Dagur - 21.04.1987, Blaðsíða 13
21. apríl 1987 - DAGUR - 13
Verkalýðsfélag Húsavíkur:
Alyktanir aðalfundar
Sau rbæjarh reppu r
Kjörfundur til alþingiskosninga laugardaginn 25.
apríl hefst í Sólgaröi kl. 10.00
Kjörstjórn.
Aðalfundur Yerkalýðsfélags
Húsavíkur var haldinn 5. apríl.
Stjórn félagsins skipa Helgi
Bjarnason formaður, Kristján
Ásgeirsson varaformaður,
Helga Gunnarsdóttir gjald-
keri, Kristján Benediktsson
ritari en meðstjórnendur eru:
Erna Þorvaldsdóttir, Aðal-
steinn Baldursson og Svanlaug
Björnsdóttir.
Eftirfarandi ályktun um kjara-
mál var samþykkt á fundinum:
„Aðalfundur Verkalýðsfélags
Húsavíkur, haldinn 5. apríl 1987
lýsir yfir ánægju sinni með þær
kjarabætur, sem opinberir starfs-
menn hafa náð í nýgerðum kjara-
samningum. Enginn er ofsæll af
þeim kjarabótum sem þar var um
samið, þótt þær séu verulega
umfram það sem almennum
launþegum var skammtað, í
samningum ASÍ og VSÍ frá því í
desember síðastliðnum. Þessir
nýgerðu kjarasamningar stað-
festa það að kaupgjald í landinu
hefur verið langt undir því sem
eðlilegt er, miðað við ríkjandi
aðstæður í efnahagsmálum.
í ljósi þessa hlýtur almennt
verkafólk að fara fram á veruleg-
ar leiðréttingar á sínum málum, í
komandi fastlaunasamningum.
Verkafólk getur ekki lengur sætt
sig við að vera sífellt fórnardýr í
baráttu stjórnvalda við verðbólg-
una. Ef nýgerðir kjarasamningar
opinberra starfsmanna eru innan
þeirra marka sem tryggja stöðug-
leika í efnahagslífi þjóðarinnar,
hlýtur að vera lag til stóraukinna
kjarabóta fyrir láglaunafólk.“
Einnig var samþykkt eftirfar-.
andi ályktun um atvinnumál:
„Atvinnuástand í Húsavík og
Suður-Þingeyjarsýslu fór batn-
andi á árinu 1986, í fyrsta skipti
um nokkurt árabil. Þetta bætta
atvinnuástand má fyrst og fremst
rekja til batnandi afkomu í
sjávarútvegi með auknum sjávar-
afla. Pannig fækkaði atvinnu-
leysisdögum um 34% á milli
áranna 1985 og 1986. Einnig
áraði mjög vel í ferðaþjónustu á
árinu.
Þrátt fyrir þessi batamerki eig-
um við Þingeyingar mikið ógert í
atvinnumálum. A komandi árum
verður að leggja ríka áherslu á
aukna úrvinnslu sjávarafla, en á
því sviði höfum við mikla en van-
nýtta möguleika. Sá árangur sem
náðst hefur í síldarniðurlagn-
ingu, rækjuvinnslu og lifrar-
niðursuðu á undanförnum árum
sýnir ljóslega hversu mikilvægt er
að sinna þessum þætti atvinnu-
mála vel. í þessu sambandi vill
Verkalýðsfélag Húsavíkur sér-
staklega hvetja til stuðnings við
stofnun og rekstur smáfyrirtækj a
í þessum greinum. Verum
minnug þess að margt smátt gerir
eitt stórt.
Verkalýðsfélag Húsavíkur
mótmælir þeirri handahófs-
kenndu niðurskurðarstefnu sem
nú ríkir í landbúnaðarmálum.
Nauðsynlegt er að móta skýra
landbúnaðarstefnu sem tekur
mið af möguleikum og aðstæðum
hverrar sveitar fyrir sig. í því
sambandi þarf að skipuleggja
hvað skuli framleitt á hverjum
stað með tilliti til hagkvæmni og
Svo sem sjá má hafa þeir það huggulegt þessir, í heita pottinum í Sundlaug
Akureyrar. Þurfa Sauðkrækingar að bíða enn um sinn þar til þeir fá að njóta
þessara „sjálfsögðu“ nútímaþæginda?
Sauðárkrókur:
Engir heitir pottar í ár?
