Dagur - 21.09.1987, Page 2

Dagur - 21.09.1987, Page 2
2 - DAGUR - 21. september 1987 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 560 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 55 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 400 KR. RITSTJÓRAR: ÁSKELL ÞÓRISSON (ÁBM.) BRAGI V. BERGMANN BLAÐAMENN: ÁSLAUG MAGNÚSDÓTTIR, EGGERTTRYGGVASON, EGILL BRAGASON, HELGA JÓNA SVEINSDÓTTIR, INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585 hs. 41529), KRISTJÁN KRISTJÁNSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, TÓMAS LÁRUS VILBERGSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, ÞÓRHALLUR ÁSMUNDSSON (Sauöárkróki vs. 95-5960 hs. 95-5729) AUGLÝSINGASTJÓRI: FRÍMANN FRlMANNSSON ÚTBREIÐSLUSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASIMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: JÓHANN KARL SIGURÐSSON PRENTUN: DAGSPRENT HF. Jeiðari.____________________________ Fordómar og ranghugmyndir Fyrir nokkru hófu heilbrigðisyfirvöld herferð til að freista þess að hefta útbreiðslu þess skæða sjúkdóms sem nefndur hefur verið eyðni. Framtíðarspár um útbreiðslu sjúk- dómsins eru uggvænlegar en með fyrirbyggj- andi aðgerðum, svo sem markvissri fræðslu um eðli og smitleiðir sjúkdómsins, er von til þess að hægt verði að hefta útbreiðslu hans. Ljóst er að fordómar í garð eyðnisjúklinga eru algengir. Fréttir utan úr heimi greina frá því að eyðnisjúklingar og aðstandendur þeirra verði fyrir ofsóknum sem eiga rætur að rekja til ofsahræðslu í garð þessa skæða sjúkdóms. T.d. eru mörg dæmi þess að for- eldrar neiti að láta börn sín ganga í skóla þar sem vitað er um eyðnisjúklinga. Enn sem komið er höfum við ekki kynnst svo harkaleg- um viðbrögðum hér á landi ep eflaust er þess ekki langt að bíða. Fordómarnir eru fyrir hendi. Þá eru ýmsar ranghugmyndir um smit- leiðir eyðniveirunnar mjög útbreiddar. Það kom fram í könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla íslands gerði nýlega fyrir heilbrigðis- ráðuneytið og landlæknisembættið. í könnun- inni kom einnig fram að þótt fræðslubæklingi um sjúkdóminn hafi verið dreift á öll heimili á landinu, hafa einungis 43% íslendinga á aldr- inum 18-25 ára kynnt sér efni hans. Þó til- heyrir fólk á þeim aldri mesta „áhættuhópn- um“. Þarna er pottur svo sannarlega brotinn. Fyrr á tímum ól siðferðileg hræðsla af sér ofsóknir sem aftur leiddu til löggjafar í einni eða annarri mynd. Sem dæmi frá síðari árum nægir að nefna kynlífssjúkdóma, vændi, sam- kynhneigð, klám og klámmyndir. Það sem einkennir margt af þessu eru tengslin milli kynlífs og sjúkdóma. Þannig afbakast vissir sjúkdómar í vitundinni yfir í eitthvað sem er óhreint. Þar sem enn hefur ekki verið fundin aðferð til að lækna eyðnisjúklinga er ótti almennings meiri en ella. Þessi hræðsla hefur gengið svo langt að menn hafa á opinberum vettvangi farið að blanda trúarbrögðum inn í umræðuna um eyðni. Við verðum öll að forðast að reisa múra fordóma um þennan sjúkdóm. Færustu vís- indamenn um allan heim vinna ötullega að því að finna mótefni gegn eyðniveirunni og e.t.v. er þess ekki langt að bíða að sú leit beri árangur. Þangað til verða fyrirbyggjandi aðgerðir að sitja í fyrirúmi og þær hefur hver og einn í hendi sér að verulegu leyti. Fordóm- ar og ranghugmyndir gera einungis illt verra. BB. viðtal dagsins. Mikil samkeppni á flutningamarkaöinum - Guðni Sigþórsson skrifstofustjóri hjá Eimskipafélagi íslands hf. á Akureyri Guðni Sigþórsson tók við starfi forstöðumanns hjá Eimskipa- félagi íslands hf. á Akureyri 12. júlí sl. Hann hefur starfað hjá Eimskipafélaginu frá árinu 1969, fyrst sem stýrimaður en síðar við stjórnunarstörf í landi. - Átt þú ættir að rekja til Norðurlands? „Já, í móðurætt er ég Þingey- ingur, nánar tiltekið frá Ysta- hvammi í Aðaldal. Ég er ekki ókunnugur Norðurlandi því ég dvaldi í sveit í Aðaldal framan af aldri og hef eytt mestöllum fríum mínum og sumarleyfum á þeim slóðum. Eg held tryggð við Aðal- dalinn og hef farið í allar Þeista- reykjagöngur síðan 1960, hvert einasta haust þar til núna að fé var skorið niður á bæjunum vegna riðu og því ekki farið í göngur þetta haustið.