Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 16

Dagur - 01.06.1987, Blaðsíða 16
DAfiUft Akureyri, mánudagur 1. júní 1987 RAFGEYMAR VIÐHALDSFRÍIR . , VEUIB RÉTT I BfLINN, BATINN, VINNUVÉLINA mebki CM CNI co „Geymiö gleðina í hjarta ykkar“ - Verkmenntaskólanum slitið á laugardaginn rekstrargjöld námu 75 inilljón- um. Þá samþykktu allir hlut- hafar endanlega, á aðalfundi Steinullarverksmiðjunnar í síðustu viku, að taka þátt í endurskipulagningu á fjárhag og rekstri verksmiðjunnar sem unnið hefur verið að um nokkurra mánaða skeiö. Skuldir við lok árs námu 447,1 milljónum og eigið fé verksmiðj- unnar var 114,4 milljónum. A fundinum kom fram að greiðslu- vandi verksmiðjunnar hafði auk ist til muna á árinu og komið í ljós að arðsemisforsendur hefðu brostið að verulegu leyti, þar sem verðþróun á vörum verksmiðj- unnar, sölumagn og gengisþróun voru á annan veg en ráð var fyrir gert. Þegar rekstur verksmiðjunnar hafði verið skoðaður niður í kjölinn, lá sú niðurstaða fyrir, að til að koma í veg fyrir greiðslu- stöðvun fyrirtækisins þyrfti að auka hlutaféð um 60 rr.illj. og jafnframt hagræða rekstri vcrk- smiðjunnar frekar. Vegna þátt- töku finnska fyrirtækisins Parteks í hlutafjáraukningunni í formi véla og tækniaðstoðar og þátt- töku starfsmanna og stjórnenda Steinullarverksmiðjunnar verður hlutafjáraukningin alls 72 mill- jónir. Samtals er gert ráð fyrir að hagræðingaraðgerðirnar, ásamt endurskoðun dreifingarfyrir- komulags, spari verksmiðjunni 7- 8 millj. kr. á ári fyrst um sinn. Stjórnin telur að með þessum aögerðum megi takast aö yfir- stíga greiðsluerfiðleika verk- smiðjunnar og skapa fyrirtækinu viðunandi rekstrargrundvöll. Þær Hegranesiö aftur frá veiðum Hann var stuttur túrinn hjá Hegranesinu í síðustu viku og aflinn rýr, aðeins 2 tonn. Þegar skipið hafði nýhafið veiðar brann rafall í togvindu yfir og þurfti það því að sigla til hafn- ar á ný. Búið er að senda rafal- inn suður, en Ijóst er að skipið verður frá veiðum í a.m.k. viku, hvort sem skipt verður um rafal eða gert við þann bil- aða. Þetta er í annað skipti á stutt- um tíma sem Hegranesið er frá veiðum vegna bilana. Á dögun- um stöðvaðist skipið í rétta viku meðan beðið var eftir stykki í vél frá Þýskalandi. Bæði Skafti og Drangey lönduöu um helgina fullfermi af fiski á Króknum. Afl- inn var mestmegnis ufsi og karfi, en einnig nokkuð af þorski. Næg atvinna verður því í frystihúsun- um á næstu dögum þrátt fyrir allt. -þá Verkmenntaskólanum á Akur- eyri var slitið við hátíðlega athöfn í Akureyrarkirkju á laugardaginn. Það var Bern- harð Haraldsson, skólameist- ari sem útskrifaði yfir 160 nemendur og sleit skólanum. Vilborg Jónsdóttir og Signe Viðarsdóttir voru með hæsta einkunn, þær eru báðar af við- skiptabraut. Fengu þær verð- laun frá Félagi verslunar- og skrifstofufólks. í dag, 1. júní verður skólinn þriggja ára og sagði Bernharð í ræðu sinni hann vera um það bil að slíta barnsskónum. Nemendur skólans voru 1000 við upphaf haustannar, um 900 í dagskóla og 100 í nýstofnaðri öldungadeild. Kom fram í ræðu Bernharðs að hópurinn hafi nokkuð þynnst þegar leið á veturinn. Á næsta skólaári verður náms- framboð að mestu hið sama og verið hefur, engin ný námsbraut sér dagsins ljós, en þrjár verða lengdar nokkuð. Hefur skólinn fengið heimild menntamálaráðu- neytisins til að lengja vélstjóra- námið um eitt stig, þ.e. þrjár annir. Á hússtjórnarsviði bætist við 3. ár matartækna, bóklegt nám þeirra sem hyggja á stúd- entspróf og öldungadeildin verð- ur lengd um eitt ár. Þar verður því boðið upp á þriggja ára nám á viðskiptasviði. Bernharð bað nemendur sína að lokum að geyma gleðina í hjarta sínu svo lengi sem þau gætu. „Njótið þess dag hvern að vera til, að vera síns vinar vinur, að geta glaðst með öðrum og glatt aðra.