Dagur - 01.06.1987, Síða 13
1. júní 1987-DAGUR-13
Er fjórflokka-
kerfið að hrynja?
Alþýðuflokkurinn
Alþýðuflokkurinn náði ekki
þeim kosningasigri sem formaður
hans hafði stefnt að allt frá því að
hann tók við embætti. Flokkur-
inn stendur nú á þeim krossgöt-
um hvort hann eigi að hjakka í
þessu fari til eilífðar eða leita
samstarfs við annan flokk til að
mynda sterkara afl. Þá virðist
Alþýðubandalagið koma einna
helst til greina.
Á meðan flokksformaðurinn
lék stjórnarmyndunarviðræður
upp á eigin spýtur dagana eftir
kosningarnar, sagði alþýðu-
flokksmaður úr innsta hring að
sér virtist sem það gæti orðið
ómögulegt að mynda ríkisstjórn.
Hann minntist á stjórnmála-
ástand í Danmörku, Hollandi og
Ítalíu til samanburðar. Eftir því
sem smáflokkum fjölgaði minnk-
uðu líkurnar á að mynda meiri-
hlutastjórnir að sama skapi.
Alþýðuflokksmaður sem
nokkuð lengi hefur staðið fram-
arlega í flokki telur ágreining
Alþýðuflokksins og Framsóknar-
flokksins meira prinsipp og pers-
ónulegan en að málefni séu svo
ólík. Þeir verði að halda sínu
andlitinu hvor þar sem þeir rói
töluvert til svipaðra miða. Þeir
séu báðir miðjuflokkar og sögu-
lega séð hafi Alþýðuflokkurinn
meira horft til þéttbýlis en Fram-
sóknarflokkurinn til dreifbýlis.
Hann telur þennan ágreining það
djúpstæðan, þótt hann sé raun-
verulega mest til málamynda, að
nánast sé útilokað að þessir
flokkar efni til náins samstarfs.
Það sé tæplega til umræðu að þeir
vinni saman í stjórn af hálfu
margra samflokksmanna sinna.
Hann telur einnig að eftir það
sem gerst hefur í Sjálfstæðis-
flokknum verði ekki mynduð
viðreisnarstjórn í náinni framtíð
og að Alþýðuflokkurinn verði að
tryggja stöðu sína með því að
leita á önnur mið. Aðspurður um
hvort samstarf við Alþýðubanda--
lagið komi til greina telur hann
svo vera. Það myndi líklega
kljúfa bandalagið, það fylgdi
varla allt saman með í samstarfi
við okkur segir hann að lokum.
Sjálfstæðisflokkurinn
Það er ljóst að með brottrekstri
Alberts Guðmundssonar og
stofnun Borgaraflokksins til
möguleiki Sjálfstæðisflokksins til
að vera hið sterka afl íslenskra
stjórnmála og leika sér með aðra
flokka við myndanir ríkisstjórna
minnkað þótt hann sé enn stærsti
stjórnmálaflokkurinn. Það er
einkum tvennt sem þessu veldur.
Miðað við það fylgi sem Borgara-
flokkurinn hefur og óbreytt
flokkakerfi að öðru leyti er ljóst
að ekki verða myndaðar tveggja
flokka ríkisstjórnir á íslandi. Það
er einnig Ijóst að ef Borgara-
flokkurinn býður fram í sveitar-
stjórnarkosningum er meirihluti
Sjálfstæðisflokksins í borgar-
stjórn Reykjavíkur fallinn. Við
þær aðstæður yrði ekki möguleiki
á öðru en samsteypumeirihluta í
borgarstjórn Reykjavíkur hvort
sem Sjálfstæðisflokkurinn ætti
aðild að honum eða ekki. Þaö
veikir mjög stöðu þess manns
sem hingað til hefur verið næsta
óumdeilanlegt foringjaefni
flokksins, Davíðs Oddssonar að
hann virðist ekki eiga neinn
möguleika á að halda meiri-
Þórður
Ingimarsson
skrifar:
Seinni hluti
hlutanum í borgarstjórn eftir
þetta kjörtímabil.
Sjálfstæðismaður sem þetta var
rætt við taldi það vera mjög
slæmt fyrir flokkinn. Það hefði
verið miklu hyggilegra að reyna
að láta þetta hanga saman fram
yfir kosningar og koma málum þá
þannig fyrir að Albert yrði ekki
aftur ráðherra, jafnvel þótt fórna
yrði einhverju fyrir hann. Annar
sjálfstæðismaður benti á að það
væri ekki aðeins klofningurinn
sem ylli sjálfstæðismönnum
áhyggjum þessa dagana. Það væri
ljóst að sú stefna sem flokkurinn
hefði lagt nokkra áherslu á að
undanförnu höfðaði ekki nægi-
lega til kjósenda hans. Einkum
ætti þetta við um landsbyggðina.
