Dagur - 03.04.1987, Page 11
3: apm'l Ii1>9a7a-ÐAQÐRQ-1 ti f
Mývatn:
Dorgveiði-
keppni
á morgun
Dorgveiðikeppni verður hald-
in á Mývatni á morgun, þátt-
takendur þurfa að skrá sig á
Hótel Reynihlíð fyrir kl. 11 um
morguninn en keppnin stendur
frá kl. 12 til 17. Sjö verðlaun
verða veitt og bæði börn og
fullorðnir geta tekið þátt í
keppninni og unnið til verð-
launa.
Landskeppni í dorgi milli
Norðmanna og íslendinga verður
einnig haldin á morgun en 26
Norðmenn hafa stundað dorg-
veiðar á Mývatni síðan á sunnu-
daginn. Þeir sem unnið hafa við
undirbúning dorgveiðikeppn-
innar sögðust vona að sem flestir
kæmu til að taka þátt í keppninni
eða til að fylgjast með henni.
Meðal keppenda verða þing-
mennirnir Guðmundur Bjarna-
son, Björn Dagbjartsson og
Steingrímur Sigfússon. IM
Sel 2:
Lokaátak
fjársöfnunar
A morgun, laugardag, ganga
félagar úr JC Akureyri og ýmsum
kvenfélögum á Eyjafjarðarsvæð-
inu í hús og safna fé til styrktar
byggingu Sels 2, hjúkrunar-
heimilis aldraðara. Þetta er loka-
átakið í þessari fjársöfnun og
stefnt er að því að safn nægu fé til
þess að hægt verði að ljúka frá-
gangi við bygginguna og kaupa
þann búnað sem nauðsynlegur
er. Markmiðið er síðan að taka
Sel 2 í notkun þann 1. júní n.k.
Söfnunarfólk gengur í hús miili
klukkan 13 og 17 og væntanlega
verður tekið vel á móti því.
Söng-
skemmtun
í Hlíðarbæ
Á morgun laugardaginn 4. apríl
klukkan 14.00 heldur Söngsveit
Hlíðarbæjar sína árlegu vortón-
leika í Hlíðarbæ. Stjórnandi og
undirleikari er Ragnar Jónsson,
einsöngvari með kórnum er Þór
Sigurðsson sem einnig syngur
nokkur rússnesk þjóðlög. Á efnis-
skránni eru íslensk og erlend lög
þar á meðal lög og textar eftir
þrjá kórfélaga, þá Davíð Guð-
mundsson, Ingólf Jónsson og
séra Pétur Þórarinsson. Þá mun
Ragnar Jónsson leika á píanó
Finale úr friðarkantötu sem hann
samdi í tilefni af leiðtogafund-
inum í Reykjavík í október síðast-
liðnum.
bestu lax- og siiungsveiðiám í
heimi, myndu einnig renna út í
vatnið. Þar af leiðandi kæmust
laxarnir ekki aftur út í sjó.
Síld sem rnikið vnr af í hinum
fyrrverandi fjörðum ntun deyja
út. Sömuleiðis verður enga nær-
ingu þar að finna fyrir hnísur og
seli. Þetta neyðarástand skaut
amerískum náttúruverndar-
mönnum skelk í bringu. Þeir
gerðu stórar áætlanir unt að
flytja dýrin burt. En þar sem
áhættan fyrir menn og dýr var
svo mikil við slíkar aðgerðir var
ákveðið að eftiriáta móður nátt-
úru vandamálið. Með öðrum
orðum: „Þessir fyrrverandi
sjávarbúar deyja smám santan
úr hungri.“
Hætta á staðbundinni ísöld er
hins vegar ekki mikil, þegar
jöklar skríða þannig fram,
vegna þess að jökullinn þynnist
þó að hann nái yfir meira land-
flæmi. (Stern 41/86 - Þýð. áí)
af erlendum vettvangi.