“ ' -HJS Broshýrír nýstúdentar, það er engin furða, merkum áfanga er náð og þá er bara að stefna að þeim næsta. Mynd: RÞB Innbrot í íspan Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Akureyri var nokkur ölvun í bænum um helgina og fengu 8 manns að gista fangageymslur lögregl- unnar frá föstudegi og fram á sunnudag. Þá fékk lögreglan útkall vegna innbrots í íspan aðfaranótt sunnudags. Rúða hafði verið brotin í húsinu og fann lögreglan innbrotsþjófínn sofandi innandyra. Var hann ofurölvi og tilgangurinn með innbrotinu greinilega einhver allt annar en að auðgast. Frá föstudegi og fram á sunnu- dag urðu 6 árekstrar í bænum, allir minniháttar. Eitthvað mun hraðakstur hafa heillað marga um helgina því 13 ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast fór var á 135 km hraða rétt utan við bæinn. -HJS Steinullarverksmiðjan: 35 milljóna tap á síöasta ári Ritstjóraskipti á Degi Hermann Sveinbjörnsson hef- ur sagt upp starfi sínu sem rit- stjóri Dags og hverfur til ann- arra starfa í þessum mánuði. Á fundi blaðstjórnar Dags 21. maí samþykkti stjórnin ein- róma að ráða í starf ritstjóra Áskel Þórisson og Braga V. Bergmann. Áskell Þórisson verður ritstjóri frétta og jafnframt ábyrgðarmaö- ur blaðsins cn Bragi V. Berg- mann verður stjórnmálalegur rit- stjóri. Áskell staríaði á árum áður sem blaðamaður á Degi cn hcfur síðustu ár veriö starfs- mannastjóri og blaðafulltrúi Kaupfélags Eyfirðinga. Bragi hefur starfaö á Degi um aillangt skeiö og verið ritstjórnarfulltrúi hin síðari ár. Blaðstjórn Dags býöur þá velkomna til starfa. Hermann Sveinbjörnsson hef- ur verið ritstjóri Dags frá ársbyrj- un 1980. Á þeim tíma hcfur Dag- ur tekið algjörum stakkaskiptum. Hann hefur vaxið úr því að vera landsmálablað með tvo útkomu- daga í viku í það að veröa dag- blað og helsti málsvari lands- byggðarinnar í blaöaheiminum. Hermann hefur átt drjúgan þátt í þeirri miklu untbreytingu sem orðið hcfur á Degi. Blaðstjórnin þakkar honum mjög farsæl störf. F.h. blaöstjórnar Dags Valur Arnþórsson, formaður. vonir eru ekki síst byggðar á þeim móttökum sem framleiðslu- vörurnar hafa fengið á íslenska markaðnum og umsögnum sam- herja og keppinauta á gæðum þeirra. Söluhorfur áútflutnings- mörkuðum virðast bjartar og miðað við óbreyttar forsendur megi á tillölulega skömmum tíma takast að afla markaða, sem full- nýti afkastagetu verksmiðjunnar. -þá Hermann Sveinbjörnsson. liragi V. Bergniann. Áskcll Þórisson. Tap Steinullarverksmiðjunnar á Sauðárkróki nam tæpum 35 milljónum á síðasta ári, á fyrsta heila rekstrarári verk- smiðjunnar. Vegna breyttra útreikninga á verðbreytinga- færslu og notkun svokallaðrar fráviksreglu var bókfært tap fyrirtækisins 13 milljónum meira en ella. Samkvæmt hefðbundnu skattalegu upp- gjöri hefði það átt að nema 22 milljónum. Velta verksmiðj- unnar var 86,8 milljónir og

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.