Dagur - 03.04.1987, Blaðsíða 14
14:-t- ÐAQURít 3/apH11987 8
Lífeyrissjóður verksmiðja S.Í.S.
Akureyri.
Fundur verður
með sjóðfélögum í Félagsborg sunnudag-
inn 5. apríl næstkomandi kl. 13.30 e.h.
Aðalmál fundarins verður.
Tekin ákvörðun um sameiningu
Lífeyrissjóðs verksmiðja S.Í.S. og
samvinnulífeyrissjóðsins.
Sjóðfélagar og þar með taldir lífeyrisþegar
eru eindregið hvattir til að fjölmenna.
Stjórnin.
Vöðvagigt er meðal
algengari gigtsjúkdóma
Félagsstarf aldraðra
Síðdegisskemmtun verður haldin í Sjallanum
sunnudaginn 5. apríl kl. 15.00. Félagsmálastofn-
un Akureyrar hefur haldið síðdegisskemmtanir í
samvinnu við félög í bænum fyrir aldraða allt frá
árinu 1974.
Vegna breytinga á stjórnun öldrunarmála hjá
Akureyrarbæ verður þetta væntanlega síðasta
skemmtunin sem Félagsmálastofnun stendur að
og því þætti okkur vænt um að sjá fjölmenni. Þeir
sem óska eftir akstri hringi í síma 22770 kl. 13-
14. Aðgangseyrir kr. 100.-
Félagsmálastofnun Akureyrar.
Fyrir hverja er þetta gigtar-
félag? Hvenær er maður
nógu illa haldinn afgigt til að
teljast hæfur í félagið? Er
þetta ekki bara fyrir þá sem
eru farlama af gigt?
Þessar og aðrar álíka spurningar
heyrast oft þegar málefni gigtar-
félagsins ber á góma. Því er til að
svara að gigtarfélagið er öllum
opið sem hafa áhuga á að vinna
að málefnum gigtsjúkra, hvort
sem viðkomandi hafa gigt sjálfir
eða ekki. Hætt er við að lítið yrði
úr starfi gigtarfélaga ef engir
væru í þeim nema þeir sem eru
orðnir meira og minna fatlaðir af
völdum sjúkdómsins. Með öðrum
orðum, eina inntökuskilyrðið er
áhugi á málefninu - og þá er bara
að drífa sig á næsta fund, t.d. á
Súlnabergi á fimmtudögum kl. 17
eða í gönguferð í Kjarnaskógi á
sunnudagsmorgnum kl. 11.
Vöðvagigt er meðal algengari
gigtsjúkdóma. Erfitt er að segja
til um eðli hennar því orsakirnar
eru margbreytilegar. Algengt er
að fólk kvarti um verki á ákveðn-
um stöðum s.s. í hnakka,
herðum, upphandleggjum, mjó-
baki, í kringum liðamót og
víðar. Sársaukinn eykst oft við
hreyfingu eða álag. Þreyta og
úthaldsleysi fylgja líka gjarnan.
Svefnleysi vegna verkja og ótti
Frá Kjörbúð KEA
Byggðavegi 98
Verslið í fallegri búð
Vönjkynnlngfi
föstudaginn 3. aprfl l'rá kl. 3-6.
Kjötiðnaðarstöð KEA kynnír
Ný firamleidsla ★
★ Góö þjónusta ★
Kjörbúð KEA
Byggðavegi 98
um alvarlegan sjúkdóm geta svo
valdið aukinni spennu sem aftur
veldur auknu magnleysi - við-
komandi er kominn í slæman
vítahring. Nauðsynlegt er að ítar-
leg skoðun fari fram og sjúkl-í
ingurinn gefi lækni sínum góðar
upplýsingar til að greining verði
rétt því ýmsir aðrir sjúkdómar
hafa einkenni sem líkjast vöðva-
gigt-
Algeng orsök vöðvagigtar er of
mikið eða óheppilegt álag vegna
rangra vinnustellinga og hreyf-
inga. Borð, stólar og verkfæri
geta verið illa hönnuð eða rangt
staðsett og því verið skaðvaldar.
Algengt er að fólk beiti meiri
kröftum við vinnu en nauðsyn
krefur, haldi t.d. krampakenndu
taki um skriffæri og margan bak-
verkinn væri hægt að forðast með
réttum stellingum og þekkingu á
því hvernig dreifa skal álagi á
fætur í stað þess að ofreyna
bakið.
Meðferð vöðvagigtar verður
ávallt einstaklingsbundin, en
mikilvægast er að rjúfa vítahring
verkja og spennu. Draga má úr
verkjum í aumum vöðvapunkt-
um með lyfjagjöf í sprautuformi
og algengt er að gefin séu vöðva-
slakandi lyf sem ætti þá fyrst og
fremst að taka að kvöldi vegna
slævandi áhrifa þeirra. Hitameð-
ferð getur haft bæði kvalastill-
andi og róandi áhrif og ísbakstrar
geta dregið úr staðbundnum
verk. Æfingar og það að læra
réttar vinnustellingar skiptir máli
í meðferð vöðvagigtar.
Þreyta stafar ekki eingöngu af
líkamlegri vinnu. Kyrrseta og
langvarandi andleg einbéiting
geta auðveldlegá valdið andlegri
þreytu og stressi og virðist oft
orsaka vöðvagigt.
Vöðvagigt er þannig afleiðing
ýmissa innri og ytri aðstæðna og
orsakavaldarnir eru ekki allir
þekktir enn. Þar, eins og á öðrum
sviðum gigtlækninga er þörf á
meiri rannsóknum til að auð-
velda meðferð. Stofnun gigtar-
félaga víða um lönd er einn liður
í að auka þessar rannsóknir í
þeirri von að sá dagur komi að
hægt verði að lækna alla gigt.
Knattspyrnu-
dómaranámskeið
verður haldið á vegum K.R.A. í apríl.
Knattspyrnufélög eru minnt á þá skyldu sína að senda minnst
4 þátttakendur hvert. Þátttökutilkynningar sendist fyrir föstu-
daginn 6. apríl til Páls Magnússonar, sími 22320, eða Sveins
Björnssonar, sími 26888, sem munu veita nánari upplýsing-
ar.
Endanleg tímasetning verður auglýst síðar.
K.R.A.
Stofnfundur
Útvegsbanka íslands hf.
Stofnfundur Útvegsbanka íslands hf. verður haldinn
þriðjudaginn 7. apríl 1987 að Hótel Sögu, Súlnasal,
og hefst fundurinn kl. 15.00.
Dagskrá
1. Setningarávarp: Matthías Bjarnason, viðskipta-
ráðherra.
Tillaga að samþykktum fyrir hlutafélagsbankann
lögð fram til umræðu og afgreiðslu.
Tillaga um stofnun hlutafélagsbankans lögð fram
til umræðu og afgreiðslu.
Kosning bankaráðs.
Kosning skoðunarmanna.
Önnur mál.
Fundargögn verða afhent áskrifendum hlutafjár eða
umboðsmönnum þeirra við innganginn.
Viðskiptaráðuneytið, 2. apríl 1987.
2.
3.
4.
5.
6.
Kosningaskrífstofa
|||j B-listans, Dalrík
Jómnubúð
Opin alla virka daga kl. 20.30-22.30.
Laugardag og sunnudag kl. 14-16.
Við opnum sunnudaginn 5. apríl kl. 14.00 og bjóðum
öllum að koma og fá sér kaffi og með því, og spjalla
við frambjóðendur B-listans.
Komið og takið þátt í spennandi kosningabaráttu.
Framsóknarfélag Dalvíkur.