Dagur - 03.06.1987, Page 7
3. júní 1987 - DAGUR - 7
Sigrún Proppé listmeðferðarfræðingur:
Það kostar hugrekki að
spyma við fótum
Frá námsstefnu um sorg og sorgar-
viðbrögð í Glerárkirkju. Séra Sig-
finnur Þorleifsson sjúkrahúsprestur
er í ræðustól.
Sigrún Proppé listmeðferðar-
fræðingur talaði um þýðingu list-
meðferðar fyrir dauðvona sjúkl-
inga. Arttherapy sem kallað er
list eða myndmeðferð á íslensku
er sálhringaaðferð sem notuð er
markvisst til finna skapandi þörf-
um sjúklinga farveg.
Sigrún sagði að mannleg sam-
skipti í vestrænum þjóðfélögum
byggðust upp á orðræðu. Sá sem
ekki hefur orðið hefur litla mögu-
leika á að komast áfram í lífinu.
Ofuráhersla hefur verið lögð á
vitræna hugsun, sagði Sigrún, en
hins vegar upplifðum við heiminn
með skynjun. f skóla er okkur
kennt að aðskilja tilfinningar og
vitsmuni og sá er það gerir ekki
finnur fyrir vanmætti og efast um
eigin getu. Hið talaða orð er eina
líflína okkar við heiminn, sagði
Sigrún. Hún sagði einnig að allir
upplifðu einhvern tíma á ævinni
að vera í andlegu ójafnvægi og þá
fyndum við að vitræn rökhugsun
dugir ekki. Orðin ná ekki yfir þá
ólgu sem býr innra með okkur,
þegar mönnum er kippt upp með
rótum og þeir viti ekki hvernig ná
eigi fótfestu aftur. Húri sagði að
einstaklingar gætu losað um
spennu og leyst sín persónulegu
vandamál með hjálp ímyndunar-
aflsins, með því að skapa eitt-
hvað. Það kostaði hugrekki að
spyrna við fótum og gera eitthvað
sem aðrir hafa ekki vænst. Fólk
þyrfti að gefa sjálfu sér aukið
vaxtarrými og nota hæfileikann
til að njóta lífsins.
Sársauki
stöðugt ný reynsla
í myndmeðferð er eigandi mynd-
ar örvaður til að tjá sig um mynd-
ina sem hann hefur verið að gera.
Hún sagði að áhugi og löngun til
að skapa væri það eina sem kraf-
ist væri, en ekki sérstakra hæfi-
leika. Þetta væri góð aðferð til að
nálgast einstaklinginn, því oft
tæki langan tíma að nálgast ein-
staklinga t.d. með óleyst sorgar-
viðbrögð með orðum. í mynd-
máli er hægt að tjá tilfinningar,
hvatir og langanir. Með umræð-
um um myndirnar eru brot og
brotabrot tengd saman í eina
heild og eftir einhvern tíma
styrkist sjálfsímynd sjúklings.
Sársauki er stöðugt ný reynsla
fyrir einstaklinginn, en hvers-
dagsleg fyrir umhverfið. Dauð-
vona sjúklingar stendur vanmátt-
ugur gegn þeim öflum sem honum
eru ofviða. Örvæntingin og ang-
istin er honum oft ofviða, menn
fyllast söknuði yfir langþráðum
óskum sem aldrei eiga eftir að
rætast. Sigrún nefndi krabba-
meinssjúklinga sem lifðu í stöð-
ugri þjáningu og hversu gott það
væri fyrir þá ef einhver skildi til-
finningar þeirra. Menn vildu hins
vegar oft loka augunum fyrir
sársaukanum, það væri erfitt að
setja sig inn í veruleika dauðvona
sjúklings.
Sigrún sagði myndmeðferð
geta hjálpað dauðvona sjúkling-
um að nýta þann tima sem eftir
er sem best. Lykilorðið væri von,
hversu stutt sem lífið ætti eftir að
verða þyrfti fólk að byggja til-
finningar sínar upp á nýtt. Fólk
þyrfti að uppgötva sjálft sig og
nýjar aðstæður til að geta barist
við sjúkdóm sinn. Afstaða til eig-
in lífs skiptir miklu máli og það
að mæta lífskreppu sinni á skap-
andi hátt gæti aðstoðað marga
við að byggja sjálfa sig upp.
Sjá næstu síðu.
fleira. Margir eru hræddir við að
vera einir, aðrir kæra sig ekki um
að umgangast annað fólk. Marga
dreyrnir hinn látna og sumir
heimsækja staði eða geyma hluti
sem honum tilheyrðu.
Lífíð mótað af missi
Páll nefndi að fólk upplifði sorg-
ina á mismunandi hátt eftir því
hvernig dauðann hafi borið að og
eftir eðli og styrkleika tengsl-
anna. Hann sagði að það væri oft
óbærilegt fyrir þá sem horft
hefðu á eftir nánum ástvinum
falla fyrir eigin hendi. Fólk sæti
uppi með tvíbentar tilfinningar
og gerði því oft erfitt um vik að
vinna sig út úr sorginni. Flestir
sitja upp með mjög sterka sektar-
kennd og eru sífellt að velta því
fyrir sér hvort eitthvað hefði ver-
ið hægt að gera. Sagði Páll að sú
líking hefði verið sett fram að sá
er sjálfsvíg fremdi skildi beina-
grind sína eftir inni í skáp hjá
hinum eftirlifandi. Reiði er mjög
áberandi hjá aðstandendum
þeirra sem fremja sjálfsvíg, reiði
sem beinist gegn þeim sjálfum.
Ótti um að þeir muni einnig gera
slíkt hið sama kemur einnig fram
hjá mörgum, sérstaklega sagði
hann að slíkt kæmi fram hjá son-
um feðra sem framið hefðu
sjálfsvíg.
Við fósturlát, fóstureyðingu og
skilnað sagði Páll, að við svipuð
sorgarviðbrögð væri að etja og
við fráfall nákomins ættingja eða
vinar. Hann sagði að skilnaður
væri í mörgum tilfellum enn sárs-
aukafyllri en dauði og margir
festust í sorg sinni, gætu ekki
unnið sig úr vandanum.
í lok framsögu sinnar sagði
Páll, að líf okkar allra væri mótað
af missi, við þyrftum alltaf að
missa eitthvað til að komast
áfram. Hvernig okkur tekst að
komast áfram í lífinu fer eftir því
hvernig við höndlum þennan
missi. „Aðeins fólk sem forðast
ást getur forðast sorg,“ sagði Páll
Eiríksson geðlæknir að lokum.
Þrettánhundruð fjörutíu og einu sinni.„TXKK”
Q
S
5
Landsbankinn hefur ríka ástæðu til þess að þakka krökkum
um allt land fyrir framúrskarandi áhuga
og þátttöku í Landsbankahlaupinu 1987,16. maí síðast liðinn.
Alls voru þátttakendur 1341, allir fæddir árin 1974 - 1977.
Fjölmargir unnu til verðlauna, sumir settu persónuleg met,
aðrir kepptu í hlaupi í fyrsta skipti á ævinni og þó nokkrir
urðu Kjörbók með dálítilli innstæðu ríkari.
En allir stóðu sig með mestu prýði.
Við þökkum öllum þátttökuna og FRÍ fyrir samstarfið
um framkvæmdina.
Vonandi sjáumst viö _ l~nflqhanki
sem flest að ári LdllUbUdimi
í Landsbankahlaupi 1988. Islands
M Æ Banki allra landsmanna