Dagur - 15.04.1987, Page 8
8 - DAGUR - 15. apríl 1987
.bridds.
N-S voru fljótir upp í 6H og suð- ur var jafn snöggur að tapa þeim. Spilið var þannig:
N.
♦ G5
V. ♦ 842 ♦ G54 V D963 . A A5 I ?r,nq, ♦ KD1073 ♦ AG1093 ^ 102
♦ K82 4 764
+ D876 S. 4 K42 ♦ A96 ▼ AK87 ♦ DG1093 ♦ 5
Minning:
Þórir Valgeirsson
t
Vestur spilaði út spaða og
sagnhafi sá að til að vinna spilið
yrði tígul K að vera í vestur.
Spaða og ef til vill tígul þyrfti að
trompa í blindum og því rétt að
gefa vörninni strax spaðaslag.
Hann gaf því austri fyrsta slaginn
á spaða K, drap spaða D í öðrum
slagi og trompaði spaða og tapaði
spilinu þar með.
Þetta er hörkusamningur, leg-
an hagstæð en sagnhafi verður að
spila nákvæmt og nýta innkom-
Umsjón:
Hörður
Blöndal
urnar vel. Rétt spilamennska er:
1. slagur gefa spaða K
2. sl. drepa spaða D með As
3. sl. svína tígul D, vestur setur lítið
4. sl. trompa spaða
5. sl. tígul As
6. sl. hjarta á As
7. sl. trompa tígul
8. sl. tromp D
9. sl. lauf As
10. sl. trompa lauf
11. sl. tromp K
12. og 13. sl. tígul G og 10
Ekki ýkja erfitt, en nógu til að
flaska á.
Fæddur 2. júní 1922 - Dáinn 6. apríl 1987
Fagnið sumrí
Kvenfélagið Hlíf hefur sína árlegu kaffisölu að
Hótel KEA sumardaginn fyrsta kl. 15.00.
Skemmtiatriði og happdrætti.
Allur ágóði rennur til Barnadeildar F.S.A.
'UU
FRAMStÓKNARFLOKKURINN B-LISTINN
Skrífstofu
Framsóknarflokksins
verður lokað kl. 16.30 í dag
vegna stór-árshátíðar.
Framsóknarflokkurinn
símar 21180 og 27406.
í dag, 15. apríl 1987, fer fram að
Möðruvöllum í Hörgárdal útför
Eóris Valgeirssonar bónda í Auð-
brekku, en hann varð bráð-
kvaddur að heimili sínu aðfara-
nótt hins 6. þessa mánaðar. Hann
gekk heill til hvílu sinnar kvöldið
áður en mun hafa látist í svefni
seint um nóttina. Pannig er gott
að kveðja.
Þegar ríki vetrarins var á
undanhaldi og bjartir dagar gáfu
okkur til kynna að vorið væri á
næstu grösum, vorið, þegar nátt-
úran öll vitnar hvað ljósast um
mátt lífs og moldar, hvarf þessi
góði drengur frá okkur svo skjótt
sem hendi væri veifað. Slíkir
atburðir hafa víst gjarnan verið
taldir ofar mannlegum skilningi
og víst er áfallið mikið fyrir þá
sem eftir standa og sjá með svo
óvæntum hætti á eftir kærum vini
á vit hins ókunna.
Einar Þórir, eins og hann hét
fullu nafni, fæddist 2. júní 1922
og var því aðeins á 65. aldursári
er hann andaðist. Hann var sonur
Valgeirs Árnasonar og Önnu
Einarsdóttur er lengi bjuggu í
Auðbrekku umsvifamiklu búi.
Þau hjón voru kunn víða, Valgeir
greindur maður, vinsæll og virtur
bóndi, en Anna annáluð fyrir
dugnað og rausn í hvívetna.
Þórir var næstyngstur fjögurra
sona þeirra. Þorsteinn, sem var
ári eldri, og Guðmundur Árni,
ári yngri, eru báðir látnir fyrir
nokkrum árum, langt um akiur
fram. Elstur sona Valgeirs og
Önnu er Stefán, alþingismaður,
er má nú þola þá raun að hafa
misst yngri bræður sína alla.
Hálfbróðir þeirra og nokkrum
árum eldri er Hermann Valgeirs-
son. Hann bjó áratugum saman
hér í sveitinni, síðast í Lönguhlíð
hil Ég kýs ungt fólk og trausta forustu C-i
(||l Ég kýs Framsókn! iSLr ^
X-B Ragnheiður Baldursdóttir 4Jp' ■H'.qI
Aðgöngu-
miðar
óskast
sóttir
fyrir
kl. 12.00
ídag
Almennur dans-
leikur hefst
kl. 23.30
Fjöl-
mennið og takið
meöyldair
gesti
Stórhátíð K.F.N.E. og Framsóknarfélags
Akureyrar verður haldin að Hótel KEA
miðvikudaginn 15. apríl. (Ath. daginn fyrir skirdag.)
Hátíðin hefst með lystauka kl. 19.00.
Borðhaldkl. 20.00.
Stórhátíðarnefnd.
Aðgöngu-
miðar
óskast
sóttir
fyrir
kl. 12.00
ídag
Almennur dans-
leikur hefst
kl. 23.30
Fjöl-
mennið og takið
með ykkur
gesti
og er jafnan við þann bæ
kenndur. Hann dvelur nú á
Akureyri, aldraður orðinn.
Þórir var fremur lágur maður
að vexti en þrekvaxinn og karl-
menni að burðum meðan hann var
yngri og þrótturinn óbilaður.
