Dagur - 21.04.1987, Side 10

Dagur - 21.04.1987, Side 10
10 — DAGUR - 21. apríl 1987 Videover auglýsir Höfum opnað glæsilegan grillstað. Hamborgarar - Pítur og franskar. Erum einnig með ís og fleira góðgæti. Videomyndir í úrvali. Videover Kaupangi, sími 26866. Frábærfjölskylilustaðiir og marglitt mannlíf Óvenjugóð aðstaða fyrir barnafjölskyldur, góðar sólarstrendur, fjörugt næturlíf og einhver bestu hótel sem hægt er að hugsa sér, hafa gert Alcudiaströndina á Mallorca að einum vinsælasta sumarleyfisstað f Evrópu. Meðan mamman og pabbinn sóla sig áhyggjulaus á * hvítri ströndinni, versta eða kæla sig í tærum sjónum tekur Pjakkaklúbburinn til starfa. Barnafararstjóri Polaris fer með Pjakkana á krabbaveiðar, í dýragarð- inn, stjórnar kastalabyggingum á ströndinni og hvað- eina. fslendingum gefst tækifæri á að njóta dvaiar við Alcudiaflóann, hjarta Mallorca, á sérlega hagstæðu Polarisverði. Dæmi: 3 vikur og fjórir 13. herbergja íbúð áDelSol kosta aðeins frá 30.600,- íþróttic. Bikarkeppni KRA: Frískir KA-menn bustuðu Vask í gær léku KA og Vaskur í bikarkeppni KRA. Yfirburðir KA-manna voru miklir í leikn- um og sigruðu þeir örugglega 5:0 eftir að staðan í leikhléi var 2:0. Þór sigraði Vask Á laugardaginn léku Þór og Vaskur í bikarkeppni KRA. Leikurinn fór fram á Sana-vell- inum og lauk honum með sigri Þórs 2:0 eftir að staðan í leik- hléi hafði verið 1:0. Leikurinn fór rólega af stað og fór að mestu fram á miðjunni til að byrja með. Lengst af var lítið um samsþil enda bauð völlurinn ekki upp á slíkt. Þó náðu Þórsar- ar með þá Guðmund Val og Hall- dór Áskelsson fremsta í flokki, skemmtilegum samleik á tíðum í fyrri hálfleik. Einnig átti Hlynur ágæta spretti. Fyrra markið skoraði Halldór í lok fyrri hálfleiks eftir fyrirgjöf frá Hlyni. Síðari hálfleikurinn var ákaf- lega leiðinlegur á að horfa og hending ef boltinn gekk á milli samherja. Nói Björnsson skoraði síðara mark Þórs eftir horn- spyrnu þegar um 15 mínútur voru liðnar. Hjá Vaski var Gísli markvörð- ur bestur en einnig var Jón Birgir sterkur í vörninni. ET Það var Gauti Laxdal sem kom KA-mönnum á bragðið með góðu marki eftir fyrirgjöf frá hægri. Þorvaldur Örlygsson skor- aði síðan annað markið úr víta- spyrnu. Þeir félagar voru einmitt bestu menn KA-liðsins ásamt Friðfinni og Bjarna en einnig var Erlingur sterkur í vörninni. Síðari hálfleikur fór nær ein- göngu fram á vallarhelmingi Vaskara og oft á tíðum náðu KA- menn að leika vel sín á milli. Snemma í hálfleiknum var Birni Berg Vaskara vikið af leikvelli fyrir að brjóta illa á Bjarna Jóns- syni. Það var Þorvaldur sem skoraði þriðja mark KA eftir fyrirgjöf frá Árna Freysteinssyni en marka- kóngurinn Tryggvi Gunnarsson skoraði síðan tvö síðustu mörkin. í slöku liði Vasks var enginn öðrum betri. ET Halldór Áskelsson skoraði fyrra mark Þórs gegn Vaski. Bjarni Jónsson skoraði þrjú mörk gegn Reyni. KA vann stórsigur á Reyni KA sigraði Reyni frá Árskógs- strönd 8:0 í fyrsta leiknum í bikarkeppni Knattspyrnuráðs Akureyrar á skírdag. Tryggvi Gunnarsson og Bjarni Jónsson skoruðu þrjú hvor í leiknum. í hálfleik var staðan 3:0. í fyrri hálfleik stóðu Reynis- menn uppi í hárinu á KA-mönn- um sem þó skoruðu 3 mörk. Jón Sveinsson skoraði fyrsta markið, Bjarni Jónsson bætti öðru marki við og Tryggvi Gunnarsson bætti því þriðja við á lokamínútu hálf- leiksins. í síðari hálfleik höfðu KA- menn tögl og hagldir á vellinum og skorðu þeir Tryggvi Gunnarsson og Bjarni Jónsson tvö mörk hvor til viðbótar, Þorvaldur Örlygsson 1 og úrslitin því 8:0. FríiÖ erpottþétfmð Folarís! FERDASKRIFSTDFAN POLAfí/S Kirkjutorgi 4 Sími622 011 /^\ POLARIS w Vantar ykkur Ijúffengt og hollt kex? BéýnifrJá-nýjíí^eríStnar^Kkarr^ ,x * Hakakex Vsnasö^ «****;w É||Slíí ■bravSí csity&'- r úftUfK ak.CM Cuíí^Vió<!L

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.