“ - Hvernig hófst starfsferill þinn hjá Eimskipafélaginu? „Hann hófst þannig að árið 1969 réðist ég sem afleysinga- stýrimaður á farþegaskipið Gullfoss. Ég var í því starfi í eitt ár og það var góður tími. Síðan fór ég í land í eitt ár sem verk- stjóri en frá 1972-1976 var ég stýrimaður á ýmsum skipum félagsins. Eftir það tók ég við starfi yfirverkstjóra í vöruaf- greiðslunni í Faxaskála." - Kunnirðu ekki vel við þig á sjónum? „Mér líkaði alltaf vel á sjónum en þegar fjölskyldan fór að stækka og börnin þekktu mig ekki þegar ég kom í land fór ég að hugsa um að réttast væri að hætta siglingum og fara í land til að geta verið meira með fjöl- skyldunni. Ég hef ekki farið á sjó síðan þetta gerðist með einni undantekningu en það var þegar ég sótti Geira Péturs, nýjan rækjubát, en við Sigurður Ol- geirsson sigldum honum frá Nor- egi til Húsavíkur. Árið 1982 var öll vöruafgreiðsla Eimskipafélagsins flutt í Sunda- skála og þar vann ég í tvö ár. Starf yfirverkstjóra var oft erfitt því stundum voru um 300 manns í vinnu hjá okkur í einu. Ég var að vísu með 28 verkstjóra með mér en þetta var mikið starf, við unnum alla daga fram á kvöld nema sunnudaga. í þessu var ég nokkur ár og var orðinn geysilega þreyttur á þessari miklu nætur- vinnu.“ - Breyttist starfsemin ekki mikið við flutningana í Sunda- skála? „Jú, og aðalbreytingin var sú að í Sundaskála var vöruaf- greiðslunni skipt í þrjár deildir; vöruafgreiðsludeild, þjónustu- deild og skipaafgreiðslu. Árið 1985 urðu aftur breytingar á starfi mínu því ég fór þá að starfa sem aðstoðarforstöðumaður Norðurlandadeildar á aðalskrif- stofu félagsins. Ég kunni mjög vel við það starf því ég þurfti að hafa mikil samskipti við við- skipta- og umboðsmenn félagsins bæði heima og erlendis. Þetta var skemmtilegt og lærdómsríkt starf og ég gegndi því allt þar til ég tók við núverandi starfi mínu hér á Akureyri." - Hvað varð til þess að þú komst til starfa á Akureyri? • Afram Leiftur Okkur hér á Norðurlandi hef- ur gramist það hversu lítið fjölmiðlar á suðvesturhorn- inu hafa fjallað um knatt- spyrnulið Leifturs frá Ólafs- firði og þann frábæra árangur sem þeir hafa náð í sumar með því að komast í fyrstu deild. Þetta er tvímælalaust einn besti árangur sem lið hefur náð á svo stuttum tíma sem raun ber vitni. Liðið komst upp úr þriðju deild í fyrra og fer í einu stökki upp úr annarri deild, árangur sem hvert lið mætti vera stolt af. En þessu gefa fjölmiðlarnir sunnan heiða lítinn gaum og láta sem hér hafi verið um einhverja fádæma heppni að ræða. Órugglega hefði því verið slegið rækilega upp ef eitthvert Reykjavíkurliðið hefði náð þessum árangri en það mat fjölmiðlanna skin í gegn að Leiftur sé orðinn eitt- hvert olnbogabarn í deild- inni. Spyrjum samt að leiks- lokum. # Enska í sundi Menntaskóli einn hér í bæn- um ku hafa keypt eitthvert dýrindis forrit í tölvu skólans svo hægt muni vera að gera stundaskrá fyrir nemendur hér heima í skólanum í stað þess að senda allar upplýs- ingar til Noregs og mata þar- lenda tölvu. Því þótti kennur- um hér heima hinn mesti tímasparnaður að þessu en þó fór mesti glansinn af þeg- ar stundatöflugerðin hófst. Þeir félagar munu hafa matað tölvu sína á öllum upplýsing- um eins og fyrir þá var lagt, eða það héldu þeir að minnsta kosti. Þessar upp- lýsngar voru t.d. hverjar skólastofur væru, hvaða bekkir ættu að vera í hverri skólastofu, hvaða kennslu- grein í hverri stofu o.s.frv. En þegar síðan afurðin kom glóðvolg úr tölvunni kom svipur á kennarana. Láðst hafði nefnilega að geta þess við tölvuhróið að í sundlaug- inni ætti aðeins að kenna sund og ekkert annað. Tölv- an hafði, samviskusamlega, sett hina ýmsu bekki í ensku- kennslu, stærðfræði, dönsku o.s.frv. í sundlauginni og kennarar vita ekki frekar en við hin hvernig slíkir tímar geta gengið fyrir sig.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.