Dagur


Dagur - 10.04.1987, Qupperneq 24

Dagur - 10.04.1987, Qupperneq 24
Gerið góða kvöldstund enn betri. Leikhústilboð Smiðjunnar. Rjómalöguð humar- og krabbasúpa bragðbætt með koníaki. Glóðarsteiktar lambalundir bornar fram með rjómasoðnum kartöflum. Kaffi og konfekt. Flytja fisk fra Rifi til Hríseyjar „Bátarnir fóru suður eftir helg- ina því það var orðið svo lélegt hérna, þeir fengu ekki nema um hálft tonn hvor á laugar- daginn,“ sagði Jóhann Sigur- björnsson, framkvæmdastjóri Rifs hf. í Hrísey. Hugmyndin er að keyra hluta af aflanum frá Rifi á Snæfellsnesi, þar sem honum er landað, til Hríseyjar þar sem hann verður verkaður. Þegar Jóhann var spurður að því hvort það borgaði sig að flytja aflann svo langa leið með bíl sagði hann: „Við værum ekki að þessu ef við héldum að þetta stæði ekki undir sér. Við erum nteð fólk í vinnu sem við þurfum að hafa verkefni fyrir. Óskar Jónsson á Dalvík flytur aflann og hann getur tekið um 17 tonn í ferðinni því hann er með vagn aftan í flutningabílnum. Þetta er ekki æskilegasti kosturinn, það er betra að fá fiskinn hérna framan- við, en við ætlum að reyna þetta.“ Að sögn Jóhanns er ágætis afli á Breiðafjarðarmiðum, þar sem bátarnir eru að veiðum. Á mið- vikudaginn fékk annar báturinn átján tonn en hinn tuttugu og fimm tonn. EHB Húsavík: í gær sigldi Mánafoss, skip Eimskipafélags íslands, upp að bryggju hjá Slippstöðinni hf. á Akureyri til að hífa 30 tonna vél sem var sett niður í togarann Sléttbak. Krani Mánafoss lyftir 30 tonnum að hámarki og var því mikið álag á vélar og menn. Stærð vélarinnar sést best á því að bera hana saman við mennina sem standa á Mánafossi. Mynd: EHB Fræðslustjóramálið: Ráðherra óbundinn af fræðsluráðs Fyrir skömmu voru haldin sjópróf á Húsavík vegna danska ilutningaskipsins sem slitnaði upp í óveðrinu og rak inn í smábátahöfnina. Að sögn Tónlistaskólinn: Húsvörður ráðinn Halldór Jónsson, Birkilundi 11 Akureyri, hefur verið ráð- inn húsvörður við Tónlistar- skóla Akureyrar og mun hann hefja störf fljótlega. Fimm aðilar sóttu um starfið og mælti stjórn Tónlistarskólans með því við bæjarstjórn að Halldór yrði ráðinn. Húsvarð- árstaðan við Hafnarstræti 81a og b er hálft starf. BB. Halldórs Kristinssonar sýslu- manns staðfestu sjóprófín að- eins það sem áður var vitað að skipið slitnaði upp vegna fár- viðris og olli einhverjum skemmdum á hafnarmann- virkjum og einnig var talið að það hafí laskað þrjá báta. Flutningaskipið varð sjálft fyrir nokkrum skemmdum, dældaðist að framan, en þær skemmdir komu ekki að sök því skipið sigldi á miðvikudaginn. Áður var jafnvel talið að skipið þyrfti í slipp. Að vísu hafði stýrið bilað en menn frá Slippstöðinni á Akureyri fóru til Húsavíkur og kipptu því í lag. Skipið er nú á siglingu suður fyrir land, losaði tunnur og salt handa grásleppumönnum, m.a. á Hólmavík og Patreksfirði, og heldur síðan áfram suður á bóginn. Danska flutningaskipið mun vera á vegum Austfars hf. á Seyðisfirði, en umboðsaðili á Húsavík er Guðmundur Hall- dórsson heildsali. SS vilja Menntamálaráðherra hefur algerlega óbundnar hendur þegar hann skipar nýjan