Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 11

Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 11
21. apríl 1987 - DAGUR - 11 Skíðamót Islands: Spennandi keppni á skemmtilegu móti Björn Þór Ólafsson lét sig ekki vanta á skíðalandsmótið sem að þessu sinni fór frani á Isafiröi. Mynd: KK „Keppendum hefur fækkað með árunum“ - segir Björn Þór Ólafsson sem mætti í 28. skipti á skíðalandsmót Skíðamóti Islands 1987 var slitið á páskadag í veglegu lokahófi bæjarstjórnar Isa- fjarðar í menntaskólanum en Skíðafólk frá Akureyri fjöl- mennti á Skíðalandsmótið að venju og lét sem fyrr töluvert að sér kveða. Blaðamaður Dags spurði þá Árna Óðinsson og Hauk Jóhannsson skíða- þjálfara frá Akureyri hvort þeir væru ánægðir með fram- kvæmd landsmótsins á Isafirði. „Það voru stór göt í fram- kvæmdinni. Það t.d. að Ólafur Sigurðsson frá ísafirði sleppir hliðum í sviginu og kemst upp með það, hefur það í för með sér að við missum af tvennum verð- launum. Valdimar Valdimarsson hefði annars orðið þriðji í svigi og annar í alpatvíkeppninni og þá hefði Rúnar Ingi Kristjánsson orðið þriðji í alpatvíkeppninni. Einn af okkar mönnum sleppti sama hliði og Ólafur og hann hætti þá keppni. Allar brautir, vinnsla við þær og tímataka var mjög góð en þessi mistök í porta- vörslunni virðast landlæg." - Er eitthvað sem ykkur finnst standa upp úr? „Árangur Jóhannesar Baldurs- sonar í stórsviginu er frábær en hann er aðeins 15 ára gamall og að keppa í fyrsta sinn á lands- móti. Ungu strákarnir okkar eru stórefnilegir og eiga eftir að gera það gott í framtíðinni. Við vor- um nokkuð öruggir með góðan þá hafði keppni staðið yfir í fjóra daga. Mótið tókst vel og var keppni í flestum greinum mjög jöfn og skemmtileg. árangur í kvennaflokknum og það hefði verið meiri háttar slys að vinna ekki sigur þar. Árangur okkar manna á mótinu er þokka- legur en það má segja að það hafi komið smá bakslag eftir stór- svigskeppnina. Það er ekki spurt um það eftir á hver vann flest verðlaunin, heldur hver það var sem vann flesta titlana." Guðrún H. Kristjánsdóttir bikar- meistari kvenna. Mynd: kk Akureyringar voru sigursælir í alpagreinum en í göngu stóðu ísfirðingar sig best. Þá var hlutur Ólafsfirðinga cinnig góður. Bryndís Ýr Viggósdóttir gerði virkilega góða hluti á mótinu og sigraði í svigi, stórsvigi og alpa- tvíkeppni og þá varð hún önnur í samhliða svigi. Hún og Einar Ólafsson frá ísafirði unnu þrjú gull og eitt silfur hvort á mótinu. Einar sigraði í 30 km göngu og 15 km göngu og hann var í sigursveit ísafjarðar sem sigraði í 3x10 km boðgöngu. Hann sigraði í göngu- tvíkeppni og þá varð hann annar í norrænni tvíkeppni. Þau Rögn- valdur Ingþórsson og Ósk Eben- esardóttir frá ísafirði voru einnig mjög sigursæl í göngu. Ólafur Björnsson frá Ólafsfirði fór einnig heim hlaðinn verðlaun- um. Hann sigraði í stökki og norrænni tvíkeppni, þ.e. göngu og stökki. Guðmundur Sigur- jónsson frá Akureyri sigraði í stórsvigi, hann varð annar í sam- hliða svigi og þá er hann bikar- meistari SKÍ í karlaflokki. Guð- rún H. Kristjánsdóttir og Anna María Malmqiust frá Akureyri urðu að láta í minni pokann fyrir Bryndísi Ýri en þær þrjár röðuðu sér í þrjú efstu sætin í svigi, stór- svigi og alpatvíkeppni og þá varð Guðrún bikarmeistari SKÍ í kvennaflokki. Daníel Hilmarsson frá Dalvík sigraði í svigi og varð þriðji í samhliða svigi en hann féll úr keppni í stórsvigi. Örnólfur Valdimarsson