Dagur - 15.04.1987, Side 11

Dagur - 15.04.1987, Side 11
15^ apríJ 1987 -r DAGUR —11 Landssamband hjálparsveita skáta hvetur alla ferðalanga til að hafa lág- marksbúnað með sér. Hlý klæði, skjólfatnað, áttavita, landakort, flautu, álpoka og sólgleraugu til varnar snjóbirtu. Farsæl ferðalok: Fyrirhyggja er besta ferðatryggingin - Nokkur atriðí til athugunar áður en þú leggur í ’ann frá Landssambandi hjálparsveitar skáta Besta tryggingin sem ferðalangar geta gefið sér fyrir farsælum ferðalokum er fyrirhyggja. Þeir sem ætla í ferð - hvort heldur hún er stutt eða löng ættu að hyggja að nokkrum atriðum til að vera viðbúnir óvæntum skakka- föllum. Auk hlýrra klæða og lit- ríks skjólfatnaðar ættu allir ferðamenn að hafa í farteskinu landabréf, áttavita, flautu og/eða pennaneyðarbyssu, álteppi og orkuríkt neyðarsnarl, s.s. súkku- laði, hnetur og rúsínur. Sólgler- augu eru einnig nauðsynleg til að verjast snjóblindu. Góð sala Hegraness í Þýsklandi Hegranes togari Útgerðar- félags Skagtirðinga gerði mjög góða sölu í Bremerhafen í Þýskalandi á laugardag. Skipið seldi 176 tonn fyrir 11 milljónir og var meðalverðið 62,41 krónur. Verðið á mörkuðunum í Þýskalandi í síðustu viku var það besta á þessu ári, en besta salan mun yfirleitt vera þar í vikunni fyrir dymbilviku. Afli Hegraness var að mestu leyti karfi, 22 tonn af ufsa og lítilsháttar þorskur og ýsa. -þá Hestamannafélagið Léttir: Páskamót ÍDL haldið í tíunda sinn Nú á laugardaginn verður haldið páskamot og deildar- mót Iþróttadeildar Léttis. Þetta er í tíunda skiptið sem IDL stendur fyrir páskamóti. Mótið hefst klukkan 9 á Breið- holtsvelli. Þar verður keppt í öll- um helstu greinum hestaíþrótta en þær eru fjórgangur, fimm- gangur, tölt, gæðingaskeið, hlýðnikeppni, hindrunarstökk og víðavangshlaup. Veitt verða vegleg verðlaun á mótinu gefin af Heildverslun Valdemars Baldvinssonar og DNG. Eins og sjá má er þetta hvorki þungt né fyrirferðarmikið, en get- ur skipt sköpum. Venjum okkur á góða siði á ferðalögum hvort heldur í lengri eða styttri ferðum. Áður en lagt er af stað ætti skilyrðislaust að setja ferðaáætl- un niður á blað og skilja eftir hjá einhverjum ábyrgum. Hvert á að fara og hvenær er ætlunin að koma aftur? Slíkar lágmarksupp- lýsingar gera allar aðgerðir mark- vissari ef til leitar kemur. Enginn ætti að telja sig of góðan og/eða yfir það hafinn að segja hvert hann ætlar, jafnvel reyndir fjalla- menn geta farið villu vegar og tafist á leið sinni. Mjólkursamlag Skagfirðinga: 5,5 milljóna hagnaður á síðasta ári Á aðalfundi Mjólkursamlags Skaglirðinga sem haldinn var á dögunum kom fram að rekstur samlagsins gekk vel á síðasta ári og varð 5,5 milljóna tekju- afgangur í stað 70 þúsund króna árið á undan. Megnið af hagnaðinum rennur í viðhalds- og framkvæmdasjóð 4,8 millj. og 725 þús. eru færð á reikning kaupfélagsins. Innvegin mjólk frá innleggjendunum sem voru 155 að tölu var 8,6 millj. lítra og er það tæplega 580 þúsund lítra minnkun frá árinu áður. I máli Snorra Evertssonar sam- lagsstjóra á fundinum kom fram að flokkun og nýting mjólkur hafi verið mjög góð á síðasta ári og taldi hann að tekist hefði að halda vinnslukostnaðinum í lág- marki. í því sambandi benti liann á könnun sem gerð var nýlega á pökkun mjólkur og vinnslu osta í mjólkursamlögum norðanlands og Mjólkursamlag Skagfirðinga kom vel út úr. Smjörbirgðir voru í árslok tæp 84 tonn eða um 8 tonnum meiri en ársframleiðslan, en 2 mánuðum síðar hafði tekist að minnka þær niður í 65 tonn. Ostabirgðir um áramót námu 150 tonnum eða 21,7% af ársfram- leiðslunni og höfðu minnkað um 26 tonn. Svolítill samdráttur varð í skyrsölu á árinu, en talið er að pökkun í plastdósir, sem hafin var á árinu hafi komið í veg fyrir enn frekari samdrátt í sölu. -þá Sólin sest aldrei í Sólstofu Dúfu Vatnsgufubað fylgir hverjum tíma. Opiö frá morgni til kvölds. Fermingarbörn athugið 20% afsláttur til 1. maí. Vinsælir paratímar. SóLSTOFA DúFU KOTÁRGERÐI 2 ® 23717 LÍFIÐ ER KABARETT HELGARREISUR FLUGLEIÐA UM LAND ALLT REYRI Sjáðu söngleikinn Kabarett á sýningu hjá Leikfélagi Akur- eyrar, renndu þér á skíðum í Hlíðarfjalli og gleymdu ekki Sjallanum um kvöldið. YKJAVÍK Aldrei fjölbreyttari matstaðir né meiri gróska í listalífinu. Ótal leiksýningar, málverkasýningar og tónleikar að ógleymdri sjálfri óperunni. „Allt vitlaust“ á Broadway, Þórskabarett í Þórscafé. HÚSAVÍK Bær við ysta haf. Af Húsavíkurfjalli sést norður í Grímsey og suður á Vatnajökul. Frábært gistihús og góð aðstaða til heilsuræktar. HORNAFJÖRÐUR Hér rennur stærsti jökull Evrópu saman við himinhvolfin í ólýsanlegri tign, og endurvarpar sjólarljósinu. EGILSSTAÐIR Annars vegar gróðursælt Héraðið með hæstu tré landsins í Hallormsstaðaskógi, hins vegar sæbrött fjöllin niðri á Fjörðum. Hér er líka frábært skíðaland og hrikaleg náttúrufegurð. Áður fyrr svo afskekkt, að menn héldu að Vestfirðingar væru göldróttir. VESTMANNAEYJAR Með sérstæðustu ferðamannastöðum í allri Evrópu. Nýrunnið hraun og bátsferðir í hella sem að fegurð gefa ekki eftir þeim á Caprí. FLUGLEIÐIR UPPLÝSINGAR í SÖLUSKRIFSTOFU FLUGLEIÐA, HJÁ UMBOÐSMÖNNUM OG FERÐASKRIFSTOFUM

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.