Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 1
70. árgangur Akureyri, þriðjudagur 21. aprfl 1987 74. tölublað
Hvern vilja kjósendur sem forsætisráðherra:
Steingrímur er
langvinsælastur
- á Norðurlandi, samkvæmt skoðanakönnun Dags
og Félagsvísindastofnunar
Samkvæmt niðurstöðum skoð-
ana könnunar Félagsvísinda-
stofnunar Háskóla íslands, vill
yfirgnæfandi mcirihluti kjós-
enda á Norðurlandi að Stein-
grímur Hermannsson formað-
ur Framsóknarflokksins verði
•næsti forsætisráðherra. Ef tekið
er vegið mcðaltal úr báðum
Norðurlandskjördæmunum vilja
59,4% aðspurðra að Stein-
grímur verði næsti for-
sætisráðherra þjóðarinnar, í
öðru sæti er Þorsteinn Pálsson
með 9,9% og í þriðja sæti
kemur svo Albert Guðmunds-
son með 6,8%.
Spurt var: „Hver viltu helst að
verði næsti forsætisráðherra?“
Valkostir voru formenn allra
stjórnmálaflokkanna og loks
„einhver annar“. I úrtakinu var
eingöngu fólk á kosningaaldri og
alls svöruðu 641 úr báðum
Norðurlandskjördæmum ofan-
greindri spurningu.
í Norðurlandskjördæmi vestra
neituðu 10 að svara spurningunni
og 98 sögðust ekki vita hvern þeir
vildu fá sem næsta forsætisráð-
herra. Ef eingöngu eru teknir
þeir sem afstöðu tóku, vildu
57,4% fá Steingrím í forsætisráð-
herrastólinn, 13,9% nefndu Þor-
stein Pálsson, 9,1% Albert
Guðmundsson, 6,5% Svavar
Gestsson, 5,7% Jón Baldvin
Hannibalsson, 2,2% Halldór
Ásgrímsson, 1,7% Guðrúnu
Agnarsdóttur og 3,5% nefndu
aðra.
í Norðurlandskjördæmi eystra
neituðu 12 manns að svara spurn-
ingunni og 85 sögðust ekki vita
hvern þeir vildu í embættið. Ef
eingöngu eru teknir þeir sem
afstöðu tóku, vildu 60,2%
Steingrím Hermannsson, 8,3%
Þorstein Pálsson, 6,8% Svavar
Gestsson, 5,8% Albert Guð-
mundsson, 4,4% Halldór
Ásgrímsson, 3,4% Jón Baldvin
Hannibalsson, 1,5% Guðrúnu
Agnarsdóttur og 9,6% nefndu
aðra.
Þessar tölur sýna svo ekki
verður um villst að Steingrímur
Hermannsson er lang vinsælasti
stjórnmálamaður Norðlendinga
og nýtur trausts langt út fyrir rað-
ir sinna flokksmanna.
Sem fyrr segir var það Félags-
vísindastofnun Háskólans sem
gerði þessa könnun fyrir Dag og
var hún unnin dagana 8.-11. apríl
sl. BB.
Norðurland:
Slysalausir páskar
- flugumferð gekk vel - Mikill fjöldi
fólks í Hlíðarfjalli
Páskahelgin og dagarnir þar í
kring voru rólegir hjá Iögregl-
unni á Norðurlandi. Á Akur-
eyri voru fáir árekstrar og eng-
in slys á mönnum. Mikil
flugumferð var milli Akur-
eyrar og Reykjavíkur og frá
því á skírdag og þangað til í
gær fóru fimm þotur á milli
staðanna. Mikil aðsókn var í
Hlíðarfjall enda aðstaðan og
aðstæður eins og best verður á
kosið.
Flugumferð gekk að sögn
Bergþórs Erlingssonar vaktstjóra
hjá Flugleiðum, mjög vel. Á mið-
vikudag féll flug niður eftir
hádegi vegna veðurs en það var
bætt upp með þremur þotu-
ferðum á skírdag. Frá þriðjudegi
til skírdags lá straumurinn einkum
til Akureyrar eins og gjarnan er
fyrir páska. Að sögn Bergþórs
var mesta „traffíkin“ nokkuð
síðar en venja er, sennilega
vegna þess að kennsla í framhalds-
skólum var framlengd.
