Dagur - 15.04.1987, Page 13
15. apríl 1987 - DAGUR - 13
- >. 'v. <y-v.<> "c'tv'.v
á henni að undirbúa þessa árshá-
tíð.“
- Ert þú ánægður með hana?
„Já, miðað við hvernig gekk að
undirbúa hana þá er ég ánægður
með framkvæmdina. Þetta er
búið að vera gaman í kvöld.“
- Hvernig hefur þér annars
liðið í vetur?
„Þetta er búið að vera ágætt en
það verður að segjast eins og er
að í kringum verkfallið þá datt
allt félagslíf niður. Þetta hefur
verið alger ládeyða og ég er bara
feginn að við rétt náðum að
merja þessa árshátíð í gegn. En
þetta hafðist allt með samvinnu
og félagsanda. Mér hefur fundist
frá því að ég byrjaði hérna haust-
ið ’83 að félagslífið í F. á S. hafi
verið í miklum blóma miðað við
nemendafjölda. Það hefur að
vísu stundum þurft að sparka í
rassgatið á nemendum til að fá þá
til að taka þátt, en þegar það hef-
ur verið gert þá hefur þetta líka
komið vel út.
Nú, nú, við Björn kvöddumst
með virktum eftir að hafa rætt
saman um landsbyggðarmál, fjöl-
miðlun, byggðastefnu unga fólks-
ins og sitthvað fleira smálegt og
héldum hvor í sína áttina. Segir
ekki af ferðum mínum fyrr en ég
rekst á stúlkukind eina, alveg
eldhressa. Tókum við óðar tal
saman og fer það hér á eftir.
'óru að heyrast raddir um að það yrði
«
þessi samskipti aftur."
- Að endingu, hvernig hefur
þér líkað í F. á S.?
„Mér hefur fundist þetta alveg
stórfínt. Þetta er lftill skóli og
þess vegna kynnist maður bæði
nemendum og kennurum vel.
Samskiptin veröa persónulegri.
Mér hefur liðið afskaplega vel
þcssi fjögur ár sem ég hef veriö
hérna.“
Hætti í verkfallinu
- Komdu sæl og blessuð, þú heit-
ir?
„Hjördís Sævarsdóttir."
- Hvaðan ert þú?
„Eg kem frá Hvammstanga."
- Stundar þú nám hérna í
skólanum?
„Nei, ég hætti eftir áramót.“
- Hvað varst þú að læra?
„Ég var á fyrsta ári á uppeld-
isbraut.“
- Af hverju hættir þú?
„Út af verkfallinu, ég var dott-
in það mikið út úr náminu að ég
efast um að ég hefði náð prófun-
um.“
- Ertu þá byrjuð að vinna?
„Já, ég vinn í leikskólanum og
á sjúkrahúsinu á Hvammstanga.“
- Komstu hingað alla leið frá
Hvammstanga bara til að vera
hérna í kvöld?
„Já, já, ég gerði það.“
- Veistu um fleiri sent hafa
farið svo margar þingmannaleiðir
til að komast á þessa árshátíð?
„Jú, ég veit um stelpu sem kom
alla leið frá Grundarfirði, gagn-
gert til að vera hér viðstödd. Hún
stundar hér nám utanskóla.“
- Hvernig líkaði þér annars
þessi skóli?
„Mjög vel. Hér eru mjög góðir
kennarar og alveg frábærir
krakkar."
- Svo að þú mætir kannski hér
einhvern tíma aftur?
„Næsta haust, alveg hiklaust."
Myndir og texti:
Árni Gunnarsson
Gleðilega páska
OpnuMrtítni m páskana
Sldrdagur 11.00-23.30
Föstud. langi 11.00-22.30
Laugard. 11.00-22.30
Páskad. 11.00-22.30
Annar í páskum 11.00-22.30
Opið alla páskana
Látíö okkur sjá
Hamborgararnir okkar hafa
slegið í gegn enda einstak-
lega ljúffengir og aðeins
unnir úr úrvals norðlensku
nautakjöti.
um matreiðsluna
Fjölskyldupakkar
3 manna = 750 kr.
4 manna = 1.000 kr.
5 manna = 1.250 kr.
Pítur.
Fiskur og franskar,
sósa og salat.
Um páskana fá börnin
Innihald:
Kjúklingar, franskar,
sósa og salat.
ókeypis páskaegg