Dagur - 03.04.1987, Page 12

Dagur - 03.04.1987, Page 12
12 - DAGUR - 3. apríl 1987 3. apríl 1987- DAGUR - 13 „Við qerum þetta með anasqjuoq það hjálpar miRið til" spjallað við Ásgeir Bjömsson verslunarmann á Siglufirði Hann þykir dugnaðarforkur hinn mesti og alls ekki gjarn á að fresta því til morgundagsins sem hægt er að gera í dag. Þeir á Siglufirði segja að sumarfríið sem hann tók síðasta sumar hafi verið 5 tímar í júlí og 8 í ágúst. Starf sitt sem verslunarmaður tekur hann í orðsins fyllstu merkingu sem þjónustustarf og set- ur ekki fyrir sig þótt hann sé ræstur á hvaða tíma sólarhringsins sem er til að afgreiða einhver skipanna sem hann er með í við- skiptum. Þá þykir hann ekki ólipur og er það haft fyrir satt að eitt sinn hafi einn bæjarbúa komið í búðina til hans klukkan 11 á laugardagskvöldi og beðið hann að lána sér þúsund kall, sá hinn sami var skammsýnn og hafði lagt of mikið inn í bankann daginn áður, en það kom ekki að sök. Það er Ásgeir Björnsson verslun- armaður á Siglufirði sem verið er að tala um. Þegar Dagur var á ferð á Siglufirði fyrir nokkru, var komið við í versluninni Ásgeir sem hann hefur rekið í eitt ár ásamt tveim vinkonum sínum. Ásgeir spjallaði við blaðamann um gamla tíma og nýja á kont- ornum á milli þess sem hann greip símtólið og sinnti við- skiptavinunum. Ásgeir sagðist vera fæddur á Siglufirði árið 1925 og hafa alið allan sinn aldur þar nema 4 ár sem hann var við búskap á Knarrarbergi í Eyjafirði. Ástæð- una fyrir því að hann reyndi fyrir sér í búskapnum kvað hann vera þá að hann hefði alltaf haft gam- an af skepnum, enda hálfpartinn alist upp á hestbaki. Ævintýraleg bernska „Faðir minn hét Björn Jónasson kallaður Björn keyrari. Hann átti mikið af hestum sem hann leigði út yfir sumarið. Þetta var á þeim tíma sem bílar voru ekki komnir hingað og hesturinn þarfasti þjónninn. Á síldarárunum var t.d. mikið um sænska sjómenn hérna sem gjarnan brugðu sér í skemmtiferðir á hestum fram í fjörð og inn fyrir fjall. Það má nærri geta að ég strákpollinn var mikið í kringum þetta hestastúss föður míns. Pabbi fór alltaf með megnið af hestunum upp í Skagafjörð um gangnaleytið á haustið og hafði þá þar yfir veturinn. Sótti þá svo aftur að vorinu. Á veturna sá hann um flutninga á varningi um bæinn á hestasleða og var ég þá oft með í för. Tunnur flutti hann úr tunnuverksmiðjunni sem þá var starfrækt hér í geymslur hing- að og þangað um bæinn. Þá sá hann heimilum algjörlega fyrir eldsneyti með flutningi á kolum um bæinn. Vörur voru þá ein- göngu fluttar með skipum og þeim síðan dreift um bæinn með hesti og sleða. Ekki var snjómokstri fyrir að fara í þá daga, engin snjó- moksturstæki til. En snjórinn var nægur og ekkert í líkingu við það sem hann er nú á dögum. Ég man að t.d. hjá Halldóri Iækni, hér- aðslækni sem hér var og bjó neð- arlega í Aðalgötunni, að það skefldi svo að húsinu að það fennti í kaf að sunnanverðu, og fólkið varð að fara út um glugga á annarri eða þriðju hæð til að komast út. Eins voru hér gömul hús sém fenntu algjörlega í kaf á þeim tíma og stundum sást bara rétt í reykháfinn á þeim. Iðulega þurfti að moka göng frá þessum húsum til þess að fólkið kæmist út.