Dagur


Dagur - 15.04.1987, Qupperneq 15

Dagur - 15.04.1987, Qupperneq 15
15. apríl 1987 - DAGUR - 15 Annar í páskum: Kaffisamsæti fyrír eldrí borgara B-listinn í Norðurlandskjör- dæmi eystra býður eldri borg- urum til kaffisamsætis á Hótel KEA á annan dag páska kl. 15.00. Það verður létt yfir þessu sam- sæti. Meðal atriða á fjölbreyttri skemmtidagskrá má nefna að Páll Jóhannesson stórsöngvari flytur nokkur lög, Ingimar Eydal fer fimum höndum um nótna- Kabarett: Sýningar komnar á borðið eins og honum einum er lagið, Steinunn Sigurðardóttir annast upplestur úr nokkrum góðum verkum og loks verða fluttar gamanvísur. Efstu menn B-listans, þau Guðmundur Bjarnason, Vaj. gerður Sverrisdóttir og Jóhannes Geir Sigurgeirsson flytja stutt ávörp en veislustjóri verður Póra Hjaltadóttir. Þeir sem vilja geta haft sam- band við skrifstofuna á Akureyri og látið sækja sig, sér að kostnað- arlausu. Bílasími annan dag páska er 21180 og 27406. F.v.: Gísli Eyland stöðvarstjóri, Sverrir Skarphéðinsson birgðastjóri Pósts og síma Reykjavík og Ársæll Magnússon umdæmisstjóri. Póstur og sími: Ný söludeild a Akureyri annantug Við ætlum aðeins að minna á það að sönglcikurinn Kabarett verður sýndur hjá Leikfélagi Akureyrar í kvöld, annað kvöld og á annan í páskum. Nánar tiltekið: Miðvikudags- og fimmtudagskvöld, svo og annan I páskum. Sýningar hefjast kl. 20.30 öll kvöldin. Þegar þetta er skrifað er búið að sýna Kabarett 11 sinnum og með tilliti til aðsóknar verður söngleikurinn enn á fjölum LA þegar tún taka að grænka. A.m.k. er ljóst að þetta verk mun slá öðrum við á þessu leikári hvað aðsókn varðar. SS Afgreiðsla Pósts og síma á ann- arri hæð hússins að Hafnarstræti 102, Akureyri, hefur verið alger- lega endurnýjuð. Nýjar innrétt- ingar prýða afgreiðsluna sem hef- ur tekið geysilegum stakkaskipt- um, en þarna er alltaf mikil umferð fólks sem kemur til að greiða símreikninga, panta síma- númer, kaupa símtæki eða not- færa sér aðra þá þjónustu sem stofnunin veitir. Boðað var til blaðamannafundar í nýju afgreiðslunni þar sem stöðvar- stjóri og umdæmisstjóri veittu nánari upplýsingar. Þegar Gísli Eyland, stöðvar- stjóri, var spurður að því hvað þessar breytingar hefðu í för með sér, sagði hann: „Það verður miklu rýmra um okkur hérna og við fengum söludeild hingað sem ekki var hér áður. Hérna getur fólk valið sér símtæki og annan símabúnað því við höfum góða aðstöðu til að sýna tækin. Það er ekki hægt að segja að þessar breytingar hafi verið lengi á döf- inni, hugmyndin að þessu kom í vetur. Eg vil koma á framfæri þakklæti til allra iðnaðarmanna og annarra sem hafa unnið að þessum breytingum." Ársæll Magnússon, umdæmis- stjóri, sagði m.a. í ávarpi sem hann flutti: „Af þessu tilefni, sem segja má að marki viss tímamót hjá okkur, kom markaðsnefnd Pósts og síma hingað norður. Markaðsnefndin var sett á lagg- irnar snemma vetrar og þá var ráðinn markaðsstjóri, Björn Jónsson. í nefndinni eru einnig Sverrir Skarphéðinsson, birgða- stjóri, Birgir Már Jónsson og Gylfi Gunnarsson. Hlutverk markaðsnefndar er að móta stefnuna í markaðs- og sölumál- um Pósts og síma. Þetta er fyrsti fundur nefndarinnar utan Reykjavíkur en hann er haldinn hérna í dag. Við viljum breyta ímynd stofnunarinnar en löngum hefur það álit ríkt að Póstur og sími sé nokkuð íhaldssöm stofnun. Þessu viljum við breyta, við erum tilbúnir í slaginn og vilj- um auka mjög alla þjónustu við viðskiptavinina. Ég vil óska öll- um til hamingju með þetta hús- næði og óska eftir því að breyting- arnar megi verða til að auðvelda viðskiptavinum okkar til að not- færa sér þjónustuna.“ EHB Guðmundur Valgerður Jóhannes Þora Kaffisamsæti B-listinn Norðurlandskjördæmi eystra býður eldri borgurum til kaffisamsætis á Hótel KEA mánudaginn 20. apríl kl. 15.00. Húsið opnað kl. 14.30. Veislustjóri verður Þóra Hjaltadóttir. Okkur væri sérstök ánægja að sjá þig B-listinn í Norduriandskjordæmi eystra Bílasími 21180 og 27406. Ef þú vilt láta sækja þig. Fjölbreytt skemmti- dagskrá, söngur, gamanvísur, upplestur, hljóðfæra- leikur. Guðmundur, Valgerður og Jóhannes flytja stutt ávörp.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.