Hubbard-
Fjörðurinn hefur breyst í stöðuvatn. Vegna
aðstreymis frá fjalllendinu við ströndina hefur
vatnsyfirborðið hækkað um 20 metra.
Nokkrum dögum seinna
hafði Hubbardjökullinn teygt
úr sér um þó nokkra metra, ein-
um mánuði seinna náði hann
300 metra út í sjó. Daglega
hrundu mörg þúsund tonn af ís í
sjóinn. I lok júlí var jökullinn
búinn að loka fyrir afrennsli
fjarðanna tveggja, Russels-
fjarðar og Nunatakfjarðar, í
sjóinn. Hann skreið nú fram
með 15 m hraða á dag.
íbúum þorpanna Yakutat og
Situk fannst sér vera ógnað og
heimtuðu að stjórnvöld lýstu
yfir neyðarástandi. Vísinda-
menn sem komnir voru til að
rannsaka fyrirbærið gátu samt
sannfært fólkið um að það væri
ekki í neinni yfirvofandi hættu.
Til lengri tíma litið er þó sá
möguleiki fyrir hendi að fólkið
þurfi að hrökklast heiman að,
vegna þess að þessi breyting á
Hubbardjökli hefur í för með
sér, að því er bandarískir jarð-
fræðingar telja, mestu breyting-
ar vorra daga á náttúru Norður-
Ameríku.
Firðirnir tveir eru orðnir að
stöðuvatni og í Fischerfirði hafa
mikilvæg fiskimið eyðilagst. Úr
strandfjöllunum flæðir svo mik-
ið regnvatn og jökulbráð niður í
stöðuvatnið að það verður
smátt og smátt að ferskvatni.
Yfirborð þess er nú 20 metrum
hærra en fjarðarins sem það
áður var tengt við. Með hverj-
um degi hækkar það um 30 cm.
Eftir leysingar á þessu ári er
mögulegt að vatnið flæði yfir
bakka sína og færi Yakutatlág-
lendið í kaf. Afleiðingar þess
yrðu að flugvöllur þessa litla
þorps, sem er eini tengiliður
þess við umheiminn, myndi
hverfa undir vatn. Litlu árnar á
þessum slóðum, sem eru með
Sá sem varð fyrstur til að segja
frá þessum náttúruviðburði var
sjómaður. Það var í lok mars.
íbúar á suðausturströnd Alaska
urðu skelfingu lostnir. Úti við
fjarðarmynnið um 15 km frá bát
sjómannsins virtist mikið óveð-
ur steypast yfir. Geysilegar
þrumur drundu og það berg-
málaði frá fjöllunum út á hafið.
Þrátt fyrir það var himinninn
yfir ströndinni heiður og sást
ekki skýhnoðri.
Gnýrinn kom frá Hubbard-
jökli sem skríður niður úr St.
Elias fjalllendinu 130 km vega-
lengd út í Yakutatfjörð og Al-
askaflóa. Úr ísröndinni, sem er
90 m há og 5 km breið, höfðu
brotnað stykki á stærð við hús
og hrunið niður. Ismassinn
þrengdi sér hægt áfram.
Þessi 130 km langi skriðjökull á
suðurströnd Alaska skríður út í sjó
með 15 m hraða á dag.
DOMUR MINAR OG
„VELKOMIN TIL AKUREYRAR "
SJ LEIKHÚSPAKKAFERÐIR /f
SÖNGLEIKURINN: KABARE
PERLAN í PAKKAN
FLUG - FIMM GISTISTAÐIR - FIMM VEITINGASTAÐIR
ÞÚ VELUR SJÁLFUR í PAKKANN.
Dæmi: Leikhúsmiöi + tvær nætur á hóteli meö baöi. Kr. 2690.- fyrir
Leikhúsmiði + leikhúskvöldverður kr. 1600.-fyrir manninn.
^SPARNAÐARPAKKK miðvikudagur - fimmtudagur.
MIÐASALA
SlMI
96-24073 iskf©ag akurcyrar
hf. Umboðsmenn.