Dagur - 01.06.1987, Side 6

Dagur - 01.06.1987, Side 6
6 - DAGUR - 1. júní 1987 „Eina ráðið að sá grænfóðri í þetta“ - segir Þorlákur Aðalsteinsson, bóndi í Baldursheimi, um kalsvæðin Þegar fór að líða að vori kom í Ijós, að líklcga væru tún víða kalin, þar sem svellalög hafa verið óvenjumikil og legið lengi á. Raunin varð líka sú, að stórir hlutar túna eru kalnir, einkum við Eyjafjörð utan- og vestanverðan. Þorlákur Aðal- steinsson, bóndi í Baldurs- heimi í Arnarneshreppi, er einn af þeim, sem illa urðu úti af þessum sökum. Þorlákur hefur búið í Baldursheimi frá árinu 1971, og er fæddur og uppalinn þar. Stórar spildur í landi Baldurs- heims eru skemmdar eftir kal, eins og raunar á flestum jörðum í Arnarneshreppi. Allur gróður, sem verður fyrir kali, drepst eftir vissan tíma undir svellum, og tekur oft talsverðan tíma að ná sprettunni aftur á strik. Á árinu 1967 urðu miklar kalskemmdir víða um land, og reyndar einnig 1968-69. Á þeim tíma voru gerð- ar vissar ráðstafanir af opinberri hálfu til að hjálpa þeim, sem urðu illa úti. Flötum landsvæðum og dældum, sem safna vatni, er mest hætta búin. Á vetrum myndast klakahella á slíkum svæðum eftir hlýindakafla, en túnunum fer að verða hætta búin þegar klaki hef- ur legið á þeim í þrjá mánuði eða lengur. Bjarni Guðleifsson, ráðu- nautur, sagði í marsmánuði sl. að líklega yrðu stór svæði fyrir barð- inu á kali, og varð sú raunin á, - Hefur ástand túnanna verið álíka slæmt áður, eftir að þú hófst búskap? „Nei, þetta er versta kal, sem hefur komið lengi, líklega það versta síðan á kalárunum 1967 til 1970. Það er að vísu alltaf eitt- hvað kalið á hverju ári, mismun- andi mikið þó. Flatirnar neðan við bæinn eru illa farnar núna og líka brekkurnar hér fyrir ofan, því talsvert svell lá á þeim.“ - Hvaða áhrif hefur þetta á búskapinn? „Það kemur auðvitað ekkert upp úr þessum svæðum núna, og eina ráðið er að sá grænfóðri, sem ég tek síðan og nota í vot- hey. Þetta mun ég gera að ein- hverjum hluta. Það verður sáð höfrum og grasfræi með í þessi svæði, hafrarnir verða svo slegnir í haust. Þá ætti grasfræið að lifa áfram, þar til annar svellavetur kemur. Þó nú sé þurrkasamt háir það ekki sprettunni á flatlendinu og mýrunum. Aðalvandinn eru þessi svellalög, sem setjast á flat- lendið á vetrum eins og síðasta vetur.“ - Gastu séð þetta fyrir? „Já, maður var nú farinn að reikna með þessu eftir að svellin höfðu legið á í þrjá til fjóra mán- Túnin í Baldursheimi eru víða illa farin af kali. Mynd: ehb uði. Ég reikna með, að ef ekkert væri að gert, yrði heyfengur ekki nema tuttugu til þrjátíu prósent af því, sem jörðin gæfi af sér í venjulegu árferði.“ - Eiga bændur rétt á einhverj- um bótum eða styrkjum þegar kalið skemmir túnin í þessum mæli? „Bændur fá visst framlag út á endurræktun túna vegna kal- skemmda, en þeir fá engar bætur fyrir að fara út í grænfóðurrækt af þessum sökum.“ EHB Aðalfundur Almenna bókafélagsins Almenna bókafélagið hélt aðal- fund sinn 18. þ.m. Á þessum fundi lét Baldvin Tryggvason sparisjóðsstjóri af störfum sem formaður félagsins en við tók Björn Bjarnason aðstoðarrit- stjóri. Almenna bókafélagið hefur nú starfað í 32 ár, stofnað í maí 1955, og helming þess starfsferils var Baldvin Tryggvason fram- kvæmdastjóri félagsins 1960- 1976. Síðan varð hann formaður félagsins 1978. Formenn á undan honum voru þeir Bjarni Bene- diktsson, forsætisráðherra, 1955- 1970, og Karl Kristjánsson, alþingismaður, 1970-1978. Stjórn bókafélagsins skipa nú þessir menn: Formaður Björn Bjarnason, aðstoðarritstjóri. Meðstjórnendur: Davíð