fræðslustjóra á Norðurlandi eystra á næstunni. Svo sem kunnugt er sóttu þrír aðilar um stöðuna, þar á meðal Sturla Kristjánsson, sem mennta- málaráðherra vék úr þessu starfí fyrir nokkru. Raddir hafa verið uppi um það að menntamálaráðherra hafi ekki vald til að hundsa vilja fræðslu- ráðs umdæmisins ef það mælir eindregið með einum umsækj- anda. Ljóst er að alger einhugur er í fræðsluráði um að ráða Sturlu Kristjánsson sem fræðslu- stjóra að nýju. í grunnskólalögunum segir eftirfarandi um skipan fræðslu- stjóra: „Menntamálaráðherra skipar fræðslustjóra að fengnum tillögum hlutaðeigandi fræðslu- ráðs. Menntamálaráðuneytið auglýsir stöðu fræðslustjóra, set- ur hann til eins árs og að þeim tíma liðnum má skipa hann í starfið. Við skipun í starf fræðslustjóra er skylt að taka tillit til kennslufræðilegrar menntunar umsækjenda, stjórnunarreynslu innan skólakerfisins og þekking- ar þeirra á skólamálurri og skulu þeir umsækjendur að öðru jöfnu ganga fyrir sem hafa rétt til að vera- skipaðir skólastjórar við grunnskóla og hafa gegnt starfi kennara eða skólastjóra í a.m.k. þrjú ár.“ , Af þessu er ljóst að lagalega er ekkert því til fyrirstöðu að menntamálaráðherra gangi í ber- högg við vilja frteðsluráðs. Eina tilfellið, þar sem menntamálaráð- herra hefur ekki frjálsar hendur við skipan í stöðu innan grunn- skólakerfisins, er þegar um yfir- kennara er að ræða. Ef allir hlut- aðeigandi aðilar eru sammála um hvern skuli ráða sem yfirkennara að tilteknum skóla, þ.e. kennara- ráð og skólastjóri viðkomandi skóla svo og skólanefnd staðar- ins, þá er ráðherra skylt að veita þeim umsækjanda stöðuna. Lík- lega er það. þetta ákvæði sem komið hefur þeirri sögu af stað að menntamálaráðherra væri skylt að hlíta eindregnum vilja fræðsluráðs. BB. Stakfellsmáliö: Stjóm kaupfélagsins hafnaði kauptilboði minnihlutans - sem mun þá líklega selja eignarhlut sinn í skipinu Stjórn Kaupfélags Langnes- inga á Þórshöfn ákvað á fundi sínum í fyrradag að hafna til- boði Hraðfrystihússins, Þórs- hafnarhrepps og Svalbarðs- hrepps, sem saman eiga 48% í Stakfellinu, um kaup á 40% til viðbótar. Svarbréf hefur verið sent fulltrúum þessara aðila. , í bréfinu er , kauptilboðinu algjörlega hafnað en engin við- brögð eru við þeirri yfirlýsingu minnihlutans að ef svona færi myndu þeir óska eftir að selja sinn hluta. Lýst er vilja stjórnar- innar til að ná samkomulagi í málinu án sölu. Þórólfur Gíslason kaupfélags- stjóri vildi ekkert um ákvörðun stjórnarinnar segja en taldi líkur á lausn, án sölu hlutafjár, hafa aukist. Daníel Árnason sveitarstjóri Þórshafnarhrepps vildi ekkert um það segja hvort haldið yrði fast við þá ákvörðun að selja 48% hlutafjár í skipinu. Á fundi hreppstjórnar eftir helgina verð- ur tekin ákvörðun af hálfu hreppsins. Um , helgina verður haldinn fundur í stjórn Hraðfrystihússins. Jóhann A. Jónsson framkvæmda- stjóri Hraðfrystihússins sagði í samtali við Dag að hann ætti ekki von á að menn féllu frá þeirri ákvörðun um að selja eignarhlut minnihlutans í Stakfellinu. ET Danska flutninga- skipið siglir á ný

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.