Dagur - 01.06.1987, Page 8
8 - DAGUR - 1. júní 1987
íþróttic
Hörður Benónýsson er hér í harðri baráttu við Árna Stefánsson í leik Þórs og Völsungs. Hörður skoraði sigurmark-
ið fyrir VÖIsung. Mynd: RÞB
SL-mótið 1. deild í knattspyrnu:
Völsungar börðust
til sigurs gegn Þór
SL-mótið 1. deild í knattsp\
Góð barátta
sigur KA á
„Ég vissi að þetta yrði baráttu-
leikur og er því mjög ánægður
með þennan sigur. Það býr
mikið í þessu liði og nú er bara
að halda áfram og taka Skaga-
menn næst,“ sagði Guðmund-
ur Ólafsson kampakátur þjálf-
ari Völsungs í knattspyrnu, eft-
ir að lið hans hafði unnið verð-
skuldaðan sigur á Þór á Akur-
eyri síðastliðinn föstudag. Þar
með náðu Völsungar í sín
fyrstu stig í fyrstu deild SL-
mótsins.
Jafnræði var með liðunum í
fyrri hálfleik, hann fór einkum
fram á miðjunni og marktækifæri
ekki mörg, Leikmenn beggja liða
léku „fastan bolta" án óþarfa
brota, en ekki var mikið um sam-
leik.
Völsungar fengu fyrsta mark-
tækifærið snemma í leiknum þeg-
ar Baldvin markvörður Þórs varði
skot Harðar Benónýssonar í
horn. Hlynur fékk síðan þrjú
þokkaleg færi á að gera mark og
einnig átti hann mjög gott skot
utan úr teig en beint á Þorfinn í
marki Völsungs. Þá átti Halldór
gott skot sem „sleikti" stöngina
við jörð.
Það voru svo Völsungar sem
fengu síðasta marktækifærið í
fyrri hálfleik, þegar tíu sekúndur
voru til hlés. Besti maður vallar-
ins, Kristján Olgeirsson óð þá
upp vinstri kantinn að endatnörk-
um og sendi góðan bolta fyrir
markið þar sem Hörður Benón-
ýsson beið einn og óvaldaður við
fjærstöng og skallaði af öryggi í
markið, 0-1.
Þetta mark kom á versta tíma
fyrir Þórsara því úr þeim var
allur vindur meðan Völsungar
mættu tvíefldir leiks að nýju. Þeir
áttu hreinlega seinni hálfleikinn
ef frá eru taldar síðustu tíu
mínútur leiksins þegar Þórsarar
sóttu stíft án þess að þeim tækist
að jafna. Halldór Áskelsson var
þó tvívegis nærri því og einnig
hefðu Kristján og Guðmundur
Valur á sæmilegum degi nýtt þau
færi sem þeir fengu. Völsungar
fengu einnig sín færi og raunar
virtist Kristján Olgeirsson geta
stungið varnarmenn Þórs af þeg-
ar honum sýndist.
Þegar á leið færðist aukin
harka í leikinn og leikmenn
beggja liða sýndu af sér leiðinleg-
an ruddaskap. Friðgeir Hall-
grímsson hefði að ósekju mátt
veita fleiri en tvö gul spjöld.
„Þetta var baráttuleikur,
nokkuð jafn og ég held að
jafntefli hefðu verið sann-
gjörnustu úrslitin. Um þetta
víti vil ég sem minnst segja, ég
var bara klaufi að skora ekki,“
sagði Hafsteinn Jakobsson
leikmaður Leifturs, eftir að lið
hans hafði tapað fyrir heima-
mönnum 0:1 á Selfossi í gær í
2. deild Islandsmótsins í knatt-
spyrnu. Hafsteinn misnotaði
vítaspyrnu í seinni hálfleik,
skaut í stöng.
Leikurinn var nokkuð þóf-
kenndur en nokkurt jafnræði var
með liðunum. Jón Gunnar Bergs
skoraði eina mark leiksins um
miðjan fyrri hálfleik. Tekið var
langt innkast og eftir að hafa haft
betur í baráttu við Þorvald mark-
Hafsteinn Jakobsson misnotaði
vítaspyrnu á Selfossi.
Völsungar börðust allir af
krafti í þessum leik öfugt við
Þórsara sem allir léku undir getu.
„Þeir voru bara einfaldlega betri
og léku þann fasta bolta sem við
erum vanir," sagði Jóhannes
Atlason þjálfari Þórs eftir leik-
inn. ET
vörð Leifturs, skallaði hann bolt-
ann í markið. Hættulegasta færi
norðanmanna í fyrri hálfleik,
fékk Steinar Ingimundarson,
hann komst í gegnum vörn Sel-
fyssinga en skot hans fór í stöng-
ina. Guðmundur Garðarsson
varnarmaðurinn sterki í liði
Leifturs þurfti að yfirgefa völlinn
í fyrri hálfleik vegna meiðsla.
