Dagur - 30.03.1987, Side 5

Dagur - 30.03.1987, Side 5
30. mars 1987 - DAGUR - 5 gengur lífið hjá Marianne? Er hún bitur? Á hún í fjárhagserfið- leikum? Er það satt að hún geti aldrei átt börn? „Það er yndislegt að vera ekki lengur í hringiðu fjölmiðlanna. Ég lifi rólegu lífi en hefði getað gert hið gagnstæða þar sem ég var jú frú Borg. En ég er ekki þannig,“ segir Marianne. „Fólk er oft hissa á því hvað ég er ánægð með lífið. Ég elska lífið. Það eru til konur sem ekki geta gleymt og ekki geta byrjað upp á nýtt, en ég er ekki þannig. Vissulega get ég ekki gleymt því lífi sem ég átti með Birni enda bjó ég með honum í átta ár. Ég veit að því hefur verið haldið fram að ég gæti ekki orðið ást- fangin að nýju en það er ekki satt,“ segir hún ennfremur. Eftir skilnaðinn heldur Mari- anne sambandi við margt af því fólki sem hún kynntist víða um heiminn á sífelldum ferðalögum með manni sínum. Hún kýs að búa í Mónakó þegar hún er ekki á innkaupaferðum fyrir skóversl- unina sína eða á siglingum á skút- unni sinni. í vor hyggst hún halda í langa siglingu með sínum heittelskaða, kappaksturshetjunni Jean-Louis Schlesser. Marianna gaf eigin tennisferil upp á bátinn eftir að hún kynntist Birni. Aðeins 13 ára gömul var hún farin að ferðast um heiminn í keppnir og hún var ekki gömul þega hún hitti Björn. Það er alltaf erfitt að ganga í gegnum skilnað. Marianne segist vita hvað hún gerði vitlaust og ekki vilja endurtaka það. Hún er mjög hamingjusöm og segist svo sannarlega vona að svo sé líka með Björn og Jannike. Það var altalað að Björn hafi farið frá konu sinni þar sem hún gat ekki alið honum barn. Sagt var að rannsóknir hefðu staðfest að svo væri, hún gæti aldrei orðið móðir. „Ég vil gjarnan eignast barn og það er ekki satt að ég geti það ekki. Einn góðan veðurdag skal ég sanna það og eignast bæði barn og fjölskyldu,“ segir Mari- anne en vill þó ekki segja neitt um það hvort hjónaband sé á döfinni. Og um þá kjaftasögu að þau hafi gert með sér samning sem leyfði Birni að vera í burtu frá henni eina viku í mánuði segir hún. „Bull“! Akureyrarbær: Fimm milljónir - til tækjakaupa Samkvæmt fjárhagsáætlun Bæjarsjóðs Akureyrar verða 5 milljónir króna notaðar á þessu ári til vélakaupa fyrir hinar ýmsu deildir innan bæjarkerfísins og á fundi sín- um fyrir helgi ákvað bæjarráð hvernig fé þessu skuli skipt niður. Garðyrkjudeild bæjarins fær alls 1850 þúsund til tækjakaupa. Sú fjárveiting skiptist þannig að 720 þúsund fara til bifreiða- kaupa, ein milljón til kaupa á nýrri dráttarvél, með því skilyrði að eldri dráttarvél garðyrkju- deildar verði seld og loks verða keyptar tvær talstöðvar fyrir 130 þúsund krónur. Gatnagerðin fær 2,3 milljónir króna til tækjakaupa. Þar af eina milljón til bifreiðakaupa og 1300 þúsund til að greiða aðflutnings- gjöld af nýjum valtara. Þá verður keypt bifreið að leikvöllum bæjarins fyrir 850 þúsund krónur. BB. NORÐURLAND EYSTRA í 4. sæti. tadóttir er formaður Alþýðusambands Norðurlands. r um árabil starfað innan verkalýðshreyfingarinnar ötullega fyrir hagsmunum verkafólks. I 3. sæti Jóhannes Geir Sigurgeirsson, bóndi. Hann hefur telcið vir þátt í störfum ungmennafélagshreyfingarinnar, gegnt fjöld trúnaðarstarfa fyrir bændur og er talsmaður nýrra tíma í íslenskum landbúnaði. dur Bjarnason, alþingismaður. Störf hans sem sveitar- rnarmanns, bankastjóra og alþingismanns sýna að hér er á nni ótvíræður foringi kjördæmisins. Sverrisdóttir, húsmóðir. víðtæka reynslu af félagsmálum, er í stjórn Kaupfélags og Sambandsins. Valgerður hefur vaxið með hverju starfi og eina konan sem á möguleika á þingsæti í þessu kjördæmi. í 6. sæti. Bragi V. Bergmann er kennari og ritstjórnarfulltrúi Dags. Hann býr yfir þekkingu á æskulýðs- og kennslumálum og t virkan þátt í störfum íþróttahreyfingarinnar. í 5. sæti. Valdimar Bragason, útgerðarstjóri, er fyrrverandi bæjarstjóri á Dalvík. Hann starfar nú að sjávarútvegsmálum og hefur aflað sér mikillar þekkingar á því sviði. VIÐKYNNUM 6 EFSTU MENN FRAMBOÐSLISTANS FORSENDA ÖFLUGRAR BYGGÐARSTEFNU er traustur rekstrargrundvöllur sjávarútvegsins. LÍFÆÐ LAN DS BYGGÐAR er samgöngukerfið. FRAMBOÐSLISTI OKKAR er skipaður ungu fólki sem er reiðubúið að berjast fyrir hags- munamálum Norðlendinga. Góð menntunarskilyrði, örugg atvinna og framboð húsnæðis á viðráðanlegum kjörum eru meðal helstu baráttumálanna. FRAMSOKNAR FLOKKURINN tllj

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.