“ - Þú hefur væntanlega kynnst síldarævintýrinu? „Já, það má nærri geta að það var líf í tuskunum, þegar fjöldi síldarbáta var hér, ég heyrði tal- að um að eitt sinn hefðu þeir ver- ið 200. Það var mikið hér af sænskum skútum, mjög fallegum bátum og það var tignarleg sjón að sjá þær á legunni sunnan við bryggjurnar frá austri til vesturs í einni röð. Það var líka mikið af Finnum og Norðmönnum hérna. Þeir þóttu vera miklir óróaseggir, sérstaklega Finnarnir sem sagt var að hefðu verið fljótir að grípa til hnífsins. En ég varð ekkert var við það, var of lítill þá til að vera í hringiðunni. Braggalífið var mjög fjörugt. Það var dansað mörg kvöld og þótti ekki vinsælt þegar ungt fólk yfirgaf kassana til að fara á ball eins og dæmi voru um.“ I félagsskap manna og kúa á Hóli - Hvenær byrjaðir þú að taka til hendinni? „En þar sem héðan er stutt á miðin hjálpar guð abnáttugur til í bræhim...“ „Eins og ég sagði var ég mikið að snúast með föður mínum og eins að sniglast á síldarplönum, en ég byrjaði að vinna fyrir alvöru á fermingarárinu mínu þegar ég var fenginn sem létta- drengur fram í Hól. Þar var lengi vel rekið kúabú mikið sem sá bæjarbúum fyrir mjólk og mjólk- urvörum. Þá var bústjóri þar Árni Ásbjarnarson sem síðar varð forstöðumaður Náttúru- lækningaheimilisins í Hvera- gerði. Vélabyltingin hafði ekki geng- ið í garð þetta fermingarvor mitt og tækin sem þá voru notuð við heyskapinn þættu örugglega mjög frumstæð. Við sláttinn var mikið brúkuð hestasláttuvél, sér- staklega á blautlendinu, en einn- ig var ntikið slegið með orfi og Ijá. Síðan var rakað yfir með hrffum og létt á með gamaldags rakstrarvél sem hestar gengu fyrir. Allur skítur og hland var nýtt til áburðar. Útlendur áburð- ur var notaður að litlu marki, aðeins til að skerpa á. Ég vann kauplaust fyrsta sumarið á Hóli og það var með mig eins og aðra stráka að það var hægt að segja manni að gera hvað sem var, mögulegt og ómögulegt. Við vorum látnir fara með mjólkina í bæinn í gömlu stóru brúsunum sem við fluttum í hestakerru í svonefnda mjólkur- búð í Túngötunni. Svona jókst þetta smám saman sem maður var látinn gera og að því kom að maður var látinn mjólka. Og þá var auðvitað allt handmjólkað. Um haustið rétt áður en ég fór í skólann var ég látinn leysa af mann sem var þarna með 20 kúa fjós. Þá fékk ég 10 krónur á viku. en hann hafði 120 krónur á mán- uði í laun. Síðan þegar ég var búinn í skólanum fór ég að vinna svolítið í bænum og lenti þá í vinnu í fær- eysku skútunum við að vaska fisk. Þá keyptu Færeyingarnir fisk hér sem þeir verkuðu og sigldu með út. Ég fór síðan aftur fram í Hól og var þar í ein 3 ár við fjósa- mennsku eingöngu má segja, því vinnutíminn hjá okkur yfir sumarið gerði það að verkum að við gátum lítið verið í hey- skapnum. Við fórum á fætur til að mjólka klukkan hálf fjögur á morgnana. Kúnum var skipt í tvo flokka. Sá sem mjólkaði betur var heima við á ræktuðu landi, en hinn flokkurinn var úti allan