í síðari hálfleik var sama jafn-
ræðið með liðunum en lítið urn
góð færi. Norðanmenn fengu
Sigfried Held landsliösþjálfari
íslands í knattspyrnu, tilkynnti
í gær landsliðshópinn sem
mætir A- Þjóðverjum í
Evrópukeppni landsliða á
Laugardalsvelli á miðvikudag-
inn. Tveir breytingar eru á lið-
inu frá viðureigninni við
Frakka um daginn. Pétur Arn-
þórsson úr Fram og Lárus
Guðmundsson hjá Bayer Uer-
dingen koma í stað þeirra Pét-
ur Ormslev og Sigurðar Grét-
arssonar sem eru meiddir.
Leikurinn á miðvikudaginn er
fimmta viðeign íslenska liðsins í
Evrópukeppninni. Áður hafði
liðið gert jafntefli við Frakka og
Sovétmenn hér heima en tapað
fyrir Frökkum og A-Þjóðverjum
Það er ekki oft sem lið úr 1.
deildinni í knattspyrnu flá feit-
an gölt úr viðureignum sínum
við Víði, þegar leikið er á
Garðsvelíi. Þetta gerðu þó
nýliðarnir úr KA á föstudags-
kvöldið, sigruðu heimamenn
frekar óvænt með einu marki
gegn engu. Alls ekki óverð-
skuldað, þó svo Víðismenn
hafi verið atgangsharðari fram-
an af. Varla verður sagt að
leikurinn hafl verið vel leikinn,
hann einkenndist fremur af
mikilli baráttu og leikið var
fast en þó ekki gróft.
Fyrri hálfleikinn voru Víðis-
menn mun atkvæðameiri og áttu
sín hættulegu færi. Á 24. mín.
átti Guðjón Guðmundsson skot á
markið frá vítateigslínu en Hauk-
ur bjargaði vel í horn. Sex mín.
síðar skall hurð mjög nærri hæl-
um upp við mark KA. Eftir fyrir-
gjöf kom þrumuskalli á markið
en Haukur varði meistaralega.
Boltinn hrökk út, þaðan skot á
markið, KA bjargaði á línu og
upp úr því skallað naumlega
framhjá. Þegar mínúta lifði af
hálfleiknum fengu norðanmenn
sitt fyrsta færi í Ieiknum og það
ekki af verri endanum. Tryggva
tókst að smeygja sér í gegnum
vörn Víðis, Gísli markvörður
varði skot hans, Tryggvi fékk
boltann aftur og skaut en nú í
stöng og út. Þar kom Hinrik
aðvífandi og spyrnti yfir opið
gullið tækifæri til þess að jafna í
hálfleiknum, er dæmd var víta-
spyrna á einn varnarmanna Sel-
fyssinga fyrir að handleika knött-
inn á markteig. En skot Hafsteins
fór í stöngina eins og áður er get-
ið og úrslitin því 1:0 fyrir heima-
menn.
Ólafur Björnsson bakvörður
Leifturs, fékk að líta rauða
spjaldið eftir orðaskak við annan
línuvörðinn. Ólafur var þá kom-
inn af leikvelli og sat í vara-
mannaskýlinu.
á útivelli.
íslenski hópurinn þannig út:
Markverðir:
Bjarni Sigurðsson Brann
Friðrik Friðriksson Fram
Aðrir leikmenn:
Ágúst Már Jónsson KR
Arnór Guðjohnsen Anderlecht
Ásgeir Sigurvinsson Stuttgart
Atli Eðvaldsson B.Uerdingen
Guðni Bergsson Val
Lárus Guðmundsson
B.Uerdingen
Gunnar Gíslason Moss
Pétur Arnþórsson Frarn
Pétur Pétursson KR
Ragnar Margeirsson Waterschei
Sigurður Jónsson Sheff.Wed.
Sævar Jónsson Val
Viðar Þorkelsson Fram
markið af markteigshorni. Fyrri
hálfleikur var því markalaus.
Síðari hálfleikur var lengst af
fremur tíðindalítill. Á 63. mín.
voru Víðismenn þó nærri því að
skora er Björgvin Björgvinsson
skallaði hárfínt framhjá eftir
fyrirgjöf frá hægri. Nú fór KA að
láta meira að sér kveða og á 67.
mín. var Þorvaldur Örlygsson
nærri því að skora en hitti ekki
boltann í ágætu færi við markið.
Á 75. mín. kom síðan sigurmark-
ið. Gauti Laxdal tók hornspyrnu,
gaf vel fyrir og Tryggvi skallaði
óvaldaður í net heimamanna við
fádæma fögnuð samherja. Síð-
asta korterið lögðust svo norðan-
Akureyringar voru fremur
atkvæðamiklir á Islandsmótinu
í ólympískum lyftingum sem
fram í Armannsheimilinu í
gær. íslandsmeistaratitlarnir
utðu fjórir en alls unnust 11
guk neningar. Veitt voru verð-
laun fyrir hvora grein fyrir sig
og auk þess í samanlögðu.
í 52 kg flokki sigraði hinn
kornungi Aðalsteinn Jóhannes-
son úr ÍBA. Hann lyfti 25 kg í
Lyftingastrákarnir úr ÍBA komu hein
gullverðlaun úr íslandsmótinu.
íslandsmótið í knattspyrnu 2. deild:
Naumt tap Leifturs á Selfossi
ísland - A.-Þýskaland:
Hópurinn valinn