í gær fóru tvær þotur og fjórir
Fokkerar milli Akureyrar og
Reykjavíkur og búast má við að
mikið álag verði fram á fimmtu-
dag, sumardaginn fyrsta.
Að sögn ívars Sigmundssonar
forstöðumanns Skíðastaða voru
þetta „virkilega góðir páskar".
Frá föstudegi til mánudags lætur
nærri að 1500 manns hafi verið í
fjallinu að meðaltali og á
páskadag taldi hann að þar hefðu
verið um 2000 manns. Ivar sagð-
ist hafa orðið var við mjög
almenna ánægju með aðstöðuna
eftir að lyftunum fjölgaði enda
hefðu biðraðir aldrei orðið langar
þrátt fyrir fjöldann. ET
Rúmlega 200 eldri borgarar á Akureyri og úr nágrannasveitum þáðu kaffiveitingar framsóknarmanna í Norður-
landskjördæmi eystra á Hótel KEA á Akureyri í gær. Auk þess að taka þátt í fjöldasöng hlýddu gestir á einsöng,
upplestur og stuttar ræður þriggja efstu manna á B-listanum. Þóra Hjaltadóttir stjómaði kafRsamsætinu, sem heppn-
aðist mjög vel. Mynd: RPB
MONELLÖI Q
---- MADEIN/TALY -'
Peysur
ítölsk gæði.
Fjölbreytt úrval,
margir litir.
K
IM
HERRADEILD
Gránufélagsgötu 4
Akureyri • Sími 23599
Þau voru sigursæl á skíðalandsmótinu á ísafirði nú um páskana, Bryndís Ýr
Yiggósdóttir og Guðmundur Sigurjónsson frá Akureyri. Bryndís vann þrenn
gullverðlaun og ein silfurverðlaun og Guðmundur vann ein gullverðlaun, ein
silfurverðlaun og varð auk þess bikarmeistari SKÍ. Mynd: kk
Kosningabaráttan á lokastigi:
„Hæfilega
bjartsýnn“
- segir Guðmundur Bjarnason,
efsti maður á B-lista
„Eg er hæfilega bjartsýnn og
mér finnst að flokkurinn hafi
meðbyr, enda hafa skoðana-
kannanir leitt það í Ijós síðustu
dagana. Það ber þó að leggja
ríka áherslu á það að skoðana-
kannanir jafngilda ekki úrslit-
um,“ sagði Guðmundur
Bjarnason, alþingismaður og
efsti maður á B-lista Fram-
sóknarflokksins í Norðurlands-
kjördæmi eystra, þegar hann
var inntur eftir því hvernig
honum fyndist kosningabarátt-
unni miða þessa síðustu daga
fyrir kosningar.
„Ég vil minna sterklega á það,
að úrslit þessara kosninga eru
mjög óljós vegna þess hversu
framboðin eru mörg. Mér finnst
andinn í garð Framsóknarflokks-
ins mun léttari nú en áður og að
fólk sé að gera sér betur og betur
grein fyrir mikilvægi þess að við-
halda þeirri festu sem verið
hefur, og að Framsóknarflokkur-
inn sé vænlegastur til þess. Við
þurfum hins vegar á öllu okkar
að halda, ef við eigum að ná við-
unandi árangri,“ sagði Guð-
mundur Bjarnason.
í kvöld kl. 20 hefst sameigin-
legur framboðsfundur í Sjallan-
um og kl. 21:30 á sumardaginn
fyrsta, fimmtudagskvöld, verður
framboðskynning fyrir Norður-
land eystra í sjónvarpinu. Tveim
tímum áður verður sams konar
kynning fyrir Norðurland vestra.
í svæðisútvarpi verður bein lína
til frambjóðenda þriggja flokka í
kvöld og næstu tvö kvöld milli kl.
18 og 19 og til allra sameiginlega
daginn fyrir kjördag á sarna tíma.
HS
Guömundur Bjarnason.