Oddsson, borgarstóri, Davíð Ólafsson, fv. seðlabankastjóri, Erlendur Einarsson, fv. forstjóri, Gylfi Þ. Gíslason, prófessor, Halldór Halldórsson, fv. prófess- or, Jón Skaftason, yfirborgarfóg- eti. Varastjórn: Eyjólfur Konráð Jonsson, alþingismaður, Sólrún B. Jensdóttir, skrifstofustjóri, Þráinn Eggertsson, prófessor. Fundurinn hófst á skýrslu frá- farandi formanns Baldvins Tryggvasonar um starfsemi félagsins síðastliðið starfsár. Baldvin kvað liðið starfsár hafa verið gott ár fyrir félagið, bæði fyrir Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar og bókaútgáfunar. Umsvif bókaverslunarinnar hafa farið vaxandi ár frá ári og varð velta hennar 117 milljónir króna að frádregnum söluskatti á árinu- á móti 85 milljónum króna árið áður. í nóvembermánuði opnaði verslunin útibú í Nýjabæ á Sel- tjarnarnesi og lofar sú útgerð góðu. Þá gerði verslunin samning við íslenskan markað í nýju flug- stöðvarbyggingunni á Keflavík- urflugvelli. Verða þar á boðstól- um íslenskar og erlendar bækur auk blaða og tímarita. Þá minnt- ist Baldvin á viðleitni verslunar- innar til að koma íslenskum bók- um á framfæri erlendis og kvað hana hafa skilað þeim árangri að Bókaverslun Sigfúsar Eymunds- sonar væri nú stærsti útflytjandi íslenskra bóka í landinu. Þakkaði hann þennan árangur ekki síst árlegri þátttöku Almenna bóka- félagsins f bókasýningunni miklu í Frankfurt. Þá talaði Baldvin um bókaút- gáfu Almenna bókafélagsins. Félagið rekur nú þrjá bóka- klúbba, Bókaklúbb AB, Mat- reiðslubókaklúbb AB og Ljóða- klúbb AB og einn hljómplötu- klúbb. Auk þess gefur það út bækur á almennum markaði. í Bókaklúbbi AB komu út 11 bæk- ur á árinu, þar á meðal 3 bindi af hinu geysimerka safnriti Sögu mannkyns. Félögum í klúbbnum fjölgaði á árinu úr rúmlega 11 þúsund í 13.226. Matreiðslubókaklúbburinn gaf út 10 titla af sínum frægu og vin- sælu matreiðslubókum. Þar er félagatalan um 11 þúsund. í ljóðabókaklúbbnum komu út 4 Ijóðabækur og í hljómplötu- klúbbnum 12 plötur. Félagatala þessara klúbba samanlögð er um 28 þús. manns. Fyrir almennan markað gaf félagið út 23 bækur á árinu og var sala þeirra yfirleitt jöfn og góð og miklu jafnari en verið hefur á undanförnum árum. Hagnaðuraf bókaútgáfunni varð á árinu 600 þúsund krónur. Baldvin talaði um nokkrar útgáfubækur félagsins sérstak- lega: Saga mannkyns, 7 bindi komin út, en alls verða þau 15; þrjú smásagnasöfn, þ.e. Konung- ur af Aragon eftir Matthías Johannessen, Átján sögur úr álf- heimum eftir Indriða G. Þor- steinsson og Smásögur Lista- hátíðar 1986; Eftirmáli regndrop- anna sem er þriðja skáldsaga hins unga höfnundar Einars Más Guðmundssonar; Mannlýsingar l-III eftir Sigurð Nordal og leikrit Shakespeares í þýðingu Helga Hálfdánarsonar, 4 bindi komin út, en alls verða bindin 8; Ævi- sögur orða eftir Halldór Hali- dórsson í bókaflokknum íslensk þjóðfræði. Allt eru þetta úrvals- bókmenntir sem óhætt er að vera stoltur af. Baldvin Tryggvason endaði mál sitt með því að gera grein fyrir hvers vegna hann gæfi ekki kost á sér lengur í formannsstarf bókafélagsins „Ástæða þess er afar einföld,“ sagði hann. „Ég tel að ég hafi nú þegar gegnt for- mannsstarfi og öðrum stjórnun- arstörfum fyrir félagið í ærinn tíma og rétt sé að ég víki úr sæti og mér yngri og röskari maður taki við.