sólarhringinn á úthaga. Við fór- um í hagann, gengum að kúnum þar sem þær stóðu og mjólkuðum þær. Skepnurnar vöndust þessu og þannig gekk þetta þar til kom- ið var fram á haust, að þetta kom allt saman heim. Og svo liðu þessi ár á Hóli og mér leið þar afskaplega vel í návist skepn- anna, sem hafa ætíð verið mér mikils virði. Ég hef getað talað við allar skepnur. Meira að segja þótti mér vænt um kýrnar sem öllum er illa við og reyndi að láta skapið ekki bitna á þeim. Ég tal- „Óhöpp held ég að hafi ekki átt sér stað og leiðindi vitum við ekki um.“ ,. .■ Saltað úr Súlunni EA 300 hjá Hf. Hafliða um 1960. Ljósmynd: Ólufur Ragnarsson. aði mikið við þær og þær lögðu kollhúfur yfir mínum talsmáta. Nei!, ég á engar skepnur, en son- ur minn á nokkra hesta, sem ég fæ að gefa, kemba og strjúka. Ég læt það alveg nægja, er latur að fara á bak þó að ég hafi góða möguleika á því.“ Þetta eru kunningjar okkar - Hvað svo að lokinni dvölinni á Hóli? „Upp úr því fer ég fljótlega að Mynd: -þá vinna í Verslunarfélaginu. Ég gifti mig líka um svipað leyti ’47 eða 8. Konan mín heitir Sigrún Ásbjarnardóttir, er Eyfirðingur að ætt og rekur ættir sínar mikið til Stóradals í Djúpadal. Við eig- um 4 börn, tvær dætur og tvo syni.“ - Hvenær byrjaðir þú í Versl- unarfélaginu? „Ég byrjaði 20. apríl 1946 og var þar fram í apríl ’51. Þá kom fjögurra ára hlé hjá mér í Versl- unarfélaginu meðan ég tók til við búskap ásamt svila mínum að Knarrarbergi í Eyjafirði, þá jörð áttum við saman. En þar reyndist ekki vera lifibrauð fyrir einn hvað þá tvo bændur. Ég vann síð- an hjá Verslunarfélaginu og veitti því forstöðu sfðustu 12 árin eftir að Þórhallur bróðir minn flutti til Reykjavíkur. Verslunarfélagið var síðan lagt niður fyrir ári og þá stofnuðum við 3 af fyrrverandi starfsmönnum þessa verslun, sem var svo skírð í höfuðið á mér. Sameigendur mínir og samstarfs- menn eru þær Margrét Friðriks- dóttir og Guðmunda Dýrfjörð." - Hvernig hafa svo viðskiptin gengið? „Við kvörtum ekki. Viðskiptin hafa verið við bæjarbúa og svo hafa sjómenn tekið okkur vel. Við erum með mikið af þeim loðnuskipum sem hingað koma í viðskiptum og sjómennirnir virða okkar vinnu hér niikils. Þetta eru mikið til kunningjar okkar, hafa verið það gegnum tíðina. Þegar þeir koma hingað, fá þeir kaffi hjá okkur og við sitjum og röbbum. Já! það geta komið ansi miklar tarnir. En yfirleitt er löndunum hagað þannig hér á Siglufirði að það er ekki tekið nema ákveðið magn dag hvern. En þar sem héðan er stutt á mið- in hjálpar guð almáttugur til í brælum, þá koma stundum mörg skip hérna inn sem ella færu eitthvað annað. Þeir eru alltaf þolinmóðir og góðir, allir saman, hvort sem það eru loðnusjó- menn, rækjusjómenn eða togara- sjómenn.