, þá aðeins 16 ára gamall, sem hjálparkokkur á togaranum Elliða frá Siglufirði. Sumrin ’49- ’50 var ég svo á síldarbát, en afla- brögð voru léleg, um þetta leyti var síldin fyrir Norðurlandi ein- mitt uppurin. Ég fór því næst í Sjómannaskólann og lauk námi þaðan vorið 1953.“ - Hvenær tókst þú svo við skipstjórn? „Ég tók við skipstjórn á Elliða árið 1957 og var með hann þang- að til hann fórst ’62. Þessi ár og alveg fram undir 1970 voru niður- lægingartímabil í togaraútgerðinni á Islandi og erfitt að manna þá. Það gerðu sfldveiðarnar fyrir austan land. Menn höfðu það svo miklu betra á síldinni og það var lítiö um að menn vildu gefa sig í að vera á togurunum. Það er gott dæmi um þetta að þegar ég tók við Elliða þurfti ég að sigla til Færeyja til að manna skipið og ná í 19 Færeyinga. Við vorum þá að veiða í salt. Um þetta leyti var lítinn fisk að fá á miðunum við landið að vetr- inum. Menn sögðu þá fullum fet- um að búið væri að eyðileggja fiskimiðin við landið. En síðan er búið að veiða margar milljónir tonna á þessum miðum. Þetta var ástæðan fyrir því að íslensk skip fóru að stunda veiðar við Ný- fundnaland, þó þangað væri 4 sólarhringa sigling.“ - Hvernig var að stunda veið- ar svo langt í burtu? „Þetta var hryllilegur tími. Við hrepptum slæm veður og stað- setningartæki voru ekki eins góð og þau eru í dag, svo öryggið var ekki mikið. Isingaveður voru töluvert algeng og stundum slitn- uðu loftnetin niður hjá okkur svo við vorum sambandslausir svo dögum skipti. En svo fylltist mælirinn eftir veðrið sem Júlí fórst í og Þorkell Máni komst í miklar þrengingar, en slapp naumlega. Þá átti hver nóg með sig. Það var mikil reynsla að lenda í því veðri. Þegar veðrið er í þessum ham sem það var þá og ísingin svona mikil, særok og frost, þá er þetta eins og barátta við eld, alla vega ekki betri. Maður er svo varnarlaus, ekkert hægt að gera. En svo einn daginn eftir þetta veður var veiðunum við Ný- fundnaland hætt. Þá voru mörg skip á miðunum og þau tóku að tínast eitt og eitt heim á leið. Það var ekki fyrir það að menn hefðu talað sig saman, þetta var eins og þegjandi samkomulag. Menn létu einfaldlega ekki bjóða sér þetta lengur. Sum skipin voru nýkomin á miðin, menn sigldu tómum skipum heim, svona var samstaðan mikil.“ - Svo fórst Elliði snemma árs 1962. „Já, það var 10. febrúar sem mikill leki kom að skipinu og það sökk skömmu síðar. Tveir skip- verjar í björgunarbáti sem slitn- aði frá skipinu fórust.“ - Mig minnir að þið hinir hafið bjargast naumlega, var veðrið mjög slæmt þegar þetta gerðist? # Alþýðu- bandalagið Nú þegar flokkarnir klofna hver af öðrum hefur þeirri uggvænlegu tilgátu verið skotið á loft að Aiþýðubanda- lagið verði kannski stærsti stjórnmálaflokkurinn í Norður- landskjördæmi eystra. Þá er nú Bleik brugðið í höfuðvígi Framsóknar. En það er hugg- un harmi gegn að ýmislegt bendir til þess að fylgi all- aballa verði ekki eins mikið og skoðanakönnun Félagsvís- indastofnunar sýndi. Við frétt- um af fundi í Sólgarði á dögunum þar sem Alþýðu- bandalagið var með mikla bar- áttusamkomu. Þarna voru 3 ræðumenn mættir og 1 fund- arstjóri. Mikill hiti í mönnum. Og fundargestir voru....já, þeir voru ekki nema 4. • Ær og örvita Þá beinum við spjótum okkar að næsta fórnarlambi sem sagði eitthvað á þessa leið á dögunum. „Hvárt mun ek ólyndi uppfrædara láta til mín taka? Ek em ær ok örvita ok hundleiðr á þessu hyski. Er- at neinn manndómr í gumum lengr? Mun-at koma þessu nærri, en nemendr skul-at bíða tjón. Hvörjir munu útskript hljóta og öngvir fyr töfum verða. Ek em mestr, ek em bestr, ek em enginn rugguhestr." Já, hann ætlar að sjá til þess að stúdentar útskrifist með eðiilegum hætti og að verkfallið tefji ekki nemendur. Hvernig hann ætlar að gera það vitum við ekki. Kannski með fjar- kennslu eða með því að skera allt námsefni niður eins og hvert annað hyski. Hvern- ig ætlar hann að halda á mál- um þannig að verkfallið bitni ekki á nemdendum? • Hrærigrautur Já, svo fer Davíð í fyrsta sæti, eða fer Þorsteinn til Reykjavíkur. Kannski má finna einhvern á Suðurlandi. Vigfús er Albertsmaður og Egill verður að vera fyrir vestan. Síðan er spurningin um 8. sætið sem er baráttu- sæti. Nei, Aðalheiður skemm- ir það. Shit, þá verðum við að færa Tómas upp. S-listinn ætti að styrkja okkur fyrir austan með því að taka frá D og bæta við A, þannig að AD útópían blívur. Já, það er alveg Ijóst að þetta styrkir flokkinn og ég finn að við höfum byr, mikinn styr, ég meina byr.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.