Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - 21. apríl 1987
ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS
SKRIFSTOFUR:
STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI
SlMI: 24222
ÁSKRIFT KR. 530 Á MÁNUÐI
LAUSASÖLUVERÐ 50 KR.
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR:
HERMANN SVEINBJÖRNSSON
RITSTJÓRNARFULLTRÚI:
BRAGI V. BERGMANN
BLAÐAMENN:
ÁSLAUG MAGNÚSDÚTTIR, EGGERT TRYGGVASON, EGILL BRAGASON,
GESTUR KRISTINSSON (Blönduósi vs. 95-4070 hs. 95-4368),
HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR
(Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON,
RÚNAR ÞÓR BJÖRNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON,
ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729)
AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRÍMANNSSON
ÚTBREIÐSLUSTJÓRI:
HAFDÍS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165
FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON
PRENTUN: DAGSPRENT HF.
leiðari.______________________________
Framsókn er
framfarasókn
Lokasprettur kosningabaráttunnar fyrir alþing-
iskosningarnar á laugardag er nú hafinn. Til
þessa hefur kosningabaráttan verið í hægara
lagi, nema hvað um tíma settu mál Alberts
Guðmundssonar og Borgaraflokksins töluverð-
an svip á umræðuna. Búast má við að einhverjir
reyni að kasta fram kosningabombu á síðustu
dögunum til að dreifa athygli kjósenda frá því
sem raunverulega skiptir máli í stjórn-
málaumræðunni í dag.
Það er mikilvægt að kjósendur missi ekki sjón-
ar á því meginmáli, sem þessar kosningar snú-
ast um; Að áfram verði unnið af festu og skyn-
semi að stjórn landsins, ekki síst efnahagsmál-
unum. Ef áfram tekst að halda þeim stöðugleika
sem undanfarin misseri hafa einkennst af, þá
mun sú mikla og mikilvæga uppbygging sem nú
er hafin á öllum sviðum atvinnulífsins halda
áfram. Að öðrum kosti má búast við glundroða
og tilheyrandi sundurþykkju sem lama mun þá
uppbyggingu sem nú er í gangi.
Því er ekki að neita að hættumerki blasa við í
efnahagsmálunum. Verðbólgan er meiri en
æskilegt er um þessar mundir og ef ekki verður
á því máli tekið strax að loknum kosningum er
voðinn vís. Því hefur verið haldið fram af stjórn-
arandstæðingum að góðærið hafi ekki farið til
fólksins. Þó finna það flestir landsmenn að hlut-
irnir eru að þróast á betri veg. Það er á hinn bóg-
inn alveg ljóst, að ef stöðugleikinn í efnahags-
málunum fer forgörðum, þá mun góðærið verða
tekið af þeim sem nú eru byrjaðir að njóta þess
og séu einhverjir þeir til sem ekki eru þegar
farnir að finna fyrir bættum hag, þá munu þeir
aldrei finna fyrir góðærinu ef sundrungaröflin
komast til valda.
Það þarf sterk bein til að þola góða daga.
Ríkisstjórninni undir forystu Steingríms Her-
mannssonar hefur tekist að nýta góðærið til
góðra hluta, uppbyggingar fyrir framtíðina.
Þetta góðæri sem svo mjög er rætt um hefði á
hinn bóginn getað leitt til þenslu og óðaverð-
bólgu, eins og svo fjölmörg dæmi eru um úr
efnahagssögu þjóðarinnar á liðnum áratugum.
Eins og mál hafa þróast í íslenskri pólitík að
undanförnu er Framsóknarflokkurinn undir for-
ystu Steingríms Hermannssonar eina stjórn-
málaaflið sem skapað getur þá festu og þann
stöðugleika í efnahagsmálum sem nauðsyn-
legur er, svo fórnirnar sem færðar hafa verið
verði ekki til einskis. Framsókn jafngildir fram-
farasókn. Atkvæði greidd öðrum jafngilda auk-
inni hættu á glundroða. HS
viðtal dagsins.
Kári Sigurðsson.
„Stundum er maour
sæmileqa ánægður“
Viðtal dagsins í dag er við
Kára Sigurðsson sem hélt
myndlistarsýningu í Safnahús-
inu á Húsavík um páskana.
Þetta var 17. einkasýning
Kára.
- Hefur þú ekki líka tekið þátt
í mörgum samsýningum?
„Ég man ekki hvað þær eru
margar en stærsta samsýningin
sem ég hef tekið þátt í var á veg-
um Menningarsamtaka Norð-
lendinga hér á Húsavík 1982.
Einnig var nokkuð stór samsýn-
ing á Laugum þegar við íslend-
ingar héldum upp á ellefu alda
búsetu í landinu 1974, fjórum
árum áður tók ég þátt í samsýn-
ingu þegar Húsvíkingar héldu
upp á búsetu Garðars Svavars-
sonar á Húsavík.