frá Reykjavík sigr- aði í samhliða svigi karla annað árið í röð og í kvennaflokki sigr- aði hin stórefnilega Ásta Hall- dórsdóttir frá ísafirði. - Munuð þið félagar sjá áfram um skíðaþjálfunina á Akureyri? „Það mál er allt óljóst á þessu stigi. Við höfum haft mjög gam- an af þessu en þetta er miklu meiri vinna en við áttum von á,“ sögðu þeir félagar Árni og Hauk- Á lokahófi landsmótsins á ísa- firði var auk þess sem veitt voru öll verðlaun fyrir sigra á mótinu, veitt verðlaun fyrir sigur einstökum greinum og flokkum í bikarkeppni SKI 1987. Visa-bikarmeistarar SKÍ 1987 urðu þessir: Norrænar greinar konur 16 ára og cldri stig 1. Ósk Ebenenesardóttir í 100 2. Eyrún Ingólfsdóttir í 75 3. Auður Yngvadóttir í 31 4. Ester Ingólfsdóttir S 20 piltar 17-19 ára 1. Rögnvaldur Ingþórsson í 100 2. Baldur Hermannsson S 80 Björn Þór Ólafsson frá Ólafs- firði mætti að sjálfsögðu á Skíðamót Islands á Isafirði um páskana og keppti þar bæði í göngu og stökki. Þetta var í 28. skiptið sem Björn Þór mætir á landsmót og jafnframt hans 25. í röð. Hann var aldursforseti keppenda en sýndi það og sannaði enn einu sinni hversu snjall íþróttamaður hann er. Björn Þór var spurður um mót- ið á Isafirði: „Þetta mót hefur verið mjög gott og vel að málum staðið, a.m.k. í norrænu greinunum þar sem ég þekki best til.“ - Sérðu einhvern mun á mót- um milli ára? „Nei þetta er allt mjög svipað 3. Sigurgeir Svavarsson Ó 75 karlar 20 ára og eldri 1. Magnús Eiríksson S 85 2. Þröstur Jóhannesson í 76 3. Haukur Eiríksson A 55 4. Ingþór Eiríksson A 55 Alpagreinar karlar: 1. Guðmundur Sigurj.ss. A 125 2. Daníel Hilmarsson D 95 3. Guðmundur Jóhannsson í 60 konur 1. Guðrún Kristjánsd. A 150 2. Bryndís Ýr Viggósd. A 130 3. Anna M. Malmquist A 110 en þó hefur keppendum fækkað mikið frá því sem áður var. í dag rnæta aðeins þeir bestu en áður fóru menn á landsmót án þess að ætla sér sigur." - Áhugi á stökki virðist alltaf vera að minnka. Hver er ástæðan fyrir því? „Já það er hálf sorglegt með stökkið. í dag er boðið upp á svo margt og einhvern veginn hefur því stökkið lent út undan. Ég er hræddur um að þetta leggist af og það á einnig við um gönguna. Það er alls engin endurnýjun og núna eru t.d aðeins 3 piltar í göngu í flokki 17-19 ára. Það er því ekki bjart framundan. Það hefur líka mikið að segja að aðstaðan til æfinga sé góð. Þetta er fjórði veturinn í röð sem er mjög snjólítið í Ólafsfirði. Nú og svo þeir ungu keppendur sem við byggjum upp hætta yfirleitt þegar þeir fara í nám í annað byggðar- lag. Umfjöllun fjölmiðla hefur líka sitt að segja. Sjónvarpið er hvað sterkastur fjölmiðla en hjá þeirri stofnun er skíðaíþróttinni mjög mismunað gagnvart boltaíþrótt- um.“ - Hvað með skíðalandslið? „Það er sjálfsagt að hafa landslið en Skíðasambandið þarf að leggja meiri rækt við þá ungu sem eiga að taka við.“ - Má ekki reikna með þér á næsta landsmót? „Jú ég held áfram á meðan ég þori að stökkva fram af. Það er heldur engin skömm að því að gefa eftir brautina í göngu- keppni. Ég hef mjög gaman af því að vera með þessu unga fólki. I fjölskyldunni er mikið skíðafólk og við getum öll verið í þessu saman og það gerir þetta enn skemmtilegra,“ sagði Björn Þór. P' Einar Ólafsson frá ísafirdi var aö venju sigursæll í göngu. Mynd: kk „Þokkalega ánægðir" - sögðu þeir Árni Óðinsson og Haukur Jóhannsson ur. Bikarmeistarar SKÍ1987

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.