Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 6

Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - 21. apríl 1987 Pálína Konráðsdóttir. Síðasti byggði torfbær á landinu: Hefur staðið auður síðustu mánuði Síðasti torfbær í byggð á land- inu, að Skarðsá í Sæmundar- hlíð í Skagafírði, hefur staðið auður um tíma þar sem ábú- andinn Pálína Konráðsdóttir, sem varð 87 ára á dögunum, hefur dvalið á Sjúkrahúsi Skagfírðinga á Sauðárkróki síðan 20. janúar sl. Pálína sagðist í samtali við Dag hafa fengið ansvítans flensuna í vetur og verið að jafna sig af henni undanfarið. Hún sagðist vera hress að öðru leyti en því að sig kenndi aðeins til í öðrum fætinum, en kvaðst ætla að fara fram eftir þegar hlýnaði meira og komið yrði vor og blíða. „Ætli ég verði ekki þarna meðan ég tóri,“ sagði hún. Pálína sagði gott að vera í torf- húsum og það sæist á sér að mað- ur gæti orðið gamall þó maður væri í torfi. Já, auðvitað er hún með skepnur; hund og kött, kindurnar eru fáar, 10-20 og nokkur hross. Nágranni hennar Jón á Fosshóli hefur hirt skepn- urnar meðan hún hefur verið í burtu. Pálína sagði engan vita það með vissu hvenær húsið á Skarðsá var byggt, en lýsti húsa- skipan: Nokkuð löng göng inn af baðstofu, til hliðar eldhús og inn af því hús sem geymt var í slátur og kjöt. í dag eru uppi, bæjar- dyrnar, göngin og baðstofan. Hún sagði marga vera búna að koma og skoða húsið og það myndi líklega ekki gleymast. „Fyrst þeir hafa svona mikinn áhuga á þessu ættu þeir að byggja húsið upp í sinni upprunalegu mynd eftir minn dag. Það er lík- lega kalt þar núna, en það verður ekki lengi að hitna þegar ég kem og fer að kynda,“ sagði Pálína á Skarðsá að lokum. -þá Gróður og veður: Tíðarfaríð blekkir suma Sjaldan eða aldrei hefur eins mikið borið á flugum í byrjun mars og einmitt í síðastliðnum marsmánuði. Hvað eftir annað hrökk maður í kút við óvænt suð og sarg í þessum lánlausu skepnum. Heldur voru flug- urnar veikburða því gjarnan ultu þær rænulitlar um koll í gluggakistum eða hreinlega duttu á mann úr loftinu. Öllu þessu olli tíðin, sem svo er nefnd. Þegar tíðin er góð verður allt öfugsnúið. Blóm spretta í görðum, skordýr vakna suðandi til lífsins og tískuverslan- ir fyllast af léttum og litríkum fatnaði. En það eru ekki allir við þessu óvænta nýkviknaða lífi búnir. Nýútsprungin blómin herpast saman og visna, grasið fölnar, skordýr deyja og fólk tekur fram Hekluúlpurnar á nýjan leik. Það er komið hret. Góðu tíðarfari fylgir nefnilega alltaf hret, gjarn- an svokallað páskahret, sem kæf- ir óskynsamlegar fæðingartil- raunir náttúrunnar sem eru í engu samræmi við almanakið. Hvað flugurnar varðar finnst mér óþarfi að þær láti á sér kræla nema rétt yfir hábjargræðistím- ann. Gróðurinn verður líka að þekkja sín tímamörk og veður- þol. En tískan lætur ekki að sér hæða, hún er hafin yfir rúm og tíma. Hugsið ykkur bara hvernig lífið væri ef enginn væri til að segja manni hvenær maður ætti að klæðast vorfatnaði, sumar- fatnaði, síðsumarsfatnaði, haust- fatnaði og vetrarfatnaði í réttum og viðeigandi litum. Maður gæti tekið upp á þeim óskunda að klæða sig eftir veðri og í kolvit- lausum litum í þokkabót. Hallfreður „Stórbændastefna - eyðibýlastefna??