Þótt hann skilgreindi þetta ekki
frekar var ljóst að hann átti við
frjálshyggjuna.
Frjálshyggjumaður í Sjálf-
stæðisflokknum sagði að það
þyrfti að fórna einhverju til að ná
stefnumálum fram. Þegar nánar
var gengið á hann við hvað hann
ætti sagði hann að það þyrfti að
losna við framsóknarmenn og
krata úr flokknum ef þeir ekki
þættust geta stutt þá stefnu sem
yfirgnæfandi hluti ungra kjós-
enda vildi. Við eigum ekki að
byggja framtíðina á framapoti og
fyrirgreiðsluskaki. Heldur láta
markaðinn ráða. íslenska þjóð-
félagið er orðið það þróað að það
veldur því alveg og markaðurinn
skapar besta jafnvægið. Hann
taldi að Sjálfstæðisflokkurinn
næði sér á strik aftur þegar fólk
væri farið að skilja markaðsþjóð-
félagið og fyndi að það þyrfti
ekki lengur að lifa á pólitísku
betli eins og hann orðaði það.
Gamla sjálfstæðisstefnan
reyndist okkur vel, sagði annar
sjálfstæðismaður. Á grundvelli
hennar hafa þær framfarir sem
við þekkjum orðið. Hún er sérís-
lensk, sniðin fyrir aðstæður okk-
ar og sækir engar fyrirmyndir
handan um haf. Það sést best á
því að enginn flokkur í líkingu
við Sjálfstæðisflokkinn er til í
nágrannalöndum okkar. Þar hafa
jafnaðarmannaflokkar alltaf ver-
ið fyrirferðarmestir. Við þurfum
ekki að krydda pólitíkina með
útlendu dufti. Ef við stöndum
vörð um sjálfstæðisstefnuna líður
ekki á löngu þangað til að flokk-
urinn nær sér aftur á strik eftir
þetta áfall.
Framsóknarflokkurinn
Framsóknarflokkurinn er sá eini
af gömlu flokkunum sem virðist
geta unað sæmilega við úrslit
kosninganna. Staða hans veiktist
ekki verulega og styrktist mjög
sums staðar, sérstaklega í kjör-
dæmi Steingríms Hermannsson-
ar. Framsóknarmaður í Reykja-
vík segir að nú verði að flytja
sigurinn á Reykjanesi einnig til
Reykjavíkur. Flokkurinn verði
að leggja meiri áherslu á að ná
fótfestu í þéttbýlinu. Það megi
hins vegar ekki verða á kostnað
dreifbýlisins. Það verði að leggja
áherslu á að sýna fram á að sjón-
armið ólíkra byggðarlaga verði að
samrýmast og eyða verði þeirri
tortryggni eftir mætti sem sé til
staðar milli suðvesturhornsins og
annarra landshluta.
Framsóknarflokkurinn er að
færast úr dreifbýlinu í þéttbýlið
segir „framsóknarmaður“ úr
Eyjafirði. Hann hefur fjarlægst
okkur á landsbyggðinni og það
munum við ekki sætta okkur við.
Aðspurður um hvort flokkur sem
ekki ætti fylgi að fagna í stærstu
kjördæmum landsins gæti í raun
og veru verið sterkur sem stjórn-
málaafl og gæti þar með haft
nægileg áhrif á gang þjóðmála.
Hann viðurkennir að svo sé og
bætir við að það verði að sam-
ræma þessi sjónarmið og hann
tekur undir þá skoðun Reykvík-
ingsins að eyða verði tortryggni
milli byggðarlaga. Hann bendir á
að það sé hlutverk Framsóknar-
flokksins að vera í fararbroddi í
því málefni. Eftir sigurinn á
Reykjanesi sé hann betur í stakk
búinn en áður hafi verið.
Framsóknarflokkurinn vann
mikinn sigur á Reykjanesi, segir
flokksmaður í Reykjavík. Það
hefði einnig þurft að gerast hér.
Það vantaði öflugan frambjóð-
anda og harðsnúnara lið. Það
þarf að vinna flokksstarfið betur
upp hér í Reykjavík það hefur
verið of máttlaust allt of lengi
segir þessi reykvíski framsóknar-
maður.
