Dagur - 03.11.1987, Page 3

Dagur - 03.11.1987, Page 3
, Skagafjörður: Arekstur á Kotárbrú Laust eftir hádegið á laugardag rákust tveir bílar saman á Kot- árbrú í Norðurárdal. Skall annar bfliinn á brúarhandrið- inu og var mesta mildi að hann hafnaði ekki úti í ánni. Fólkið í bílunum slapp vel úr þessu óhappi. Þó þurfti að flytja konu úr öðrum bílnum á sjúkra- hús, en meiðsli hennar voru ekki teljandi og fékk hún að fara heim á sunnudag. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem slys verður á þessum stað og eru aðstæður þarna sagðar bjóða hættunni heim. -þá Fargjöld strætisvagna hækkuð Á fundi stjórnar Strætisvagna Akureyrar sem haldinn var þann 22. október sl. var meðal annars rætt um hækkun far- gjalda strætisvagnanna. Akveðið var að fargjöld skyldu hækkuð frá 1. nóvem- ber. Samkvæmt ákvörðun stjórnar- innar hækka fargjöld fyrir full- orðna í 35 kr. Einstök fargjöld fyrir börn eru 10 kr. eftir hækk- unina en 20 miða kort fyrir börn kostar 130 kr. Kort fyrir fullorðna kostar eftir hækkun 550 kr. en kort fyrir aldraða kostar 275 kr. JÓH „Er'ann að bresta á?“ - „Nei, þetta er bara einhver ljósmyndari.“ Mynd: ÁP Ólafsfjörður: Mikil ásókn í íbúðir hjá Byggingarsjóði vetkamanna - fjórum íbúðum úthlutað á árinu Yerulegur húsnæðisskortur hefur verið í Ólafsfirði líkt og víðast annars staðar á landinu. Þannig hafa umsóknir um húsnæði hjá Byggingarsjóði verkamanna verið mun fleiri en hægt hefur verið að anna. Hefur því fólk þurft að bíða lengi eftir íbúðum og sést jafn- vel ekki enn fyrir endann á þeirri bið. Snemma í vor óskaði stjórn verkamannabústaða í Ólafsfirði eftir því við bæjarstjórn að leyfi verði veitt fyrir kaupum eða byggingu á þremur íbúðum á árinu 1987. Meirihluti bæjar- stjórnar hafnaði beiðni um þrjár íbúðir en lagði fram tillögu um tvær íbúðir en á þessum tíma lágu fyrir umsóknir frá þremur aðil.um hjá stjórn byggingarsjóðs- ins. Yfirstjórn Byggingarsjóðs Nánast ekkert atvinnuleysi hefur verið á Húsavík og ná- grenni í sumar en eftir að slát- urtíð lauk hefur fólk aðeins verið að tínast inn á atvinnu- leysisskrá hjá Verkalýðsfélagi Húsavíkur. Nú eru 7 manns skráðir atvinnulausir á Húsavík, 15 í Mývatnssveit, 3 í Aðaldal, 2 í Bárðardal og 1 í Reykjahreppi. Enginn hefur þó verið samfellt á verkamanna óskaði eftir að keyptar yrðu tvær notaðar íbúðír í framhaldi af þessu þar sem þörf fyrir íbúðir var orðin mikil. Eftir því sem á sumarið leið fjölgaði umsækjendum um íbúðir hjá Byggingarsjóði verkamanna og þá ákvað bæjarstjórn að heimila kaup eða byggingu á tveimur íbúðum til viðSótar á þessu ári enda komi hlutur bæjarins ekki til útborgunar fyrr en á næsta ári. Á síðasta bæjarstjórnarfundi bæjarstjómar Ólafsfjarðar urðu nokkrar umræður um þessi mál þar sem Ármann Þórðarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokks flutti tillögu um að fundur bæjar- stjórnar skoraði á stjórn verka- mannabústaða í Ólafsfirði að auglýsa strax eftir þeim tveim íbúðum sem bæjarstjórn hafði samþykkt á fundi sínum þann 1. október s.l. Þessari tillögu var vísað frá í bæjarstjórn en eftir skrá allan mánuðinn og er hér um að ræða lausráðið fólk og fólk sem er að leita sér að annarri vinnu. Atvinnuástand er því þokka- lega gott í Suður-Þingeyjarsýslu þótt erfitt sé að sjá fyrir hvernig ástandið verður í vetur. Einna verst er atvinnuástand í Mývatns- sveit, þar virðist