Dagur - 01.06.1987, Síða 15
1. júní 1987-DAGUR - 15
Minning:
Ragnheiður 0. Bjömsson
Fædd 25. desember - Dáin 21. maí 1987
Aðfaranótt 21. maí lést hér í bæ
frk. Ragnheiður O. Björnsson
fyrrverandi kaupmaður. Hún var
fædd á jóladag árið 1896 og var
því nýlega orðin níræð. Ragn-
heiður var dóttir hins mikla
athafnamanns Odds Björnssonar
prentsmiðjueiganda og konu
hans Ingibjargar Benjamínsdótt-
ur. Mig brestur kunnugleika til
að rekja ævi og störf Ragnheiðar,
sem sannarlega voru bæði mikil
og margvísleg, en langar þó til að
minnast hennar með nokkrum
línum.
Fyrstu minningar mínar um
Ragnheiði eru frá löngu liðnum
árum. Pegar ég var barn, kom ég
oft á tíðum með móður minni í
Hannyrðaverslun Ágústu
Svendsen í Reykjavík, en versl-
unina áttu þá dótturdætur
Ágústu þær Sigríður og Arndís
Björnsdætur. í versluninni vann
þá Ragnheiður O. Björnsson.
Sigríður og móðir mín voru mikl-
ar vinkonur og þurftu margt og
lengi að tala saman og sátu þá
inni í bakherbergi búðarinnar.
Leiddist mér þar inni og laumað-
ist ég gjarnan fram í búð til
Ragnheiðar, elti hana eins og
skuggi og horfði með andakt á
hana afgreiða hinar fjölbreytt-
ustu hannyrðavörur og sérstak-
lega þótti mér gaman, þegar hún
dró út litlu skúffurnar með alla
vega litu silkigarni og fann litinn,
sem nákvæmlega átti við í hvert
skipti, enda alltaf reiðubúin til að
leiðbeina viðskiptavinunum og
gefa þeim góð ráð. Aldrei blak-
aði hún við mér, þó að sjálfsagt
hafi ég stundum verið fyrir henni
og alltaf spjallaði hún við mig á
sinn glaðværa og hressilega hátt,
þegar tími gafst til. Svo liðu mörg
ár, Ragnheiður flutti hingað
norður til Akureyrar og setti á
stofn sína eigin hannyrðaverslun,
sem hún rak í áratugi, en ég full-
orðnaðist.
í annað sinn bar fundum okkar
Ragnheiðar saman. Ég var tíðum
ásamt bónda mínum í Kristnesi á
sumrum hjá tengdaforeldrum
mínum. Pá áttu menn almennt
ekki bíla, svo bæjarferðir voru
farnar með Hælisbílnum, í bæinn
um hádegi og heim kl. 5.30 síð-
degis. Rakst ég þá á Verslun
Ragnheiðar O. Björnsson og
Ragnheiði sjálfa, sem tók mér
eins og það hefði verið í gær, sem
ég elti hana um búð Ágústu
Svendsen. Þarf ekki að orðlengja
það, að hjá Ragnheiði eignaðist
ég athvarf í bæjarferðum, þar
geymdi ég pakka og pinkla og sat
á spjalli við Ragnheiði, þegar
tími gafst til. Er mér sérstaklega
minnisstætt frá þessum árum,
hvað Ragnheiður bar mikla
umhyggju fyrir bræðrum sínum
og ekki síður bræðrabörnum og
aldrei varð hún glaðari, en þegar
hún gat gert eitthvað fyrir litla
frændfólkið sitt eða þegar hún
frétti að því vegnaði vel. Sömu-
leiðis var mjög kært með Ragn-
heiði og mágkonum hennar.
Enn liðu mörg ár og í þriðja
sinn tókust kynni með okkur
Ragnheiði. Það var þegar ég
gerðist félagi í Zontaklúbbi
Akureyrar 1976. Ragnheiður O.
Björnsson var Zontakona af lífi
og sál, enda var það hún, sem átti
heiðurinn af því að undirbúa og
koma í framkvæmd stofnun
Zontaklúbbs Akureyrar og varð
fyrsti formaður hans. Vinkona
hennar frá gömlum dögum,
Arndís Björnsdóttir, leikkona,
var „ljósa“ klúbbsins, en hann
var formlega stofnaður þann 2.
júlí 1949. Ragnheiður var sístarf-
andi af áhuga og og eldmóði og
sótti fundi Zontaklúbbsins svo
lengi sem kraftar entust og var
ævinlega hrókur alls fagnaðar.
