Dagur - 01.06.1987, Síða 7
1. júní 1987 - DAGUR - 7
Bylgjan:
11 milljónir
í hagnað
Þriðji aðalfundur ísienska
útvarpsfélagsins hf., var hald-
inn í síðustu viku, sá fyrsti frá
því að rekstur Bylgjunnar
hófst. A fundinum kom fram
að hagnaður af rekstri félags-
ins fyrsta starfsárið var rúm-
lega 11 milljónir króna.
í hlutafjárútboði árið 1985 var
reiknað með því að arðsemi
hlutafjár yrði rúmlega 22% en á
aðalfundinum kom fram að raun-
ávöxtun eða arðsemi var 31%. Á
aðalfundinum var samþykkt að
greiða 10% arð fyrir síðasta ár.
íslenska útvarpsfélagið undir-
býr nú rekstur nýrrar útvarps-
rásar og útsendingarsvæði
Bylgjunnar verður stækkað von
bráðar.
í nýrri stjórn íslenska útvarps-
félagsins hf., eiga sæti: Davíð
Scheving Thorsteinsson, Hjörtur
Örn Hjartarson, Jón Ólafsson,
Sigurður Gísli Pálmason og
Sveinn Grétar Jónsson.
í varastjórn eiga sæti: Óskar
Axel Óskarsson, Magnús Axels-
son, Árni Möller og Kristján G.
Kjartansson.
Námskeið í
slátmn
Nokkur . undanfarin ár hafa
verið haldin námskeið á vegum
Búvörudeildar SÍS í slátrun, og
er einu slíku námskeiði nú
nýlega lokið. Leiðbeinendur á
þessum námskeiðum hafa ver-
ið erlendir slátrarar, sem hafa
haft með höndum kennslu í
iðngrein sinni erlendis.
A námskeiðinu, sem nú var að
ljúka, var kennd slátrun svína og
stórgripa. Sá hluti námskeiðsins,
sem fjallar um svínaslátrun, fór
fram í sláturhúsi Kristins Sveins-
sonar í Reykjavík, en nautgripa-
slátrunin fór fram í stórgripaslát-
urhúsi Kaupfélags Borgfirðinga,
Borgarnesi. Þáttakendur voru 17
starfsmenn kaupfélaga víðs vegar
að af landinu auk starfsmanna í
sláturhúsi Kristins Sveinssonar.
Námskeiðið stóð í fjóra daga, og
var kennsla bæði verkleg og
bókleg. Leiðbeinendur voru Peer
Jansen (dani) og Sigurður Örn
Hansson, dýralæknir og for-
stöðumaður Rannsóknarstofu
Búvörudeildar SÍS.
Lufthansa:
Beint flug
í sumar til
V.-Þýskalands
Vestur-þýska llugfélagið Luft-
hansa verður með beint flug
frá Keflavík til Múnchen og
Dusseldorf frá síðustu mán-
aðamótum. Þar með er brotið
blað í flugsamgöngum til
íslands, því Lufthansa er fyrsta
erlenda flugfélagið, sem stund-
ar reglulegt flug til og frá land-
inu.
Lufthansa verður með reglu-
legar ferðir einu sinni í viku.
Brottför frá Flugstöð Leifs Ei-
ríkssonar verður kl. 11.45 á
sunnudögum beint til V.-Pýska-
lands, og verður flogið á þessari
leið til 6. sept. Lufthansa verður
með þotu af gerðinni Boeing 737-
300 í þessum ferðum, og geta
ferðamenn komist til margra mis-
ntunandi áfangastaða í Mið-Evr-
ópu sama daginn og flogið er frá
íslandi.
Að sögn forráðamanna Luft-
hansa er ekki ástæða fyrir Flug-
leioir að óttast samkeppnina, því
með auknum samgöngum stækk-
ar markaðurinn. EHB
Tónleikar Passiukorsins
i Vortónleikar Passíukórsins á
Akureyri verða haldnir í Akur-
eyrarkirkju, mánudaginn 1. júní
kl. 20.30. Á efnisskrá eru þrjú
verk sem flutt eru með kór, ein-
söngvurum og hljóðfæraleikur-
um. Þau eru Messa í A-dúr eftir
César Franck, Kantata eftir G.P.
Telemann og „Oh sing unto the
Lord“, eftir G.F. Hándel.
Verkin eru öll fyrir þríraddað-
an kór; sópran, alt og bariton.
Hljóðfæraleikarar koma bæði af
Norðurlandi og úr Reykjavík.
Meðal þeirra eru Oliver Kentish
á celló, Úlrik Ólason á orgel og
Monika Abendroth á hörpu, en
hörpuleikur heyrist ekki oft hér á
Akureyri.
Einsöngvarar á tónleikunum
verða þau Margrét Bóasdóttir,
sópran, Þuríður Baldursdóttir,
mezzosópran, Michael J. Clarke,
tenór og Halldór Vilhelmsson,
bassi. Þau hafa öll sungið með
Passíukórnum áður.
Passíukórinn er nú á sínu
fimmtánda starfsári. Hann hefur
frá upphafi einbeitt sér að flutn-
ingi stærri kórverka og hefur yfir-
leitt haldið tvenna tónleika á ári
hverju. Roar Kvam hefur stjórn-
að Passíukórnum frá stofnun
hans.
Akureyringar og nærsveita-
menn eru hvattir til að láta ekki
þessa tónleika fram hjá sér fara.
Drepir þú
tímann í bílnum
meðþviaðlóta
hugann reika...
...aukastlíkurnaró
að þú diepir eitthvað annað!
VAKNADU MADUR!
Sofandaháttur við stýrið, almennt gáleysi og kæruleysi öku-
manna eru langalgengustu orsakir umferðarslysa. Flest slysin,
verstu óhöppin, mestu meiðslin og flest dauðsföllin verða þegar
skilyrði til aksturs eru best, bjart, þurrt, auðir vegir o.s.frv. Þá
slaka ökumenn á - og stefna sjálfum sér og öðrum vegfarend-
um í stórkostlega hættu. Breytum þessu strax!
(Niöurslaöa ur konnun Samvinnutrygginga á orsökum og afleiöingum umferöarslysa).
SAMVINNU
TRYGGINGAR
-gegngáleysi