“ - Eitthvað skemmtilegt eða spaugilegt gerst í kringum þetta, þegar mikið hefur verið að gera? „Skemmtilegt, ja þetta er allt skemmtilegt sem við erum að gera. Við gerum þetta með ánægju og það hjálpar mikið til. Óhöpp held ég að hafi ekki átt sér stað og leiðindi vitum við ekki um. Við erum ákaflega þakklát við fólkið sem verslar við okkur, þaö er allt glatt og gott. Fólk ferðast mikið á milli verslana hérna og verslar víða. Við erum bara í þessu litla plássi sem er 120 fermetrar og við hliðina á okkur er veitingastofa. Þar er opin hurð á milli frá því klukkan 9 á morgn- ana til klukkan 6 á kvöldin og það er töluvert um að fólk stansi þar, fái sér hressingu og slappi bara verulega af.“ - Geturðu sagt mér eitthvað frá árum þínum hjá Verslunar- félaginu? „Þetta var kannski pínulítið öðruvísi þegar ég var starfsmaður Verslunarfélagsins. Þá reyndi ég kannski að halda óþarflega mikið í og leggja of ntikla vinnu á sjálf- an mig. Það var oft og einatt að ég vann fyrir utan fulla vinnu, næturnar alveg fram á morgun við að afgreiða síldarsjómenn og þegar síldin hvarf, kom loðnan nokkru seinna og loðnuskipin. En við vorum auðvitað með dug- legt og hjálpsamt fólk, öðruvísi höfðunt við ekki getað þetta. Þetta gátu verið erfiðar og rniklar tarnir og öll eigum við heimili sem við þurfum að koma við á annað slagið. Þetta er mun skaplegra hjá okkur hér núna, en var nteðan ég var í Verslunarfélaginu. Við höf- utn þannig verkaskiptingu að ég er ekkert að ónáða stúlkurnar þó að 1 eða 2 skip þarfnist afgreiðslu “á nóttunni. Þær sjá hins vegar algjörlega um daglegar færslur í bókhaldinu og eru þá jafnvel að vinna í því á kvöldin ef þess þarf. Við vinnum mjög mikið og höf- um gaman af þessu svo lengi sem við getum gert viðskiptavinina ánægða,“ sagði Ásgeir Björnsson að lokum og gat nú eftir að hafa verið sleppt lausunt gert það sent hann helst af öllu vill. Vera á útopnuðu í versluninni. -þá BjörqunarafreK Þegar undirritaður var á dögun- um að fletta í bókaflokknum, Þrautgóðir á raunastund, rakst hann á eftirfarandi frásögn af atburði sem gerðist árið 1962, undir fyrirsögninni: Dreng bjarg- að á Siglufirði. 14. mars var 11 ára dreng bjargað frá drukknun í Siglu- fjarðarhöfn. Drengurinn hafði farið út á kajak og var að leika sér á honum í svonefndri Innri- Höfn. Þar hvolfdi kajaknum und- ir honum og fór drengurinn í sjóinn. Hann var ósyndur og, gat enga björg sér veitt þótt hann væri nærri landi. Maður sem var að vinna við bát þarna skammt frá reyndi að vaða út til drengsins en náði ekki til hans. Kona sem bjó í húsi skammt frá slysstaðn- um hafði orðið vitni að því er drengurinn fór í sjóinn og kallaði hún á mann sinn, Ásgeir Björns- son verslunarmann, og liljóp hann þegar á vettvang. Synti hann út til drengsins og bjargaði honum á land. Drengurinn var þá orðinn þrekaður og meðvitund- arlítill en jafnaði sig brátt við aðhlynningu. (Steinar J. Lúð- víksson, Þrautgóðir á raunastund 15. bindi, Örn og Örlygur Reykjavík 1983). -þá DrengbjargaöíSiglufirði ^ _ Bjömssyni, bjargað frá drukknun'í Sigíufjaröarhöfn Drcngunnn hafði farið * * ^ út til drengsins en nað. dA. u ■ • d Jnn fór; sjóinn og frá sLysstaðnum hafð, verslunarmann. og hljóp D^uún var þá «r»in„ þntotMr«? arlitill en jafnaði sig bratt við aðhl\ nntngu. „Þá reyndi égkannshi að halda óþarflega mikið T og leggja of mikið á sjálfan mig"

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.