Hún átti stóran hlut í að koma
Nonnasafni á laggirnar og bar
velferð safnsins fyrir brjósti alla
tíð. Er mér sérlega minnisstæð
stund, sem við áttum einar saman
í safninu, en við fórum þangað til
að draga upp fána og kveikja á
kertum á meðan aðrar Zontasyst-
ur fóru á flugvöllinn að sækja
þangað gesti frá Pýskalandi. Þá
rakti Ragnheiður fyrir mér sögu
(»safnsins og fræddi mig um svo
margt, bæði um ævi séra Jóns
Sveinssonar, Nonnasafn og
Zontahreyfinguna.
Ragnheiður var félagslynd
kona og lagði fleiri félögum en
Zontaklúbbnum lið og má nefna
Náttúrulækningafélag íslands
sem dæmi um það. Skopskyn
hafði Ragnheiður með afbrigðum
gott, sá spaugilegu hliðarnar á
hlutunum, skopaðist óspart að
sjálfri sér en aldrei að öðrum, svo
ég hafi heyrt. Músikölsk var hún
og lék á píanóið sitt daglega fram
á seinustu ár.
Langri og heillaríkri ævi er
lokið. Zontaklúbbur Akureyrar
kveður fyrsta formann sinn og
heiðursfélaga, Ragnheiði O.
Björnsson, með virðingu og
þökk.
Akureyri, 26. maí 1987.
Bergljót Rafnar.
Aðalfundur
Leikfélags Akureyrar
veröur haldinn í Borgarasal Samkomuhússins
mánudaginn 1. júni kl. 20.30.
Fundarefni:
Lagabreytingar, önnur venjuleg aöalfundarstörf.
Mætið vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Jarðarför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu
UNNAR TRYGGVADÓTTUR,
Byggðavegi 101a
fer fram þriðjudaginn 2. júní nk. Kveðjuathöfn verður i Akur-
eyrarkirkju kl. 1 e.h. Jarðsett verður að Völlum í Svarfaðardal
sama dag kl. 3.30 e.h.
Fyrir hönd aðstandenda.
Jakob Tryggvason.
Sæunn Mjöll Stefánsdóttir, Katrín Jónína Gísladóttir og Hadda Hreiðars-
dóttir, héldu tombólu til styrktar Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Þær
söfnuðu kr. 1400.
Auglýsing
um aflatilflutning milli ára.
Aö gefnu tilefni vekur sjávarútvegsráöuneytiö athygli
á, aö núgildandi lög um stjórn fiskveiða gilda aöeins
til næstu áramóta og óljóst er hvernig staðið veröur
aö stjórn fiskveiða á næsta ári. Útgeröarmenn veröa
því að ganga út frá því, aö hvorki sé mögulegt aö
flytja hluta aflakvóta ársins 1987 til ársins 1988 né
veiða á árinu 1987 hluta aflakvóta ársins 1988.
Sjávarútvegsráðuneytið, 26. maí 1987.
M IÐNTÆKNISTOFNUN
Námskeið
á Akureyri
í markaðssetningu
fyrirlestur um „Just-in-time“
Rekstrartæknideild ITI gengst fyrir námskeiöi í
markaðssetningu og stjórnun markaðssetning-
ar, vöruþróun og leit nýrra markaða. Einnig
verður fluttur fyrirlestur um japönsk viðhorf í
framleiðslu.
Fyrir hverja: Framkvæmdastjóra, markaðs-
stjóra, framleiðslustjóra, sölumenn og áhuga-
fólk um rekstur.
Hvar/hvenær: Hótel KEA 10. og 11. júní nk.
Skráning: í síma 91-687000.
Leiðbeinandi: Christian Dam.
Fyrirlestur: Jens P. Kristinsson.
Rekstrartæknideild.
Þökkum innilega auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts
og útfarar eiginkonu minnar, móður og tengdamóður,
INGILEIFAR STEFANÍU JÓNSDÓTTUR,
Furulundi 8, Akureyri.
Vigfús Vigfússon,
Gísla Sigrún Vigfúsdóttir, Helgi Valdemarsson,
Jón Stefánsson, Hildur Jónsdóttir.
Alúðarþakkir fyrir vinsemd og samúð við andlát og jarðarför
móður okkar, tengdamóður og ömmu,
FREYGERÐAR ÞORSTEINSDÓTTUR,
Strandgötu 9, Ólafsfirði.
Andrés Sigurðsson, Jensína Þórarinsdóttir,
Guðrún Sigurðardóttir, Baldur Snorrason,
Sigríður Sigurðardóttir, Halldór Jónsson,
jón Sigurðsson, Matthildur Antonsdóttir,
Margrét Sigurðardóttir, Ólafur Þór Jónsson,
Valgerður Sigurðardóttir, Sigursveinn Þorsteinsson
og barnabörn.
Sími
96-31129.
Dalvík, nærsveitir
Verðum með plöntusölu við útibú KEA
Dalvík, mánudaginn 1. júní kl. 19.30.
Crenivík
Verðum með plöntusölu við úti-
bú KEA Grenivík, þriðjudaginn
2. júní kl. 19.30.