Sundlaugargestir á Sauðár-
króki eru enn án þeirra þæg-
inda sem nú þykja alls staöar
sjálfsögö, heitra potta. Nokkur
„pottaumræöa“ hefur átt sér
stað í vetur í bæjarkerfinu og
málið þvælst þar á milli ráða
og stjórna. Hefur komið til tals
að koma upp bráðabirgða-
pottum strax, frekar en að bíða
í nokkur ár eftir varanlegri
framkvæmd. Kemur þar til ótti
um fjárskort til þeirra fram-
kvæmda og eins eru menn ekki
á eitt sáttir með þær teikningar
sem fyrir liggja og telja þær
rýra íþróttasvæðið. Vegna
þessa deilumáls lögðu fram-
sóknarmenn fram bókun við
afgreiðslu fjárhagsáætlunar,
þar segjast þeir treysta því að
sú milljón sem veitt er til Sund-
laugar Sauðárkróks fari í var-
anlegar framkvæmdir.
Samkvæmt áætlun frá tækni-
deiíd bæjarins mun varanleg
tramkvæmd sem samræmist kröf-
um um aðstöðu fyrir fatlaða, með
2 pottum, kosta 3,12 milljónir.
Áætlunin gerir ráð fyrir að bráða-
birgðapottar, í tvenns konar
útfærslum kosti 1,174 millj. og
1,319 millj. íþróttaráði leist ekki
verndunar byggða. Þetta þarf að
gerast samfara eflingu nýbúgreina
og aðlögun framleiðslu að mark-
iaðsaðstæðum.
Verkalýðsfélag Húsavíkur vill
minna á að fyrir síðustu sveitar-
stjórnarkosningar voru allir listar
á Húsavík sammála um nauðsyn
þess að reisa iðngarða á Húsavík.
Eftir kosningar hefur minna farið
fyrir þessum áhuga og er það
miður. Iðngarðar leysa að sjálf-
sögðu ekki allan vanda, en gætu
reynst mikilvægt innlegg í eflingu
húsvísks atvinnulífs.
Stefnumótun er forsemda
varanlegs árangurs í atvinnu-
málum. Eðlilegt er að sveitar-
félög hafi frumkvæði að slíkri
stefnumótun í samráði við aðra
hagsmunaaðila. Stefnumótun af
þessu tagi er ekki síður mikilvæg
í góðæri en þegar verr árar og er
eitt af skilyrðum þess að varan-
legur árangur náist áþessu sviði.
Nokkuð hefur skort á slíka
stefnumótun og hefur frumkvæði
bæjaryfirvalda á atvinnumálum
verið mjög í skötulíki. Samfelld
og stöðug uppbygging atvinnu-
starfsemi verður ekki til af sjálfu
sér. Því er mikilvægt að hags-
munaaðilar stilli saman strengi
sína í náinni framtíð með það
fyrir augum að efla og bæta
atvinnu og mannlíf á Húsavík og
í Þingeyjarsýslum.“ IM
Aðalfundur
veiðifélags Eyjafjarðarár, - Landeigendafélags -
verður haldinn í Sólgarði þriðjudaginn 28. apríl
kl. 20.30.
Áríðandi að félagsmenn mæti vegna umfjöllunar um
arðskrá Eyjafjarðarár og arðsúthlutunar.
Stjórnin.
Flugfiskur 22 fet til sölu.
Báturinn er útbúinn öllum tækjum þ.á m. lóran.
Til sýnis í Sandgerðisbót Akureyri.
Upplýsingar í síma 26428 á kvöldin.
á þessar áætlanir og taldi varan-
legu framkvæmdina vanreikn-
aða, en þá til bráðabirgða of-
reiknaða. Var formanni ráðsins
falið að gera áætlun um gerð
bráðabirgðapotta og nam sú
áætlun 670 þús. krónum. Var síð-
an samþykkt með 4 atkvæðum
gegn 1 á fundi í íþróttaráði að
leggja þessa áætlun fram í bæjar-
stjórn og krefjast þess að þegar í
stað verði ráðist í gerð bráða-
birgðapotta. Eftir nokkrar
umræður í bæjarstjórn var mál-
inu vísað til bæjarráðs.
Að sögn Björn Sigurbjörns-
sonar formanns bæjarráðs hefur
verið ákveðin gerð heildarskipu-
lagningar á íþróttasvæðinu og
munu varanlegar framkvæmdir
við sundlaugina að sjálfsögðu
tengjast þeirri skipulagningu.
Sagði Björn að menn hefðu
ákveðið að flýta sér hægt í þessu
máli, en vildi samt ekki útiloka
að af framkvæmdum yrði nú í ár.
Sverrir Valgarðsson formaður
íþróttaráðs sagði það óhæfu ef
bæjarbúar fengju ekki heita potta
við laugina innan skamms og
fyrst að sýnt þyki að ekkert verði
að varanlegum framkvæmdum
næstu 2-3 árin, ætti að ráðast í
gerð bráðabirgðapotta strax. -þá