“ í grein eftir Kristján H. Sveins- son nú nýverið, gerir hann að umtalsefni landbúnaðarstefnu núverandi ríkisstjórnar. Pær staðhæfingar sem þar eru settar fram með þvílíkum eindæmum að erfitt er að finna hliðstæðu. Er þó af nægu að taka úr umræðu síðustu missera. í greininni er vegið á mjög ósmekklegan hátt að þeim mönn- um sem unnið hafa að mótun landbúnaðarmála þjóðarinnar undanfarin ár og margir hverjir lagt til þeirra allan sinn starfs- feril. Að sjálfsögðu orkar margt tvímælis sem gert hefur verið, en seint verða forystumenn okkar bænda, undanfarin ár, hvort heldur sem eru pólitískir eða frá Stéttarsambandi bænda sakaðir um að hafa „með stjórnvaldsað- gerðum slegið til riddara óstétt- vísa og óþjóðholla framleiðend- ur, en slegið litla mannnin - fjöl- skyldubóndann - undir beltis- stað“ eins og Kristján segir svo smekklega í sinni grein. Ef þetta er ekki högg undir beltisstað þá þekki ég ekki slíkt. Erfitt hlutverk Staða landbúnaðarins var mjög erfið þegar Framsóknarflokkur- inn tók við þeim málaflokki í núverandi ríkisstjórn. Þar stefndi í það að framleiðsla hefðbund- inna, búvara yrði 50% umfram það sem markaðurinn tók við. Umfangsmiklar aðgerðir voru óhjákvæmilegar. Til þess að sýna fram á hversu mikil fjarstæða það er að stórbændum hafi verið hyglað sérstaklega ætla ég að nefna eitt dæmi. Verðlagsárið ’86/’87 hafa 715 mjólkurfram- leiðendur í landinu meiri fullvirð- isrétt en þeir höfðu árið ’84/’85. Af þeim voru 646 með fullvirðis- rétt innan við 500 ærgildi. Sjálfur tók ég þátt í að skipta aukafullvirðisrétti á svæði Bún- aðarsambands Eyjafjarðar. Það gerðist þannig að í fyrstu umferð var öllum sem höfðu fullvirðisrétt undir 300 ærgildum tryggt að þeir yrðu ekki fyrir samdrætti. I ann- arri umferð voru tekin 5% af öll- um og þeim deilt út eftir settum reglum til þeirra sem mest þurftu á því að halda. Meðal annars þeirri reglu að enginn einstakl- ingur sem hafði fullvirðisrétt yfir 500 ærgildum fékk úthlutun. Ég vil leyfa mér að fullyrða að fyrir marga yngri bændur, sem voru nýlega byrjaðir búskap, réði þessi úthlutun úrslitum um að þeir gætu haldið áfram. Þrátt fyr- ir þetta, dynur stöðugt rógurinn um stórbændastefnu og eyðibýla- stefnu. Horft til framtíðar Þær aðgerðir sem gripið hefur verið til síðustu árin, eru frum- aðgerðir. Þær miðast að því að koma í veg fyrir skipulagslaust hrun, sem blasti við væri ekkert að gert. Þannig var staðan eftir 4ra ára pólitíska stjórn sjálfstæð- ismanna á málefnum landbúnað- arins. Með þeim búvörusamn- ingi, sem nú hefur verið gerður til 4ra ára, getum við farið að horfa til framtíðar. Þar sem hvað styðji annað, fjölskyldubúskapur og ný atvinnuuppbygging í sveitum landsins. Ég vil biðja kjósendur að hugleiða hvaða stjórnmála- flokkur sé líklegastur til þess að leiða slíkt starf. Ég óttast ekki niðurstöðuna. Jóhannes Geir Sigurgeirsson. (Höfundur skipar 3. sæti B-listans i Nordurlandskjördæmi eystra.) Ungherjakofi Alþjóðasam- hjálpar verkalýðsins Steingrímur Eggertsson á Akur- eyri hafði samband við Dag vegna myndar, sem birtist í blað- inu 13. þ.m. Húsið á myndinni hét Ungherjakofi Alþjóðasam- hjálpar verkalýðsins, en deild úr þeim félagsskap var starfandi á Akureyri á kreppuárunum. Steingrímur segir, að húsið hafi verið byggt 1929 eða 1930 á veg- um ASV, en tilgangur félagsins var að létta undir með þeim sem áttu ekki til hnífs og skeiðar, skorti fatnað eða áttu ekki í neitt húsaskjól að venda. Á þessum árum var atvinnuleysi landlægt og aðföng öll af skornum skammti. í þessu húsi, sem stóð á Naustaborgum, voru haldin mót og þar dvöldu börn fátæks verka- fólks á sumrin. Ungherjakofinn var síðar seldur Helga Pálssyni, útgerðarmanni á Akureyri. „Ég vann við að byggja Ung- herjakofann ásamt Þorsteini Þor- steinssyni frá Engimýri í Öxnadal og Hermundi Jóhannessyni. Þor- steinn var aðalmaðurinn við þess- ar framkvæmdir, sá um að útvega efni og koma því uppeftir við erf- ið skilyrði. Húsið var í notkun í nokkur ár en það varð sífellt erf- iðara að reka það, m.a. vegna skulda sem hvíldu á því vegna efniskaupa. Það verður að segja það eins og er að við áttum enga Frá byggingu ungherjakofans. Mennirnir á þakinu eru: Þorsteinn Þorsteinsson og Steingrímur Eggertsson, fjær. (Úr myndasafni Steingríms Eggertssonar).

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.