Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 10
10- DAGUR- 1. júní 1987
Sláttuvéla-
þjónusta!
Höfum tekið umboð fyrir:
Flymo, Ginge, Jacobsen og Komatsu (orf).
Vélar og varahlutir fyrirliggjandi í flestar gerðir véla.
Sumartilboð í að yfirfara gömlu vélina.
Ath. Gpið laugardaga 10-16. Sækjum og sendum.
Vélaverkstæði Gunnars
Frostagötu 6b ■ Sími 21263 (sama hús og Hellusteypan).
_____________________________________íþróttiL_
íslandsmótiö í knattspyrnu 3. deild:
Tindastóll sigraði í
sex stiga leik
Blús og
sálarhressing
í Alþýöuhúsinu
Níu manna hljómsveit
St. Louis Kings of Rhythm
heldur tónleika í Alþýðuhúsinu
í kvöld kl. 21.00.
Missum ekki af þessu einstæða tækifæri.
Jazzklúbbur Akureyrar.
Bjöm Sigurðsson, Baldursbrekku 7. Símar 41534 & 41666. Sérleyfisferðir. Hópferðir. Sætaferðir. Vöruflutningar
Húsavík - Akureyri - Húsavík
Sumaráætlun hófst 31. maí
Frá Húsavík: Mánud., miðvikud. og föstud. kl. 8.00.
Frá Húsavík: Þriðjud. og fimmtud. kl. 13.30.
Frá Húsavík: Sunnud. kl. 19.00.
Frá Akureyri: Mánud., þriðjud., miðvikud. fimmtud. og
föstud. kl. 16.00.
Frá Akureyri: Sunnud. kl. 21.00.
Sérleyfishafi.
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN Á AKUREYRI
Staða Ijósmóður
við Heilsugæslustöðina á Akureyri
er iaus tii umsóknar.
Starfshlutfall og vinnutími eftir samkomulagi.
Nýtt og glæsilegt húsnæði fyrir mæðraeftirlit
verður tekið í notkun með haustinu.
Nánari upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Heilsu-
gæslustöðvarinnar á Akureyri, Konný Kristjánsdóttir,
daglega milli kl. 11 og 12 í síma 96-22311
eða 96-24052.
Námskeið
SAMSKIPTATÆKNI
Álfheiður Steinþórsdóttir og Guðfinna Eydal
Innritun og nánari upplýsingar
í síma Sálfræðistöðvarinnar:
623075 milli kl. 10 og 12.
- Eyjólfur Sverrisson skoraði eina mark leiksins
Eftir slakt gengi Tindastóls í
æfingaleikjum í vor, hafa sjálf-
sagt fæstir búist við að liðið
flygi með 3 stig heim frá Norð-
firði á laugardag. Þá fór fram
fyrsta umferðin í b- riðli 3.
deildar, að vísu var leik Austra
og HSÞ-b frestað.
Það verður að segjast eins og
er, að norðanmenn voru algjör-
lega yfirspilaðir í fyrri hálfleikn-
um af frískum Þrótturum, sem
voru óheppnir og klaufskir að
vera ekki búnir að skora oftar en
einu sinni fyrir leikhlé. Það var
því þvert á gang leiksins að
Tindastóll náði forystunni um
miðjan hálfleikinn með marki
Eyjólfs Sverrissonar, sem skall-
aði boltann í markið af stuttu færi
eftir aukaspyrnu.
Jafnræði var með liðunum fyrri
hluta seinni hálfleiks, en úthald
Þróttara brást undir lokin og þá
fengu norðanmenn nokkur mjög
góð færi sem þeim tókst ekki að
nýta. Gísli Sigurðsson markvörð-
ur var langbesti maður Tindastóls
í leiknum og má segja að hann
hafi haldið liðinu á floti í fyrri
hálfleiknum. Þá léku Eyjólfur
Sverrisson og Rúnar Björnsson
vel. Bestir Þróttara voru þeir
Marteinn Guðgeirsson og Magn-
ús Jónsson þjálfari.