“ Bauð hann Björn Bjarna- son velkominn í formannsstarfið en áður var Björn í útgáfuráði félagsins. Að lokinni skýrslu formanns tók til máls forstjóri félagsins, Kristján Jóhannsson um reikn- inga félagsins. Samkvæmt þeim varð heildarvelta félagsins sl. ár tæpar 200 milljónir króna sem er 35 prósenta aukning frá 1985. Hagnaður varð af heildarrekstri félagsins, kr. 3,4 milljónir. Allmikil söluaukning varð bæði hjá bókaútgáfunni og Bóka- verslun Sigfúsar Eymundssonar. Hjá bókaútgáfunni nam hún tæp- um 35 prósentum, en bókaverð hækkaði á sama tíma um 25 prós- ent svo að hér er um raunaukn- ingu að ræða. Mest var aukningin í sölu á almennum markaði, 49 prósent, en sala bókaklúbbanna jókst samanlagt um 29%. Sala Bókaverslunar Sigfúsar Eymundssonar jókst um 37 prós- ent á árinu. Mest jókst sala erlendra bóka, 46 prósent, en sala íslenskra bóka jókst um 32 prósent. Að lokinni ræðu forstjórans tók til máls hinn nýkjörni for- maður Björn Bjarnason. Hann hóf mál sitt með því að þakka Baldvin Tryggvasyni fyrir hans mörgu og viðamiklu störf í þágu Almenna bókafélagsins. „Undir hans forystu hefur félagið tekið út þroska sinn og náð að skipa traustan sess í íslensku menning- arlffi,“ sagði hann. Síðan rifjaði Björn upp stefnuskrá Almenna bókafélagsins, sem stjórn þess og bókmenntaráð birtu í upphafi starfa sinna, 17. júní 1955, en þar segir að allir sem að félaginu standi séu um það sammála „að hamingja þjóðarinnar sé undir því komin, að jafnan megi efla menningarþroska hennar og sjálfsvirðingu," - og er þess vænst að Almenna bókafélagið megi eiga þar hlut að máli. „Menningarþroski og sjáflsvirð- ing eru ekki orð, sem oft eru not- uð í daglegum umræðum um íslensk þjóðfélagsmál nú á tímum," sagði Björn. Miklum mun meira væri talað um hið hagnýta og fjármál. „Félag sem vinnur að útgáfu bóka verður að geta sameinað þetta hvort tveggja. . .Bókaútgáfa án hug- sjóna er jafnléttvæg og skáld- skapur án andagiftar. Þótt lögmál markaðarins og hörð samkeppni ráði oftast meiru í duglegum ákvörðunum en hugsjónir, þarf þetta tvennt að fara saman svo vel sé að verki staðið." Björn lagði áherslu á hlutverk fjölmiðla í þágu bóka og bókaútgáfu og sagði að höfundar mætu það ekki síður en góð ritlaun að útgefand- inn bryti þeim leið á vettvangi blaða, útvarpa og sjónvarpa. Að lokum ávarpaði Björn Bjarnason, Baldvin Tryggvason sérstaklega og afhenti honum frá stjórn og útgáfuráði Almenna bókafélagsins og stjórn Stuðla hf., litla styttu af Óðni gerða af Hallsteini Sigurðssyni mynd- höggvara. Útgáfuráð Almenna bóka- félagsins er ekki kosið á aðal- fundi, heldur skipað af stjórn- inni: Það skipa nú: Jóhannes Nordal, formaður, Haraldur Ólafsson, Hjörtur Pálsson, Höskuldur Ólafsson, Indriði G. Þorsteinsson, Kristján Albertsson, Matthías Johannes- sen og Sturla Friðriksson. Frá menntamálaráðuneytinu Lausar stöður við framhaldsskóla Við Menntaskólann í Kópavogi staða aðstoðar- skólameistara. Við Flensborgarskóla í Hafnarfirði kennarastöður í dönsku, félagsfræði og vélritun. Við Verkmenntaskólann á Akureyri kennarastöður í stærð- fræði, tölvufræði, ensku, sögu og félagsfræði, íslensku, sál- ar- og uppeldisfræði, rafeindagreinum, vélfræðigreinum og námsráðgjöf. Við Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi kennarastöð- ur í þýsku og viðskiptagreinum. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 150 Reykja- vík fyrir 13. júní næstkomandi. Stundakennara vantar að Menntaskólanum á Akureyri í dönsku, ensku, félagsfræði, heimspeki, sögu, sálarfræði, stærðfræði og þjóðhagfræði. Verkmenntaskóla Akureyrar í ýmsum greinum á heilbrigð- issviði, hússtjórnarsviði, tæknisviði og viðskiptasviði. Umsóknir um stundakennslu skal senda til viðkomandi skóla sem gefa allar nánari upplýsingar. Umsóknarfrestur er til 13. júní næstkomandi. Menntamálaráðuneytið.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.