Dagur - 10.04.1987, Síða 5

Dagur - 10.04.1987, Síða 5
Kjörbúð KEA Sunnuhlíð Kosningaútvarp J-listans Hvað erum við að hugsa og gera í Samtökum um jafnrétti og félagshyggju? Þú færð að heyra ýmislegt um það í Kosningaútvarpinu á Rás 2 kl. 15.00 á laugardag. J-listinn. VHíH\|iiq£ or - RUOAG — 10. apríl 1987 - DAGUR - 5 Ættum að geta valið úr kennurum Sturla Þórðarson er á línunni og tilefnið er að nýlega fól hrepps- nefnd Blönduóss skólanefndinni á staðnum að athuga möguleika á að hefja kennslu í 10. bekk við grunnskólann, en Sturla er ein- mitt formaður þessarar skóla- nefndar. - Mega Blöndósingar eiga von á að krakkarnir geti farið að vera árinu lengur í skóla hér heima, svona fljótlega? - Ég held að það sé ekki hægt að fullyrða nokkurn skapaðan hlut um það. Það má segja að þetta sé búið að vera draumur í mörg ár að minnsta kosti sumra, að fá hérna framhaldsnám. Á sínum tíma var skipuð nefnd til þess að gera tillögur um fram- haldsnám, hér í Norðurlandi vestra. Hugmyndir þeirrar nefndar voru Fjölbrautaskólinn á Sauðárkróki og samvinna við stærstu staðina. Þá var t.d. verið að tala um framhaldsdeild hérna sem yrði eitt eða jafnvel tvö ár. Það byggðist að verulegu leyti á því að fá níundu bekkina frá Húnavöllum og Skagaströnd hingað ti! þess hreinlega að mynda nógu stóran kjarna svo það væri hægt að ráða kennara o.s.frv. - í sambandi við þennan tíunda bekk, hefur þá verið tal- að um eitthvert val eða yrði að- eins um að ræða eina bekkjar- deild? - í fyrsta bekk í framhalds- skóla er um lítið val að ræða yfirleitt, það eru svona viss kjarnafög, tungumálin enska, danska, þýska, íslenska og raun- greinar. Þannig að fyrsti bekkur í framhaldsskólunum virðist vera ósköp áþekkur í öllum skólum, þ.e. hvort sem um er að ræða fjölbrautaskóla eða menntaskóla. Valið byrjar ekki að ráði fyrr en í efri bekkjum. - Telurðu tíunda bekkinn vera raunhæfan möguleika hér? - Ég persónulega, tel það ekki vera. Það vill nú svo til að þó að ég sé formaður skóla- nefndar þá eru margir sem eru bjartsýnni um þessa hluti og liafa meiri áhuga á þeim heldur en ég. Ég nefnilega vil ekki fá þessa framhaldsdeild fyrr en ég sé, í fyrsta lagi, góðan mögu- leika á því að hún geti verið, því ntér finnst að við höfum bara ekki leyfi til að fara að vera með einhverja tilraunastarfsemi. - Hvað er það sem brennur mest á ykkur skólanefndar- mönnum þessa dagana? - Skólinn er náttúrlega aldrei nógu vel búinn. Það er í fyrsta lagi að húsnæðið er of lítið og við erum að vona að við fáum, svona í bili, inni í íþróttahúsinu þegar það verður risið, en það er samt ekki nema bráðabirgða- lausn, þær þrjár stofur sem við gerum okkur vonir um að fá þar. - Pannig að efst á baugi hjá ykkur er þá aukið húsnæði? - Já, og eilíf áframhaldandi uppbygging með kennslutæki. Svo náttúrlega vonar maður að nýir samningar við kennara verði til þess að við fáum útlærða kennara. Manni er sagt jú, að það sé það mikill fjöidi til af kennurunt að við ættum í rauninni að geta valið um. - Heldur þú að það geti verið að krakkar sem koma úrgrunn- skólanum hér eða á öðrum stöð- um þar sem ástand er svipað, komi verr undirbúnir til framhaldsnáms en t.d. krakkar sem koma frá grunnskólum á Reykjavíkursvæðinu ? - Eftir þeirn upplýsingum sem ég hef t.d. frá síðasta ári þá veit ég ekki betur en að ein- kunnir frá skólanum hérna hafi verið yfir landsmeðaltali, í sam- rærndu prófunum. Þannig að ástandið er nú ekki þannig að krakkar héðan komi verr undir- búnir til framhaldsnáms, en þar sent það er þannig er náttúrlega fyrst og fremst horft á kennar- ana. Þar sem hlutfallið af menntuðum kennurum við skól- ann fer kannski niður fyrir 50 prósent þá þyrfti engan að undra þó árangurinn væri lakari. G.Kr. Laugardaginn 11. apríl Dansleikur Rokkbandið leikur fyrir dansi til kl. 03.00. Verið velkomin. HÓTEL KEA ^ AKUREYRI í dag föstudag frá kl. 3-6 e.h. ICynntir verða Gskréttir frá Fiskgæðuni Kynningarverð Það Kemst til skila í Degi Áskrift og auglýsingar S (96) 24222^^ Stofnfundur að félagi kanínubænda við Eyjafjörð, verður haldinn í Hlíðarbæ iaugardaginn 11. apríl kl. 2 e.h. Mætum vel. Nefndin. Opiðfrá k. 9-12 á laugardögum.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.