Einnig hef ég oft sett upp
smásýningar eins og t.d. fyrir
forsetakosningarnar þá setti ég
upp sýningu á kosningaskrifstofu
Vigdísar.“
- Þú ert fæddur á Vopnafirði,
fórstu snemma að teikna og
mála?
„Ég man ekki hvenær ég byrj-
aði en þá var ekki um neina liti
að ræða, maður fékk umbúða-
pappír utan af vörum sem keypt-
ar voru í kaupfélaginu og teikn-
aði á hann. Mér fannst ákaflega
leiðinlegt þegar farið var að
myndskreyta pappírinn, á honum
var hringur, mynd af fólki sem
hélst í hendur og svo stóð Kaup-
félagið með vissu millibili. Það
voru litlir fletir á milli orðanna
sem hægt var að teikna á og mér
fannst þetta ákaflega slæmt.
Skólastjórinn við barnaskól-
ann var mikill teiknari og teikn-
aði mikið með blýanti og ég varð
fyrir miklum áhrifum frá honum.
Eg held að ég hafi verið ellefu
eða tólf ára þegar ég fékk fyrst
olíuliti, þeir voru jólagjöf frá
Elínu Salínu, ömmu minni sem
þá bjó í Reykjavík.“
- Og hefurðu fengist við að
mála síðan?
„Það hafa komið hlé hjá mér.
Ég lærði húsasmíði og vann mik-
ið bæði sumar og vetur, eins þeg-
ar ég var að byggja, þá voru ekki
margar stundir til að fást við
svona lagað og þetta hefur verið
hobbý fram að þessu. Ég hélt að
ég væri í ágætu starfi hvað frí-
stundir varðar, þegar ég vann við
gluggaskreytingar hjá kaupfélag-
inu. En það var oft langur vinnu-
dagur, sérstaklega í kringum jól,
páska og fyrir sumarleyfi þannig
að það gafst ekki tími til að mála.
Síðan 1984 hef ég nær eingöngu
fengist við að mála, en vinn hálft
starf við myndmenntakennslu í
gagnfræðaskólanum í vetur og
var flokksstjóri með bæjar-
vinnukrakkana síðastliðið sum-
ar.“
- Getur þú lifað af því að vera
myndlistarmaður?
„Ég hef ekki getað lifað af því
eingöngu en það er ekki þar með
sagt að stærri sýningar mínar hafi
ekki gengið vel, þá á ég við tvær
sýningar á Vopnafirði, eina í
Golfskálanum á Akureyri og
# Hrafninn
Þau vöktu verulega athygli,
orðaskipti Thors Vilhjálms-
sonar og Hrafns Gunnlaugs-
sonar í Sjónvarpinu á dögun-
um um Evrópusöngvakeppn-
ina og menningarsmekk
Hrafns Gunnlaugssonar yfir-
leitt. Þær viðræður voru
tilefni eftirfarandi vísu Sig-
tryggs Símonarsonar:
Ég björtum augum naumast
lífið lít,
en löngum um það heila minn
égbrýt
að ef til sjónvarps sjónum
minum gýt
það sýnist stundum fullt
af hrafnaskít.
Mun hann ekki eiga þar við
Ingva Hrafn fréttastjóra.
§ Þarfnast
þvottar
Um siðgæðið í Sjálfstæðis-
flokknum orti sami Sigtrygg-
ur:
Siðgæði hjá Sjálfstæðinu
sýnist ekki gott.
Sjálfsagt er að setja það
í syndagjaldaþvott.
§ Kosningar
Æ, hvaða vandræði. Hvað í
ósköpunum á ég að kjósa?
Menn, málefni, flokka,
samtök, hreyfingar? Aldrei
hefur verið eins mikið úrval
og sjaldan hafa flokkarnir
verið eins geóþekkir og nú.
Allir tala þeir um heimilið
sem hornstein þjóðfélagsins,
allir virðast þeir vera mjög
mannúðlegir, allir höfða til
landsbyggðarinnar og gagn-
rýna fjárstreymið til Reykja-
víkur og allir fordæma mið-
stýringu og vilja færa völdin
heim í héruð. Þetta las maður
a.m.k. út úr flokkakynningun-
um í sjónvarpinu. Meira að
segja íhaldið og borgara-
íhaldið segjast leggja áherslu
á manngildi og menntun.
Þetta skýtur skökku við því
alkunna er að í kapítalisma
og frjálshyggju er ekki rúm
fyrir börn, fóstrur, hjúkrunar-
stéttir, kennara, námsmenn,
verkamenn, fatlaða,
námsmenn, eða aldraða.
Peningarnir gilda. En þó við
afskrifum þessa tvo flokka
eru samt margir eftir, félags-
lega sinnaðir, mannúðlegir
jafnréttisflokkar. Þitt er valið,
en svo sannarlega getur ver-
ið erftitt að skilja kjarnann frá
hisminu.