Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 7

Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 7
21. apríl 1987 - DAGUR - 7 Kartöfluframleiðendur á villigötum? „Bintjé-afbrigðið er viðkvæmt - fyrir þurrki og sjúkdómum“ segir Olafur G. Vagnsson ráðunautur „Þetta er nú kannski fulldjúpt í árinni tekið en það er fyrst og fremst einn ókostur sem premíere-kartaflan hefur umfram bintjé en það er að hún dökknar við suðu. Það er vissulega stór galli og það er því spurning hvort hún verður gjaldgeng hérna í framtíðinni ef ekki finnst lausn á því,“ sagði Ólafur G. Vagnsson, ráðunautur, vegna ummæla Brynjólfs Brynjólfssonar, matreiðslumeistara, í Degi 15. aprfl. Brynjólfur segir í grein sinni að kartöfluframleiðendur séu á villi- götum því þeir hafi að mestu hætt að rækta bintjé-tegundina, en sú tegund sé best fallin til ræktunar sem iðnaðarkartafla. Þá hvetur hann bændur til að hætta að rækta premíere-kartöflur og byrja í staðinn aftur með bintjé, en nefnir einnig að hann viti ekki hvers vegna þeirri ræktun var að mestu hætt á sínum tíma. Ólafur G. Vagnsson sagði að hægt væri að losna við stærsta ókostinn við premíere-kartöií- urnar, þ.e. dökknun við suðu, með sérstakri meðferð við vinnslu þeirra. „Framleiðendur drógu úr framleiðslu á bintjé- kartöflum vegna þess að þær eru mjög viðkvæmar fyrir sjúkdóm- um, einkum vissum sveppasjúk- dómum. I öðru lagi eru þær við- kvæmar fyrir þurrki á sprettutím- anum og springa í moldinni á löngum þurrktímabilum. Þá vill koma jarðvegskláði á bintjé- afbrigðið sem veldur því að kart- öflurnar verða allar hrjúfar og mórauðar. í sumum árum hafa orðið stórkostleg afföll vegna þessa. „Það er hægt að komast fyrir þessi vandkvæði með talsverðum kostnaði og þá getur vel verið að bintjé verði vinsælt aftur. Ég er sammála Brynjólfi í því að bintjé er nothæfari en premíer með til- liti til fjölbreyttari vinnslu. í dag er premíere fyrst og fremst notað í franskar kartöflur en ekki í aðr- ar vinnsluvörur,“ sagði Ólafur. Sveinberg Laxdal, bóndi á Túnsbergi á Svalbarðsströnd, sagði um þetta: „Þegar við skipt- um úr bintjé í premíere þá gerð- um við það vegna styttri sprettu- tíma og upplýsinga um að hún hentaði bæði sem almenn matar- kartafla og iðnaðarkartafla. í meðalsumri gefur premíere gullauga ekkert eftir í gæðum en bintjé þolir illa þurrka og bændur verða helst að vökva þá tegund á þurrum sumrum. Premíere þolir líka betur svöl sumur en aðrar tegundir. Ég er sammála Brynj- ólfi að sumu leyti og hann hefur nokkuð til síns máls en ég tel að langt sé frá að full reynsla sé komin á premíere-kartöflur, einkum hvað varðar meðferð þeirra í vinnslunni.“ EHB Ungherjakofi ASV í Naustaborgum, myndin er tekin um 1930. Margrét Magnúsdóttir er hægra megin á myndinni, Ingibjörg Eiríksdóttir er fyrir miðju og Hrafnhildur Ingólfsdóttir er lengst til vinstri. (Úr myndasafni Steingríms Eggertssonar). peninga en vorum tilbúnir til að vinna að svona málefnum. Það fylgdi land með þessu, um tveir hektarar a.m.k., og ég var með kú og heyjaði þarna fyrir hana. Ingibjörg Eiríksdóttir var for- stöðukona þarna og stundaði hún það starf af miklum myndarskap um skeið en hún var orðin rosk- in kona og varð að hætta þessu starfi af ýmsum ástæðum. Með henni var Margrét Magnúsdóttir, kona Ingólfs Árnasonar frá Auð- brekku," sagði Steingrímur Egg- ertsson að lokum. Blaðamaður hafði samband við Margréti Magnúsdóttur, en hún dvelur nú á Davalarheimil- inu Hlíð á Akureyri og bað hana að segja frá starfseminni á þess- um stað. Ingibjörg sagði að langt væri um liðið eða hálf öld, frá því hún starfaði við Ungherjakofa A.S.V. Við gefum henni orðið: „Þarna dvöldu - fátæk verka- mannabörn og systurnar Elísabet og Ingibjörg Eiríksdætur sáu aðallega um þau. Þetta var lítið hús og börnin fengu að vera í því á sumrin til að hafa það gott og leika sér. Þau voru ósköp ánægð þarna en hópurinn var ekki stór því húsið var svo lítið. Börnin sváfu þarna og ég var alltaf hissa á því hvað húsið rúmaði mikið af börnum þrátt fyrir smæðina. Þeg- ar kofinn var rifinn voru börnin send austur í Laugahlíð í Aðal- dal. Vistunin í Ungherjakofanum var foreldrum að kostnaðarlausu því á vetrum voru haldnar smá- skemmtanir og peningarnir sem þannig söfnuðust geymdir og not- aðir til rekstrarins. Það var erfitt að fá pláss fyrir börn á þessum árum og fátæktin var mikil. Fólk- ið var ánægt með að koma börn- unum fyrir á þessum stað tima og tíma, sérstaklega vegna þess að landið í kring bauð upp á nægi- legt pláss fyrir leiki barnanna. Eg vann úti á þessum árum og var ekki í vinnu þarna nema þá dag og dag ef mín var þörf.“ EHB Kosningaskrifetofur Framsóknarflokksins í Norðurlandskjördæmi eystra Aðalskrifstofa Hafnarstræti 90, Akureyri. Opin alla virka daga kl. 9-22. Símar 21180 og 27406. Kosningastjóri: Sigurður Haraldsson. Dalvík: JÓNÍNUBÚÐ. Opin virka daga kl. 20-23 og 14-16 um helgar. Sími 61884. Húsavík: GARÐARÍ. Opin kl. 17-22 virka daga og kl. 15-17 um helgar. Sími 41225. Ólafsfirði: ÓLAFSVEGI 2. Sírni 62327. Þórshöfn: Sími 81175. Við minnum á að utankjörstaðaatkvæðagreiðslan er hafin. Stuðningsmenn B-listans: Kjósið tímanlega ef þið hafið ekki tök á að kjósa á kjördag. Hafið samband við skrifstofuna ef þið vítið um einhverja stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag. Hanna B. Jónsdóttir og Dóróthea Bergs sjá um utan- kjörstaðaatkvæðagreiðsluna. Sími 27405. Sjálf boðal i ðar Stuðningsmenn Framsóknarflokksins eru beðnir um að hafa samband við skrifstofurnar og taka þátt í kosningastarfinu. Frambjóðendur B-listans eru tilbúnir til að koma í heimsóknir og ræða stjórn- málaviðhorfið og baráttumál Framsókn- arflokksins á næsta kjörtímabili. ★ Vinnustaðir ★ Klúbbfundir ★ Starfshópar ★Heimahús ★ Félagasamtök Ef þið hafið áhuga á að ræða við okkur, kynnast skoðunum okkar eða koma ykkar sjónarmiðum á fram- færi, þá hafið samband við kosningaskrifstofuna að Hafnarstræti 90, sími 21180. Frambjóðendur. Frmsófmrfbkkmm

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.