Dagur - 11.11.1987, Síða 2

Dagur - 11.11.1987, Síða 2
2 - DAGUR - 11. nóvember 1987 Hestaíþróttir: Nýtt sérsamband innan ÍSÍ „Við héldum góðan fund um helgina þar sem skýrt var fyrir félögunum hvað hefði gerst á ársþingi LH. Auk þess spjölluðum við um framtíðina. Formaður Iþróttaráðs Lands- sambands hestamanna, Pétur Jökull Hákonarson, kom á fundinn og ræddi við okkur um Húsavík: Leitað að bygging- arefni Næsta sumar er fyrirhuguð leit í landi Húsavíkur og nágrennis að lausum jarðefnum, sem eru frostþolin og hæf sem bygging- arefni. Vöntun er á slíkum efn- um á svæðinu, ekki síst ef alþjóðaflugvöllur verður byggður í Aðaldal. „Astæðan fyrir því að við vinn- um að erfiðu og dýru malarnámi í bænum er sú að það er langt í betra efni og þótt það sé dýrt að vinna efnið hér er ennþá dýrara að sækja það þangað sem það er til staðar,“ sagði Bjarni Þór Ein- arssíjn ibæjarstjóri í >sámtali jvið Dag. ‘ ' ' „Það hefur mikið verið unnið hér umhverfis Húsavíkurland í sambandi við athugum á vegum Flugmálastjórnar um staðarval á alþjóðaflugvelli. Eftir því sem ég best veit kemur í ljós í þeirri könnun, að okkar aðstæður séu einna erfiðastar gagnvart al- þjóðaflugvelli vegna þess að of langt sé í þessi efni, að öðru leyti séu aðstæður hér þær æskilegustu sem finnast. Þetta er kannski spurning um einhverjar krónur, en ef flugöryggis- aðstæðurnar verða látnar vega þyngra þá sýnist mér að völlurinn verði byggður hér. Ég hef alltaf sagt að ef skynsemin verði látin ráða þá hljóti menn að lenda hér og ég hef trú á að skynsemin ráði í þessu máli þegar menn skoða hlutina ofan í kjölinn.“ IM stöðu íþróttamála innan hreyf- ingar hestamanna,“ sagði Jón Olafur Sigfússon, formaður hestamannafélagsins Léttis á Akureyri. Að sögn Jóns Ólafs eru hesta- menn að stofna sérdeild innan íþróttasambands íslands. Þann 28. þ.m. verður haldinn formleg- ur stofnfundur þessarar deildar en inn í hana ganga allar hesta- íþróttadeildir landsins, þar á meðal hestaíþróttadeild Léttis. Um er að ræða sérsamband innan ÍSÍ sem er ekki háð LH á neinn hátt og geta hestamenn í Eyja- fjarðarsýslu því átt aðild að því þótt þeir gangi úr Landssam- bandinu. „Það er ekki rétt hjá Leifi Kr. Jóhannessyni, formanni LH, að við höfum ekki talað fyrir okkar málum á ársþinginu. Við fluttum mjög greinargóða skýrslu en þar sem við áttum mikilla hagsmuna að gæta töldum við eðlilegt að útskýra málið allt frá upphafi til enda í ræðu en að halda uppi málþófi á þinginu,“ sagði Jón Ólafur Sigfússon. EHB Húsavík: Siglunes komið til heimahafnar Siglunes ÞH-60, 101 tonna stálskip kom til heimahafnar á Húsavík á föstudagsmorgun- inn. Skipið er keypt frá Hvammstanga en var smíðað á Akranesi 1970. Skipið er búið til línu-, neta- og rækjuveiða og áætlað er að það haldi til línuveiða strax á þriðjudaginn. Kaupverð skipsins er 38 milljónir. Eigendur þess eru bræðurnir Óskar og Aðalsteinn Karlssynir og Hera Sigurgeirs- dóttir, móðir þeirra. Þau hafa stundað útgerð í 27 ár, í fyrstu ásamt Karli Aðalsteinssyni s^m nú er látinn. Það er Óskar sem er skipstjóri á Siglunesi, 6 manna áhöfn er á skipinu og er Karl Geirsson syst- ursonur bræðranna, stýrimaður. Aðalsteinn er skipstjóri á Sæborgu ÞH-55, 40 tonna bát sem mæðginin eiga einnig. Til að fjármagna kaupin á Siglunesi var Guðrún Björg, 15 tonna eikarbátur seldur til Hafn- arfjarðar fyrir 11 milljónir. Aðspurður um hvernig honum litist á skipið sagði Óskar skip- stjóri: „Mér líst bara vel á skipið, en þetta eru mikil viðbrigði mið- að við litla bátinn sem var svipað- ur að stærð og lúkarinn á þessum.