Það virðist vera nokkuð sam-
hljóma álit framsóknarmanna
sem rætt var við að í kosningun-
um hafi flokkurinn komist á skrið
og nú verði hann að halda áfram
að vinna sig upp í þéttbýlinu. Það
var einnig samhljóma álit þeirra
að það mætti ekki gerast á kostn-
að landsbyggðarinnar. Ef flokk-
urinn ætlaði að vera öflugur yrði
hann að vera öflugur um allt land
og einn viðmælenda sagði að nú
ætti flokkurinn leik í öllum þess-
um glundroða. Hann yrði að
hefja öflugan málflutning nú þeg-
ar og halda eyrum kjósenda til
næstu kosninga hvenær sem þær
yrðu.
Menn misjafnlega bjartsýnir
Það virðist ljóst að menn eru mis-
jafnlega bjartsýnir og alls ekki á
eitt sáttir varðandi framtíðina í
íslenskum stjórnmálum þessa
dagana. í sjálfu sér þarf engan að
undra það. Menn eru líka tregir
til að spá mjög langt fram í
tímann. Þótt fjórflokkakerfið
kunni að standa þessa orrahríð af
sér er hætt við að í framtíðinni
komi ný stjórnmálaöfl fram í
meira mæli en verið hefur. Hvort
þau verða viðvarandi er ekki
auðvelt að segja til um. Hins veg-
ar er nokkuð ljóst að stjórnmála-
flokkum mun ekki fækka. Þeir
verða ekki færri en fjórir en radd-
ir hafa alltaf annað slagið heyrst
um nauðsyn á sameiningu flokka
og að hér verði helst þriggja eða
tveggja flokka kerfi. Hvort það
sé æskilegt verður látið ósagt um
hér en það er óframkvæmanlegt
nema með breytingu á íslensku
kjördæmunum í einmennings-
kjördæmi.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Háls, Öxnadalshreppi, þingl.
eigandi Þórarinn Guðmundsson, fer fram í dómsal embættis-
ins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, miðvikudaginn 3. júní
kl. 14.00.
Uppboðsbeiðandi er Stofnlánadeild landbúnaðarins.
Sýslumaðurinn í Eyjafjarðarsýslu.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Kaupangur v/Mýrarveg, s-hl. Akureyri, þingl.
eigandi Norðurfell hf., fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl. 13.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Landsbanki (slands, Ólafur Gústafs-
son hrl., Brunabótafélag íslands og Verslunarbanki íslands.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta, á fasteigninni Frostagata 3b, b-hl., Akureyri,
þingl. eigandi Sigurður Ákason fer fram á eigninni sjálfri, föstu-
daginn 5. júní kl. 17.15.
Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og Sigurður G. Guð-
jónsson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Hafnarstræti 18, Akureyri, þingl. eigandi Guð-
mundur Þorgilsson, fer fram í dómsal embættisins Hafnar-
stræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl. 16.15.
Uppboðsbeiðandi er Sigríður Thorlacius hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síöara, á fasteigninni Birkilundur 10, Akureyri, þingl.
eigandi Guðbjörn Þorsteinsson, ferfram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl.
16.00.
Uppboðsbeiöendur eru: Bæjarsjóöur Akureyrar, innheimtu-
maður ríkissjóðs, Veðdeild Landsbanka íslands, Guðjón Ár-
mann Jónsson hdl., Iðnaðarbanki íslands hf. og Trygginga-
stofnun ríkisins.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Skálaborg, vörugeymsla, Akureyri, talinn eig-
andi Aðalgeir og Viðar hf., fer fram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl.
14.15.
Uppboðsbeiðandi er Pétur Guðmundarson hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
á fasteigninni Norðurgata 55, Akureyri, þingl. eigandi Aðalgeir
og Viðar hf., talinn eigandi íspan hf., fer fram í dómsal emb-
ættisins Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5.
júní kl. 17.00.
Uppboðsbeiðendur eru: Byggðastofnun, Gunnar Sólnes hrl.,
Útvegsbanki íslands og innheimtumaður ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
þriðja og síðasta, á fasteigninni Kaupangur v/Mýrarveg, A-hl.,
Akureyri, þingl. eigandi Tryggvi Pálsson, fer fram á eigninni
sjálfri, föstudaginn 5. júní kl. 17.30.
Uppboðsbeiðendur eru: Iðnlánasjóður og innheimtumaður
ríkissjóðs.
Bæjarfógetinn á Akureyri.
Nauðungaruppboð
annað og síðara, á fasteigninni Skarðshlíð 40e, Akureyri, tal-
inn eigandi Friðrik Bjamason, fer fram í dómsal embættisins
Hafnarstræti 107, 3. hæð, Akureyri, föstudaginn 5. júní kl.
15.45.
Uppboðsbeiðendur eru: Eggert B. Ólafsson hdl., innheimtu-
maður ríkissjóðs, Gjaldheimtan i Reykjavík og Jón Magnús-
son hdl.
Bæjarfógetinn á Akureyri.