Dagur - 03.04.1987, Page 3

Dagur - 03.04.1987, Page 3
Boðið var upp á glæsilegar veitingar. Fram kom, að framtíð fyrirtækis- ins virðist björt, bæði vegna þeirra traustu aðila sem að því standa, og vegna þess markaðar sem þegar er fyrir hendi fyrir framleiðsluvöruna, fóður til fiskeldis. Eignaraðilar ístess eru T. Skretting í Noregi, Kaup- félag Eyfirðinga og Síldarverk- smiðjan í Krossanesi. Boðið var upp á veglegar veit- ingar í verksmiðjuhúsinu, m.a. snittur með reyktum laxi frá Ós- laxi á Ólafsfirði, en laxinn var eingöngu alinn á fóðri frá Skretting. Menn ræddu um hvílík lyftistöng það væri fyrir bæjarfé- lagið að fá þetta fyrirtæki hingað því bæði skapar það atvinnu og velta þess er mjög mikil. Gestir skoðuðu húsakynnin og vélarnar og er óhætt að segja að þarna er öll aðstaða hin glæsilegasta, nýtískulegar háþróaðar vélar o.s.frv. Hámark athafnarinnar var þegar Gígja Birgisdóttir, feg'- urðardrottning, ræsti vélasam- stæðu verksmiðjunnar við lófatak gestanna. Að því loknu var farið á Hótel KEA þar sem ístess hf. bauð til matarveislu. Þar færði Torgeir Skretting, framkvæmda- stjóri norska fyrirtækisins T. Skretting, Finnboga Jónssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Iðnþróunarfélags Eyjafjarðar, minjagrip að gjöf. Einnig færði hann lstess hf. málverk að gjöf. Valur Arnþórsson færði ístess hf. einnig málverk að gjöf og árnaði fyrirtækinu heilla. Sundlaug Húsavíkur: Kvöldtímar yfir sumar- mánuðina Á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur í síðustu viku var sam- þykkt að lengja venjulegan opnunartíma Sundlaugar Húsavíkur yfir sumarmánuð- ina. A tímabilinu frá miðjum júní og fram eftir ágústmánuði verður sundlaugin, auk venjulegs opn- unartíma, höfð opin frá kl. 21.00 til 23.30 á kvöldin. Greiða þarf tvöfalt venjulegt gjald fyrir aðgang að lauginni á þessum kvöldtímum. Um landsmótshelgina verður sundlaugin opin frá kl. 7 á morgnana og allt til kl. 2 eftir miðnætti. IM Tillögur um gæsluvöll og leiguíbúðir Tillögur um starfrækslu gæslu- vallar og byggingu eða kaup á leiguíbúðum voru lagðar fram á fundi Bæjarstjórnar Húsa- víkur í síðustu viku. Valgerður Gunnarsdóttir og Örn Jóhannsson lögðu fram til- lögu um að gæsluvöllur yrði starf- ræktur í bænum í þrjá mánuði í sumar og að stefnt yrði að opnun gæsluvallar allt árið á næsta ári. Með tillögunni fylgdi áskorun frá nokkrum foreldrum sem óskuðu eftir að gæsluvöllur yrði opnaður í bænum. Örn Jóhannsson lagði fram til- lögu þess efnis að undirbúnings- vinna að byggingu eða kaupum á leiguíbúðum yrði hafin. IM Fjársöfnun vegna Sels 2: Lokaátak á laugardag Á laugardaginn fer fram alls- herjar fjársöfnun til styrktar Seli 2, hjúkrunardeild aldr- aðra. Söfnunin fer fram á Akureyri og í þeim sveitar- félögum sem hjúkrunardeildin Sel þjónar. Það eru félagar í JC Akureyri sem skipuleggja söfnunina og sjá um fram- kvæmdina fyrir hönd svo kall- aðrar „Áhugamannanefndar um byggingu Sels 2“ en mörg kvennasamtök og einstakling- ar á söfnunarsvæðinu munu leggja þessu átaki lið. Að sögn Möggu Öldu Magnús- dóttur formanns Byggðarlags- nefndar JC Akureyrar er þetta lokaátakið í söfnun þeirri sem staðið hefur yfir um nokkurt skeið. „Við setjum ekki ákveðna krónutölu sem markmið, heldur stefnum að því að safna sem mestu svo hægt verði að ljúka byggingarframkvæmdum, kaupa þann búnað sem nauðsynlegur er og taka hjúkrunardeildina í notk- un þann 1. júní n.k. Ef allir leggj- ast á eitt mun það takast," sagði Magga Alda. Hverfastöðvar verða settar upp í skólunum á Akureyri söfnunardaginn en alls munu um 90 manns sinna söfnunarstörfun- um á Akureyri. Gengið verður í hús frá klukkan 13-17 og vonandi tekur fólk vel á móti söfnunar- fólki og leggur þessu góða málefni lið. Hér gildir hið forn- kveðna að margar hendur vinna létt verk og margt smátt gerir eitt stórt. BB. Tónlistarviðburóur Páll Jóhannesson tenórsöngvari heldur tón- leika. Undirleik annast Dorota Manczyk. Á Akureyri í Samkomuhúsinu laugardaginn 4. apríl kl. 16.00. Á Húsavík í Húsavíkurkirkju sunnud. 5. apríl kl. 14.00. Forsala aðgöngumiða í bókabúðinni Huld og á Húsavík í bókabúð Þórarins Stefánssonar og við innganginn. Missið ekki af þessu einstæða tækifæri. 3. apríl 1987- DAGUR -3 Dalvík Höfum opnað glæsilegan veitinga- og veislusal í Sæluhúsinu Opið laugardags- og sunnudagskvöld 4. og 5. apríl. Kabarettborð. Verð kr. 960,- Opnað kl. 19.00. Salurinn verður leigður fyrir samkvæmi, árshátíðir, veislur og fundi. Sjáum um flutning á fólki ef óskað er. Upplýsingar og bókanir í síma 61405 og 61488. Verið velkomin. Sæluhúsið Hafnarbraut 14, Dalvík, sími 61488. Tamningastöðin Garðhúsum Eigir þú topp hesta þá bjóðum við þértopp þjálfun og úrvals iumhirðu á tamningastöðinni Garðhúsum, Skagafirði. Tökum í tamningu og þjálfun hvers kyns hross, ung og ótamin, gæðinga, keppnishross og kynbótahross. Hrossaeigendum á Norðurlandi er sérstaklega bent á að við tökum að okkur hross fyrir Fjórðungsmót í sumar. Leggjum mikla áherslu á skipulag og þjálfun, best fáanlega fóður og úrvals aðstöðu. Aðalsteinn Aðalsteinsson, sími 95-6138. TÓNLEIKAR fyrir alla fjölskylduna í Akureyrarkirkju kl. 17 sunnud. 5. apríl. Kammerhljómsveit Akureyrar flytur fiölukonsert eftir Mozart, Valse triste eftir Sibelius og Pétur og úlfinn eftir Profofieff. Einleikari á fiölu er Guöný Guðmundsdóttir og stjórnandi Roar Kvam. Aðgöngumiðasaia viö innganginn. Missið ekki af góðri tónlistarskemmtun. með sítengdu aldrifi til afgreiðslu strax Hagsætt verð Komið og skoðið og ræðið við sölumann okkar Bifreiðaverkstæðið Þórshamar hf. v/Tryggvabraut, Akureyri, sími 22700.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.