Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 16
 Akureyri, þriðjudagur 21. aprfl 1987 Hvað ertu bráðlátur? Viltu fá myndirnar þínar eftir 3, 2 eða 1 klukkustund? Til þjónustu reiðubúin. ^PedrGmyndir Hafnarstræti 98 - Akureyri Sími 9d-23520. Sláturhús KEA: „Ætlum að selja allt kiötið / ír * u upp a arinu - segir Óli Valdimarsson sláturhússtjóri Enginn efast um það hversu góð samgöngubót nýja brúin yfir Leirurnar er. En hún nýtist í fleira, t.d. má veiða af henni loðnu, eins og þessir tveir gerðu á dögunum. Mynd: RNi Aðalfundur Mjólkursamlags KEA: Stefnir í umframframleiðslu á yfirstandandi verðlagsári - 3% samdráttur í framleiðslunni á síðasta ári - Auknar birgðir valda áhyggjum „Þad hcfur verið minnkun á dilkakjötssölu hér, alveg fram í mars. Mars er fyrsti mánuður- inn sem sýnir aukningu, eða 12 tonn miðað við sama mánuð í fyrra. Ég held að þetta sé að Norðurland: Mjög góð loonuveiði Heildaraflinn norðanlands var kominn upp í 100.283 tonn um síðustu mánaðamót. Á sama tíma í fyrra var aflinn 60.227 tonn og nemur aukningin 66%. Þessi aflaaukning á Norðurlandi stafar af fengsæld loðnubáta, en loðnuatlinn þessa þrjá fyrstu mánuði ársins var 69.500 tonn, miðað við 28.046 tonn sama tímabil í fyrra. Aukningin er 148%. Togararnir veiddu 18.545 tonn, 19.714 sömu mánuðí í fyrra. Bátarnir veiddu 81.738 tonn nú, en 40.513 í fyrra. Þegar hefur verið getið um loðnuaflann en aðrar tegundir veiddust í eftir- farandi magni: Þorskur 23.919 (25.096), annar botnfiskur 3.044 (3.779), rækja 2.644 (2.327) og hörpudiskur 1.176 (979). Sviga- tölur tákna jan.-mars ’86. Ef við lítum á marsmánuð ein- an og sér þá var heildaraflinn á Norðurlandi í þeim mánuði 11.546 tonn nú, en 4.544 í fyrra. Kentur þar til mun meiri loðna, meiri þorskur, meiri rækja og meiri hörpudiskur. SS „Þetta er alveg ómögulegt ástand. Það eru stórir stcinar hérna á veginum og maður kemst alls ekki hraðar en 30 eða 40 km á klst. Grjótið hérna er svo mikið að bremsu- rör fór í sundur hjá mér um daginn á þessum vegi og ég get ekki skilið annað en að verk- takinn hafi skilið illa við,“ sagði einn íbúi Höfðahverfis um daginn. Vegurinn, sem hér um ræðir, liggur frá Víkurskarði og út fyrir Ystuvíkurhóla. Þarna fer tals- verð umferð um og hafa nokkrir aðilar haft samband við Dag og kvartað vegna ástands vegarins, sem er að sönnu slæmt. Hjá Vegagerð ríkisins á Akur- eyri fengust þær upplýsingar að vegurinn á þessúm kafla hafi ver- koma upp aftur hjá okkur og er vonandi að náist svipuð sala og í fyrra. Ég er mjög bjart- sýnn og ákveðinn í að selja allt kjöt upp á árinu,“ sagði Óli Valdimarsson sláturhússtjóri hjá Sláturhúsi KEA á Akur- eyri. í sláturtíðinni seldust 81 tonn af dilkakjöti miðað við 60 tonn árið áður. Þá tók fólk um 2000 skrokka heim í síðustu sláturtíð. Einnig seldust 38 þúsund slátur, en 32 þúsund á sama tíma '85. Síðan hefur salan verið sæmileg og á uppleið nú. „Við erum með óvenju mikið magn núna, sennilega um 100 tonnum meira en við höfum verið með. Það er að vísu 5% fækkun á Dalvík og hérna en síðan bætist Svalbarðseyri við. Þá flytjum við ekkert út af ’86 framleiðslunni, en við þurftum líka að flytja að ein 150 tonn þegar við vorum í útflutningnum,“ sagði Óli. Hann sagði einnig loðdýra- stöðvar ættu að fá um 600 tonn af elsta nautgripakjötinu á markað- inum, hann hefði verið að fá bréf þar að lútandi og vissulega væri gott að geta gengið á þetta fjall, en þó væri þetta kjöt full gott sem skepnufóður. „Þetta er bara svo óhemju mikið magn og stutt eftir í sláturtíð að maður þorir ekki annað en að láta eitthvað fara í loðdýrafóður,” sagði Óli. Óli sagði líka að það væri æski- legt að lengja sláturtíðina til að hafa meira af nýju kjöti en það þyrfti að kenna fólki að borða það þannig. íslendingar væru svo vanir frosnu dilkakjöti að þeir færu varlega í að borða kjöt sem aldrei hefur frosið. SS ið undirbyggður undir