Dagur - 08.10.1987, Page 8

Dagur - 08.10.1987, Page 8
8 - DAGUR - 8. október 1987 Verkstjórnarfræðslan á Akureyri Námskeið haustið 1987. Verkstjórnarfræðslan er 180 stunda grunnnám fyrir verkstjóra, stjórnendur og aöra sem starfa meö og þurfa aö segja fólki fyrir verkum, standast áætlanir, hagræöa rekstri, koma á breytingum og bæta mannleg samskipti og samstarf á vinnustað. Stjórnun I. I. hluti. Samstarf og samvinna. 12. -13. október. Farið er m.a. yfir hvað er stjórnun og hvert er hlutverk verkstjóra, skipulag samstarfs og samvinnu, stjórnun vinnuhópa og hegðun ein- staklinga í vinnuhópum, setningu markmiða og framleiðnimælingar með hliðsjón af markmiðum, „Mínútustjórnun" og hvernig er best að hrósa og ávíta. II. hluti. Stjórnunaraðferðir og starfshvatning. 28.-29. október. Farið er m.a. yfir helstu kenningar í stjórnun og stjórnunarstíla, hvað hvetur menn til vinnu og hvernig góð verkfyrirmæli eiga að vera. Ákvarðanatökur og miðlun upplýsinga, valdframsal og ábyrgð starfsmanna. Vinnuumhverfismál. I. hluti. Öryggismál. 21 .-22. október. Farið er m.a. yfir öryggismál ábyrgð stjórnenda á öryggismálum, við- hald öryggismála og hvernig á að tryggja gott húshald, kostnað slysa og hvað vinnst með bættu öryggi. II. hluti. Bruna og slysavarnir. 15.-16. desember. Farið er m.a. yfir bruna og slysavarnir, eðli elds og brunaflokka, reyk- sprengingar og reyklosun, slökkviefni og tæki, eldvarnir og bruna- æfingar. Hvað ber að gera þegar slys ber að höndum, tilkynninga- skyldu verkstjóra um slys, sjúkrakassann og æfingar í fyrstu hjálp, blástursaðferð og hjartahnoð. Verkskipulagning. I. hluti. Verkáætlanir. 26. -27. október. Farið er m.a. yfir undirstöður í áætlanagerð og verkskipulagningu, CPM-framkvæmdaáætlun, Gantt-áætlun, áætlun á mannafla og aðföngum, ráðandi framkvæmdaþátt og að finna lokatíma fram- kvæmda, og undirstöðuatriði tímastjórnunar fyrir verkstjóra. II. hluti. Project forrit og verkáætlanir. 6. -7. nóvember. Farið er m.a. yfir undirstöðu verkskipulagningar með aðstoð PC tölvu, kynning á tölvuforritinu Project og með aðstoð þess gerð verk- skipulaging fyrir nokkur verk, mannaflaþörf, aðföng og kostnaður við verkin áætlaður. III. hluti. Multiplan-forrit og greiðsluáætlanir. 27. -28. nóvember. Farið er m.a. yfir undirstöður áætlanagerðar með aðstoð PC tölvu. Kennt verður að nota töflureikniforritið Multiplan, gerð greiðsluáætl- ana, upplýsingar úr ársreikningum og helstu kennitölur til að fylgjast með rekstrinum. Stjórnun II. 1. hluti. Verktilsögn og vinnutækni. 19.-20. nóvember. Farið er m.a. yfir skipulagða verktilsögn, móttöku nýliða og starfsmannafræðslu, þjálfunarskrá og verkþjálfagreiningu, vinnuvist- fræði og líkamsbeytingu við vinnu. Hvernig má á skemmstum tíma fá vel hæfan og virkan starfsmann til samstarfs. II. hluti. Stjórnun breytinga. 2. -3. desember. Farið er m.a. yfir stjórnun breytinga og hvernig er best að vinna breyt- ingu fylgi, starfsmannaviðtöl og hvernig megi taka á hegðunarvanda- málum og virkja starfsmenn til lausnar á þeim. III. hluti. Verkefnastjórnun. 7. -8. desember. Farið er m.a. yfir undirstöður verkefnastjórnunar, hvað sé verkefni og skipulag verkefnastjórnunar, hlutverk verkefnastjóra, myndun verkefnahópa, vöruþróunarverkefni, breyting á vinnustað og viðhaldsefni. VI. hluti. Vöruþróun. 23.-24. nóvember. Farið verður m.a. yfir helstu þætti vöruþróunar, hlutverk verkstjóra í vöruþróunarstarfinu, gundvöll vöruþróunar, hugmyndaleit og mat hugmynda, þróun frumgerðar og markaðssetningu. Vinnuhagræðing. I. hluti. Undirstaða vinnuhagræðingar. 