Dagur


Dagur - 03.04.1987, Qupperneq 4

Dagur - 03.04.1987, Qupperneq 4
4- DAGUR - 3 apríi 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI 24222 ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI • LAUSASÖLUVERÐ 50 KR. RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: HERMANN SVEINBJÖRNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGILL BRAGASON, EGGERT TRYGGVASON, GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368), HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauðárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASI'MI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. UeiðarL Hættumerkin blasa við Skoðanakannanir sem birtar hafa verið síðustu dagana benda til þess að Borgara- flokkur Alberts Guðmunds- sonar verði næststærsti flokkur landsins og að þar með verði íhaldsöflin leidd til þvílíks öndvegis í íslenskum stjórnmálum sem aldrei fyrr. Þetta væri hörmuleg niður- staða úr kosningum. Velferð- arkerfið væri í stórhættu. Óheft samkeppni og einka- rekstur yrðu ofan á og þá mættu íslendingar búast við því að þurfa að sæta því að jafnrétti til náms yrði afnum- ið, þeir sem væru svo óheppnir að verða veikir yrðu að greiða stórfé fyrir bestu læknisþjónustu, jafn réttur til hvers kyns lífsgæða óháð búsetu yrði að engu gerður og svona mætti áfram telja. Þó að ekki sé ástæða til að taka allt of mikið mark á skoðanakönnunum sem gerðar voru meðan Albert var að kljúfa sig frá Sjálf- stæðisflokknum og fjölmiðlar voru uppfullir af þessum við- burðum, þá eru þær engu að síður hættumerki. Stjórnmál- in virðast vera í mikilli deiglu um þessar mundir og má vafalítið rekja það til fjöl- miðlabyltingarinnar sem orð- in er. Hvað úr þessari deiglu kemur er hins vegar óljóst. Hasarfréttamennska ein- kennir umfjöllun um stjórn- mál í fjölmiðlum þessa dag- ana. Það hefur t.d. ekki kom- ist til skila, hversu stórkost- legum árangri ríkisstjórnin hefur náð á ýmsum sviðum, einkum þeim sem heyra und- ir ráðherra Framsóknar- flokksins. Steingrímur Her- mannsson, forsætisráðherra, er langvinsælasti stjórnmála- maður landsins, en það er eins og fæstir viti að Stein- grímur er í Framsóknar- flokknum, meira að segja for- maður hans. Það eru undar- legir hlutir að gerast í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir og hættu- merkin blasa hvarvetna við. Jafnvægi í bv Á undanförnum árum og ára- tugum hefur Framsóknar- flokkurinn beitt sér ötullega fyrir jafnvægi í byggð landsins. Flokkurinn hefur af alefli stutt bætta menntun og heilbrigðisþjónustu á lands- byggðinni. Hann fékk sam- þykkt sérstök lög um sjálf- virkan síma á alla sveitabæi og hafa þau verið fram- kvæmd. Hann lagði fram langtímaáætlun í vegamál- um, sem eftir hefur verið farið. Byggðasjóði hefur verið breytt í sjálfstæða, öfluga stofnun sem stuðli að jafn- vægi í byggð landsins og efl- ingu atvinnulífs. Framsóknarflokkurinn mun leggja áherslu á að sporna gegn byggðaröskun, m.a. með valddreifingu á grundvelli nýs stjórnsýslu- stigs, sem tryggi aukin áhrif heimamanna á eigin mál og flutning þjónustustarfa heim í hérað. Ennfremur með upp- byggingu stjórnsýslustöðva á landsbyggðinni og auknu jafnræði í verslun með betra skipulagi og bættum sam- göngum. Byggðastofnun verði efld þannig, að hún geti tekist á við hin fjölmörgu við- fangsefni til jafnvægis í byggð