slitlag á síðasta ári og hafi verkinu verið skilað eins og um hafi verið samið. Samkvæmt samningi við verktakann var gert nýtt hurðar- iag en ekki stóð til að setja neina klæðningu á veginn fyrr en næsta sumar en þá verður lagt bundið slitlag á hann. Vegaeftirlitsmaður sagði um þetta: „Þegar verið er að endur- byggja vegi verða menn að þola það þó þeir fari eitthvað úr skorðum um tíma en það er öruggt að yfirborð vegarins er eins og til stóð. Þarna er bara burðarlag og eftir er að keyra í þetta slitlagi undir klæðninguna. Það kann að vera að mögulegt hefði verið að setja þarna eitt- hvert bráðabirgðaslitlag en fé virðist ekki hafa verið fyrir hendi í slíkt.“ EHB Aðalfundur Mjólkursamlags KEA verður haldinn í dag. I skýrslu mjólkursamlagsstjóra kemur fram að innvegin mjólk á árinu 1986 var 21.759.518 lítrar. Það er um 3% minna en á árinu 1985 þannig að mjólk- urframleiðslan á svæðinu virð- ist vera að ná jafnvægi. í skýrslunni kemur fram að framleiðslan var aðeins 194 þús- und lítrum umfram fullvirðis- mark svæðisins. Á yfirstandandi verðlagsári er þörf fyrir nokkurn samdrátt þar sem fullvirðisréttur svæðisins er aðeins 20,7 milljónir lítra. Framleiðsla þessa verðlags- árs jókst um 6,3% til loka febrú- ar og ef svo fer fram sem horfir virðist stefna í nokkra fram- leiðslu umfram fullvirðisrétt. Með öllu er óvíst að nokkuð verði greitt fyrir þá mjólk. Á landinu öllu varð samdráttur í framleiðslunni um 6 milljónir lítra eða 5,12%. Samdráttur varð hlutfallslega meiri sunnanlands en norðan enda varð þar veruleg magnaukning árið áður. Enn er framleiðslan í landinu nokkru meiri en samningar bænda við ríkið gera ráð fyrir og talsvert umfram innanlands- neyslu. Birgðir hafa því aukist nokkuð og enn þarf að flytja út nokkuð magn af ostum. í skýrsl- unni segir að auknar birgðir valdi nokkrum áhyggjum. Flokkun mjólkurinnar batnaði nokkuð milli ára og 99,52% inn- veginnar mjólkur fóru í 1. flokk. Helstu breytingar á framleiðslu Mjólkursamlagsins urðu þær að framleiðslu kaseins var hætt en Fyrr í vetur birtist í Degi frétt af nokkrum ungum mönnum sem fóru með ófriði um Skaga- fjörð á bíl og ollu talsverðum skemmdum. Meðal þess sem þeir skeyttu skapi sínu á var nokkur fjöldi vegstika auk vegslár við beygju á vegi. Hvort tveggja eru mikilsverð öryggistæki fyrir ökumenn í dimmviðri og myrkri. Frétt þessi vakti á sínum tíma talsverða athygli. í nýjasta tölu- blaði Vegamála er sagt frá því að Vegagerð ríkisins hafi látið lög- fræðing sinn kanna hver refsing fyrir athæfið væri. Niðurstaðan var að í tilfellum sem þessu væri dómara skylt að dæma hinn seka í fangelsi samkvæmt 168. grein hegningarlaganna þar sem segir meðal annars að sá sem raskar umferðaröryggi á alfaraleiðum skuli sæta fangelsi allt að 6 árum eða varðhaldi. Það virðist því framleiðsla osta aukin sem því nam. Framleiðsla smjörva jókst jafnt og þétt og einnig varð aukii- ing í smjörframleiðslu. ET ekki ólíklegt að um fangelsisdóm verði að ræða hvort svo sem hann verður skilorðsbundinn eður ei. Mörgum kann að þykja þetta harðneskjulegur dómur en ef lit- ið er til þess hve ntikilvæg örygg- istæki um er að ræða, ekki síst vegslár við svokölluð T-vegamót þá eru tvær hliðar á málinu. Björn Mikaelsson yfirlögreglu- þjónn á Sauðárkróki sagði í sam- tali við Dag að í rauninni hefði verið um að ræða 4 mál í desem- ber og janúar síðastliðnum. Alls var þar um að ræða þrjár vegslár og yfir 100 vegstikur sem eyði- lögð voru. Þorgeir Ingi Njálsson aðalfull- trúi sýslumannsins í Skagafirði sagði að ekkert þessara mála hefði verið tekið fyrir. Þorgeir sagðist ekki þekkja nein önnur mál af þessu tagi. Kærurnar verða fljótlega sendar ríkissak- sóknara til fyrirsagnar. ET Mjög slæmur vegarkafli - milli Víkurskarðs út fyrir Ystuvíkurhóla Fangelsi fyrir að brjóta vegstikur - er skoðun lögmanns Vegagerðarinnar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.