skorta fleiri atvinnutækifæri og sérstaklega fyrir konur. IM fundinn auglýsti stjórn verka- mannabústaða eftir íbúðum og rennur tilboðsfrestur út þann 5. nóvember n.k. „Hér er fólk, sem vildi kaupa nýja íbúð, búið að bíða eftir svari frá stjórn verkamannabústaða síðan í vor og ekki enn fengið svar. Ég taldi að með því að kaupa tvær fokheldar ibúðir af verktaka hér í bænum mætti leysa þetta vandamál og þar með fengi þetta fólk svar við sínum umsóknum. í stað þess voru keyptar tvær notaðar íbúðir sem þetta umrædda fólk vill ekki og þar með verður það enn að bíða eftir að fá nýja íbúð,“ sagði Ármann Þórðarson er blaðið ræddi við hann. Blaðið spurði Gísla Friðfinns- son, formann stjórnar verka- mannabústaða í Ólafsfirði hvort ekki hafi komið til greina að kaupa nýjar íbúðir þar sem fyrir lágu tilboð frá heimamönnum um nýjar íbúðir svo og umsóknir kaupenda um kaup á nýjum íbúðum. „Það kom ekki til. Það var ákveðið í vor að kaupa frekar notaðar íbúðir þar sem slíkt var hagstæðara fyrir fólkið sem fór í þær.“ - En lágu ekki fyrir umsóknir á þessum tíma frá fólki sem ósk- aði eftir nýjum íbúðum? „Jú, það má kannski segja það. Eins og menn vita þá er þetta þörf samkvæmt könnun en það er yfirstjórnarinnar sjálfrar að taka ákvarðanir um hvað gert er,“ sagði Gísli Friðfinnsson. JÓH Suður-Þingeyjarsýsla: Gott atvinnuástand rn m r\ r •« -», ^p . 3. nóvember 1987 - Ólafsfjörður: Aldraðir fá bækur sendar heim í Ólafsfírði hefur það nýmæli verið tekið upp að öldruðum er gefínn kostur á að fá bækur úr bókasafni staðarins keyrðar heim. Bókavörður hefur hing- að til gert þetta upp á eigin spýtur en á fundi menningar- málanefndar Ólafsfjarðar fyrr í haust var ákveðið að bjóða öldruðum upp á þessa þjón- ustu í vetur. „Það er eitthvað um aldrað fólk sem á erfitt með að ná sér í lestrarefni, sérstaklega ef færð er vond. Með þessu er komið til móts við þetta fólk og hér er án efa um að ræða mjög kærkomna þjónustu fyrir marga ellilífeyris- þega,“ sagði Valtýr Sigurbjarnar- son, bæjarstjóri í Ólafsfirði. Hálf staða bókavarðar er við safnið en safnið er nú í húsnæði því sem áður var hótel. Bóka- safnið flutti í þetta húsnæði fyrir um 5 árum en lítið hefur verið gert fyrir safnið síðan þá. „Bæði liúsinu og safninu þarf að taka verulegt tak og gera þetta að alvöru safni. Þarna er margt góðra bóka sem út af fyrir sig eru ekki í neinni vanhirðu heldur þarf að skrá bækur, skipuleggja safnið betur og gera það aðgengi- legra,“ sagði Valtýr. JÓH Rjúpnaveiðimenn Hubertus rjúpnaskotin margeftirspurðu nýkomin, ásamt mörgum öðrum gerðum. Eigum úrval af byssupokum og skotabeltum. Einnig neyðarskot í haglabyssur og neyðarpennasett. Opið laugardaga 9-12. Eyfjörð vtsa KjatteyrarBötu 4 • simi 22275 ?$> á ný SIEMENS-heimilistæki. Þau eru: •Falleg og sparneytin. •Þægileg ínotkun. • Búin fullkomnustu tækni. •Þaulreynd vestur-þýsk gæðavara. HF. Reynishúsinu ■ Furuvöllum 1 ■ 600Akureyri ■ Sími27788 ÍSIÆNSKRÁ- fÍVPDABA- Nuddstofan Höfðahlíð 1 Akureyri • Sími 96-25610 Höfum opið frá kl. 9-20 alla virka daga. Lokað laugardaga og sunnudaga. Örfáir tímar lausir fyrri hluta dagsins. Bjóðum upp á: ★ Rafmagnsnudd (frábært tæki). ★ Líkamsnudd. ★ Svæðanudd. ★ Slökunarnudd. ★ Sturtu- og gufubað. ★ Heitt á könnunni allan daginn. Nuddstofan Höfðahlíð 1 Akureyri • Sími 96-25610

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.