13. -14. nóvember. Farið er m.a. yfir undirstöður vinnuhagræðingar á vinnustöðum og helstu hjálpartæki við hagræðingu og mat á árangri, tímamælingar og hringrásarathuganir, undirbúning og framkvæmd vinnurann- sókna. II. hluti. Tíðniathuganir og bónus. 11.-12. desember. Farið er m.a. yfir tíðnirannsóknir og hvernig má meta afköst hópa, verkstæðisskipulag og hagræðingu vinnustaða og afkastahvetjandi launakerfi. Hvert námskeið er tveir dagar frá kl. 9-17 og kostar 7.400 kr. Innifalin eru öll námsgögn og kaffi. Námskeiðin verða haldin í húsnæði Flugbjörgunarsveitar Akureyrar, Galtalæk. Skráið þátttöku strax hjá Árna Birni Árnasyni verk stjórafélagi Akureyrar og nágrennis, vinnusími 96-27300, heimasími 21249 eða skrifstofu Verkstjórafélags Akureyrar og nágrenn- is milli kl. 14 og 17, sími 25446 eða hjá Verkstjórnarfræðsl- unni í síma 91-687000. Allt á fullu i umfelguninni. Starfsmenn á þönum um verkstæðið og á meðan streyma viðskiptavinirnir inn og út. Erill á dekkjaverkstæðum: E luir m g ir 701 >Ull bíla m < lái 90 aigreioa einum degi“ - segir Sveinn Bjarman, verkstjóri á dekkjaverkstæði Höldurs Veturinn heilsaði bæjarbúum heldur hressilega hér á dögun- um. Er fólk vaknaði upp á þriðjudagsmorguninn var hér komið snjóföl og frost og enn hríðaði. Ökumönnum var veðurbreyting þessi til lítillar ánægju enda kalla snjórinn og hálkan á snjó- og nagladekk. Við brugðum okkur af þessu tilefni á eitt af dekkjaverk- stæðum bæjarins en segja má að nú sé aðal „uppskerutími“ þeirra. Er okkur bar að garði á dekkjaverkstæði Höldurs við Tryggvabraut fór ekki á milli mála að mikið var um að vera. Bílar stóðu í röðum fyrir utan verkstæðið og biðu eftir af- greiðslu. Er inn var komið mátti sjá starfsmenn á þönum með ný og notuð dekk, sumardekkin fuku af felgunum og nagladekkin voru von bráðar komin á felgurn- ar. Sveinn Bjarman, verkstjóri á dekkjaverkstæðinu fékkst þó til að sjá af andartaki til að spjalla við okkur. - Kannski þarf ekki einu sinni að spyrja að þessu, en er mikið að gera? „Já, ég held að segja megi að það sé brjálað að gera. Hér er búin að vera nær stanslaus afgreiðsla í allan dag og komast Sveinn Bjarman, verkstjóri. færri að en vilja,“ segir Sveinn. - Hvað stendur þessi töm yfir í langan tíma á haustin? „Núna á ég von á að törnin standi yfir lengur en venjulega vegna þess að við höfum tekið okkur saman þessir sem erum í þessu í bænum og lokum verk- stæðunum kl. 7 á kvöldin. Áður fyrr var maður stundum að vinna til miðnættis en sem betur fer er sú tíð liðin og við ætlum bara að vinna eins og menn í haust. Ég gæti trúað að um færi að hægjast aftur eftir 2-3 vikur.“ - Finnst þér fólk taka því vel þó ekki sé hægt að afgreiða það í einum hvelli? „Já, ég finn fyrir þessu núna. Þetta hefur ekki aldeilis verið alltaf þannig en ég held fólk sé að verða skilningsríkara núna.“ - Hvað ertu búinn að afgreiða marga bíla í dag? „Blessaður vertu, það veit ég ekki. Sennilega eru þeir í kring- um 70 og enn eftir 2 tímar af deginum.“ - Og hvað eru mörg dekk seld? „Ætli ég giski ekki á að þau séu orðin um 200 í dag,“ segir Sveinn og hefst nú handa við að umfelga eitt dekkið til viðbótar. Já, greinilega er með öllu spauglaust að fást við þennan starfa á dögum sem þessum. JÓH Starfsmaður sviptir sumarhjólbarðanum af felgunni. Myndir: jóh

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.