“ Þess má geta að Guðrún Björg var einnig smíðuð 1970 en Siglu- nes er þó yngra skip þar sem smíði þess lauk fjórum dögum síðar. IM Ekki sammála útreikningum ráðuneytismanna „Tillögur okkar til ráðherra gera ráð fyrir því að útsvars- prósentan verði 7,5. Starfs- menn fjármálaráðuneytisins gáfu sér ákveðnar forsendur sem við erum ekki sammála og reiknuðu út að 6,25% myndi nægja. Svo er þó ekki að okkar mati,“ sagði Sigurgeir Sigurðs- son, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga, en í þessari viku mun ráðherra skera úr um hver útsvars- prósentan verður í staðgreiðslu- kerfi skatta. Samkvæmt lögum nr. 38/1987 um breytingar á lögum um tekju- stofna sveitarfélaga er kveðið á um að útsvar skuli aldrei nema - segir Sigurgeir Sigurðsson um útsvarsprósentuna tökum að okkur ný verkefni. verulega við óbreytt kerfi af þeim Starfsmenn ráðuneytisins gefa sökum,“ sagði Sigurgeir Sigurðs- hærri upphæð en 7,5% af tekju- skattsstofni. Fjármálaráðherra skal ákveða útsvarprósentu hvers árs í sérstakri reglugerð en áður skal hann leita tillagna Sambands íslenskra sveitarfélaga og taka til- lit til áforma sveitarstjórna um álagningu. Reglugerðin skal gef- in út fyrir 15. nóv. ár hvert. „Við erum að tala um að sveit- arfélögin eigi að halda óbreyttum tekjum miðað við núverandi kerfi og tekjuaukning milli áranna 1986-7 er á bilinu 35- 37%. Ekkert sveitarfélag hefur innheimt yfir 80% af sínum útsvörum á sama ári og í stað- greiðslu verðum við að sjá fram á hverjar tekjurnar verða því við sér að innheimtan verði 100% öllum tilvikum og spá lægri verð- bólgu en við höfum ástæðu til að ætla. Þá má nefna það að 1987 er skattlaust ár og margir hafa bætt á sig mikilli aukavinnu en tekjur sveitarfélaganna hefðu vaxið son. Ljóst er að ef ráðherra sam- þykkir tillöguna um hámarks- álagningu útsvars á næsta ári mun það þýða hundruð milljóna króna aukaútgjöld fyrir útsvars- greiðendur. EHB Akureyri: Slysagildra við pósthúsið Lionessur á Akureyrí gáfu Fæðingardeild FSA vandað monitortæki sl. mánudag. Monitorinn kom í mjög góðar þarf- ir því sá sem fyrir var á dcildinni var orðinn gamall. Konurnar öfluðu fjár með plastpokasölu í síðasta mánuði og færa þær bæjarbúum kærar þakkir fyrir góðar viðtökur. „Aðstaðan við pósthúsið á Akureyri er ömurleg, níð- þröng og erfið. Það sem er erf- iðast við þetta er að þegar maður er að athafna sig með póstinn þá eru smábílar fyrir okkur en þeir mega leggja þarna á planinu,“ sagði Óskar Stefánsson, bílstjóri hjá Norðurleið. Langferða- og sérleyfisbílstjór- ar hafa, að sögn Óskars, kvartað við póstyfirvöld á Akureyri vegna þrengsla við afgreiðslu bíl- anna á bílastæðinu austan við símstöðina. Mikil bót væri í máli ef bannað yrði að leggja öðrum megin á planinu a.m.k. „Það er erfitt að athafna sig þarna á svo stórum bílum. Skipa- gatan er fjölfarin gata, einkum á fimmtudögum og föstudögum þegar verslanir eru opnar fram eftir kvöldi. Ég get að mörgu leyti tekið undir það að þarna er mikil slysahætta því við erum ýmist að bakka inn í stæðið eða út úr því og erum þá þvert á Skipagötuna á stærri bílunum. Það er alltaf hætta á árekstri þeg- ar maður bakkar svona blint út í umferðina, einkum í hálku. Það hefur sem betur fer ekkert komið fyrir ennþá en aðstæðurn- ar bjóða að mörgu leyti upp á slíkt,“ sagði Óskar Stefánsson að lokum, en hann hefur ekið fyrir Norðurleið hf. frá árinu 1975. EHB Athugasemd: Hækka - ekki lækka í frétt um væntanlega fiskihöfn á Akureyri sem birtist 9. nóvember varð prentvilla sem breytir merk- ingu mikilvægrar setningar. Þar er haft eftir Gunnari Arasyni, formanni Hafnarstjórnar Akur- eyrar, að verið sé að athuga hvort sú leið sé fær að lækka kostnað- arhlut Akureyrar niður í 50% varðandi framkvæmdir við 1. áfanga fiskihafnar. Þarna á auð- vitað að standa að verið sé að athuga hvort fært sé að hækka hlutdeild bæjarins í 50%. Beðist er velvirðingar á þessu. EHB

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.