Hann var fríður sýnum, svipur-
inn hreinn og jafnan glaðlegur,
enda hafði hann ætíð næmt auga
fyrir hinu skoplega f tilverunni,
leitaði hinna bjartari hliða henn-
ar og æðraðist ekki þótt á móti
blési. Hann unni landi sínu og
þjóð, en þó sveitinni sinni mest
þar sem ævistarf hans var allt
unnið. í Auðbrekku átti hann
heima alla tíð og dvaldi aldrei
langdvölum annars staðar. Var
þó ungur tvo vetur við nám í
Héraðsskólanum að Laugarvatni
og lauk þaðan prófi, en síðar
skamman tíma við störf í Reykja-
vík.
Sent barn og ungur maður
vann hann auðvitað að búi for-
eldra sinna, en síðar, er hann
kvæntist, hóf hann sjálfur
búskap, fyrst í félagi við Stefán
bróður sinn en nú síðustu árin
með syni sínum Árna.
Eftirlifandi eiginkona Þóris er
Halla Halldórsdóttir frá Skútum í
Glerárhverfi, góð kona, dugleg
og vinsæl. Þau eignuðust tíu
myndarleg og mannvænleg börn,
átta syni og tvær dætur. Einn
drenginn misstu þau af slysför-
um, barn að aldri, en hin sjá nú á
bak föður sínum. Öll eru systkin-
in uppkomin og hafa flest þegar
haslað sér völl víðs vegar í
atvinnulífinu, sum þau yngri þó
enn við nám.
Ég veit vel að sár harmur er
kveðinn að Höllu og börnunum
þegar kær eiginmaður og faðir er
svo óvænt og snögglega frá þeim
tekinn. Sú er þó bót í máli að
Ijúfar minningar frá liðinni tíð
munu milda sorgina. Ég veit líka
að ti’ þeirra streyma nú hvaðan-
æva að hlýjar hugsanir fjöl-
margra vina þeirra sem biðja þess
að hann, sem yfir okkur er og öllu
ræður, blessi þau og gefi þeim
styrk.
Þórir Valgeirsson var óvenju
vinsæll maður og vinmargur. Þess
er áður getið hve glaðsinna hann
jafnan var. Það, ásamt góðri
greind og jákvæðu lífsviðhorfi,
gerði það að verkum að fólk lað-
aðist að honum og þótti gott að
vera þar sem hann var. Hann tók
alla tíð mikinn þátt í félagsmál-
um, bæði hér innan sveitar og á
öðrum vettvangi. Er mér sérstak-
lega minnisstætt hve einlægur
samvinnumaður hann var og
gerði sér flestum betur grein fyrir
þörf og þýðingu samvinnu og
samhjálpar og gildi þeirra hluta,
bæði fyrir einstaklinginn og þjóð-
félagið í heild.
Þórir var hvorki sporgöngu-
maður annarra né bókstafstrúar-
maður í neinum skilningi. Eðlis-
læg greind hans og sjálfstæði í
hugsun gerðu hann hæfýin til að
kryfja mál til mergjar og mynda
sér eigin skoðanir út frá því.
Skoðanir sínar lét hann líka
hiklaust í ljós, ef honum sýndist
svo, og hélt þeim fram. Vel man
ég það, að ef okkur greindi á um
einhvern hlut þótti mér hann
stundum óþarflega fastur fyrir.
Aldrei var hann þó einstrengings-
legur, heldur jafnan samvinnu-
þýður og sáttfús.
Þóris verður ekki minnst nema
þess sé getið að hann var svo
prýðilega vel hagmæltur að
fágætt er. Gilti þá einu hvort um
var að ræða stakar vísur eða heil
kvæði. Hvort tveggja lá hor. \m
jafn létt á tungu. Mikið af því
sem hann orti voru græskulausar
gamanvísur um menn eða
málefni, gjarna gerðar ef hann
var beðinn að skemmta á sam-
komum, sem margoft var, bæði
innan sveitar og utan. Var þá
fyrirvarinn oft æði stuttur en
þrátt fyrir það vissi ég honum
aldrei mistakast. En Þóri var
vissulega fleira tiltækt í þessu efni
en gamanmálin ein. Gullfallegar
kveðjur, í bundnu máli, sendi
hann til dæmis oft vinum sínum í
tilefni af merkum tímamótum í
ævi þeirra. Enga rækt lagði hann
við skáldskapargáfu sína og gerði
jafnan lítið úr ef um var talað. Þó
átti hann held ég allt sem þurfti
til að geta sest á bekk með góð-
skáldum. Hugkvæmni nóga og
brageyra sem aldrei brást.
Hér hefur verið stiklað á stóru.
Það var heldur ekki ætlun mín að
hafa hér um mörg orð, hvað þá
að segja ævisögu Þóris Valgeirs-
sonar. Slíkt verður ekki gert í
stuttri blaðagrein. Til þess eru
minningarnar, sem nú hrannast
upp í huga mínum, of margar,
allt frá bernskudögum okkar til
síðustu dægra lífs hans hér á
jörð. Og nú þegar leiðir skiljast
um sinn þá bið ég af heilum hug
algóðan Guð að blessa hann og
halda sinni verndarhendi yfir
honum um alla eilífð.
Farðu svo heill og vel, vinur,
og hafðu þökk fyrir samfylgdina í
sextíu ár.
Arnsteinn Stefánsson.
Hlutafjámtboð
Undirbúningsstjórn um stofnun fiskmarkaðar á
Norðurlandi auglýsir eftir hlutafjárloforðum í
fyrirhuguðu fyrirtæki.
Hlutir sem boðnir eru, eru að verðgildi kr. 25.000 og
kr. 100.000.
Skrifleg hlutafjárloforð berist starfsmanni undirbún-
ingsstjórnar Þorleifi Þór Jónssyni, Glerárgötu 30,
600 Akureyri fyrir 30. apríl.