íslandsmótið í knattspyrnu 4. deiid:
Hvöt vann Svarfdæli
- á Blönduósi 2:0 á laugardag
Hvöt og Svarfdælingar áttust
við á Blönduósvelli á laugar-
daginn og var nokkur spenna í
loftinu fyrir leikinn þar sem
búist hafði verið við miklum
baráttuleik. Hvöt vann hins
vegar öruggan sigur sem
hefði vel getað orðið stærri.
f upphafi var leikurinn mjög
ómarkviss af beggja hálfu, mikið
um há spörk og kýlingar út í loftið
en þegar frá leið lagaðist þetta
nokkuð enda þótt slíkt skyti alltof
oft upp kollinum í leiknum. Það
var svo á áttundu mínútu fyrri
hálfleiks sem Örn Gunnarson átti
góða sendingu inn í teiginn þar
sem Páll Leó Jónsson var og
skallaði boltann í mark Svarf-
dælinga, 1-0 fyrir Hvöt og þannig
var staðan í leikhléi. Snemma í
síðari hálfleik kom svo annað
mark Hvatar sem Ásgeir Val-
garðsson skoraði og fleiri urðu
mörkin ekki. Það var greinilegt
að Hvöt var allan tímann sterkari
aðilinn í þessari viðureign og
með örlítilli heppni hefðu mörkin
hæglega getað orðið fleiri. T.d.
munað ekki miklu að Hermanni
Arasyni tækist að skora með gull-
fallegri hjólhestaspyrnu en mark-
maður Svarfdælinga fékk boltann
beint í fangið og fleiri tækifæri
mætti telja. Páll Leó hefur nú
gert fjögur mörk fyrir Hvöt í
tveim fyrstu leikjum liðsins í riðl-
inum.
i Lið Svarfdælinga var alls ekki
nógu sannfærandi og miðað við
þann árangur sem Garðar Jóns-
son náði með lið Hvatar á síðustu
tveim árum verður maður að
búast við að hann eigi eftir að
bætan leik þeirra töluvert þegar
líður á sumarið. G.Kr.
SL-mótið 1. deild:
Mest um
útisigra
- í fyrstu umferðunum
Það vekur nokkra athygtl þe*;-
ar úrslitin í tveimur fyrstu
umferðunum á SL mótinu 1.
deild í knattspyrnu eru skoðuð
að aðeins einu liði hefur tekist
að vinna sigur á heimavelli.
Þess ber þó að geta, að þegar
þetta er skrifað er leik Vals og
IBK á Hlíðarenda ólokið.
Liðið sem unnið hefur sigur á
heimavelli, er KR en liðið sigraði
FH á föstudagskvöld með þrem-
ur mörkum gegn engu og er með
fullt hús eftir tvær umferðir.
Völsungur tapaði heima fyrir
ÍBK í 1. umferð en vann Þór á
útivelli á föstudagskvöld. KA
tapaði heima fyrir KR í 1.
umferð en sigraði Víði í Garðin-
um á föstudagskvöld. Þór sigraði
Fram á Laugardalsvelli í 1.
umferð en tapaði fyrir Völsungi
heima um helgina.
Fram tapaði fyrir Þór í Reykja-
vík en vann ÍÁ á Skaganum á
laugardaginn. ÍA vann FH í
Hafnarfirði en tapaði heima fyrir
Fram. ÍBK vann Völsung á
Húsavík en á eftir Ieik við Val á
Hlíðarenda. Valur gerði jafntefli
í Garðinum en átti leik gegn ÍBK
á Hlíðarenda í gærkvöld. Víðir
gerði jafntefli við Val í 1. umferð
en tapaði heima fyrir KA um
helgina. FH er eina liðið sem enn
hefur ekki fengið stig. Liðið tap-
aði heima fyrir íA í 1. umferð og
fyrir KR á KR-velli um helgina.
Þegar leikirnir í 2. deild eru
skoðaðir má sjá að heimavöllur
liðanna reynist þeim mun happa-
drýgri en liðanna í 1. deild til
þessa. Um helgina unnust allir
leikirnir fjórir sem leiknir voru á
heimavelli í 2. deild.
Sigurður G. Ringsted sigraði í fyrsta alvöru golfmótinu að Jaðri um helgina.
Sigurður vann Björn Axelsson í bráðabana í keppninni án forgjafar á Lac-
ostc-mótinu. Nánar verður sagt frá mótinu á morgun. Mynd: kk.