Dagur - 15.04.1987, Page 10

Dagur - 15.04.1987, Page 10
10 - DAGUR - 15. apríl 1987 Gigt í börnum Ferðaskrifstofan Saga: Fell hf. með um- boð á Akureyri „Aðaltrompið hjá okkur er beint flug til Costa del Sol þann 2. september. Það verður farið héðan um 9.30, millilent á Keflavík til að taka eldsneyti og farþega og síðan flogið út. Þetta er þriggja vikna ferð, það verður komið heim 23. sept. og þá verður flogið beint til Akureyrar,“ sagði Gunnar Jónsson hjá Felli, en Fell er með umboð fyrir Ferðaskrif- stofuna Sögu sem býður upp á þetta beina flug til Spánar. Saga er eina ferðaskrifstofan sem verður með beint flug héðan í sumar. Ferðaskrifstofan Saga var stofnuð í haust og það hefur eng- inn verið með umboð fyrir hana á Akureyri fyrr en nú, að Fell tek- ur við umboðinu. Saga er stofnuð af fólki sem starfaði áður fyrir Útsýn og er Örn Steinsen þar fremstur í flokki. Fólk getur komið við á Felli ef það hefur áhuga á þessu beina flugi til Spánar eða einhverju öðru, því Saga býður að sjálfsögðu upp á ótal ferðir út um allan heim. Sagði Gunnar að þeir væru með bók sem sýndi öll hótel bæði utan og innan, sem Saga hefur á sínum snærum og væru það hótel í öll- um verðflokkum. Það þarf því enginn að kaupa köttinn í sekknum. Gunnar var spurður hvað þeir byðu helst upp á. „Það má nefna tvær Kínaferð- ir, önnur er þriggja vikna og verður farið 22. júlí, en hin er 26 daga ferð og það verður farið 16. október. Jú, jú, það er dýrt að fara til Kína. Fyrri ferðin kostar 115.000 kr. á marsgenginu en hin kostar 130.000 kr. En þetta eru hvort tveggja mjög sérstakar ferðir, sérstaklega þessi sem farin verður í október. Við erum líka með ferðir til Rússlands, Túnis og Tyrklands sem aðrar ferða- skrifstofur eru ekki með. Svo eru þessar hefðbundnu ferðir, til sól- arlanda, rútuferðir, flug og bíll og þannig mætti lengi telja.“ 27. apríl býður Saga upp á fjögurra vikna ferð til Costa del Sol. Ferð þessi var upphaflega hugsuð fyrir aldraða en nú hefur ferðaskrifstofan ákveðið að bjóða þetta á almennum markaði og er hægt að fá þessa ferð frá 26.900 kr. -HJS Börn geta fengið bráðar liðbólg- ur sem graftrarbakteríur valda. Er þá yfirleitt aðeins einn liður bólginn. Mikilvægt er að komast sem fyrst að orsökinni og gefa rétt lyf því annars geta beinin grotnað niður. Veirur geta einnig valdið lið- bólgu hjá börnum en sú liðbólga hefur engin alvarleg eftirköst. Hún er oft fylgifiskur barna- sjúkdóma eins og hettusóttar, rauðra hunda og hlaupabólu. Sjúkdómur sem einungis sést hjá börnum og hefur verið nefnd- ur beinmeyra hefur í för með sér gigtverki. Sjúkdómurinn er eins og nafnið bendir til í beini, oft nálægt liðamótum. Beingerðin truflast, beinið linast upp og aflagast jafnvel. Ekki er vitað um orsökina en helst talið að um blóðrásartruflun sé að ræða. Þegar sjúkdómurinn er í lær- leggshöfðinu er hætta á að það aflagist vegna þunga líkamans. Áður voru börn með þennan kvilla látin ganga í spelkum í allt að 3 ár en nú er farið að beita skurðaðgerð og meðferðin tekur 2-3 mánuði. Nokkuð algengar eru kvartanir 8-12 ára barna um eymsli og bólgu rétt neðan við hné. Slíkt stafar oft af beinmeyru, þá í hæl- beini. Loks getur beinmeyra verið orsök þreytuverkja í baki, og því ástæða til að vera á verði gagn- vart slíkum kvörtunum unglinga þó fjölmargar aðrar orsakir komi þar til greina. Beinmeyra jafnar sig á nokkr- um árum þó ekkert sé að gert. Beinið tekur í sig kalk og harðnar aftur, en getur þá verið orðið aflagað og það jafnvel valdið gigtsækni á efri árum. Vaxtarverkir er óljóst hugtak og hefur orðið eins konar rusla- kista kvartana og einkenna sem erfitt er að skýra frá læknisfræði- legu sjónarmiði. Vaxtarverkir hafa verið skil- greindir eitthvað á þessa leið: Vöðvaverkir í kálfum og lærum, allsárir, angra barnið öðru hverju en hverfa alveg þess á milli. Eru yfirleitt ekki tengdir liðamótum. Þeirra verður sérstaklega vart seinni hluta dags og á kvöldin og geta jafnvel truflað svefn, en eru horfnir að morgni. Þeir versna við hlaup og aðra áreynslu. Helti eða hindraðar hreyfingar fylgja ekki vaxtarverkjum. Ekki verður vart við eymsli, bólgu eða roða á húð eða yfirleitt neitt annað athugavert. Erlendis hefur komið í ljós að 13-20% skólabarna kvarta um vaxtarverki. Orsakir hafa engar fundist enn, en menn eru sammála um að orðið vaxtarverkir sé rang- nefni, þetta hafi ekkert með vöxt að gera. Að ofansögðu og fyrri grein um gigt í börnum er ljóst að ástæða er til að taka alvarlega kvartanir barna og unglinga um verki í vöðvum, beinum eða liða- mótum því þó sjaldnast sé hætta á ferðum er sá möguleiki fyrir hendi. Verða því foreldrar og aðrir forráðamenn barna seint nóg hvattir til að leita ráða hjá læknum ef minnsti grunur er um gigt hjá barni. Ragnar Björnsson leikur verk eftir Fr. Liszt í Akur- eyrarkirkju Föstudaginn langa kl. 17 heldur Ragnar Björnsson orgeltónleika í Akureyrarkirkju og leikur þar eingöngu verk eftir Fr. Liszt. Ragnar flutti þessa sömu efnis- skrá á tónleikum í Kristskirkju í Reykjavík á sl. ári, þá fyrir tón- listarfélag kirkjunnar. Ein ástæðan fyrir því að Ragn- ar flytur þessa efnisskrá á Akur- eyri er að orgelið í Akureyrar- kirkju er eina hljóðfærið utan Reykjavíkur sem skilar þessum verkefnum svo og hljómburður kirkjunnar. Ragnar segist hlakka mjög til þess að flytja þessi verk Liszts í kirkjunni, en þau eru „Fantasia og fuga yfir Bach“ og „Weinen, Klagen, Sorgen, Zagen“. Þessi þrjú verk eru stærstu orgeltónsmíðar Liszts, en Liszt var mikill aðdáandi orgels- ins. Ragnar heldur einnig tónleika í Húsavíkurkirkju á skírdag kl. 17. Þar mun hann eingöngu leika verk eftir J.S. Bach. Kápur- \ý sending Fallegar og ódýrar kápur frá Danish Fashion og Jensen Coat. Einnig galla- og khakybuxur í úrvali. Fallegar jogging jakkapeysur. SÍMI (96)21400

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.