landsins. Framsókn- arflokkurinn mun einnig leggja áherslu á lækkun orku- verðs á þeim stöðum þar sem það er óbærilega hátt. HS Sundlaug Akureyrar: „Nauðsynlegt að bæta aðstöðu fatlaðra - stækka húsið og byggja barnasundlaug" segir Haukur Berg sundlaugarstjóri „Það hefur verið ákveðið að fresta þessu um tíma því á döf- inni er sýning á tækjum fyrir fatlaða í Reykjavík. Núna er verið að smíða handrið við úti- tröppurnar að búningsklefum hjá járnsmiðjunni Varma,“ sagði Haukur Berg, sundlaugar- stjóri, þegar hann var spurður að því hvað liði umbótum vegna aðgangs fatlaðra að Sundlaug Akureyrar. Til að auðvelda fötluðum aðgang að sundlauginni var ákveðið að setja upp fyrrgreint handrið og handföng til stuðnings við' sturturnar. Þá hefur einnig verið ákveðið að fá sérstaka stóla fyrir fatlaða til að nota í böðun- um. Ferlinefnd hefur undanfarið kannað hvað sé helst til bóta varðandi aðgang fatlaðra að laug- inni og má segja að brýnt sé að bæta aðstöðuna þar því húsið er komið nokkuð til ára sinna og var ekki hannað með aðgang fatlaðra í huga. Að sögn Hauks Berg er erfitt að breyta aðstöðunni í sundlaug- inni innanhús nema með mjög kostnaðarsömum framkvæmd- um. Margar hugmyndir hafa ver- ið athugaðar, t.d. pallar á renni- brautum sem gengju meðfram tröppum innan- og utanhúss, einnig svokallaðir beltastólar, en í þeim geta fatlaðir farið upp og niður tröppur. „Það eru til áform um að stækka sundlaugarhúsið um helming og þá yrði inngangurinn um suðvesturhorn nýbyggingar- innar. Ég tel mikla þörf á að fara út í framkvæmdir vegna þess að eldra fólk treystir sé varla til að fara í laugina oft á tíðum. Laugin er undirlögð undir kennslu frá kl. 8.15 til kl. 17.00 og eftir þann tíma fjölmenna börn og ungling- ar í hana. Það er því mjög brýnt að byggja barnalaug hérna sem fyrst til að eldra fólk fái pláss til að synda. Ég gerði könnun fyrir nokkru á aðsókn að sundlaug- inni og þá kom í ljós að 80% laugargesta áttu heima sunnan við Glerá. Á þessu sést best hvaðan úr bænum fólk kemur hingað aðallega," sagði Haukur að lokum. EHB Nýlega hélt Brunamálastofnun ríkisins reykköfunarnámskeið á Sauðárkróki fyrir slökkviliðsmenn í Brunavörnum Skagafjarðar. Kennarar voru Guðmundur Bergsson frá Brunamálastofnun, Bergsveinn Alfonsson frá Slökkviliði Reykjavíkur og Valur Ingólfsson frá Brunavörnum Skagafjarðar, sem kenndi hjálp í viðlögum. Myndin sýnir þátt- takendur og leiðbeinendur að námskeiðinu loknu. Mynd: -þá Sandgerðisbót: Olíudæla fyrir trillusjómenn „Það hefur ekki verið gert endanlegt samkomulag um málið. Hins vegar er þetta samþykkt af hafnarstjórn og er málið til hagsbóta fyrir alla aðila,“ sagði Guðmundur Sig- urbjörnsson hafnarstjóri um olíudælu sem á að setja upp í Sandgerðisbót. Olís hefur lagt fram ósk um að mega setja upp olíudælu í Sand- gerðisbótinni. Var hafnarstjóra falið að ákveða staðsetningu dæl- unnar í samráði við forsvarsmenn Olís og smábátaeigendur. Samkvæmt framtíðarskipulagi á ekki að byggja á næstunni það svæði sem olíudælunni er ætlaður staður. „Því má búast við að sett verði upp bráðabirgðadæla, þar til skipulagið kemst í framkvæmd. Þessi dæla kemur til með að létta verulega undir með mönnum, sem hingað til hafa þurft að bera alla olíu í brúsum til báta sinna,“ sagði Guðmund- ur. gej-

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.